Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 15. janúar 2009 39 Annað undanúrslitakvöldið í Eur- ovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, „Fósturjörð“, er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreist- ur. Stórskotalið stendur á bakvið næsta lagi, „Undir regnboganum“. Poppstjarnan Ingó syngur það, Eiríkur Hauksson gerði textann og Hallgrímur Óskarsson lagið. Hall- grímur hefur áður tekið þátt í Eur- ovision, náði lengst þegar Birgitta Haukdal söng lag hans í aðalkeppn- inni 2003. Lagið sem hann kepp- ir með á laugardaginn er krúttlegt úkúlele-knúið popplag sem minn- ir á lög Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gilberts O‘Sullivan. Hallgrím- ur fær svo Jógvan til að syngja hitt lagið sitt í ár í þættinum eftir tvær vikur. Þriðja lagið er „Vornótt“ eftir Erlu Gígju Þorvaldsdóttur með texta eftir Hilmi Jóhannesson. Erla er eina konan sem á lag í keppn- inni í ár og að auki elst keppenda, er komin langt að sjötugu. Hún fær unga söngkonu úr Mosfellsbænum, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, til að syngja lagið, sem er hugljúft og af gamla skólanum. Síðasta er „Glópagull“ eftir Einar Oddsson, kraftmesta og rokkað- asta lag kvöldsins. Það þýðir ekk- ert minna en tvær sönkonur til að flytja það, þær Ernu Hrönn, áður í Bermúda, og Guðrúnu Lísu, áður í Ísafold. Eins og sést verða öll lögin sung- in á íslensku á laugardaginn, en fyrir viku fóru tvö lög sem sung- in voru á ensku áfram en íslensku lögin sátu eftir. Spennandi verður að sjá hvaða fataleppum kynn- arnir klæðast, prjónapeys- urnar þeirra í fyrsta þætt- inum vöktu eiginlega meiri athygli en lögin sjálf. - drg Alíslenskt undanúrslitakvöld KEPPENDURNIR Í EUROV- ISION Á LAUGARDAGINN Frá vinstri eru þau Hreind- ís Ylfa, Ingólfur Þórarins- son, Erna Hrönn og Páll Rósinkranz. Vinsældir tónlistarkonunnar Lov- ísu Elísabetar Sigrúnardóttur, betur þekktri sem Lay Low, fara ekkert dvínandi. Nýjasta plata hennar Farewell Good Night’s Sleep seldist í um 8.000 eintökum fyrir jólin og nú þegar er orðið uppselt á tónleika hennar sem fara fram á Café Rósenberg 27. janúar næstkomandi. Tónleik- arnir verða hennar síðustu hér á landi fyrir þriggja vikna tón- leikaferð með Emilíönu Torrini um Evrópu. „Þetta á að vera svolítið kósí því við förum svo út strax dag- inn eftir. Ég held að það sé ágæt- is æfing að spila fyrir þennan hóp áður en við förum að spila á stórum stöðum úti. Þetta verð- ur lengsta tónleikaferðalag sem ég hef farið í til þessa og hentar mjög vel því platan mín kemur út í Bretlandi og Þýskalandi í mars,“ segir Lovísa sem mun stíga á stokk ásamt gítarleikara sínum Pétri Hallgrímssyni á tónleika- ferðalagi Emilíönu um Frakk- land, Ítalíu, Þýskaland, Sviss, Austurríki, Belgíu, Holland og Luxemborg. „Ég kem aðeins heim í örfáa daga að ferðalaginu loknu og fer svo beint áfram í eigið tónleika- ferðalag,“ segir Lovísa sem mun þá spila í Finnlandi, Svíþjóð, Nor- egi, Danmörku og Þýskalandi áður en hún hitar upp á tónleik- um Emilíönu í London hinn 13. mars. - ag Lengsta ferða- lag Lay Low VINSÆL Uppselt er á tónleika Lay Low á Café Rósenberg 27. janúar næst- komandi, daginn áður en hún fer í tónleikaferðalag með Emilíönu Torrini um Evrópu. Tölvuleikurinn Ghostbusters: The Video Game kemur út á vegum Atari 19. júní næstkomandi. Leik- urinn er byggður á Gostbusters- kvikmyndunum sem nutu mikilla vinsælda á níunda áratugnum. Höfundar leikjarins eru þeir Harold Ramis og Dan Akroyd sem báðir sömdu og léku í mynd- unum. Einnig koma fram í leiknum Bill Murray og Ernie Hudsen, sem voru hluti af upprunalega Ghostbusters-genginu. Leikurinn gerist tveimur árum eftir Ghost- busters II og er Manhattan-borg enn og aftur umlukin draugum og yfirnáttúrulegum öflum. Bregða leikmenn sér í hlutverk nýliða í hópi draugabananna sem reynir að vinna bug á vandanum. Draugabanar í tölvuleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.