Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 30
15. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll
Fræðslukvöld á vegum Ráðgjafa-
þjónustu Krabbameinsfélags-
ins verður í kvöld þar sem fjallað
verður um HPV-veiruna og hnúta
í brjóstum.
Fyrirlesturinn eru opinn öllum
og sérstaklega ungum konum þar
sem HPV-veirusmit hefur auk-
ist hjá ungum stúlkum á Vestur-
löndum, en um 80 prósent kvenna
smitast einhvern tímann á ævinni.
HPV-veiran smitast við kynmök.
Hún getur valdið kynfæravörtum
og jafnvel leitt til leghálskrabba-
meins en yfirleitt vinnur líkaminn
á veirunni sjálfur án þess að konan
verði þess vör að hafa sýkst. Aukn-
ing á smiti ungra kvenna er rakin
til raksturs í kringum kynfæri.
Einnig verður fjallað um hvað
hnútar í brjóstum eru og hvernig
skuli bregðast við ef þeir finnast.
Fyrirlesturinn fer fram í Skóg-
arhlíð 8 klukkan 20 í kvöld og er
aðgangur ókeypis. - rat
Fræðsla um
HPV-veiruna
Einnig verður fjallað um hvernig bregð-
ast skuli við ef hnútar finnast í brjóstum.
Sjónvarpsþættir þar sem áhorfend-
um gefst kostur á að læra að nudda
sína nánustu hefja göngu sína á
sjónvarpsstöðinni ÍNN þriðjudag-
inn 20. janúar.
Nuddarinn Gunnar L. Friðriks-
son hefur umsjón með þáttunum,
sem verða fjórir talsins. Hann
hefur á undanförnum árum boðið
upp á námskeið í svæða- og vöðva-
nuddi sem eru ætluð þeim sem
vilja getað nuddað vini og vanda-
menn. Upplýsingar um þau er að
finna á www.gufubad.net.
„Markmiðið með þáttunum er
að fólk geti tileinkað sér nokkur
undirstöðuatriði og þannig nuddað
fjölskyldumeðlimi eða vini,“ segir
Gunnar. - ve
Nuddkennsla í
sjónvarpinu
Gunnar Friðriksson hefur umsjón með
nýjum þáttum sem eru að hefja göngu
sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fyrsta Detox-helgarnámskeiðið
sem Jónína Ben stendur fyrir á
Hótel Reynihlíð við Mývatn í lok
þessa mánaðar er að fyllast og
búið að áforma annað frá 5. til 8.
febrúar.
Einnig hafa undirtektir verið
góðar við tveggja vikna meðferð
sem hefst 29. janúar.
Jónína segir yfir 2.000 manns
hafa farið á hennar vegum til Pól-
lands til að fá heilsubót með Detox-
meðferð og árangurinn spyrjist
út. Nú hafi hún fengið frábæra að-
stöðu í Hótel Reynihlíð við Mývatn
með aðgangi að jarðböðunum sem
henti meðferðinni vel.
Detox-meðferð byggist fyrst og
fremst á föstu og sérstöku mat-
aræði og vinnur á margs konar
krankleika að sögn Jónínu, svo sem
gigt, kvíða, offitu, ristilsjúkdóm-
um og exemi svo dæmi séu tekin.
„Fólk léttist og líðanin breytist til
batnaðar og oft losar fólk sig við
lyf í framhaldinu,“ segir Jónína.
Sjá nánar á www.detox.is.
Fyrstu tímar að fyllast
Aðgangur að jarðböðunum er
innifalinn í námskeiðunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM