Fréttablaðið - 15.01.2009, Page 8

Fréttablaðið - 15.01.2009, Page 8
8 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR 1 Hverjum vildi Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir ráða heilt fyrir fund í Háskólabíói? 2 Hvað eru margir dagar liðnir frá því Alþingi setti neyðarlög- in? 3 Evrópusambandslönd fá ekki gas frá Rússlandi til upphitunar húsa. Um hvaða land liggja gasleiðslurnar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46                                    ! " # ""$%$&   !"#$ %$ &!!'$ ( )*+&$  #(,+--&( *  .*(#/0 #120##3 4445!(*5#5 '()!* 65 7#*&$5 85 +$  919*#&$#&*9 %$ .$(+7( #&12 ( )*+&$5 :5 !!'$ ( )*+&$  #(,+--&(5 ;5 < (!5               4445!(*5# PALESTÍNA, AP Viðræður Egypta við Hamas um hugsanlegt tíu daga vopnahlé milli Hamas og Ísraels eru sagðar langt komnar. Þetta staðfestu fulltrúar bæði Egypta og Hamas-samtakanna í gær. Drögin verði fljótlega kynnt Ísraelum, en mikil óvissa ríkir engu síður um langtímahorfur á Gazasvæðinu, þar sem stanslausar árásir Ísraela í nærri þrjár vikur hafa kostað hátt í þúsund manns lífið. Um helmingur þeirra er sagð- ur vera almennir borgarar, þar af hundruð á barnsaldri. Loftárásum á þéttbýlt Gazasvæð- ið var haldið áfram af fullum krafti í gær. Meðal annars var sprengjum varpað á grafreit í Gazaborg, þar sem fjöldi manns var saman kom- inn og dreifðust líkamshlutar út um stórt svæði. Ísraelsher segir þessari árás hafa verið beint að vopnageymslu skammt frá graf- reitnum. Skæruliðar Hezbollah-hreyfing- arinnar í Líbanon skutu sprengju- flaugum suður yfir landamærin til Ísraels í gær, en þær ollu engu manntjóni. Sprengjuflaugaárás- um frá Gazasvæðinu hefur fækk- að töluvert frá því árásirnar hóf- ust. Í byrjun skutu Palestínumenn allt að 80 flaugum yfir landamærin til Ísraels á dag, en í gær var skotið 16 flaugum. Frá því Ísraelar hófu árásir sínar, hinn 27. desember síðast- liðinn, hafa þrettán Ísraelsmenn látist, þar af fjórir af völdum sprengjuflauga frá Gazasvæðinu. Ísraelar hafa aðeins gert þriggja klukkustunda hlé á árásum sínum daglega, svo hægt verði að koma brýnustu hjálpargögnum yfir á Gazasvæðið. Ísraelar hafa ítrekað fullyrt að þeir muni ekki hætta árásum fyrr en tryggt sé, að íbúar á Gaza skjóti ekki fleiri sprengjuflaugum yfir til Ísraels. Leiðtogar Hamas hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi, nema því aðeins að landamæri Gaza verði opnuð. Vopnahléshugmyndir, sem nú eru ræddar í Egyptalandi, felast líklega í því, að því er AP frétta- stofan hefur eftir samningamönn- um, að Ísraelar hætti árásum án þess þó að draga herlið sitt til baka, en á móti hætti Hamas-liðar að skjóta sprengjuflaugum. Slíkt bráðabirgðavopnahlé myndi standa í tíu daga, sem þyrfti að nota til að semja um vopnahlé til lengri tíma. Takist það ekki, má búast við að blóðbaðið hæfist að nýju. gudsteinn@frettabladid.is Vopnahlésviðræður Hamas og Ísraels mjakast áfram Nærri þrjár vikur eru síðan Ísraelar hófu miskunnarlausar árásir sínar á íbúa Gazasvæðisins. Tugir manna enn drepnir á hverjum degi. Egyptar og Hamasliðar eru með drög að bráðabirgðavopnahléi í smíðum. FYLGST MEÐ BLÓÐBAÐINU Þrír réttrúaðir gyðingar fylgdust með átökunum á götum Gazaborgar frá samyrkjubúinu Nir Am, sem er skammt frá bænum Sderot rétt hand- an landamæra Gaza. NORDICPHOTOS/AFP JARÐSKJÁLFTI Ríkissjóður greiðir 733 milljónir króna í styrki vegna Suð- urlandsskjálftans 29. maí í fyrra. Stærstur hluti upphæðarinnar, 402 milljónir króna, eru styrkir til ein- staklinga sem urðu fyrir tjóni sem tryggingar ná ekki til. Alls fara 200 milljónir í styrki vegna fyrstu viðbragða við skjálft- anum og aukinn kostnað sveitarfé- laga. Þá fara 50 milljónir í styrki vegna tjóns opinberra stofnana á jarðskjálftasvæðinu og 81 milljón í önnur tjón og ófyrirséð. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu segir að forsætis- og fjár- málaráðuneytin muni nú hefjast handa við að greiða út styrki. Þeir styrkir sem greiddir verði á næst- unni séu vegna niðurrifs, endur- mats á brunabótamati, tjóns á innbúum og fleiru. Samkvæmt við- gerðarreikningum sé um að ræða stéttar, palla, veggi, hleðslur, frá- rennsli, vatnsveitur, borholur og fleira. Í tilkynningu ráðuneytisins segir enn fremur að tjón af skjálft- anum sé metið á milljarða króna, enda hafi þetta verið mestu ham- farir sem gengið hafa yfir jafn fjölmenna og þéttbýla byggð hér á landi. Jarðskjálftinn hafi þess vegna reynt mikið á alla þætti samfélagsins og er öllum þeim, sem komu að aðgerðum, á einn eða annan hátt þakkað í yfirlýsingu ráðuneytisins. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni forsaetisraduneyti.is - ovd Stuðningur ríkisins vegna Suðurlandsskjálftans nemur 733 milljónum: Ríkið greiðir skjálftabætur ALLT Í RÚST Tjón af völdum skjálftans sem skók Suðurland 29. maí í fyrra er metið á milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STOKKHÓLMUR, AP Níu hundr- uð starfsmönnum Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Sví- þjóð verður sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar spara spítalanum um 450 milljónir sænskra króna á ári sem sam- svarar tæplega 6,9 milljörðum íslenskra króna. Nokkur halli hefur verið á rekstri sjúkrahúss- ins undanfarin ár. Hátt í 16 þús- und manns starfa á sjúkrahúsinu sem er annað stærsta sjúkrahús Svíþjóðar. Um tveir þriðju þeirra sem sagt verður upp eru fast- ráðnir starfsmenn en aðrir eru lausráðnir starfsmenn eða verk- takar. - ovd Fjöldauppsagnir í Svíþjóð: Spara hátt í sjö milljarða á ári EFNAHAGSMÁL „Hann spurði um það sem hefur verið gert í kjölfar bankahrunsins,“ segir Sigmundur Sigurgeirsson hjá fjármálaráðu- neytinu, en hann var einn þriggja embættismanna sem fundaði í gær með Robert Wade, prófessor í stjórnmálahagfræði hjá LSE. Wade var einn frummælenda á borgarafundi í Háskólabíói þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins. Sigmundur segir að Wade hafi ekki haft vitneskju um ýmislegt. Þar á meðal hafi hann ekki vitað af því eignamati sem er í gangi í gömlu bönkunum, né af þeim neyðarnefndum sem hafi verið að störfum. Þá hafi Wade verið upp- lýstur um samskipti við erlenda kröfuhafa. Robert Wade vildi ekki tjá sig um fundinn þegar eftir því var leitað. - ss Wade á fundi ráðuneyta: Fræddur um neyðarnefndir JÓN ÞÓR STURLUSON OG ROBERT WADE Wade gagnrýndi meðal annars skort á upplýsingum frá stjórnvöldum vegna efnahagskreppunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.