Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 10
 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjónarkennarar námskeiðsins er Andrea Brabin framkvæmdarstjóri Eskimo, auk fjölmargra gestakennara. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, Maybelline mascara, viðurkenningarskjal og 10 sv/ hv myndir. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu. Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatöku og tískusýningu. EMM School of Make-Up sér um förðun. SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 20. JANÚAR OG 22. JANÚAR. Sjálfstyrking . Framkoma . Líkamsburður . Innsýn í fyrirsætustörf . Förðun . Umhirða húðar og hárs . Myndataka (10 s/h myndir) . Tískusýningarganga . Fíkniefnafræðsla . Myndbandsupptökur . Leikræn tjáning Skráning er hafin í síma 533 4646 og eskimo@eskimo.is Verð 17.900 kr. K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T ORKU- OG TÆKNISKÓLI Vélarnar stjórna heiminum Keilir og Háskóli Íslands bjóða nú nám í tæknifræði við framúrskarandi aðstæður á Keilissvæðinu undir leiðsögn sérfræðinga í fremstu röð. Nemendur útskrifast með B.S. gráðu frá Háskóla Íslands. Orkutæknifræði veitir sterkan grunn í beislun og nýtingu jarðvarmaorku og virkjun á öðrum grænum, endurnýjanlegum orkugjöfum. Í mekatróník (e. mechatronics) fá nemendur þverfaglega menntun í hönnun og smíði rafeinda- og tölvustýrðs vélbúnaðar. Lögð er áhersla á verklegar æfingar í rannsóknarstofu og samstarf við fyrirtæki sem undirbýr nemendur fyrir atvinnulífið, þar sem vaxandi þörf er fyrir sérfræðinga á þessu sviði. Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Nú vantar fólk til að stjórna vélunum Keilir og Háskóli Íslands kynna B.S. nám í tæknifræði HEILBRIGÐISMÁL Konur í fátækustu ríkjum heims eru 300 sinnum lík- legri til að deyja við barnsburð eða af orsökum sem rekja má til þung- unar en konur í iðnríkjunum, sam- kvæmt árlegri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna í heiminum. Þá er barn, sem fæðist í þróunar- landi, 14 sinnum líklegra til að lát- ast á fyrstu mánuðum ævi sinnar en barn sem fæðist í iðnvæddu ríki. Skýrslan er kynnt í Jóhannesar- borg í Suður-Afríku í dag. Í skýrsl- unni, State of the World´s Children, er að finna lista yfir fjölda atriða sem varða velferð barna í heimin- um. Á listanum má finna atriði eins og menntun, bólusetningu, heilsu- gæslu, aðhlynningu þungaðra kvenna, næringargjöf, barnaþræl- kun, giftingar barna, útbreiðslu HIV og alnæmis og aðgang að hreinu vatni. Í tilkynningu frá UNICEF segir að á síðustu árum hafi lífslíkur barna aukist í mörgum þróunar- löndum en ekki hafi tekist að draga eins úr dauðsföllum kvenna við barnsburð. Barnadauði hafi minnk- að um helming í Níger og Malaví á árunum 1990 til 2007 og þá sé tíðni barnadauða í Indónesíu aðeins einn þriðji af því sem hún mældist árið 1990. Í Bangladess hafi tíðni barna- dauða fallið um meira en helming. Sömu þróun er ekki að finna þegar kemur að heilsu og lífslík- um mæðra, segir í tilkynningunni. Í þróunarlöndunum eru líkur á því að kona deyi við barnsburð sagðar vera 1 á móti 76. Til samanburðar eru líkurnar 1 á móti 8.000 meðal kvenna í iðnvæddum ríkjum. Meirihluti dauðsfalla er sagður eiga sér stað í Afríku og Asíu þar sem frjósemi er mikil, vöntun er á þjálfuðu fólki til aðstoðar við barns- burð og heilsugæsla er veikburða. Til að draga úr dauðsföllum kvenna við barnsburð og ungbarnadauða mælir skýrslan með því að grund- vallarþjónusta verði veitt á öllum stigum heilbrigðiskerfisins, heima fyrir, í samfélaginu og á heilsu- gæslustöðvum. Slík nálgun gangi lengra en hefðbundin áhersla á að bregðast við einstaka sjúkdóms- tilfellum því hún kalli frekar á að mæðra- og ungbarnavernd verði tekin inn á öllum stigum heilsu- gæslunnar. olav@frettabladid.is Staða barna enn afar slæm Hætta steðjar að þunguðum konum og ungbörnum í þróunarlöndunum samkvæmt skýrslu UNICEF sem kynnt er í dag. Lífslíkur barns í iðnvæddu ríki eru fjórtán sinnum meiri en barns í þróunarlandi. BÖRN Í MALAVÍ Barnadauði í Malaví minnkaði um helming á árunum 1990 til 2007 samkvæmt skýrslu UNICEF. MYND/ERNA HREINSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.