Fréttablaðið - 15.01.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 15.01.2009, Síða 18
18 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 79 Velta: 107 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 331 -1,39% 903 -1,10% MESTA HÆKKUN XX x,xx% XX x,xx% XX x,xx% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI -5,13% BAKKAVÖR -2,83% MAREL -2,09% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,15 +0,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 620,00 +0,00% ... Bakkavör 1,72 -2,83% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,55 -0,64% ... Føroya Banki 111,00 -5,13% ... Icelandair Group 13,25 +0,00% ... Marel Food Systems 74,90 -2,09% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,23 -0,81% ... Össur 97,10 -0,31% Bjarni Ármannsson óskaði eftir því að selja hluti sína í Glitni á genginu 29 og ræddi það við Jón Ásgeir Jóhannesson eftir að FL Group varð hluthafi í bank- anum. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli Vil- hjálms Bjarnasonar gegn stjórn Glitnis. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, bar fyrir dómi í gær að hann hefði rætt fyrirhug- uð starfslok sín og kaup á hlutum sínum í bankanum við Jón Ásgeir Jóhannesson. Við aðalmeðferð í máli Vil- hjálms Bjarnasonar hluthafa, gegn þáverandi stjórn Glitnis, var spurt hvernig það hefði komið til að bankinn keypti hlutabréf Bjarna í bankanum og greiddi fyrir 29 krónur á hlut, sama dag og markaðsgengi hluta í bankan- um var 26,6. Bjarni átti á bilinu 1,5 til tvö prósent í bankanum og skilaði munur á markaðsvirði og yfirverði honum hátt í 550 millj- ónum króna. Þetta samþykkti stjórn Glitnis 30. apríl 2007. FL Group, þar sem Jón Ásgeir hafði mikil áhrif, varð stór hlut- hafi í Glitni fyrr um árið. Bjarni sagði við aðalmeðferðina að hann hefði sjálfur óskað þess að hætta í bankanum og hefði vilj- að rjúfa við hann öll tengsl. Hann hefði sjálfur viljað selja bréfin á genginu 29. Hann játti því að hafa rætt þetta gengi við Jón Ásgeir. Hann hefði þó ekki gert við sig samning heldur stjórn Glitnis. Bjarni nefndi til stuðnings geng- inu að skömmu fyrr hefðu Glitn- isbréf farið upp undir 29. Gengið hækkað upp í 31 um mitt sumarið, en lækkaði eftir það. Stjórnarmenn sögðust ekki hafa rætt um forsendur yfirverðsins á stjórnarfundinumn. Einnig kom fram hjá þeim að hefði Bjarni sett bréf sín á markað þá kynni það að hafa valdið offramboði á bréfum í Glitni og þar með verðlækkun. Lögmaður Vilhjálms sagði að jafn reyndur fjárfestir og Bjarni hefði tæplega sett öll sín bréf á markað í einu og þar með hugsan- lega valdið verðfalli. Hann hlyti að hafa getað fundið sér kaupanda og samið um verð. Ekki hefði verið nauðsynlegt að bankinn keypti bréfin á yfirverði. Fram kom að yfirlögfræðingur Glitnis hefði talið að samningur- inn við Bjarna stæðist lög og að stjórnarmenn hefðu farið að hans ráði. Í málinu var einnig rætt um hvort samningurinn um kaup bankans á bréfum í Glitni hefði verið hluti af starfslokakjörum hans. Lögmaður Vilhjálms sagði að ekki væri hægt að líta öðruvísi á málin, lögmaður stjórnarmanna hélt því fram að slíkt væri fjar- stæða. ingimar@markadurinn.is Bjarni samdi um yfir- verðið við Jón Ásgeir „Það er langt síðan við seldum eignir okkar í skráðum félögum og bættum skuldastöð- una verulega,“ segir Jón Helgi Guðmunds- son, stjórnarformaður Straumborgar. Hann á tæpan helming hluta- fjár í Straumborg á móti fjölskyldu sinni. Jón Helgi segir einu skráðu eignina í dag um fjögurra prósenta hlut í Kaupþingi. Verð- mæti hans nam um 17,2 milljörðum króna þegar ríkið tók hann yfir í byrjun október í fyrra, en er verðlaus í dag. Jón segir uppstokkun á eigna- safninu hafa byrjað fyrir einu og hálfu ári og sé staðan allt önnur en megi telja af síðustu ársreikning- um. Samkvæmt síðasta uppgjöri Straum borgar átti félagið hluti í félögum tengdum Kaupþingi, svo sem Bakkavör, Existu og Spron. Þá stóð til að kaupa 9,8 prósenta hlut í Sparisjóði Mýra- sýslu í félagi í lok september. Þær áætlanir fóru út af borðinu í banka- hruninu. Jón segir stöðuna þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður mjög góða og eigið fé jákvætt. „Við höfum minnkað efnahags- reikninginn veru- lega og erum nú með ágætis eigna- safn,“ segir hann og að að öll félög honum tengd standi í skilum. Á meðal stærstu eigna Straum- borgar eru hlutir í fjármála- og fasteignatengdum geira í Lettlandi og Rússlandi auk ellefu prósenta hlutar í Eyri Invest, kjölfestufjár- festi Marel Food Systems og Össur- ar. - jab JÓN HELGI GUÐMUNDSSON Seldi nær öll skráð félög BEÐIÐ UTAN VIÐ DÓMSAL Bjarni Ármannsson bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli vegna hlutabréfa sem hann seldi Glitni þegar hann hætti þar sem banka- stjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.