Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 9 menn og málefni Á að efla ófrið eða sættast um þjóðþrifamál? ■ Allt síðan bráðabirgðalögin voru gefin út í ágústmánuði s.l. hefur mikið verið um það rætt að bráða nauðsyn bæri til að Alþingi kæmi saman til að fjalla um lögin. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni fyrir að gefa lögin út og krafðist þess að þing yrði kallað saman. Ekki var orðið við því enda alvanalegt að ríkisstjórnir gefi út bráðabirgðalög á þeim tíma sem þingmenn eru í sumarfríi þegar um aðkallandi mál er að ræða. Bráðabirgðalögin fela í sér eðlilegar ráðstafanir í efnahagsmálum og eru í raun ekki sett til annars en að forða frá efnahagslegum áföllum, sem fyrirsjáanleg eru ef ekki er gripið í taumana í tæka tíð. Það er kunnara en frá þurfi að segja hverjar eru orsakir þess að grípa varð í skyndi til allróttækra aðgerða vegna fyrirsjáanlegrar óðaverðbólgu og samdráttar í atvinnulífi. Stjórnarand- staðan hefur að vísu hamrað á því að flest okkar vandamál séu heimatilbúin og til komin vegna slaklegrar stjórnar og rangra ákvarðana. En sannleikurinn er sá, að ytri aðstæður og samdráttur í afla veldur því að þjóðartekjur minnka verulega. Við þær aðstæður kom ekkert annað til greina en að gera ráðstafanir fljótt og vel, því ella yrðu afleiðingarnar mun geigvænlegri en ef ekkert yrði að gert. í ár er engin loðna veidd, en sú veiði og loðnuafurðir hafa verið umtalsverð- ur hluti þjóðartekna og útflutnings- tekna mörg undanfarin ár. Undirstaðan Stærð togaraflotans er af mörgum talið hið mesta efnahagsböl. En þrátt fyrir stærð flotans hefur ekki tekist að afla upp í þann kvóta af þorski sem fiskifræðingar lögðu til í byrjun ársins, og mjög er vafasamt að í árslok verði búið að fiska eins mikið og vísindamennirnir töldu óhætt að taka úr stofninum. Samt hefur skrapdögum togaranna verið fækkað verulega og hluti loðnuflotans hefur fengið leyfi til þorskveiða. Dæmið er einfalt. Þorsk- urinn er ekki eins mikill á miðunum og færustum enn töldu í ársbyrjun. Og það hafa engin óyggjandi rök verið færð að því að sama magn af þorski hefði verið skipað á land, þótt færri skip hafi brennt rándýrri olíu við að draga hann úr sjó. Og ef Islendingar ekki veiða fisk, og það mikið af honum, er hætt við að aðrar atvinnugreinar lognist út af með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er sama frá hvaða sjónarhorni málið er skoðað, það verður að neyta allra ráða, þótt dýr séu, til að veiða fisk. Að fiskiskipin séu alltof mörg og sjómannastéttin of stór er þversögn, ef litið er til þess hve miklu fé er varið til margs konar framkvæmda og þjónustu í landi og hve starfsstéttum sem ekki vinna að framleiðslu fjölgar óðfluga. Að skipastóllinn og sjómannastéttin séu einhver dragbítur á efnahagslífi þjóðarinnar stenst hreinlega ekki. Dæmið um erfiðleika útgerðar og samanburð við annað atvinnulíf og þjónustustarfsemi margs konar verður að reikna upp á ný. Ef íslendingar hafa ekki lengur efni á að gera út er eðlilegt að spyrja, á hverju höfum við þá efni yfirleitt? Hitt er annáð mál, að minnkandi veiði hefur komið sér mjög illa fyrir alla útgerð og stefnt fjárhagslegri afkomu hennar í voða. En þau fyrirtæki sem flytja inn varning, sem keyptur er fyrir fisk, blómstra, og einkaneyslan og samneyslan er að mestu leyti greidd með fiski ef grannt er skoðað. Víða steðjar vandi að En það er fleira sem veldur versnandi efnahag en minnkandi föstudögum eru ekki haldnir þingfund- ir. Fyrsta vika þingsins var því róleg og notaleg, að minnsta kosti fyrir þingverði. Skjalaverðir höfðu meira að gera því Alþýðuflokksmenn ruddu fram hverju frumvarpinu af öðru og var þetta orðinn mikill bunki eftir vikuna. En flest eru þetta gamlar lummur sem dagað hafa uppi á fyrri þingum. Ný viðhorf En þar með er ekki sagt að þingmenn hafi verið iðjulausir, því haldnir voru tíðir og strangir þingflokksfundir. Þar voru rædd þau imál sem brenna á allra vörum, en ekkert fór fyrir í þingsölum. Það sem fyrst og fremst hefur gert þessa viku svo rólega á yfirborðinu er sú uppástunga Steingríms Hermanns- sonar, formanns Framsóknarflokks- ins, að ríkisstjórn og stjórnarand- stæðingar setjist saman á rökstóla og athugi hvort ekki geti orðið samkomu- lag um að nauðsynlegum þjóðþrifa- málum verði komið áfallalaust gegnum þingið, sem sagl að menn slíðri sverðin og hyggi fremur að þjóðarhag á viðsjárverðum tímum, en láti ekki stífni og persónulega óvild leiða sig í gönur. Þingflokkur Framsóknarmanna hnykkti á og gerði samþykkt um að slíkar viðræður færu fram. Þetta hefur breytt andrúmsloftinu og ný viðhorf komið upp. Satt best að segja var baráttugleði stjórnmála- mannánna orðin slík, að engu var lt'k- ara en að allt yrði undan að láta til þess eins að þeir bardagafúsustu mættu þjóna lund sinni. Tækifæri bauðst til að koma stjórninni frá ef svo vildi verkast, efna til skammdegiskosninga, ónýta efnahagsaðgerðir og stefna þar með efnahagsmálunum í hreinan voða. Þegar þetta er skrifað hefur ríkisstjórnin samþykkt að boða til viðræðna við stjórnarandstöðuna um að nauðsynlegustu frumvörp nái fram að ganga. Það er ekki trúlegt að þessu boði verði neitað, en næstu dagar munu skera úr um hvort þingmenn meta meira þjóðarhag eða þá skemmtun eina að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum, jafnvel skoðanabræðrum og flokksfélögum. En því verður að treysta að ábyrgðartilfinning þingmanna sé svo rík, þótt í stjórnarandstöðu séu, að þeir muni ekki velja þann kostinn að efla upp ófrið þegar völ er á samkomulagi um mikilsháttar mál. 1. desember er sá örlagadagur á almanakinu sem málið snýst að miklu leyti um. Þá á að koma til framkvæmda verulegur niðurskurður á verðbótum samkvæmt bráðabirgðalögunum. Ef það ákvæði nær ekki fram að ganga mun verðbólgan herða verulega á sér og verða illviðráðanleg. Það verður ekki fýsilegt að taka við stjórnartaum- um eftir að hafa stuðlað að slíku ástandi. Hér er því ekki um að ræða að gera núverandi ríkisstjórn einhvern sérstakan greiða með því að tefja ekki framgang laganna, heldur verið aðbúa í haginn fyrir þá næstu, hvernig sem hún kann að verða skipuð. Og umfram allt að forða þjóðinni frá afleiðingum slíks háttarlags. En það eru ekki einvörðungu bráðabirgðalögin sjálf sem þurfa á eðlilegri afgreiðslu að halda. Brátt munu koma fram fylgifrumvörp, svo sem um láglaunabætur, orlofslög og um breytingu á vísitölugrundvellinum scm nauðsynlegt er að fái eðlilega afgreiðslu í þinginu. Þetta eru allt mikilsverð mál sem erfitt verður að standa á móti, því verði það gert sýnir það aðeins að þeir menn sem þannig haga sér bera eitthvað annað fyrir brjósti en velferð þeirra manna sem kjósa þá til setu á Alþingi. sjávarafli. Samdráttur á sér stað um “ allan heim. Markaður fyrir iðnaðar- vörur hefur þrengst verulega. Á1 og málmblendi er ekki jafn eftirspurð vara og áður var og verðið hefur farið lækkandi. Ullar- og skinnavörur eru illseljanlegar og svona má lengi telja. í útlöndum er kreppa og atvinnu- leysi. Það ástand hefur mikil áhrif hér á landi, þótt tekist hafi að bægja atvinnuleysi frá til þessa. Fram hjá þessum atriðum og mörgum fleiri er ekki hægt að horfa þegar fjallað er um efnahagsráðstafan- ir. Vöruskiptajöfnuður það sem af er árinu er afskaplega óhagstæður. Innflutningur er miklu meiri en sem nemur verðmæti útflutningsins. Það er ástand sem ekki gengur til lengdar og horfði í slíkt óefni, að gengisfelling og hækkun vörugjalds er eðlileg og sjálfsögð ráðstöfun. Skerðing á kaupgjaldsvísitölu er sömulelðis minnka. Ef hugsað væri um það eitt að halda verðbólgunni í skefjum án tillits til afleiðinga, væri það tiltölulega auðvelt með stjórnunaraðgerðum. Þetta hefur verið gert í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar hæla ráðamenn sér af því að hafa snúið verðbólguþró- uninni við. En hvað kostar það. Fjöldi fyrirtækja kominn á vonarvöl og milljónir manna eru án atvinnu, framleiðsla minnkar og vonleysi grípur um sig. Ef velja þarf milli þess að halda framleiðslu og atvinnufyrir- tækjunum gangandi og þar með fullri . atvinnu, eða að hyggja einvörðungu að verðbólguþróun, er fyrri kosturinn betri. Enn skal minnt á, að sú leiðsögn sem spádómar Þjóðhagsstofnunar veita um framvindu efnahagsmála, hafa ekki staðist þegar til lengri tíma er litið og hefur verðbólguþróunin orðið önnur og verri þegar kom fram ■ Rólegt hefur verið í þlngsölum fyrstu viku þingsins en þeim mun meira starfað í flokksherbergjum. nauðsynleg ráðstöfun, því samræmis verður að gæta í launagreiðslum og minnkandi þjóðartekjum. Síðast en ekki síst verður að koma í veg fyrir að verðbólgan æði óheft upp á við, nóg er samt. Efnahagsspár Það hefur vakið furðu margra sem með málum fylgjast hve spádómar, sem gerðir voru undir lok síðasta árs og fram á þetta ár, hafa staðist illa. Gert var ráð fyrir meiri sjávarafla en raun ber vitni og verðbólguspár voru mun mildari en síðar varð raunin á. Ef til vill hafa hóflegir kjarasamningar villt eitthvað um fyrir lærðum spámönnum, en hvað sem valda kann er það staðreynd, að eftir því sem liðið hefur fram á þetta ár hafa allar spár snúist til verri vegar. Verðbólgu- spádómar Þjóðhagstofunnar voru allt aðrir fram eftir árinu en þegar kom fram á sumar. Það er ástæðan til að ekki voru gerðar róttækar efnahagsað- gerðir fyrr en í ágústmánuði. Að margra áliti var þá of seint í rassinn gripið og er nokkuð til í því. Framsóknarmönnum hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa staðið illa við stefnu sína varðandi niðurtalningu verðbólgu, en þar hefur verið við ramman reip að draga, því að í góðærinu í fyrra þótti sumum samstarfsaðilum þeirra ekki ástæða tíl að draga saman seglin þegar byr var góður. Þetta hefnir sín nú þegar mótbyr er skollinn á og þjóðartekjur á þetta ár en álitið var í upphafi þess. En ekki dugir að láta deigan síga og nú er enn meiri ástæða til en áður að standa fast við markmið niðurtalning- arinnar, þótt prósentutölurnar séu því miður hærri en spáð var og æskilegt væri. Staðfesting nauðsynleg Þær efnahagsráðstafanir sem bráða- birgðalögin fela í sér eru til komnar vegna þeirra aðstaðna sem hér hefur verið lýst með stuttaralegum hætti. Þær eru nauðsynlegar, ekki aðeins fyrir ríkisstjórnina sem setti lögin, heldur fyrir þjóðfélagið allt, því án þeirra mundi stefna í 80-100% verðbólgu, eða guð má vita hvaða tölu, og skapa öngþveiti í atvinnulífi og efnahagsmálum. Það var því næsta undarleg stefna, sem forystulið stjórnarandslöðunnar tók, er hún hótaði því blákalt að fella lögin á Alþingi, án þess að leggja fram nokkrar hugmyndir um hvernig leysa ætti málin, með öðrum hætti. Þegar ekki varð orðið við þeirri kröfu að kalla þing saman til að fjalla Tímamynd GE. fastanefndir þingsins. Ekki reyndist það unnt, því að þeir sem bráðastir voru að kalla saman þing, voru í einhverjum vandræðum með að raða sínu fólki í nefnd. Á miðvikudegi var kosið í nefndir og gekk það fljótt og vel. Þann dag færðist fyrst líf í þingheim er Vilmundur Gylfason tók að sér aðalhlutverkið og tókst að sprengja smábombu vegna ágreinings við forseta um fyrirspurn, en Vilmund langaði til að vita hvernig dómsmála- ráðherra félli í geð frásögn sýslumanns utn tiltekið mál. ■ Þetta tókst með ágætum. Fyrirspyrjandi komst að minnsta kosti tvisvar í pontu og fór á kostum í yfirlýsingum um forseta og aðra þingmenn og úr varð ágætt fjölmiðlafóður. Að vísu úrskurðaði þingið að ráðherranum bæri ekki að láta uppi álit sitt á orðalagi sýslumanns. En þetta hressti upp á heldur dauflegan dag. Á miðvikudag, sem var fjórði dagur 105. löggjafar- þingsins stóð fundur yfir í tvær mínútur og þrettán sekúndur, sam- kvæmt mælingu sjónvarpsmanns, en slíkir eru miklir tímamælingamenn. Á Oddur Ólafsson ritstjórnarfulltrúi skrifar um lögin voru höfð mörg og stór orð um að sverfa mundi til stáls þegar Alþingi kæmi saman, efnahagsráðstaf- anirnar gerðar að engu og þar með mundu lífdagar ríkisstjómarinnar vera taldir. Því var þess beðið. með mikilli eftirvæntingu að þing kæmi saman og þóttust menn vita að þá drægi til tíðinda, en krafan um að kalla saman þing í sumar byggðist á því, að einn af fylgismönnum ríkisstjórnarinn- ar lýsti yfir að hann hefði hætt stuðningi sínum og væri genginn í lið með stjórnarandstöðunni. Þar með kom upp sá möguleiki að hægt væri að fella stjórnarfrumvörp á jöfnum atkvæðum í neðri deild. Alþingi Alþingi var sett með hefðbundinni viðhöfn s.l. mánudag. Það var virðuleg athöfn. Á þriðjudag átti að kjósa í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.