Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 17! OKTÓBER 1982 nútíminn Umsjón: Friðrik Indriðason og Eiríkur S- Eiríksson ^wrA ÖHÁÐI VINSÆLDA- LISTINN — byggður á sölu í STUÐ-búðinni ■ Þrjár nýjar pltitur prýtia tihátia listann að þessu sinni, cn aðaltireyt- ingin á honum frá síðustu hclgi er aö nýjasta plata Dire Straits, Love Over Gold, rýkur beint í fyrsta sæti (úr 10. sæti). Af nýjum pltitum á listanum má nefna Petcr Gabriel meö sam- nefnda plötu. Gamlir kunningjar úr harðsotinarí kanti ptinksins Dead Kennedys koniu inn í 8. sæti listans með pltitu sina, in God Wc Trust Inc. Tvær íslenskar sveitir, Tappi tíkarrass og Jonee Jonce halda sætum sínum frá síðustu hcigi og ati lokum má geta „kafliátasveitarinn- ar“ sem nær fingurhaldi á listanum í 10. sæti. Purrkur Pillnikk er enn ofarlcga á litlu skífunum en þar eru tvö ný nöfn, G.B.H. mcð Sick boy og Crass með Nagasaki Nightmare. - FRI 1. Dire Straits/Love Over Gold • 2. Crass/Christ, Tlie Albuni 3. Cure/Phornography 4. Cabarett Voltaire/2x45 5. Tappi tíkarrass/Bitið fast í vitiö 6. Jonee' jonee/Svonatorrek 7. Peter Gabriel/Petcr Gabriel 8. Dead Kennedys/ln God We Trust Inc. 9. Tangcrine Dream/ Temptati- on 10. U.K. Subs/Brand New Age 1. G.B.H./Sick boy 2. PurrkurPillnikk/Notimetothink 3. Crass/Nagasaki Nightmare ■ Hljömsveitin Vonbrigði Tímamynd FRI „VSÐ ERUM VONBRIGÐI” — Rætt við meðlimi hljómsveitarinnar Vonbrigði ■ Hljómsveitin Vonbrigði heldur áfram að valda mönnum vonbrigðum með því að standa ekki undir nafni og á næstunni verður það sama upp á teningnum en þá sendir sveitin frá sér sína fyrstu skífu. Hér er um fjögurra laga plötu að ræða sem Gramm gefur út en allt efni hennar er eftir Vonbrígði. Upptaka för fram í stúdíói Hanagal (hvað annað?) og þótt aðeins hafl verið um fjórar rásir að ræða er sándið á henni pottþétt, var allavega í græjunum niður í Grammi er undirritaöur heyrði prufuskífuna þar áður en eftirfarandi viðtal fór fram á því svæði en sá sem tók efnið upp heitir Rjartan og létu félagarnir þess getið í „forbífarten“ að þeir hefðu snimmhend- is ráðið hann sem rótara hjá sér. Upptökurnar fóru fram í æfingahús- næði Vonbrigða í Eskihlíðinni, þar átti viðtalið raunar upphaflega að fara fram, en undirritaður fékk ekki nákvæmar upplýsingar um staðinn hjá Ása í Grammi og lenti í klukkutíma „eyðimerkurgöngu" um hverfið með engum árangri. Þar sem Ási er vinur minn erfi ég þetta ekki við hann lengur en fram yfir jól. Óhætt er að segja að Vonbrigði hafi fyrst vakið á sér athygli í myndinni Rokk í Reykjavík með laginu Ó, Reykjavík. Hinsvegar tóku þeir það lag fljótt út af prógrammi sínu, jafnvel neituðu að leika það á tónleikum þótt beðið væri um af áheyrendum. Hvernig vék því við? „Við vorum orðnir leiðir á því. Það er samið í nóvember í fyrra og passaði ekki inn í prógramtn okkar í vor, að okkar áliti“ segja þeir félagar í Vonbrigðum en þeir eru Jóhann Vilhjálmsson söngur, Gunnar Ellertsson bassi, Árni Kristjánsson gítar og Þórarinn Kristjánsson trommur. Þeir láta þess jafnframt getið að Didda vinkona þeirra hafi samið þetta lag en hún mun nú vera flutt til Noregs. Nafn sveitarinnar þykir nokkuð skondið, hvernig kom það til? „Við erum vonbrigði, raunar fundum við þetta nafn fyrst í orðabók en eftir því sem leið á ferilinn i byrjun átti þetta mjög vel við. í upphafi vorum við með æfingahúsnæði úti á Álftanesi og urðum alltaf fyrir vonbrigðum, fengum ekki far þangað, ef við fengum far var húsnæðið læst og engin leið að komast inn ...eitthvað í þessa áttina.“ Vonbrigði hefur starfað í um eitt og hálft ár, þeir komu fyrst fram í Bústaðakirkju í ágúst í fyrra og hafa spilað nokkuð þétt síðan. Lögin semja þeir sjálfir, þ.e. bassa og gítarleikarinn leggja til lögin en Jóhann textann, raunar á Didda vinkona þeirra enn eitt lag á prógramminu lagið Sexý sem þeir taka enn sem aukalag. Áður en þeir tóku upp efni á þessa plötu sem nú er að koma út höfðu þeir tekið upp níu lög úti á Álftanesi en þóttu þau ekki nógu góð á plötu.. og umfjöllunarefnið í lögunum? „Allt og ekkert, hlutir sem okkur dettur í hug þá og þá stundina:“ Uppáhaldshljómsveitir?...„Cure, Killing, Joke, Gang of Four, Deutsch Amerikanische Freundschaft.. .íslensk- ar? „Þeyr, Van Houthens Kókó, Purrkurinn... þeir eru að vísu hættir." Þeir láta þess ennfremur getið að á næstunni muni þeir ætla að spila nokkuð stíft til að kynna plötuna..fara mikið út á land, allavega til ísafjarðar.“'_ FRI TAPPI TIKARRAS Plötur Albúmið Kristur Chrisl, l’he Alhum Crass Crass Rekords/Gramm M Christ, The Album, tvö- föld skífa frá hljómsveitinni Crass hefur trónað' lcngi á toppi óháða listans hérlendis og kemur það mér ekki á óvart enda er þetta eitt heilsteypt- asta og bcsta verk sem ég hcf heyrt á sviði pönks/nýbylgju- rokks frá því ég fór að leggja eyíun að þessari tónlist fyrir nokkrum árum. Crass hcfur mikinn boðskap að færa fram á þessu albúmi, allur á anarkistalínunni, og fjalla lögin um það sem misferst í bresku þjóðfélagi (raunar vestrænum þjóðfleög- um yfirleitt) og hvernig mætti breyta því og færa til betri vegar í gegnum „stjórnleysi og frið". Bara að gera grein fyrir iiugmyndum og boðskap Crass tæki ca. þrjár Nútímaopnur eða svo, cn mcð albúminu fylgir myndarlegur bæklingur með textum allra-laganna, auk ýmiskonar upplýsinga ánnarra og umræðna um ýmis málefni, þannig að ég læt nægja að vísa t það plagg. Tónlist Crass er gott „spt'tt- að“ pönk cða hrátt nýbylgju- rokk, ætlað öðru fremur að hamra textana inn í höfuð áheyrenda, fá daufa tauga- enda til að taka við sér. Tónlistin er hörkugóð, einkum ef haft er í huga að með henni fylgja línur í lögunum á borð við „Who needs lobotomy when we’ve got the ITV?... cða „industry on the mercen- ary bloodpath, military loves the gory warbath, economics shape the battlc landscape, ail join together for the grand rape...“/ Crass er stærsta „neðan- jarðarhljómkveit” sem fyrir- finnst í Bretlandi, þeir auglýsa aldrei plötur sem þcir gefa út, en komast samt alltaf inn á topp fimm sölulista sjálfstæðu plötumerkjanna. Allur pen- ingur sem kemur inn af plötusölu, fer í að gefa út aðrar hljómsveitip og koma þeim á framfæri og hefur Crass þannig tekið undir sinn verndarvæng margar af efnilegustu hljóm- sveitum pönksins/nýbylgju- rokksins í Bretlandi á undan- förnum árum. Crass spilar sjaldan á tón- leikum heldur einbeitir sér að plötuútgáfu, mikið í tengslum við Southern Studios 'þar sem Purrkurinn tók upp tvær plöt- ur sínar. Christ, The Album er plata sem allir pönk/nýbylgjuaðdá- endur verða að eiga í plötu- safni sínu og það má skrifa þetta „verða" með stóru vaffi. - FRI Kraftlaus Bitið fast í vitið Tappi tíkarrass Steinar hf. ■ Ég hcf séð Tappa tíkarrass á cinum tíu tónleikum og hefur þessi sveit stöðugt farið batn- andi. Mér finnst hún raunar nú með bestu sveitum ný- bylgjurokksins hér .og hrein unun er aðsjá þau „live“,cnda krafturinn og leikgleðin í fyrirrúmi í öllu sem þau gera/flytja. IAN GILLAN LAGÐUR ÁÍS — komst ekki til íslands ■ Ekkert varð af komu gamla þunga- rokkarans Ian Gillan til íslands um þessa helgi. Átti Gillan að koma hingað í gær á vegum Steina hf. til að kynna nýútkomna hljómplötu hljómsveitar sinnar, Gillan en plata þessi nefnist „Magic”. Að sögn Jónatans Garðarssonar hjá Steinum hf. varð að hætta við allt heila klabbið, vegna þess að Ian Gillan þurfti einhverra hluta vegna að komast aftur út til ættjarðarinnar (Englands) sama kvöld, en þar var bara einn galli á gjöf Njarðar - ekki var flogið frá gamla klakanum. Gillan var því lagður á ís af hálfu Steina, í bili a.m.k., en sjálfur hefur kappinn lýst yfir miklum áhuga á að koma hingað í kurteisisheimsókn. Verður þó varla af því í bili, þar sem Gillarar fara í hljómleikaferð eftir helgina, en slíkar ferðir liggja sjaldnast hingað á norðurhjarann. Þess má geta, fyrir þá sem hafa nafnskírteini með rauðri tölu hærri en 69, að Ian Gillan þótti einn albesti söngvarinn í rokkinu í gamla daga, en þá söng hann með súper-hljómsveitinni Deep Purple. Kom sú sveit einu sinni hingað til lands og þá voru brotnir gítarar og fleira í Höllinni, auk þess em „gamli maðurinn" þandi raddböndin í allar áttir, norður og niður. Segja kunnugir að höllin titri ennþá eftir þau ósköp. - ESE Tónleik- ar í Ný- lista- safninu ■ Næstkomandi fimmtudag verða tón- leikar í Nýlistasafninu og koma þar fram hljómsveitirnar Vonbrigði og Konung- lega flugeldarokksveitin. Vonbrigði kannast flestir við, en KFR komu m.a. fram á Melarokkinu og þóttu lélegir. Þeir kenna hljómburði um og eru nú með nýtt og endurbætt prógram. Tónleikarnir hefjast kl. 9 Plata þeirra, Bitið fast í vitið, olli mér því töluverðum vonbrigðum þar sem þessi sérstaka „tilfinning" sem er í leik þeirra á tónleikum, skilar sér alls ekki á plötuna, fyrir utan citt lag „London”. Hljóðblöndunin á plötunni er alltof „mjúk“ þannig að ^hljómsveitin virkar kraftlaus á henni, en það eru þau einmitt ekki á tónleikum, raunar leitun að kraftmeiri hljóm- sveit. Tónlist Tappa tíkarrass er hart og gott rokk í nýbylgju- stílnum, þau hafa skapað sér ákveðið yfirbragð sem erfitt er að heimfæra á aðrar hljóm- sveitir innlendar eða erlendar, en hljóðfæraskipun er nokkuð kiassísk fyrír utan að söngkon- an, Björk, grípur stundum í hljómborð í flutningi nokk- urra laga. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.