Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 15 ■ í þessu blaði og nokkrun hinna næstu munum við ljúki upp leyndardómum lófalestur: fyrir þeim sem áhuga hafa á a< kynna sér slík fræði nánar Stundum hafa lítil brot úi þessum fræðum verið birt blöðum fólki til skemmtunar, ei þau hafa vanalega rist grunnt því við lófalestur er margs a< gæta. í þessum greinum verðui farið sem næst aðferð atvinnu manna í lófalestri eða „kirom anti“ eins og það heitir : fræðimáli. Við munum byrja : að skoða höndina, fingurna oj neglurnar, en komum síðar a< línum lófans. Hvetjum við þ: sem áhuga hafa á þessu efni a< halda þeim blöðum til haga sen þessar útlistanir birtast í, því of mun vísað til þess sem áður er komið. ■ Leyndarmál, tiUinningar og peningar er allt vel geymt í þessari harðlokuðu hendi og enginn leikur að ná neinu af því þaðan. ■ Eigandi þessarar handar er ósínkur á fé, kannske um of og þú gætir fundið einhvern betri til þéss að trúa fyrir leyndarmálunum. Sitthvað um lófalestur — Fyrsta grein: Hver er hreinskilinn við þig og hver ekki? Með því að horfa á hendur ókunnugs manns kemst þú að fjölmörgu um hann Lófalestur eða sú list að ráða í skapgerð fólks, fortíð þess og framtíð, er afar forn fræðigrein. Margar aldir eru liðnar frá því er glöggir menn tóku eftir því að línurnar í lófanum eru ekki myndaðar við tómar tilviljanir, svo sem samkvæmt því hvaða vinnu menn stunda og svo framvegis, heldur eru þær skráðar í lófann þegar í frumbernsku og hver þeirra hefur sína þýðingu. Ekki eru til nein ákveðin svör við þeirri spurningu vegna hvers æviferill manna og persónuleikaeinkenni eru skráð í lófa þeirra. Ástæða þessa er enn á meðal margra hulinna leyndardóma lífsins, sem ef til vill munu ljúkast upp fyrir okkur einhvern daginn. En okkur á samt sem áður að vera mögulegt strax að túlka það sem í lófann er skráð og sjá þar sitthvað um framtíð sjálfra okkar og kunningja okkar. Raunar er ekkert á móti því að menn gangi að þessu „námi“ sem fræðigrein, sem er allrar athygli verð, því það er hún. Þú munt komast að því að þetta er mjög svo áhugavert, bæði ef þú vilt líta inn í framtíðina og einnig ef þú ætlar að sjá hvem mann vinir og kunningjar hafa að geyma. í samkvæmum bregðast þér ekki vinsældirnar ef þú kannt skil á þessari list. Það er líka nokkur kostur að þú ættir að geta varað fólk við, ef þér virðist sem eitthvað slysalegt sé í aðsigi. Þá er hægt að afstýra því að það gerist nokkru sinni. Slíkt er ekki óalgengt. Menn segja: „Ef þetta stendur í lófanum þá hlýtur það að gerast og við því verður ekkert gert.“ En það er hrapallegur misskilningur. Það sem í lófann er skráð verður ekki endilega að koma fram. Hins vegar mun það koma fram, ef menn ekki sjá að sér og breyta um stefnu. Slík varhugaverð teikn er að sjá í þeim línum sem síst eru þróaðar og lagaðar. Merkin og línurnar í lófanum geta breyst og með breyttum lifnaðar- háttum geta uggvænleg teikn máðst út með tímanum. Glöggur lófalesari getur séð það í lófá lítils barns hvenær það mun fyrst verða ástfangið á æfinni. Því mun barnið ekki fá breytt. Þar með er þó ekki sagt að það hljóti að giftast drykkjuræfli og skilja að skömmum tíma liðnum. Að vísu geta verið í lófanum merki sem benda til þess, - en í lófanum er fyrst og fremst sagt að barnið muni sem fullvaxin manneskja verða ástfangið á tilteknu tímaskeiði. Líkurnar á óheppi- legu hjónabandi má minnka, sé eitthvað til þess gert. Engin örlög neyða konu til dæmis til þess að giftast einhverjum sérstökum, vilji hún það ekki, - hversu ástfangin sem hún kann að vera. Sama á að sjálfsögðu við um karlmenn. Athuganir á ókunnugum Ætlir þú að læra lófalestur af sjálfum þér verður þú að lesa þær greinar sem hér birtast mjög vandlega, lesa þær aftur og aftur og fá sem allra flesta til að leyfa þér að æfa sig á þeim. Þetta þarf þó að gerast við hentugar kringumstæður og það er margs að gæta. Geymið því tölublöðin af Helgar-Tímanum sem þessir kaflar um lófalestur birtast í,því oft þarf að ráðgast við margar línur og sérkenni eigi að fá botn í t.d. einhvern skapgerðareiginleika, líkur á heilsufari fram eftir aldri og svo framvegis. Samt er hér undantekning, því sumt er það sem þú getur athugað hvar sem þú ert staddur, hvort sem er í yfirfullri verslun eða úti á götu. Hér er átt við það hvemig menn bera hendurnar til, þegar þeim dettur síst í hug að einn eða annar sé að fylgjast með þeim. Þegar fólk veit að það á að lesa í lófann á því hættir því til að gerast stíft og tilgerðarlegt. Þannig hverfa þær handahreyfingar sem því eru eðlilegast- ar. En undir öðrum kringumstæðum get- ur þú veitt handahreyfingum athygli og komist þannig að ýmsu um fólk sem þú kannske færð aldrei færi á að skoða lófann á. Þetta gæti stytt þér stundir á leiðinlegum ferðum í strætisvagni eða á biðstofu læknis og fólk sem lítur út fyrir að vera ákaflega „óinteressant" getur allt í einu orðið bráð athyglisvert þegar þú skoðar á því hendurnar. Einkum skalt þú fylgjast með tilburðum þeirra sem ekki eru með neitt í höndunum og eru ekki að gera neitt sérstakt. Þá munt þú komast að því að það er mjög ólíkt hvemig menn bera hendurnar til, þegar þeir eru ekki að gera eitt eða neitt. Þú getur til dæmis áttað þig á því hve hreinskilið fólk er eftir því hvort það kreppir hendurnar eða heldur þeim opnum. Sá sem heldur höndunum vel opnum er sjálfur opinn og reynir ekki' að dylja þig margs, - líklega er ekki heldur gott að trúa slíku fólki fyrir leyndarmálum! Líklegt er einnig að peningarnir skoppi auðveldlega út á milli þessara vel aðskildu fingra og líklega er því viðkomandi heldur eyðslusamur. Það er líka talað um að einhverjum sé fé ekki „fast í hendi.“ En sá sem sífellt hefur hnefann krepptan lætur hug sinn ekki uppi við hvern sem vera skal og sjálfsagt er hann tilbúinn að hagræða sannleikanum þegar um er að ræða hluti sem hann vill síður að opinberir verði. Peningum er ekki auðvelt að ná úr þessari harðlæstu hendi. Þessi persóna upplýsir ekkert og sleppir engu auðveldlega og það á við um tilfinningar hennar, skoðanir og peninga! Sú hönd sem er hér mitt á milli, þar sem fingurnir eru að hluta sveigðir inn í lófann sem samt er vel sýnilegur, er sú besta. Það er áreiðanlegur maður sem getur þagað yfir leyndarmálum þegar þörf gerist og er ekki of innilokaður né fastheldinn. Lafi handleggirnir niður með síðun- um, eins og eigandinn hafi varla vald yfir þeim, þá er hér á ferð mjög óákveðin sál sem á erfitt með að einbeita sér í eigin þágu og er gædd lítilli hæfni til einbeitingar. Sjáir þú hins vegar hnefa manna kreppast án þess að það sé nokkur sýnileg ástæða til, þá er þar að líkindum mjög einbeittur maður á ferð, þá stundina að minnsta kosti, - gæti nýlega hafa tekið mjög fasta ákvörðun. „Fitlarinn", - sá sem stöðugt er á ferðinni með hendurnar og er sífellt að fitla við jakkann sinn, nefið, klóra sér í hökunni o.s.frv. er oft sterkur persónuleiki en óhaminn og í honum ólga tilfinningar, sem hann hefur takmarkað vald yfir. Sumt fólk, einkum konur, spennir greipar framan á maganum. Þessar eru læglátar, vandar að virðingu sinni og alvarlega þenkjandi. Aðrir, einkum karlar, ganga með hendur fyrir aftan bak. Slíkir menn eru rólyndir, íhugandi og hafa næma tilfinningu fyrir réttlæti og jafnvægi. Þeir trúa engu fyrr en þeir sjá það svart á hvítu og eru því vel lagaðir til alls lags lögmennsku og löggæslu. Algengt er að sjá menn sem láta annan handlegginn lafa niður með síðunni, en halda hinum upp í vinkil, láta lófann snúa upp og kreppa fingurna inn í hann. Slíkir menn hafa mikið álit á sjálfum sér og ætlast til að sér sé sýnd viðeigandi lotning. Þeir sem sveifla handleggjunum ákaft á göngu sinni eru athafnasamir og eirðarlausir og oft má búast við að á þeim bænum sé orkan meiri en dómgreindin. Hér hefur aðeins verið drepið á allra algengustu fyrirbærin. Ef þú kemurauga á fleiri útgáfur, þá skaltu reyna að leggja sjálfur skilning í merkinguna, bæði eftir kynnum þínum af manninum og eins eftir því sem þú kannt að hafa lesið í lófa hans, hafi þér 6efist tækifæri til þess. Almenn atriði varðandi höndina Nú skulum við hugsa okkur að við skoðum hönd einhvers nokkru nánar og höfum tækifæri til þess að kanna hana betur en færi gefst á í strætisvagni eða úti á götu. Þótt breitt væri yfir allar línur ættir þú samt að geta komist að mörgu um eiganda handarinnar.(Þó ekki um örlög hans) með því að skoða stærð, lit og gerð handarinnar og lögun fingranna og einkum þó þumalfingursins. Slíka almenna athugun er ætíð rétt að gera fyrst, áður en hugað er að hinum eiginlegu línum lófans. Rétt eins og 'teiknari byrjar á aðal útlínum, áður en hann fer að huga að því sem smærra er og fíngerðara,eins ber að líta á höndina sem heild, en ekki byrja strax á að hnýsast í einstakar línur, til þess að lesa úr þeim horfur í peninga og ástamálum. Með þessu móti ættir þú að geta aflað þér miklu nákvæmari upplýsinga um viðkomandi og ættir að fara nær lagi í niðurstöðum þínum. Góður lófalestur byggist nefnilega að miklu leyti á öruggri dómgreind. Oft kemur fyrir að tilhneiging sem virðist áberandi á einum stað í lófanum, kemur ekki fram á öðrum stað, þar sem hennar ætti einnig að gæta, og þá er að leggja dóm á að hve miklu leyti hennar muri gæta í fari einstaklingsins, - þegar öll kurl koma til grafar. Með þessu er varað við að pikka út litlar vísbendingar og reisa á þeim miklar ályktanir. Sem dæmi má nefna að þú kannt að hitta fyrir einstakling með afbragðs sterka höfuðlínu, sem benti til þess að hann væri prýðisgáfaöur og mundi eiga miklu gengi að fagna. Hins vegar mundi nánari athugun hafa leitt í Ijós að þótt náunginn væri skarpur, þá var hann því verr harla latur og gersneyddur iðjusemi, til að láta sér notast gáfurnar. En lítum fyrst á stærð handarinnar, - sem miðast við stærð eigandans að sjálfsögðu. Er höndin lítil, miðlungsstór eða stór? Það er viðtekin kenning í lófalestrarfræðum að álíta þann hug- sjónamann og háleitan í andlegum efn- um sem hefur smáa hönd, en þann heldur hneigðan fyrir hið jarðbundna og smámunalega sem stóra hönd hefur. Sá smáhenti þráir að sitja við stjórnvölinn og hafa hönd í bagga með miklum áætlunum eða stofnunum. Hann lítur yfir hlutina í heild og leiðast smáatriðin, en það er þar sem sá stórhenti nýtur sín best. Sá stórhenti er fyrirtaks undirmaður og lætur vel að vinna við fíngerð verkefni og hluti, alls lags dvergasmíðar og „rnódel." Hann hefur þá þolinmæði sem til þarf og hinar stóru hendur hans eru oftast mjög lagtækar. Stjórnun hentar honum hins vcgar ckki, þar sem hann sér ekki skóginn fyrir trjánum. En hér gildir sem oftar að flest höfum við miðlungsstóru höndina, - nokkurn stjórnunarhæfileika og nokkra lagtækni. Liturinn á hendinni Liturinn á hendinni (hér má ekki láta sólbruna villa um fyrir sér!) fer eftir því hve mikið blóðstreymið er og því hve öfluglega hjartað slær. Því má gera ráð fyrir ákafa og fjöri, góðri heilsu, gjafmildi og samúðarvilja 'njá þeim sem hafa hönd með sterkum bleikum lit, - og þó einkum þegar höndin er orðin rauðleit eða rauð. Því fölari sem húðin cr, því rólyndari og daufgerðari er viðkomandi og hann mun hafa tilhneigingu til þunglyndis. Sé höndin með óheilnæmum eða gullleitum blæ, þá er það vísbending um lifrarsjúkdóm í mörgurn tilfellum og gallbeiskt lífsviðhorf. Þessi maður er tortrygginn, lætur flest fara í taugarnar á sér og hann er hncigður til þunglyndis. Húðin á höndinni Gáið að hvort húðin er fíngerð og mjúk viðkomu eða gróf að áferð. Fíngerða húðin heyrir til tilfinninga- næmu og fíngerðu eðli, sem fer mjúklega að öllu og hefur talsvert hugmyndaflug. Þessi persóna er auðsærð og hún mun eiga lítinn viðnámsþrótt við örðugar kringumstæð- ur. Gróf og óslétt húð sýnir þann sem stendur fyrir stnu, er hæfur til að leysa erfiða vinnu af hendi móðgast ekki vegna smámuna og tekur oft magnið fram yfir gæðin. En hér í milli er svo sú hönd sem flest fólk hefur, - fremur fíngerð húð, en þó sterk og teygjanleg. Þetta fólk er næmt án þess að vera of næmt tilfinningalega, getur unnið erfiða vinnu þegar svo ber undir, en kann þó vel að meta þægindi og samræmi. Hvernig er að koma við höndina? Með því fæst einnig vísbending um þann kraft og dugnað sem viðkomandi býr yfir. Þetta prófar þú þegar þú tekur í hönd einhvers, en einnig með því að taka lófann á milli þumal og vísifingurs og þrýsta á hana. Finnist þér höndin mjög mjúk og linleg sýnir það lítinn viðnámsþótt og líklegt að viðkomandi sé latur og værukær og láti hverjum degi nægja sína þjáningu. Sé höfuðlínan hins vegar vel mótuð getur starfsamur hugur leynst að baki. Besti lófinn er sá sem er fastur fyrir, en þó ekki grjótharður, þegar á hann er þrýst. Mjög hörð hönd, þar sem sveigjanleika er ekki að finna, heyrir þeim til sem stöðugt rekur sjálfan sig áfram og ann sér varla hvíldar. Þegar höndin er hins vegar mjúk viðkomu en þú finnur mikla hörku undir niðri hefur þú hitt einhvern sem leggur sig hart fram við vinnu, en ætlar sér ríkuleg laun erfiðis síns í frístundum. Þetta látum við nægja í blaðinu í dag. í næsta blaði munum við líta á fingurna og neglurnar, en þar er fjöldi atriða sem varpar enn skýrara ljósi á persónuleika okkar. - Þýtt AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.