Tíminn - 16.11.1982, Side 1

Tíminn - 16.11.1982, Side 1
Islendingaþættir fylgja bladinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Þriðjudagur 16. nóvember 1982 261. tölublað - 66. árgangur 18. flokksþing Framsóknarmanna: SAMRÆMDAR EFNAHAGSADGERHR LÖGBUNDNAR TIL TVEGGJA ARA — Efna ber til stjórnlagaþings um stjórnarskrármálid ■ Reynslan af efnahagsaðgerðunum 1981 sýnir að niðurtalning verðbólgunn- ar er möguleg. Tímafrekt samningsþóf við hvert niðurtalningarskref hcfurgefist illa og er því nauðsynlegt að áfangarnir séu fyrirfram ákveðnir og lógbundnir. Framsóknarflokkurinn leggur því áherslu á að gerð verði áætlun um' samræmdar efnahagsaðgerðir til ákveð- ins tíma, t.d. tveggja ára, sem leiði til hjöðnunar verðbólgunnar en stuðli jafn- fram að vexti þjóðartekna á ný. Þetta er úr stjórnmálaályktun sem samþykkt var á 18. þingi Framsóknar- manna, sem lauk í gærkvöldi. í þessu felst að flokkurinn leggur sem fyrr höfuðá- herslu á niðurtalningu verðbólgunnar, en að markvisst verði unnið að henni, gerð áætlun til lengri tíma og hún lögbundin. Brýnustu verkefnin eru að bæta skilyrði atvinnuveganna, eyða viðskipta- halla, stöðva skuldasöfnun erlendis og draga úr verðbólgu án þess að til atvinnuleysis komi. Meðal þess sem þingið telur nauðsyn- legt að tryggja með löggjöf, er að draga úr víxlverkun verðlags og launa með Erlent yfirlit: med nýjan - bls. 2 Juri Andropof — bls. 7 Diva hrífandi — bls. 27 ■ Fulltrúar á 18. flokksþingi Framsóknarmanna litu á laugardagskvöldið upp úr amstri efnahagsúrlausna og stjórnamálalegrar kreppu og tóku upp léttara hjal um stund. Hér er Steingrímur Hermannsson í glaðra vina hópi. Tímamynd Róbert breytingu á vísitölukerfinu. Dregið verði úr eyðslu og ótímabærri fjárfestingu og störf fjárfestingalánasjóða verði sam- ræmd slíkri stefnu. Erlendar lántökur skal takmarka við hluta af stofnkostnaði arðbærra framkvæmda. Leitað verði allra leiða með hliðsjón af samningum við önnur ríki til að draga úr innflutningi. Spornað verði við afborgunarkaupum og eyðslulánum og dregið úr opinberum útgjöldum. Hámark verði sett á hækkanir á vísitölubótum, almennu verðlagi, bú- vöruverði og fiskverði og ávöxtunarkjör ákveðin í samræmi við það. Grunn- kaupshækkunum verði frestað. Kapp ber að leggja á að varðveita kaupmátt almennings í samræmi við þjóðartekjur og jafna Íífskjörin, og áhersla lögð á að leitað verði víðtækrar samstöðu um aðgerðirnar, sem mikil- vægt er að njóti skilnings og trausts. Um stjórnarskrármálið samþykkti flokksþingið að fela þingflokki að vinna að því að heildarendurskoðun stjórnar- skrárnefndarinnar ljúki sem fyrst, og að almenn þjóðmálaumræða þurfi að eiga sér stað um málið og að efna beri til sérstaks stjórnlagaþings sem leitast við að ná þjóðarsáttum um málíð. í viðræðum um kjördæmaskipan er lagt til að vægi atkvæða verði sem næst því sem var fyrst eftir að núverandi kjördæmaskipan var komið á. Þetta verði fremur gert með breyttum reglum um úthlutun uppbótarþingsæta en fjölg- un þingmanna. Kjördæmakjörnum þingmönnum verði ekki fækkað í neinu kjördæmi miðað við það sem nú er. Nánar um flokksþingið og samþykktir þess á bls. 8,9,19,20 og 21. VILMUNDUR GYLFASON I PÚUTÍSKT SUMARFRÍ? ■ „Er það ekki augljóst að menn vega og meta, hvernig þeir gera þeim sjónarmiðum sem þeir trúa á, mest gagn, og mitt mat var það eftir langa yfirvegun og að höfðu samráði við allstóran hóp, að ég gerði þeim sjónarmiðum sem ég trúi á gagn með því að taka ekki þátt í prófkjörí Alþýðuflokksins að þessu sinni," sagði Vilmundur Gylfason, þcgar Tíminn sþurði hann í gær hvort hann hefði afráðið hvort af sérframboði hans yrði, eða ekki. Vilmundur var þá að því spurður hvort hann hygðist ekki mæta meira á þingflokksfundi Alþýðuflokksins á þessu þingi, en Vilmundur hefur ekki setið fundi þingflokksins, síðan að flokksþing Alþýðuflokksins var haldið: „Það kemur í ljós,“ sagði Vilmundur. Tíminn greindi frá því fyrir helgi að Vilmundur hygðist halda fund með fréttamönnum á mánudag (í gær) þar sem hann myndi greina frá áformum sínum varðandi framboðsmál. Vil- mundur frestaði svo fundinum um óákveðinn tíma í gær, og herma heimildir Tímans að það hafi hann gert, vegna þess að honum og stuðn- ingsmönnum hans hafi mistekist að fá traust og góð nöfn, t.a.m. þekkta alþýðuflókksmenn, til þess að skipa fyrstu 6 til 8 sætin á sérframboðslistum, sem hann hugðist bjóða fram í hverju kjördæmi. Segja sömu heimildir að Vilmundur hyggist nú vinna áfram að því að fá nöfn á framboðslista sína, og þegar og ef það hefur tekist, að halda þá áðurnefndan fréttamannafund. Gera sömu menn því skóna, að ef honum teksl ekki að ná þessum nöfnum inn á lista sína, þá hyggist hann taka sér pólitískt sumarfrí, í.a.m.k. eitt kjörtímabil. -AB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.