Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 Jörð til sölu Hafrafellstunga II Öxarfjarðarhreppi N-Þing. er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Upplýsingar í síma 97-8303. Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn þriðjudaaginn 30. nóv. 1982 kl. 8.30 e.h. að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Önnur mál 3. Erindi: „Áhættuþættir í starfsumhverfi" Pétur Reimarsson efnaverkfræðingur flytur. Mætið vel og stundvíslega Stjórn Félags járniðnaðarmanna. MERKI FYRIR ALLAR TEGUNDIR BÚFJÁR FRÁ The RITCHEY TAGG COMPANY G/obust LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Eyrnamerki úr mjúku plasti fyrir sauðfé, svin og stórgripi fjórar stærðir — Sjö litir Eyrnamerkingarnar fást formerktar eða auðar og þá sérstakt merkilakk til merk- ingar á staðnum. Merkilitir hentugir við rögun búfjár. i handhægum úðabrúsum — 7 litir. Sérstaklega hentugir til merkinga sauðf jár, þar sem liturinn tollir mánuðum saman hvernig sem viðrar, en hverfur við venjulegan ullarþvott. Sannreynt við islenskar aðstæður. Hárlitareyðir hentugur til merkinga stórgripa. Efnið er borið á með pensli og eyðir hára- litnum á nokkrum minútum og endist þar til ný hár vaxa. Hafið samband við varahlutalager sem fyrst, til að tryggja tímanlega afgreiðslu. fólk í listum ■ Ánæstunniervonáfyrstuskáldsögu Guðmundar Björgvinssonar myndlistar- manns og heitir hún „Allt meinhægt", en útgefandi er bókaútgáfan Lífsmark, sem ýmsir áhugamenn um góðar bók- menntir standa að. Guðmundur leit við hjá okkur á ritstjórn Helgar-Tímans og ræddum við við hann um starf hans sem myndlistarmanns og rithöfundar nokkra stund. , „Ég hef starfað eingöngu sem mynd- listarmaður undanfarin fimm ár, segir Guðmundur", ritstörfin hef ég haft í hjáverkum. Ég hef birt nokkrar smá- sögur í tímaritum, og gripið í að rita ■ Guðmundur Björgvinsson: Skyggnst inn í hugarheim 35 ára piparsveins, sem vinnur í banka. „ALLT MEINHÆGT” — Spjallað við Guðmund Björgvinsson, myndlistarmann og rithöfund, um nýja skáldsögn hans skáldsöguna meðfram. Myndlistin hefur annars tekið mest af tíma mínum, því ég hef málað og teiknað af kappi og haldið sýningar bæði í Djúpinu og á Kjarvalsstöðum, en einkum þó úti um land. Nei, þetta er ekki mjög löng saga. Hún er um 150 síður. Sagan fjallar um bankastarfsmann, sem er á yfirborðinu mjög fastur í venjubundnu lífi hvers- dagsmannsins. Ég reyni að kafa niður í þessa persónu og lýsi hátterni hans heima hjá sér og í einkalífi. Þetta er piparsveinn, 35 ára gamall, og sagan gerist á fjórum dögum í lífi hans. Þarna kemur margt í ljós, sem þann grunaði ekki sem sér manninn á götu, hann er einangraður og innhverfur. Líklega er hann algjör andstæða við sjálfan mig og ég hef ekki síst þess vegna haft gaman ■ Söguna prýða margar myndir eftir höfundinn. af að glíma við hann. Já, það má segja að sagan gerist ekki minna innan í kollinum á söguhetjunni en fyrir utan. En ýmislegt áþreifanlegra kemur við sögu, bæði örtölvubyltingin, atvinnuör- yggismál og annað.“ Söguna prýða margar myndir eftir Guðmund sjálfan og hann segist ætla að deila kröftum sínum í framtíðinni á milli ritlistarinnar og myndlistarinnar. Hann segist skrifa mikið og hafa eina sögu í viðbót í smíðum, sem hann nú er að endurrita. Guðmundur er lærður í mannfræði og sálarfræði í Bandaríkjunum þar sem hann tók myndlist sem aukagrein. Þá hefur hann numið sömu greinar við Háskóla íslands og nokkur námskeið í listasögu. -AM Norræna háslð: Sýning á blaðateikningum og veggspjöldum Nyströms ■ í dag, laugardag 27. nóvember kl. 14, verður opnuð sýning á blaðateikning- um og veggspjöldum eftir finnska lista- manninn Per-Olof Nyström. Listamaðurinn verður viðstaddur opn- unina, en hann kemur hingað til landsins í boði Norræna hússins og Myndlista- og handíðaskólans. Per-Olof Nyström er fæddur í Helsing- fors 1925. Hann starfaði þar við auglýs- ingateiknun frá 1948, og hefur verið listrænn ráðunautur Taucher auglýsinga- stofunnar frá 1961. Einnig hefur hann teiknað talsvert í dagblað. Sem listamaður á sviði veggspjalda- gerðar hefur hann tekið þátt í mörgum alþjóðlegum veggspjaldasýningum og á verk m.a. í Museum of Modem Art í New York. Hann hefur og haldið sjálfstæðar listsýningar. Per-Olof Nyström var veitt Pro Finn- lands orðan árið 1970 af Uhro Kekkon- en. Hann fékk einnig listiðnaðarverð- laun finnska ríkisins árið 1980. '1 Per-Olof Nyström.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.