Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 ' - 1 i4 íSé. ft,,1 4I1SÍ' _ ,i a «£r é „Gula hættan" Því fer fjarri aö ég hrópi upp yfir mig vegna gulu hættunnar. Eugene Torre yröi manna fyrstur til að brosa. Og hin 20 ára gamla Liu Silan mun einnig skilja þetta rétt ef við ættum okkur sameiginlegt tungumál. Sumir fréttamenn halda því fram að eigin- lega sé Garry Kasparov frá Asiu. Aserbajdjan liggur víst við Asiu. Annars má sjá það á hvaða landa- korti sem er, að okkar heimshluti er brot af öðrum stærri. Allavega er Asia skyndilega meðal þátttakenda í báðum kandidatakeppnunum. Torre er einstakur keppnismaður, Liu Shil- an ekki. Kína á ekki neinn stórmeist- ara ennþá, en öflugasta skákkona þeirra er ámóta snjöll og fremstu karlmennirnir. Þegar Kínverjar ein- beita sér að einhverju, er einbeitingin algjör. Hvað hagnýta taflmennsku á alþjóðavettvangi áhrærir, hafa fremstu skákkonur þeirra tekið þátt í mörgum velskipuðum mótum þrjú síðustu áj. Og stóðu sig með prýði. Á millisvæðamótinu í Tiblisi komst Liu Silan sem sagt í kandidatakeppn- ina. Til hamingju. Hina öflugu ungversku skákkonu, Susan Veroci- Petronic, vann hún á eftirfarandi hátt. Silan-Veröci Sikileyjarleikur. 1. e4 cS 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rf6 6. Rc3 Dc7 7.0-0 Rc6 8. B. 3 Re5 9. h3 Bc5 10. De2 d6 11. f4 Rg6 12. ha-el (Allt vel þekkt til þessa, og mér til ánægju sé ég í skákbókinni, að hróksleikurinn hef- ur fengið meðmæli Bolewslavskys. Hann lifði ekki til einskis, maðurinn sá.) 12. o-o 13. Khl b5 14. Df2 Bb7 15. f5!-(Ég efast um að Bb7 sé góður leikur. Hvítur grípur strax tækifærið. Rf5 verður firnasterkur.) 15. exf5 16. Rxf5 Bxe3 17. Hxe3 Dd8? (Hótunin var Rxg7, og staðan óþægileg. En Re8 var betra svar). 18. Dg3 d5 19. e5 Re8 20. Re2 Bc8 21. Re-d4 Bxf5 22. Rxf5 Dc7 23. h4 f6 24. h5 Rxe5 (Síðustu þrír leikir svarts eru byggðir á röngum útreikningum í vonlausri stöðu.)Hxe5! Svartur gafst upp. Felmtri slegnir Ungverjar sem á tveim síðustu Olympíuskákmótum hafa sýnt styrk- leika á borð við Sovétríkin, töpuðu öllum á óvart fyrir argentinsku sveitinni í Lucano, sem á pappírnum var allmiklu lakari. Af einhverri torskilinni ástæðu er skákin á 1. borði sérlega mikilvæg. I þessu tilfelli var hún milli Portisch og Quinteros. Ungverski stórmeistarinn afgreiðir að öllu jöfnu þennan and- stæðing sinn með styrkri hendi. Nú fór þetta á annan veg, og setti Sax og Groszpeter úr jafnvægi, og af- leiðingarnar urðu stutt jafntefli og sneypulegt tap. Aðeins Ribli hélt ró sinni, 2'/2:1 Vi fyrir Suðuraineríkan- ana. Quinteros: Portisch Drottningarindverskt 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4t 6. Bd2 Be7 7. Bg2 Bb7 8. o-o o-o 9. Rc3 Ra6 10. Bcl?! d5 11. Bb2 c5 (Báðir aðilar hafa tapað tveim leikjum, þannig að þetta sléttast út. Bd2-cl frá hendi hvíts og Bb4-e7 og Ba6-b7 af svarts hálfu.) 12. Re5 Rc7 13. dxc5 bxc5 14. Ra4 Hc8 15. Hcl Ra6 16. Rd3 (Á millisvæðamótinu lék Smyslov hér 14. e3 Hc7 15. De2 Re4 16. Hf-dl gegn Psahis. Þessu var náð út, án sniðugra biskupatilfærslna. 16. Re4 17. e3 dxc4? (Grófur afleikur. Portisch hlýtur að hafa yfirsést eitt eða annað.) 18. hxc4! f5 (Alvarleg veikingástöðunni.en 18.. Rd6Bxb7 Rxb7 er heldur ekki gott. T.d. 20. Df3 Rd6 21. hg4! Hvítur hefur bæði kóngssókn og spil gegn c5.) 19. Rc3 Rxc3 20. Bxc3 Bxc3 Bxg2 21. Kxg2 Dd5t 22. e4! fxe4 23. Rf4 Dc6 (Nú verður hann rústaður. Skiptamuns- fórnin á f4 var eini möguleikinn.) 24. Dg4 e3t 25. Kgl exf2t 26. hxf2 Bf6 27. Rxe6 STÖÐUMYND Hvítur hefur bein kóngssóknar- færi, og má þar um kenna 24. og 25. leik svarts. Hvítur vinnur á virkri söðu manna sinna og veikri peða- stöðu svarts.) 27.. h5 28. Df5 Bxc3 28. Rxffi Bf6 30. Rh7 Bd4 31. Hxd4 Svartur gafst upp. Næst kemur 31... cxd4 32. Rg5! Bent Larsen, stórmeistari skrifar um skák ■ Olympíublaðið hans Jóhanns Þóris hefur frá mörgu að greina. Ekki þarf lengi að fletta blöðunum fjórtán, til þess að sjá, að hér er á ferð.e langveigamesta og vandaðasta mótsblaðið til þessa. Fyrir utan skákirnar sjálfar, prýða blaðið fjöldi greina, viðtöl og rifjuð eru upp markverð augnablik genginna 01- ympíuskákmóta. Mikill fróðleikur fyllir síður, og hér má m.a. lesa um Júgóslav- ann Gligoric sem teflt hefur á öllum Olympíuskákmótum síðan 1950, en það ár unnu Júgóslavar gullið í fyrsta og einasta skiptið. Enn er Gligoric í fullu fjöri, þrátt fyrir árin fimmtíu og níu, og fékk 8 vinninga af 14 mögulegum, 57.1%, og vann m.a. Seirawan, Banda- ríkjunum og Speelman, Englandi. Alls hefur Gligoric teflt á 15 Olympíuskák- mótum. Najdorf tók 14 sinnum þátt í Olympíuskákmótum, tefldi fyrir Pólland árið 1937, og Argentínu eftir stríð. Lajos Portisch tefldi nú í 13. sinn á Olympíuskákmóti, hans fyrsta mót var í Moskvu 1956. Þegar rennt er augum yfir besta árangurinn á einstökum borðum, koma flest nöfn ókunnuglega fyrir sjónir. Á 1. borði varð Franco, Paraguay efstur með 10 vinninga af 13 (84.6%), næstur kom Girault, Monaco Ljuboievié stóð sig mjög vel á ólympíuskákmótinu. llr Olympíublaði Jóhanns Þóris: SUdlejjarvörn og Gautaborgarárás með 11 1/2 v. af 14 (82.1%) og þá Ljubojevic, Júgóslavíu með 11 v. af 14 mögulegum 78.6%. Þar eð Paraguay og Monaco tefldu allan tímann í neðri hlutanum, er ekki hægt að bera saman árangur 1. borðs manna þessara landa, og Júgóslavans. Ljubojevic tefldi allan tímann gegn öflugustu skákþjóðum heims og tapaði aðeins 1 skák, fyrir Kortsnoj. Hins vegar sigraði hann m.a. stórmeistarana Tringov, Browne, Miles, Hubner og svo Portisch í eftirfarandi skák. Hvítur : Ljubojevic, Júgóslavía Svartur : Portisch, Ungverjaland. Sikileyjarvörn l.e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7.14 Be7 8. DÍ3 Dc7 9. 0-0-0 Rb-d7 10. g4 b5 11. Bxf6 Rxf6 12. g5 Rd713. f5 (Þetta hefur lengi verið mjög vinsæl sóknarleið í Gautaborgar- árásinni. Þiggi svartur peðið með 13. . Bxg5f, nær hvítur mikilli sókn. T.d. 14. Kbl Re5 15. Dh5 Bf6 16. fxe6, eða 14. . e5 15. Rd5 Dc5 16. Rxe6 fxe617. Dh5t Kf8 18. fxe6 og hvítur vinnur.) 13.. Rc5 14. h4 (Hér hefur einnig verið leikið 14. f6 , 14. Hgl og 14. fxe6.) 14. . b4 (Ef 14. . Bb7 15. b4.) 15. Rc-e2 e5 16. Rb3 Bb7 17. Rg3 0-0-0 (Svartur reynir að hróka sig út úr vandanum, en veik- leikamir á drottningarvæng gera út um skákina.) 18. Bc4! (Þessi leikur hvíts virkar sem afleikur, en hvítur er einungis að herða tökin.) 18.. Rxe4 19. Bd5! Rxg3 20. Dxg3 Kb8 21. Hh-el Hc8 22. Dg2 Bxd5 23. Hxd5 Db6 24. He4 Hc7 25. Dg4! Ka7 (Ef 25. ■ Lajos Portisch var hins vegar mistækur. . Hb7 26. Ra5.) 26. Hxb4 De3t 27. Kbl h5 28. Ddl Hh-c8 29. Dfl! (Hótar 30. Dxa6t Kxa6 31. Ha5 mát.) 29.. Ka8 30. Ha5 Ha7 31. Dhlt Gefið. Kínverjar veittu mörgum skráveifu, kæmust þeir út í taktískarog opnarstöður. Mótstöðu- menn þeirra reyndu því að forðast slíkt, eins og Speelman tekst í eftirfarandi skák. Hvítur : J. Speelman, England Svartur : Liu Wenze, Kína. Catalan. 1. Rf3 Rf6 2. d4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 c5 5. c4 dxc4 6. Da4t Rb-d7 7. Dxc4 a6 8. Dc2! (Fái svartur að leika b7-b5 ótruflað-' ur hefur hann jafnað taflið. Ekki gagnaði 8. a4 b5 og ef 9. axb5? axb5 og hrókurinn á al er í uppnámi.)8. . cxd4 ? (Þessi leikur reynist illa. E.t.v. var best að leika 8. . b5, og eftir 9. Ré5 á svartur Rd5.)). Rxd4 Bc5 (Betra var 9. . Be7.) 10. Rb3 Bd611. Rc3 0-0 12.0-0 Hb813. Hdl De7 14. Be3! (Hindrar 15. . b5? Myndir: Linda. vegna 16. Ba7.) 14. . h6 (Svartur kann engan veginn við sig í þessari stöðu, og stórmeistarinn nýtur reynslu sinnar í stöðu þar sem taktiskar vendingar eru nær útilokaðar af hálfu svarts.) 15. Ha-cl Hd8 16. a3 e5 17. Ra4 b5? Jóhann Örn Sigurjónsson skrifar 18. Ra5! (Ef nú 18. . bxa4 19. Rc6 Df8 20. Rxd8 Dxd8 21. Hxd6 og vinnur) 18. . He8 19. Rc6 De6 20. Rxb8 Bxb8 21. Rc5 Rxc5 22. Dxc5 Rg4 23. Bc6 Hf8 24. Dxf8! (Knýr fram uppskipti og nú segir liðsmunur enn frekar til sín.) 24. . Kxf8 25. Hd8t Ke7 26. He8t Kd6 27. Hxe6t Bxe6 28. Bb6 Bc4 29. Bb7 f5 30. b3! Gefið. Eftir 30. . Bxb3 31. Hc8 fellur biskupinn á b8. Eða 30. . Be6 31. Bxa6 og frekari taflmennska af hálfu svarts er gagnslaus. Jóhann Öm Sigurjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.