Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 28

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 28
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 nútfminn Umsjón: Fridrik Indridason og Eirfkur S. Eiríksson OHAÐI VINSÆLDA- LISTINN — byggður á sölu í STUÐ-búðinni ■ Nýjasta plata Egó í Mynd rennir sér beinustu leið í efsta sæti óháða listans, raunar er það ekkert eins- dæmi því hú hefur rennt sér í cfsta sæti allra lista hérlendis síðan hún kom út. Af öðrum nýjum sem skjóta upp koilinum á listanum má nefna veru- leika spurningu Sigga karls í sjöunda sæti en að öðru leyti er listinn nokkuð áþekkur því sem verið hefur. Vonbrigði eru síðan efstir í litla listanum, með nýjustu skífu sína en auk þeirra er annað nýtt nafn þar á ferðinni bankarán hljómsveitarinnar Clash. 1. Egó/Í Mynd 2. Peter Gabriel/4 3. Dead Kennedys/In God Wc trust Inc. 4. Tappi tíkarrass/Bitið fast í vitið 5v Spliff/85555 6. Brucc Springstcen/Nebraska 7. Siggi/Veruleiki 8. UB40/Ub44 9. Defunkt/ThermoNuciearSweat 10. Art Bears/The World as it is 1. Vonbrigði 2. Clash/Bankrobber 3. Grace Jones/Lieber Tangó GÓÐIR GESTIR ÁVEGUM JAZZ- VAKN- INGAR ■ Á næstunni er von á góðum gestum til landsins í boði Jazzvakningar. Er það The Missisippie Delta Blues Band sem kom hingað til lands í fyrra og haut þá frábærar viðtökur. Hljómsveitin mun halda þrenna tón- leika hér að þessu sinni og verða þeir fyrstu á Hótel Borg fimmtudagskvöldið 9. desember. Hinir hljómleikarnir verða væntanlega í Félagsstofnun stúdenta 10. og 11. desember. Að öðrum viðburðum á vegum Jazzvakningar má nefna að í febrúar á næsta ári kemur hingað til lands hin athyglisverða kvennahljóm- sveit Salamöndrurnar. Þessi hljómsveit hefur farið sigurför um heiminn undan- farin ár og er nú komið að því að hún leiki fyrir Mörlandann. Þessir hljómleikar sem haldnir verða á næstunni og í byrjun næsta árs verða væntanlega til þess að grynnka á skuldum Jazzvakningar, sem hefur átt við fjárhagsörðugleika að etja síðan Charlie Haden hélt hér hljómleika fyrir skemmstu. Eftir þá seig fjárhagur Jazz-, vakningar niður um hundrað þúsund krónur og á því að reyna að vekja þær krónur aftur til lffsins. - ESE „Blá myndn á Borginni - frábærir tónleikar Vonbrigða og ÞEYR ■ Er undirritaður snaraði sér inn á Hótel Borg s.l. fimmtudagskvöld til að berja hljómsveitirnar Vonbrigði og ÞEYR augum, einkum þá seinni ný- komna úr mikilli hljómieikaför var verið að sýna lokahluta myndar þeirrar sem auglýst hafði verið að gestir fengju að berja augum á undan tónlistinni. Efni þessarar myndar fór nú fyrir ofan garð og neðan hjá mér en allavega var hún allklámfengin á köflum eða eins og einhver sagði við hliðina á mér... „maður ætlaði á konsert en endar á blárri mynd, og ég sem gleymdi regn- frakkanum mínum“... Raunar hét þessi mynd „Leyndardóm- ar líffæranna" og það sem ég sá úr henni var einhverja sovéska listamannahetju að reyna við tvær stúlkur með föðurlegu kommúnistakjaftæði en inn í þetta var skotið myndum af því er gifsafsteypa var tekin af lim, Stalín að líta ljúfum augum til alþýðunnar og fleira sem kom málinu ekki beint við, eins og að Gulli úr ÞEYR brá sér bakvið sýningartjaldið, svifti því til hliðar og öskraði eitthvað til gestanna. Búið var að byggja forláta svið á Borginni, upphækkað þannig að allir gátu séð hljómsveitirnar í stað aðeins þeirra sem stóðu fremst áður... mun skemmtilegri nýbreytni en að hleypa „Villta tryllta villa kynslóðinni" á almenn böil á þeim bæ. Og þá er best að koma sér úr þessu inngangskjaftæði og tala um tónlistina. Vonbrigði hófu leikinn af miklum krafti og fjöri. Tóku lög af nýútkominni plötu sinni en fyrir gamla aðdáendur var Sexý svo „klapplagið". Hratt nýbylgjurokk er sem fyrr aðalsmerki Vonbrigða, keyrt áfram af mikilli festu, skefur á stundum merginn úr eyrum áheyrenda. Allur flutningur mjög þéttur, trommarinn frábær og Jóhann söngvari í essinu sínu. ÞEYR ÞEYR eru sem kunnugt er nýkomnir úr mikilli hljómleikaför um Norðurlönd- in þar sem þeir var víðast vel tekið. Prógramm þeirra er mjög breytt frá því að ég sá þá síðast fyrir nokkrum mánuðum, maður kannaðist varla við nokkurt lag utan Rúdolfs en hér var á ferðinni lög af nýjustu breiðskífu þeirra félaga í ÞEYR og heitir hún Fourth Reich (enginn skyldleiki við Hitler). Lögin öll mjög í stíl við hinn trausta ÞEYR hljóm ef svo má að orði komast, Hilmar Örn og Sigtryggur leggja til harðan taktfastan rythmann í ýmsum afbrigðum en síðan er blandað saman við gítarriffum Gulla og málmkenndum söng Magnúsar. ÞEYR er tónlistarlega séð tvímæla- laust besta sveit okkar á sviði ný- bylgjunnar og sýndu þeir margar sínar bestu hliðar á þessum tónleikum, náðu uppi góðri stemmningu og „leðurímyndin" virtist ekki fara neitt sérlega illa fyrir brjóstið á fólki. - FRI ■ Hljómsveitin Vonbrigði á Borginni. Tímamynd FRI ■ ÞEYR uppáklæddir að vanda. Q4U taka upp sína ■ Nokkrar breytingar hafa orðið á hljómsveitinni Q4U og eru Óðinn (gítar) og Kormákur (trommur) nú hættir en í staðinn hefur Danny Pollock gengið til liðs við sveitina. Danny mun sjá um gítarleik að sjálfsögðu en einnig annast hann ýmsa hljóðeffecta fyrir sveitina auk þess sem hugmyndin mun vera að bæta öðrum syntha við í framtíðinni. Q4U er því skipuð auk Danna, þeim Ellý (söngur) Gunnþór (bassi) og Árna (hljóðgervill) og þannig er hún nú að taka upp sína fyrstu plötu í Grettisgati. Upptökum stjórna þeir Gunnar Smári, Danni og Gunnþór en þetta á að vera sex laga 45 sn. skífa og meðal þeirra laga sem á henni verða eru PLO og Himna- -FRI Hljómsveitin Q4U í æfingahúsnæði sínu. Tímamynd FRI ISLENSKT ROKK FÆR LOF- SAMLEGA DÓMA I NEW YORK ■ Þá hefur hróður íslenskrar rokktón- listar borist vestur um haf og til „Stóra eplisins“ eins og New York, eða a.m.k. Manhattan er gjarnan kölluð. Það er Greenworld dreifingarfyrirtækið, sem Tíminn greindi frá að vildi fá 15 þúsund eintök af nýju Þeys plötunni, sem hefur séð blaðinu Trouser Press fyrir vænum skammti af íslenskum skífum og eru „krufnar til mergjar“ af blaðamanni þess Ira Robbins í nóvemberhefti blaðsins. Plöturnar sem eru til umfjöllunar eru, Rokk íReykjavík, safnplatan Northern light playhouse, Út í kuldann með Grafík, Gæti eins veri með Þursaflokk- num, Geislavirkir með Utangarðs- mönnum, Googooplex með Purrknum og As above og Mjötmiður Mær með Þey. Rokk I Reykjavtk •[ujnfiwl lng-.il . Jotlhom Líahts Playhouso jnn l»b«l inlol Grahk Ut I Kuld»nn CulOOt Thuraallokkurlnn Utangardsmenn CMsUvirkÞ St1n»tt>40 Purrkur Pillnlkk Goog&oplít Cr»mm6 Thayr As Abov» IUK)Sr>outUrO(l1 Theyr Miotvidur M«»r ~«trlmo ESQ2 fc>t r^u'; wd Smiaait, hwunc «t imcun>- Ttltat K<4d> mmmáu. Sxfc thi» tbt ís usat “JUw fewi TWjt. Skfc ;«;t 6«; Jomt (m«, ihtn csr.imo vltb Mtri- l»nU< U> bf ■•Ooé tmtr tr (»1» rfwíouU)’ tu« rx i ol «n 'H',= a, <a in E*Jáfc. t*o h<™, i ct d«a «t t laptaxut rú oasftt vxrir* I ------'----- (Ow■-.i Ifjmt 91 kkím* Infc.'rj. TfcMnwuw Aoni- IMU ifcnjhi ihoui Oui tlnv taUun snt iht Arctli; Ccrufc when Bobbj Fmhc: i-Uytú ftxú Sptuky fcr the íhtu ctuoifWMhip Ihm 10 fnrttfc Ellién J«fet’» ptdn tav» Ivuétht UxltoA nct dida, fcllfc ‘ rkN- amtly «,«» "I m » •feilfcd pfcyin*. Th. h«i»l hfc>l. • v«wy rf i ua Cnuio* frorn Iht Our, CfcB* .. I Kic* C'inooo-tow • MOUt' .w. : v_, ,1^ S, iupAfiuhtaai Thtíuijlihunnr u tlto icduikutt ptoTi tiín;, buf Uu polith Cali w túdt a* «6 jd; of ihot tonti Th* úapj't tctnas, on? *»;» u IJrklippan úr Trouser press. Hefst greinin með þeim orðum að ef velja ætti tíu mestu rokklönd veraldar þá væri ísland varla þar á meðal, þar sem að það eina sem menn myndu eftir í fljótu bragði í sambandi við landið, væri einvígi Fischers og Spasskys. Killing Joke hefðu þó komið íslandi aftur á Kortið og miðað við plötumar sem blaðið hefði fengið þá þyrfti ísland enga hjálp frá umheimnum á þessu sviði, sérstaklega varðandi pönk-rokkið, sem blaðið segir mjög frambærilegt. í stuttu máli má segja að Rokk í Reykjavík fái mjög góða krítík, Nort- hem light playhouse sæmilega, að Purr- knum undanskildum, Grafik óvenju- góða umfjöllun og er t.d. líkt við hljómsveitir eins og Cure, Gang of four og King Crimson, Þursaflokkurinn fellur ekki í kramið og ekki heldur Googoopl- exið, en Þeyr fá mjög lofsamlega dóma fyrir sínar plötur. -ESE Mússikktilrannir SATT: Strados og Mein- villingar halda áfram — Lotus féll á sjálfs síns bragði ■ Það voru Strados og Meinvillingam- ir sem báru öruggan sigur úr býtum í annarri umferð Músikktilrauna SATT í Tónabæ. Rcyndar veitti hljómsveitin Lotus frá Selfossi þeim verðuga keppni, studd dyggilega af tveim rútum fullum af Selfyssingum, en að sögn tíðinda- manns Nútímans í Tónabæ, þá féU Lótus vegna þeirra mistaka að þeir áttu aðeins tvö frumsamin lög í fórum sínum og gátu því ekki hlotið fullt hús stiga. Fjölmenni var á keppniskvöldinu og bar keppnin nokkur merki þess að „hreppapólitíkur" er farið að gæta. Smöluðu Lotus-menn t.a.m. aðdáend- um sínum austan fjalls upp í tvær rútur og voru staðráðnir í að bera sigur úr býtum. Aðrar hljómsveitir áttu sér ekki jafn marga formælendur, en sökum fyrrgreindra mistaka féll Lotus í „ónáð“. Á næsta keppniskvöldi sem haldið verður nk. fimmtudagskvöld koma hvorki fleiri né færri en sex hljómsveitir fram auk gesta kvöldsins sem verður hljómsveitin Þeir. Hljómsveitirnar sem þátt taka í keppninni eru Signaltus, Dron, útrás, Trúðurinn, Centour og Medium frá Sauðárkrók. Allir Krækling- ar í Tónabæ, lifi melónujógúrtið og áfram Ungmennafélagið Drengur Kjósarsýslu. -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.