Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 16
■ Nýjasta kvikmynd ítalska kvikmynda- leikstjórans - sumir myndu segja meistarans - Federico Fellini verður fljótlega tekin til sýningar í Regnbogan- um. Þetta er kvikmyndin „Kvennaborg- in“ (La Citta delle donne), sem frum- sýnd var fyrir tveimur árum, árið 1980, og fjallar um konur og afstöðu karl- manna til kvenna, eins og reyndar nafnið gefur til kynna. Æfiferill Fellinis, sem er 62 ára að aldri, er um margt ævintýralegur. Ýmis- ■ Æskuminning; Snaporaz á unga aldri ásamt skólabræðrum sínum í risastóru rúmi. beir eru að horfa á drottningar þöglu myndanna á kvikmyndatjaldi. Kvennaborg Fellinis legt er þó harla óljóst í þeim efnum, þar sem Fellini hefur orðið margsaga um ýmis atriði í lífi sínu, og hefur fært önnur mjög í stílinn í lýsingum sínum, enda hefur hann játað það sjálfur, að honum þykir ákaflega gaman að Ijúga um sjálfan sig. Þó er vitað, að hann er af- millistéttarfólki kominn í borginni Rim- ini, sem nú er vinsæll sumarleyfisstaður á ftalíu. Á unga aldri, sennilega sjö ára, lét hann sig hverfa úr heimavistarskóla, sem foreldrar hans höfðu sett hann í, og slóst í för með sirkusfólki, sem ferðaðist á milli borga og sýndi listir sínar. Þótt honum væri skilað til foreldranna innan fárra daga settu þessir dagar í sirkusinum mark sitt á hugmyndaheimi drengsins, sem síðar kom fram í hverri kvikmynd hans á fætur annarri. Fellini stundaði nám í mörgum skólum, sem reknir voru af kirkjunni, og líkaði vistin þar yfirleitt illa. Á lokaári sínu í menntaskóla, 1937, hóf Fellini og nokkrir félaga hans iðjulaust götulíf, sem hann lýsti löngu síðar i fyrstu kvikmynd sinni, sem náði veru- legum vinsældum -1 Vitclloni árið 1953, en þá mynd mætti kannski nefna á íslensku Iðjuleysingjarnir. Að mennta-. skólanáminu loknu hvarf Fellini að heiman og hélt til Flórens. Yfirlýstur tilgangur þeirrar ferðar var að hefja háskólanám, en Fellini dvaldi þar aðeins í hálft ár og hafði fyrir sér með því að lesa prófarkir. Síðan hélt hann til Rómar og hugðist verða frægur blaðamaður. Hann lét skrá sig í háskólann - ekki til þess að stunda nám heldur til að komast hjá því að vera kallaður í herinn - og vann fyrir sér m.a. sem lögreglufréttarit- ari fyrir dagblað og með því að semja smásögur og teikna grínmyndir fyrir önnur blöð í borginni. Síðar fór hann að skrifa fyrir útvarp, og loks að aðstoða við samningu kvikmyndahandrita. Það var kannski meira fyrir tilviljun en nokkuð annað að hann komst í kynni við kvikmyndaleikstjórann Rossellini, sem fékk hann til aðstoðar við gerð kvikmyndahandrits, sem síðar varð að þeirri frægu mynd Rossellinis „Opin borg“ (Roma Citta aperta). Sló í gegn árið 1953 Fellni aðstoðaði bæði Rossellini, Germi og fleiri við handritsgerð næstu árin. og fékk í fyrsta sinn að koma nálægt leikstjórn sem aðstoðarleikstjóri árið 1951, en árið 1952 fékk hann loks peninga til að Ieikstýra fyrstu mynd sinni (Lo Sceicco Bianco), sem reyndar fékk slæmar viðtökur jafnt hjá gagnrýnendum sem áhorfendum. Hann lét samt ekki deigan síga og árið eftir, 1953, var I Viteiloni frumsýnd og Fellini varð frægur bæði í hcimalandi sínu og víða um lönd. Frægustu kvikmyndir Fellinis síðan eru m.a. „La Strada“ (1954), „La Dolce Vita“ eða „Hið Ijúfa líf“ frá 1960, „8 1/2“ (1963), sem sumir telja bestu kvikmynd hans, „Salyricon“ (1969), „Amarcord“ (1970) og „Casanova“ (1976). ■ í húsi dr. Katzone; Snaporaz fær tvo næturfélaga í heimsókn. Ein kvcnnanna í Kvennaborginni. r Kvennaborgin Sérhver ný kvikmynd frá Fellini er viðburður, þótt auðvitað séu áhorfendur ekki alltaf jafn hrifnir af því, sem hann hefur uppá að bjóða. Sumir vilja reyndar halda því fram, að ýmsar seinni myndir Fellinis séu aðeins nánari útfærsla á fyrri myndum hans; gamalt vín á nýjum belgjum ef svo mætti segja, og það hefur m.a. verið sagt um síðustu mynd hans, Kvennaborgina. Marcello Mastrioianni fer með aðal- hlutverkið í þessari mynd eins og svo mörgum Fellini-myndum. Hann leikur þar miðaldra mann, sem Snaporaz heitir. Sá er á ferðalagi í járnbrautarlest þegar lestin stöðvast allt í einu á leið sinni um fagra sveit. Kona, sem sat á móti honum í lestinni, fer út á akurinn fyrir utan og Snaporaz eltir hana. Hún hverfur inn í skóg og Snaporaz heldur á eftir henni þar til hann kemur allt í einu að hóteli, þar sem kvenfrelsiskonur eru að halda mikla ráðstefnu. Þar er hann hæddur af flestum viðstöddum, en tekst loks við erfiðan leik að sleppa á brott. Eftir ýmiskonar vandræði hittir Snaporaz loks dr. Katzone í skóginum, en maður þessi býður honum gistingu á setri sínu. í Ijós kemur, að dr. Katzone er hinn mesti kvennamaður, og fyrir dyrum stendur heljarmikið samkvæmi, sem hann hefur efnt til af tvennu tilefni; annars vegar til þess að halda upp á tíuþúsundustu konuna, sem dr. Katzone hefur komist yfir, og hins vegar til að segja fyrir fullt og allt skilið við konur. Ástæðulaust er að rekja þau veisiuhöld frekar, en í lok myndarinnar kemur í ljós, að hún gerist eingöngu draumia- heimi Snaporazar. Margir hafa haldið því fram að Fellini sýni konur í mjög ósanngjörnu ljósi í þessari mynd - að hún sé hreinlega árás á konur og kvenfrelsisbaráttu. Það geta íslenskir áhorfendur fljótlega gert upp við sig sjálfir. -ESJ. ■ Snaporaz (Marcello Mastrioainni) er hér frammi fyrir kvennadómstól, sem dæmir hann fyrir afstöðu sína til kvenna í „Kvennaborg“ Fellinis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.