Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 18
•jHlÍlit ■ Heimsmeistarinn. ■ Pia Cramling sló í gegn. ■ Speelman og Mestel; eru þeir eitthvað skvldir? SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 Skýrsla um útlit og horfur skákmanna í Lnzern Skýrsla um útlit og horfur skákmanna í Luzern H Alexandria og Gaprindasvíli. ■ Hún Debby Evans frá Wales. Gasklefínn og gámurinn ■ Meira til. Peir reyndust aðhaldssam- ir í peningamálum, Herr Becker og hans nótar, og um tíma ósýnt um hvort fyrirtækið færi nokkurn hlut af stað. í allt þetta og meira stúss fór fyrsta vikan úti í Luzern (Luzern, meðal annarra orða, er þægilegur og huggulegur bær), og lítill tími gafst til að huga að ritstjórn blaðsins sem við áttum að fara að gefa út. Ég labbaði mér út í bæ og tók viðtal við Svetozar Gligori’c; annars gerðí ég lítið af viti. Fyrsta umferðin hófst án þess að nokkuð hefði í raun verið ákveðið - við áttum bara eitthvert tiltekið efni og datt í hug að það garti farið í blaðið; fyrsta nóttin í prentsmiðj-. unni var sem sé ekkert átakanlega skemmtileg. I'ar sátu að vísu Ijúfir menn og kurteisir, en kunnu því miður ekki stakt orð í þeirri ensku sem blaðið var skrifað á, og var trúandi til að gera. hrikalegustu vitleysur út af því - eins og við værum ekki einfær um slíkt! En allt gekk þetta einhvern veginn og sjá: daginn eftir var blaðið komið út, flestum til undrunar. Og þá var komið að því að gefa út blað númer tvö. Það gekk betur. Og þannig koll af kolli, ekkert lát varð á, hverju einasta blaði tókst að koma út á réttum tíma, villum fór æ fækkandi og undir lokin var allt farið að ganga eins og í sögu, hvernig sögu, það veit ég ekki. Kannski reyfara. Vinnuaðstaðan, hún var nú til dæmis ekki upp á marga fiska. Blaðið, eða okkar partur af því, var unnið á tveimur stöðum: annars vegar yfirgefnum sturtu- klefa í Festhalle og hins vegar í flutningagámi sem stóð fyrir utan. Sturtuklefinn fékk fljótlega nafnið „gasklefinn" enda var hann ekki ýkja hlýlegur, og gámurinn fylltist fljótt af pappírsrusli, sígarettustubbum og tóm- um bjórflöskum; menn reyndu að halda sig fjarri honum þegar fram í sótti, því enginn átti afgangs orku í að taka til. Þarna var oftsinnis unninn frá tólf og upp í fjórtán stunda vinnudagur; upp misjafnlega snemma á morgnana og ekki í rúmið fyrr en komin var nótt. Og þarna fundu menn sig líka í alveg óvæntum störfum - Bragi Halldórsson var gerður að eins konar verkstjóra ritstjórnarinnar og konan hans, Kristín Þorvaldsdóttir, varð yfirtúlkur í prent- smiðju; túlkurinn Jörundur Hilmarsson var aftur á móti orðinn blaðamaður og gaf sig einkum að konum og þriðja heims skákmönnum, auk þess sem hann ■ Pólúgaévskíj stressaður tók viðtal við Kasparov; Guðmundur Arnlaugsson skrifaði ágætar greinar um fyrri ólympíumót og var í prófarkalestri ásamt Öldu Einarsson (og fleirum, það hljóp hver í annars starf ef þörf krafði); Áskell Kárason gerði allan fjandann; Sigurður Gizurarson sýslumaður var lögfræðilegur ráðunautur og skrifaði mikið af bréfum til Beckers; Torfi Ásgeirsson var reddari sölumaður og hafði sambönd; Birgir Sigurðsson var okkar maður í prentsmiðjunni og lærði fljótt að segja „ein spaltig, zwei spaltig“ og svo framvegis. Setjararnir okkar, ómetanlegir: Anna Sigurðardóttir, Inga María Sverrisdóttir og Þórunn Bjarna- dóttir. Hún Linda gerðist Ijósmyndari í fyrsta sinn á ævinni og seldi blöðin ásamt Jóhanni Þóri ritstjóra - sjálfur tók ég nokkur viðtöl og skrifaði mikið til innihaldslausar greinar, fannst mér. Þá er aðeins einn ónefndur og hann engin smásmíði: William Lombardy, alþjóð- legur stórmeistari og fyrrverandi sóknar- prestur. Sá var nú sjaldan orðlaus! Lombardy sá um skákskýringar með Áskatli, skrifaði viðtöl og greinar. Annars er svona upptalning mikið út í hött - eins og ég drap á áðan þurftu menn iðulega að ganga inn í hin ólíklegustu störf og töldu það ekki eftir sér; furða að allir skyldu halda sönsum eins og álagið var stundum mikið. Listrænn prentvillupúki Til dæmis að taka; ótrúlegustu prent- villur hrjáðu okkur löngum. Það var nú kannski óhjákvæmilegt í blaði sem unnið var á þvílíkum hraða, en þetta var óvenju skæður prentvillupúki sem var með í förinni, hafði metnað í sínu starfi og var eflaust listrænn að upplagi; sætti sig ekki við neinar smávillur eða lítilfjör- legar. Einu sinni hafði kona frá Banda- rísku jómfrúreyjum skrifað grein um kvennaskák í sínu heimalandi fyrir Jörund og það var ekki fyrr en á síðustu stundu í prentsmiðjunni að einhver tók eftir því að yfir greininni stóð, alveg | óvart: „Kathleen Turner, Virgin". Rétt eins og ásigkomulag konunnar væri okkar mál... Best tókst fyrrnefndum púka samt upp þegar birta átti mynd af Anatólí Karpov, heimsmeistara í skák og sú villa komst meira að segja óséð í gegn. Eg hafði umsjón með myndatextum og skrifaði undir myndina eitthvert röfl á borð við: „Hvað er það sem gerir þennan mann að frcmsta skákmanni í ■ Bel javskíj, flottur í tauinu. heimi?“ í ljós kom daginn eftir að myndatextinn hafði villst undir mynd af öðrum manni og í vali sínu sýndi prentvillupúkinn óvænta þekkingu á skák. Allt í lagi ef myndin hefði verið af Caiafasi frá Nígeríu eða Jens Christian Hansen frá Færeyjum - þá hefðu allir séð undir eins að á ferðinni voru kjánaleg textabrengl. En nei. Alveg endilega þurfti textinn um fremsta skákmann heims að lenda undir mynd af þeim eina manni sem heimsmeistarinn óttast: Garrí Kasparov! Það var félegt uppistand, en í herbúðum heimsmeistar- ans var mistökunum tekið með skilningi. Af viðbrögðum Kasparovs fer engum sögum; kannski kom hann ekki auga á neitt óeðlilegt... En það var nú eins og það var. Blaðið gekk sinn gang og þegar upp var staðið gátu flestir verið þokkalega ánægðir með sinn hlut. Og nú er Indónesía framundan, ef að líkum lætur; ég er að leita mér að rósóttum stuttbuxum og hawaii-skyrtu... Karpov og hárþvottur Meðal annarra orða: á ólympíuskák- mótinu var oft talað fjálglega um nauðsyn þess að efla skáklistina hér og þar og alls staðar, en einkum í þriðja heiminum. Færri datt í hug að spyrja hvers vegna það væri svo aðkallandi. (Hann Svend Novrup, danski blaðamað- urinn sem skrifaði lofgrein í Politiken um duglega Englendinginn Mr. Jónsson, sagði skák vera holla fyrir einbeitinguna. Það eru vídeóleikir líka.) Skákmenr.irnir sjálfir, þeir kunna autanbókar nokkra lúna frasa um iðju sína - skákin er líf mitt, atvinna mín, list mín og íþrótt, bla bla bla... Er frekja að biðja um meira? Veit ég vel að menn hafa helgað líf sitt fótbolta, pókerspili eða eldspýtna- stokkasöfnun, svo skák er ekki ein um að heltaka huga fólks, en hún er nú samt svolítið öðruvísi, er það ekki? Bæði er það að fjöldinn allur af stórgáfuðum, víðsýnum og alvarlega þenkjandi mönnum hefur yfirgefið allt (eða svo að ; segja allt) til að tefla skák, og eins hitt | að meðal áköfustu unnenda skáklistar- innar hafa verið nautheimskir, þröng- sýnir idjótar, og allt þar í milli. Ég gekk hring eftir hring í Allmend Festhalle og reyndi að koma auga á eitthvert sameig- inlegt einkenni með skákmönnunum; fann það ekki.Hvernig er með þá sem safna sjaldgæfum kóngulóm - eiga þeir eitthvað sameiginlegt? Alla vega eru skákmenn jafn ólíkir og þeir eru margir, ■ Júsúpov, tílbúinn að plægja... og þarna í skáksalnum var að finna allt litróf mannkynsins, ef svo má að orði komast. Þarna voru virðulegir séntil- menn sem bifuðust hvergi þó mikið gengi á - þarna voru líka hamslausir ruddar sem svifust einskis. Feimnir menn, frakkir menn, árásargjamir og fríðsamir, glaðlyndir og geðvondir. Ekkert, akkúrat ekkert, áttu þeir sam- eiginlegt. Og samt hafa þeir, og einmitt þeir, ákveðið að tefla skák lífið út í gegn. Mér þótti þetta dálítið skrýtið. Sérstak- lega var merkilegt að fylgjast með nokkrum hreinræktuðum „töffurum", ungum að aldri, sem þarna lágu yfir skákborðinu og veltu vöngum. Hvers vegna voru þeir ekki úti á götum að hrekkja gamlar konur, aka stórum bílum eða eltast við kvenfólk? Hvers vegna höfðu þeir kosið að hanga inni öllum stundum og stúdera skák? Beats me. Má ég lýsa nokkrum skákmann- anna? Auðvitað hélt ég með Ung- verjum, en samt var ég bara ánægður með að Sovétmenn skyldu vinna yfirburðasigur; ég hafði nefnilega spáð því fyrir mótið og það er alltaf gaman að vera sannspár. Sovéska sveitin tók fljótlega forystu og upp úr miðju móti var hún óstöðvandi; þegar Sovét- menn höfðu unnið Svisslendinga 4-0 var ljóst að enginn gæti ógnað sigri þeirra eftir það. Þeir tefldu líka afar vel, stórmeistararnir sex, og umfram allt af öryggi, ekki veikur hlekkurtil í sveitinni. Karpov stóð vel fyrir sínu á efsta borði, tefldi að vísu fremur fáar skákir en vann nokkra fallega sigra og komst aldrei í verulega taphættu. Tvívegis, gegn Seir- awan og Ljuboievié, náði hann jafntefli eftir að hafa haft verri stöðu, en í hvorugt skiptið þurfti hann að óttast núllið. En svo ég vísi til fyrrnefnds myndatexta: hvað er svona merkilegt við Karpov? Hann er ekki mikill fyrir mann að sjá og svolítið lymskulegur; honum var lýst sem holdgervingi Alfreðs Alfreðssonar ef einhver fattar djókinn. Skákmenn eru sagðir vera menn hjátrú- arfullir, skipta ekki um föt dögum saman ef þeim gengur vel og svo framvegis. Kannski sama eigi við um Karpov - nema hann virtist ekki þvo á sér hárið... Annars er heimsmeistarinn greinilega langt í frá vinsælasti skákmað- ur heims; Miles þvertók samt fyrir að hann væri sá skíthæll sem sumir (óþarft að taka fram hverjir þeir eru) vilja vera láta. „Ágætis maður,“ sagði hann, og Lombardy tók undir það. Presturinn ■ Ribli, dúkkulísa fyrrverandi sagði meira að segja að heimsmeistarinn væri „húmoristi", en þá hlið þekkja hans fáir! Snjómaðurinn frá Kákasus? Áðurnefndur Garrí Kasparov, tilvon- andi heimsmeistari; hann býður bara af sér góðan þokka. Vænsta skinn, mætti segja mér. Að sönnu trúi ég því illa að drengurinn sé bara nítján ára, nema þeir þroskist svona snemma í Azerbadjan. Þrítugur, því gæti ég betur trúað. Loðinn eins og mannapi (eru hræðilegir snjómenn í Kákasus?). Hitt er svo annað mál að aldurinn lýsti sér öðru hvoru í dálítið ungæðislegu atferli unga stórmeistarans - hann er enn ekki alltof sterkur á taugum (æddi um eins og ljón í búri meðan stóð á skákinni erfiðu gegn Viktor Korchnoi) og stökk stöku sinnum upp á nef sér. Á hinn bóginn var hann hinn alúðlegasti við aðdáendur sína, sem náttúrlega voru fjölmargir, og varð himinlifandi ef menn þekktu hann á götu og viku sér að honum. Kasparov-Wein- stein virtist ráðinn í að sýna og sanna að hann væri ekki aðeins glæfralegur ævin- týramaður við skákborðið, heldur gæti hann líka rekist vel í sveitakeppni; fyrir bragðið sat öryggið oft í fyrirrúmi hjá honum, en hann tefldi þó nokkrar mjög skemmtilegar skákir. Meðal annars rúll- aði hann doktor Nunn upp í eftirlætisaf- brigði Englendingsins, en eftirminnileg- ustu skákir Kasparovs voru samt gegn sovésku flóttamönnunum Lev Alburt og Viktor Korchnoi. Alburt átti tilbúið heimabrugg sem virtist setja Kasparov út af laginu, hann fómaði drottningunni sinni fyrir hættuleg gagnfæri en stóð verr í biðskákinni að því er séra Lombardy ! (þessi titill er fastur við hann, hvort sem honum líkar betur eða verr) sagði mér. En Kasparov vann á endanum. Skákin gegn Korchnoi var einhver sú æsilegasta sem menn mundu eftir, elstu menn gátu aðeins jafnað henni við bardaga þeirra Fischers og Spasskíjs á ólympíumótinu í Siegen árið 1970. Það var allt lagt undir og áhorfendur stóðu á öndinni af spenningi (frasi). Eftir á þóttist Kasparov sjálfur ekki vera ýkja hrifinn af þessari skák, sagði hana fulla af mistökum beggja keppenda sem getur vel verið rétt, en það er samt ekki nema snillingur sem lifir af svona skák. Og Korchnoi lagði nú svo sem sitt af mörkum líka. Eftir fyrirtaks frammi- ■ Sax, önnur dúkkulísa stöðu Kasparovs i Luzem em þeir nú fáir sem ekki telja næsta víst að hann verði áskorandi Karpovs árið 1984, svo fremi sem taugarnar bregðast honum ekki. Því er kannski ekki nema eðlilegt að Kasparov reiddist því að þurfa að mæta í fyrstu umferð áskorendaeinvígjanna þeim manni sem ef til vill er hættulegasti keppinautur hans (að Portisch sennilega undanskildum), en það er Alexandr Beljavskíj, einnig frá Sovétríkjunum. Hefur þannig skákstíl að hann gæti reynst Kasparov skeinuhættur. Það var athyglisvert að fylgjast með þeim fé- lögum eftir að dregið hafði verið í áskorendakeppninni og niðurstaðan lá ljós fyrir. Aður höfðu Kasparov og i Beljavskíj verið hinir kumpánlegustu i hvor við annan, en nú vildi svo til að þeir töluðust varla við. Aftur á móti urðu Karpov og Kasparov skyndilega vinir. Pólúgaévskíj tefldi á þriðja borði, en á því áttu fáir von. Hann hefur ekki staðið sig vel undanfarin ár, en var þarna tekinn fram yfir bæði Beljavskíj og Tal, sem þótti skrýtið. En Pólú karlinn þykir góður í sveitakeppnum (nema á Möltu 1980) og sérfræðingur er hann í að rannsaka biðskákir, eins og Jörundur veit. Hann var reyndar áberandi mest stressaður af öllum í sovésku sveitinni og alveg á nippinu meðan hann var að tapa fyrir Ftacnik; svolítið hégómlegur í útliti og hafði greitt hárið svo rækilega upp á hausinn að skallinn sást helst ekki nema tekin væri af honum loftmynd. Pólú stóð sig ágætlega en ekki mikið meira en það. Beljavskíj varð að sætta sig við fjórða borðið, þó hann sé einn af áskorendum Karpovs. Mér er sagt að hann telji sig næsta öruggan um að verða næsti heimsmeistari, en satt að segja eru fáir sammála honum. En hann er vissulega hörkuskákmaður og flottur í tauinu þar fyrir utan, smágerður og fínlegur, og átti marga vini í hópi skákmanna annarra | þjóða. Hann tilheyrir sömu kynslóð og heimsmeistarinn, fæddur 1953 og því aðeins tveimur árum yngri, og virðist ætla að verða sá eini af þessari kynslóð, fyrir utan Karpov, sem er nægilega stabíll til að halda sér á toppnum lengur en örfá ár í senn. Og þó er Beljavskíj ekkert verulega stabíll. Tveir bændur Tal, fyrsti varamaður, er snjáðari en ég hélt; sjálfsagt eftir þrálát og langvinn ■ Browne einbeittur að venju. veikindi undanfarna áratugi. Hann hélt upp á 46 ára afmæli sitt meðan á ólympíu- mótinu stóð, en flestir hefðu eflaust veðjað á að hann væri eldri. Hann er vinalegasti kall og traustlegur; minnti mig satt að segja mest á gildan bónda af Ströndum sem farið hefur í sparifötin til að komast í kaupstað, en kann illa við sig í þeim. Áhorfendum þótti vænt um Tal og þegar verðlaun voru afhent fékk hann langmesta lófaklappið; hafði líka teflt vel og rækilega og ekki tapað skák fremur en Karpov og Kasparov. Mikhaíl Tal virðist eiga níu líf eins og kötturinn. Annar varamaður, Artúr Júsúpov, var líka eins og bóndi. Þetta er strák- lingur að aldri, en stór og luralegur og kunni enn verr við sig í sparifötunum en Tal; séra Lombardy sagði að hann hreyfði menn sína meira að segja eins og bóndi, þegar hann léki riddurum sínum mætti næstum sjá plógfarið í borðinu! Þá hefur nú Júsúpov-ættin hrapað í þjóðfélagsstiganum síðan sam- nefndur greifi lék við hvern sinn fingur í Sánkti Pétursborg, myrti Raspútín meðal annars - oft! (Reyndar veit ég ekkert um það hvort Artúr er af því sama slekti, vísast ekki.) Það kom mörgum á óvart að Júsúpov skyldi vera valinn í liðið, en aftur var ég sannspár; hafði giskað á þetta og Bóris Spasskíj reyndar tekið undir það. Júsúpov er að sönnu ekki mjög stigahár miðað við marga aðra um þessar mundir, og auðvitað ekki nándar nærri eins frægur og það gallerí af fyrrverandi heimsmeist- urum sem mátti sitja heima, en hann er feykilegur baráttujaxl og hefur auk þess til að bera þann stöðugleika sem sovéska skákmenn skortir svo átakanlega á þessum síðustu og verstu tímum. Hann er, held ég, fæddur 1960, og á áreiðan- lega eftir að komast í flokk hinna allra sterkustu innan tíðar og hefur alla burði til að halda sér þar vel og lengi. Hann verður ekki heimsmeistari, en á að minnsta kosti eftir að ná upp í þann klassa sem karlar á borð við Géller og Pólúgaévskíj voru í þegar þeir voru upp á sitt besta. Júsúpov tefldi einna flestar skákir allra sovésku stórmeistaranna og stóð sig mjög vel, hann tapaði aðeins einni skák (gegn Csom) og virtist ekkert láta það á sig fá. Þama hafa Sovétmenn eignast traustan burðarás í ólympíusveit- ir sínar næstu áratugi. Smyslov; hvers vegna var hann ekki með, spurðu margir. Hann átti reyndar sæti í sovésku sveitinni (sæti Pólúgaév- skíjs) en vildi ekki vera með, var ■ Ftacnik,skólastrákurinnstóðsigvel. þreyttur. Smyslov mætti hins vegar á staðinn þegar nokkuð var liðið á mótið og slóst þar með í fjölmennan flokk sovéskra aðstoðarmanna í Luzern. Stór- meistarinn Krógíus var liðstjóri að þessu sinni en auk hans þekkti ég stórmeistar- ana Gúfeld, Averbaku, Makarítsév, Géller og Gipslis, en sá síðastnefndi ha‘ )i umsjón með kvennasveitinni. Fyrir u .. i þessa stórmeistara voru ótal hjálp- Ui fv Akar af ýmsu tagi í kringum sovésku svvitina; mest bar á blaðafulltrúanum Alexandr Rosjal. Rakarinn hans Alburts Kepf inautar Sovétmanna númer eitt að flest a dómi, Ungverjar, voru ekki í fínu for ii að þessu sinni - þeir reyndust ekki eiga úthald til að etja kappi við risaveldið þriðja ólympíumótið í röð. Lajos Portisch, sá harði tappi, stóð sig ekki mjög vel á efsta borði og tapaði þremurskákum; gegn Quinteros, Ljubo- ievié og Karpov, og hann var heppinn að tapa ekki gegn Korchnoi í ofanálag. Korchnoi hafði unna stöðu en lék af sér í tímahraki og náði ekki nema jafntefli. Skákina gegn heimsmeistaranum tefldi Portisch reyndar nokkuð furðulega, hann virðist ekki geta teflt gegn Karpov og hefur óverðskuldaður vinningur hans í Tilburg fyrir skömmu ekki breytt þar neinu um. Zoltan Ribli og Guyala Sax, þeir stóðu sig heldur ekki neitt sérlega vel. (Þeir voru voða kjút, strákarnir. Þegar ólympíuskákmótið verður haldið á íslandi árið 1986 ætlum við - við hjónin, konan mín og ég - að opna verslun með minjagripi í líki skákmann- anna. Hort verður stór og mikill bangsi, Kasparov aksjónmaður, Nunn sprelli- karl, Seirawan tískusýningargína, Kava- lek sorgmæddur hundur, Timman glað- legur köttur, en Ribli og Sax: þeir verða dúkkulísur.) Fjórða borðs maðurinn Pinter - Joszif; Harold leikur bara krikkett núorðið - var útnefndur stór- meistari á FIDE-þinginu en stóð sig illa, Istvan Csom var traustur eins og venjulega, en Attila Groszpeter fékk lítið að spreyta sig eftir að hafa tapað skák snemma í mótinu. Þó stóð Átli Stóri-Pétur sig þokkalega vel. Adorjan var ekki með, fremur en síðast - þeir þola hann ekki, hinir. Þetta er haft eftir Sax: „Mér hefur komið ágætlega saman við Adorjan upp á síðkastið. Ég hef ekki talað við hann í tvö ár.“ Úr því Ungverjar voru eitthvað utan við sig kom það í hlut Tékka að næla ■ Tjíbúrdanídse, heimsmeistari kvenna. sér í silfurverðlaunin. Það hefði ekki átt að koma á óvart því þeir voru með geysisterka menn á efstu borðunum, Hort stóð sig að vísu ekki sérlega vel, en Smejkal og Ftacnik því betur á borðum tvö og þrjú. Þeir tefldu báðir í öllum umferðunum fjórtán; Smejkal er greinilega á uppleið eftir nokkuð erfitt tímabil og Ftacnik sækir sífellt í sig veðrið. Hann lítur út eins og klaufalegur skóladrengur (Smejkal gæti verið kenn- arinn hans), en tók Pólúgaévskíj í bakaríið í snaggaralegri skák. Jansa og Plachetka skiptust á niðri á fjórða borði en annar vara maður, alþjóðameistarinn i Ambroz, fékk aðeins að teflaeinaskák. Ameríkanar; um frammistöðu þeirra vildu engir spá áður en mótið byrjaði. Það var deginum ljósara að þeir tefldu nú fram sterkustu ólympíusveit sinni í langan, langan tíma - síðan Fischer og Reshevsky voru upp á sitt besta, ekki gleyma Lombardy - en liðsandi hefur sjaldan verið góður í bandarískum sveitum af þessu tagi og innbyrðis rifrildi tíð. „Undarlegir hlutir gerast í amerísk- um sveitum,“ sagði Miles. Sveit Banda- ríkjamannanna var ein af þremur sem skipuð var eintómum stórmeisturum: Browne, Seirawan, Alburt, Kavalek, Tarjan, Christiansen, og þeim tókst sæmilega að þykjast vera heilsteypt lið, og náðu fyrir vikið þriðja sætinu. Best stóðu sig þeir Seirawan, Tarjan (einn besti árangur hans í lífinu) og Christians- en, en hinir tefldu lakar. Browne var brokkgengur eins og venjulega, náði þó að sigra Ulf Andersson í síðustu umferð en sú skák tryggði Könum bronsið og var jafnframt eina tapskák Svíans á mótinu; ótrúlegt nokk, þá sveið Browne Andersson í endatafli! Geta má þess til fróðleiks og skemmtunar að Alburt fékk sér permanent meðan á mótinu stóð: „Rakarinn minn ráðlagði mér það til að hylja skallann,” sagði hann mér hinn kátasti... Undrataska Andertons Júgóslavar voru þriðja þjóðin sem tefldu fram sex stórmeisturum. Þeir stóðu sig mjög misjafnlega. Lubomir Ljuboievié tefldi náttúrlega á fyrsta borði og gekk öldungis frábærlega. Frammistaða hans var raunar einhver besti árangur hans í mörg ár. Ljubo var líka öruggur með sig og ánægður, smart klæddur og fínn (rússkinsjakkatískan); hann átti sömuleiðis fallega og vel snyrta konu og þau leiddust um skáksalinn. Á ■ Ulf Anderson; nákvæmur maður. öðru borði var gamla kempan Gligorié og tefldi nú á sínu fimmtánda ólympíu- móti, gerði það nokkuð gott. Sama gerði Kovacevié á þriðja borði en Velimirovié (fjórða borð) og Ivanovié (fyrsti vara- maður) brugðust algerlega. Krunoslav Hulak, annar varamaður var því oftast á fjórða borði og stóð sig ágætlega. Englendingar - Miles, Nunn, Speelm- an, Stean, Mestel, Chandler - held ég hafi bara náð tíunda sætinu, en ætluðu að keppa um silfrið. Þeir áttu fjórðu sterkustu sveitina að Eló-stigatölu og má það kallast gott af svo ungri sveit, Stean er elstur og þó ekki nema 29 ára. Hann var líka sá eini í liðinu sem ekki leit út eins og gamall hippi; einkum voru þeir hárprúðir Speelman og Mestel. Speelman er höfðinu hærri en Mestel, en að öðru leyti eru þeir ótrúlega líkir: horaðir með mikið hár og skegg, gamaldags gleraugu og dálítið drusluleg- ir til fara. Mestel var útnefndur sjötti stórmeistari Englendinga á FIDE-þing- inu en einn þeirra, Ray Keene, komst ekki í liðið. í hans stað var álkulegi Ný-Sjálendingurinn, Murray Chandler, í sæti annars varamanns og gerði enga sérstaka lukku að þessu sinni. Á efstu borðunum voru þeir keppinautarnir Tony Miles („ A young lad from Birming- ham“) og- John Nunn, og hafa báðir staðið sig betur. Nunn er sérkennilegur; maðurinn er 27 ára, lítur út og klæðir sig eins og smádrengur en varð doktor í stærðfræði fyrir nokkrum árum og hefur kennt við enska háskóla. Það er með hann eins og hina ensku stórmeistarana - þeir bruna upp undir toppinn á fleygiferð en virðast svo staðnæmast þar. Ekki má gleyma að nefna liðsstjóra Englendinga, David Anderton: óaðfinnanlegan enskan sén- tilmann og virtist illa eiga heima innan um þessa rytjulegu stráka. Anderton færði strákunum te milli leikja, og átti auk þess undratösku nokkra, þar sem var allt sem þeir þurftu á að halda: snýtuklútar handa Miles, vatn, samlok- ur! you name it. Loks var í farangri Andertons renglulegur strákur að nafni Nigel Short. Korchnoi og konurnar Önnur lið vöktu ekki sérstaka athygli mína í heild sinni, en fremur einstakir liðsmenn. Þó má nefna indónesísku sveitina, sem stóð sig mjög vel á mótinu og einkum framan af; fyrsta borðs maðurinn Ardiansyah náði áfanga að ■ Ivanov, kanalegi Rússinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.