Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 ■ Guðmundur Magnússon prófessor. ■ Sigurður P. Sívertsen ■ Lárus H. Bjamason ■ Ágúst H. Bjamason prófessor ■ Guðmundur Finnbogason Af þörfum íslenskra háskólakennara og lannnm 1918: „GERT RAB FYRIR EINNI VINNUKONU...” Húsbóndi þarf „6 flibba, 3 handlín, 2 hálsbönd og 1 hatt” ■ Árbækur Háskóla íslands geyma margt forvitnilegt lesefni. í Árbók skólans frá 1918 er til dæmis að finna „tillögur háskólaráðs um launakjör em- bættismanna og starfsemi skólans sem er merk söguleg heimild um bæjarlíf í Reykjavík á öðrum áratug aldarinnar þegar kröfur háskólakennara til lífsins gæða voru svolítið frábrugðnar þeim sem nú tíðkast. Tillögur háskólaráðs fela í sér mála- leitan um bætur á kjörum háskóla- kennara, og segir þar að ráðsmenn hafi safnað áreiðanlegum skýrslum um út- gjöld háskólakennara, eða eins og það er orðað „um megin allra gjaldagreina og verðlagt þær allar samkvæmt skýrsl- um Hagstofunnar, svo langt sem þær skýrslur ná.“ Fárið er fram á annað hvort bætur á lögmæltum launum eða þá á lögmæltri dýrtíðaruppbót, enda þarfir háskólakennara meiri en laun sem þeir hljóta. Háskólaráðsmenn segja að í tillögum sínum gæti þeir „mikillar sparsemi og ráðdeildar, svo sem athugull lesandi og kunnugur Reykjavíkurlífi mun geta sannfærst um, með því að bera skýrsl- urnar saman við sitt heimilishald." Á heimili því sem háskólakennarar miða við eru sex manns: hjón, þrjú börn (15, 10 og 7 ára) og að sjálfsögðu ein vinnukona. Slíkt heimili hefur „brúkað 4355 kr. (4355 kr. og 6 aura) árið 1914 og getur ekki komist af með minna 1918 en 8230 (8229 kr. 99 aura)“ að mati háskólaráðs. „Höfum vjer þó seinna árið eigi óvíða dregið úr magni gjaida- greina“ segir í tillögunum, og vísað til niðurskurðar á eldiviði, ljósmeti o.fl. Flestir með 4200 kr. í árslaun Fram kemur í bréfi háskólaráðs að árið 1918 höfðu flestir prófessorar við Háskólann 3400 kr. í bein árslaun og dósentar 2800 kr. Þrír prófessorar höfðu hærr: iáuii, ciiin haíðí 6000 kr. o« tyeir 4400, og svo varð einn að sætta sig við að bera aðeins 3000 kr. úr býtum. En ofan á launin bættust dýrtíðarbætur og styrkir fyrir að framfleyta ómögum svo samtals urðu laun flestra háskólaprófess- ora 4200 kr. á ári, og dósenta 3654 kr. Þegar tekið er mið af því að embættis- mannaheimili í Reykjavík þarf 8230 kr. til sómasamlegrar framfærslu þetta ár sést að breitt bil er milli þarfa háskóla- kennara og launa þeirra. Þetta bil vilja háskólaráðsmenn að verði jafnað, sem fyrr segir, og segja að vitanlega eigi að taka mismuninn úr landssjóði. „Starfsmaður almennings á væntanlega ekki síður en starfsmaður einstaklings heimtingu á viðunanlegum launum fyrir viðunanlegt starf.“ kostar fjölskylduna 252 kr. enda þarf „handa hvoru hjónanna 1 stígvjel, 2 sólanir og 1 skóhlífar. Handa hverju bami 2 stígvél, 3 sólanir." Heimilishjálp kostar líka sinn skilding. „Gert er ráð fyrir einni vinnu- konu og aukavinnu við vorhrcinsanir" segir þar og kostnaður talinn 200 kr. Menningarneysla á 190 krónur Eitt og annað fylgir síðan í kjölfarið. Menningarneysla heimilisins, blöð (1 dagblað, 1 vikublað, 1 mánaðarblað og 1 myndablað), bækur, tímarit og bókband, og skemmtanir, „leikhús, samsöngvar o.fl.“ kostar álíka og hús- hjálpin eða 190 krónur. Að sjálfsögðu verður fjölskylda em- bættismanns að hreyfa sig svolítið. Til ferðalaga eru ætlaðar 25 kr. og „er þá gert ráð fyrir alls einni ferð eina dagstund í grenndinni, á vagni, öll fjölskyldan“. Síðasti útgjaldaliðurinn, „ýmislegt“, en þar undir fellur sápa og annað til þvotta, raksturs, klippingar, böð, sími, burðargjald, skósverta o.fl. er 400 kr. og hefur lítið hækkað frá 1914. Og skýringin á því er: „Að upphæðin er ekki talin hærri síðara árið þrátt fyrir verð- hækkun kemur af því, að gert er ráð fyrir, að tekist hafi að spara á sumum þessum útgjaldaliðum, svo sem böð, rakstur o.fl.“ Kannski það sé ástæðan fyrir því að háskólakennarar voru hár- prúðir og skeggvaxnir á þessum árum! Kindakjöt, nýmjólk og franskbrauð Þegar litið er yfir skrána um matar- ■eyðslu embættismannafjölskyldunnar árið 1918 kemur í ljós að það er kindakjöt, „nýtt, saltað og reykt“, mjög á boðstól- um. Kostar það fjölskylduna 451 kr. og 8 aura á ári. Nýmjólk er næst stærsti útgjaldaliður, 432 kr. í þriðja sæti er franskbrauð en í það er eytt 306 kr. og 60 aurum. íslenskt smjör er í fjórða sæti og kostar 381 kr. á ári. Krydd, niðursoðnir ávextir, edik, kaffibrauð og fleira af því tagi kostar 300 kr. Rúg- brauðsneyslan á ári er 266 kr. Fiskur, nýr, saltaður og trosinn kostar 180 kr. Kartöflur eru líka ofarlega á skrá, svo og smjörlíki og höggvinn melís. í súkkulaði og kakó er eytt rúmum 50 kr. Hvergi er gert ráð fyrir útgjöldum til áfengiskaupa, enda ríkjandi vínbann á þessum árum. Líkur þar frásögn af útgjöldum em- bættismannsfjölskyidu í Reykjavík og kjarabaráttu heimilisfeðra. - GM „Getum ekki gert svo lítið úr starfi voru“ í tillögunum er viðurkennt að kreppa sé í efnahagslífi landsins og fjármálum ríkisins um þessar mundir: „Að öllum kreppir nú meira eða minna öðrum en hlutfallslega fáum eignamönnum og framleiðendum", segir þar, „og vjer færumst eigi undan að bera vorn hlut af óþægindunum. En hins vegar getum vjer ekki gert svo lítið úr starfi voru, að oss beri eigi nægileg borgun fyrir það til þess að draga fram lífið, meðan eigi stendur á oss að leggja krafta vora í það.“ Háskólaráðsmenn gera það síðan að tillögu sinni að laun og dýrtíðaruppbætur verði hvor tveggja hækkuð svo að árslaun þeirra prófessora sem fá samtals 4200 kr. verði 5600 kr. og árslaun dósenta verði 5000 kr. Reikna þeir út að slík hækkun feli í sér 16320 kr. auka- kostnað fyrir landssjóð. Sama ár voru launagreiðslur til háskólans alls 41 þúsund kr. og framlag á fjárlögum fyrir árið 1918 79 þúsund kr. Undir tillögur háskólaráðs rita þeir Ágúst H. Bjarnason rektor og prófessor- arnir Sigurður P. Sívertsen, Lárus H. Bjarnason, Guðmundur Magnússon og Guðmundur Finnbogason (í umboði Björns M. Ólsen). „Gert rád fyrir einni vinnukonu...“ Með tillögum háskólaráðs fylgja tvær skýrslur. Önnur heitir „Áætlun um árseyðslu embættismannsheimilis í Reykjavík (6 heimilismenn) 1914 og 1918“. Hin er nánari útlistun á 11. lið þeirrar skýrslu og heitir „Áætluð matar- eyðsla á ári á embættismannsheimili í Reykjavík, 6 manns, eftir verðlagi 1914 og 1918“. Við skulum glugga svolítið í þessar skýrslur. í fyrri skýrslunni eru samtals 20 útgjaldaliðir og fyrir árið 1918 er, sem fyrr segir, gert ráð fyrir að embættis- mannsheimili þurfi 8229 kr. og 99 aura til að mæta þeim. Stærsti útgjaldaliður er húshaldið eða fæðiskostnaður sem nemur samtals 3654 kr. og 59 aurum. Við víkjum nánar að þeim lið síðar. Næst stærsti liðurinn er húsaleiga, 1000 kr., og er það miðað við 5 herbergi auk eldhúss, þ.e. svefnherbergi hjóna, svefn- herbergi barna, borðstofu, skrifstofu og herbergi vinnukonu. Fatnaður á heimilisfólk er talinn kosta 810 kr. á ári. Þeim lið er nánar tiltekið lýst á svofelldan hátt: „Húsbóndi: 1 fatnaður+hluti yfirhafna (vetrar-, sumar og regnfrakka), nærfatnaður, 2 pör sokkar, vettlingar, 6 flibbar, 3 handlín, 2 hálsbönd, 1 hattur. Húsmóðir: 1 fatnaður, 1 yfirhöfn, hattur, nærföt, sokkaplögg, vettlingar. Börn: fatnaður, yfirhafnir og regnföt, sokkar, vettlingar nærföt og höfuðföt." í athugasemdum með þessum lið segir að áætlað sé að vetrarfrakki endist 5 ár, sumarfrakki 5 og regnfrakki 3 ár. Fjórði stærsti útgjaldaliður er eldivið- ur, „kol, mór, uppkveikja og suðugas11, samtals 720 kr. Tryggingargjöld eru á fjórða hundrað krónur. Skófatnaður ■ Úr stássstofu íslensks embættismanns á öðrum áratugunum. - Magnús Ólafsson, Ljósmyndasafnið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.