Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 25

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 ■ Guðbergur Bergsson - „Menn eru á flökti í rökkrinu og erfltt að greina hvað eru menn og bvað skuggar.“. hefur, að því er ég best fæ séð, verið að koma yfir bækur Guðbergs undanfarin ár og fyrir mig: ég kann ekki við hana. Spurningin um fólkið eða skuggana öðlast í bókinni aðra merkingu en höfundur hefur ætlast til. Það er haft eftir enska listfræðingnum sem njósnaði fyrir Sovétríkin, Anthony Blunt: „Ég hef ekki gaman af fólki. Ég hef aðeins gaman af hlutum." Eitthvað svipað hefur verið sagt um rithöfundinn Dóris Lessing, nema þar komu hug- myndir í stað hluta. Skyldi Guðbergur vera sama sinnis núorðið? Sjálfur veit ég ekki betur en bókmenntir séu um fólk. Illugi Jökulsson skrifar um bók- menntir ■ dr. Haraldur Matthíasson anlegt í framsetningu höfundar er það, að hann bindur sig um of við einn leshátt, þar sem fræðimenn eru ekki á einu máli um, hvemig lesa beri úr Landnámu handritum. í sjálfu sér er ekkert athugavert við það þótt menn haldi sig við ákveðinn leshátt, en sjálfsagt er að gera athugasemdir, eink- um þar sem leshættir gefa haft úrslita- áhrif um skilning á frásögninni. Enn skal þess getið, að í örnefnaskýr- ingum heldur höfundur sig alfarið við hina gömlu og hefðbundnu skýringarað- ferð, en tekur ekkert tillit til nýrri kenninga í því efni, svo sem náttúrunafna- kenningarinnar. Hér verður því ekki haldið fram að sú kenning sé öðrum réttari, en því verður trauðla í móti mælt að hinn almenni lesandi hefði betri not bókarinnar, ef höfundur benti honum til sem flestra átta. Þetta verðursérstaklega mikilvægt þegar þess er gætt, að fáir munu lesa þetta rit sér til skemmtunar heima í rúmi. Flestir munu vafalaust nota það til þess að bera saman þekkingu sína á heimahögum og frásagn- ir Landnámu og til þess að afla sér enn frekari fróðleiks á ferðum um landið. Og það eru væntanlega hinir síðasttöldu, sem verða munu dr. Haraldi Matthías - syni þakklátastir fyrir hans mikla elja- verk. í bókarlok eru allar nauðsynlegar skrár ásamt landnámskortum og kortum um ferðir höfundar, auk mynda. Að síðustu skal þess getið, að þetta rit er stórfallega úr garði gert af hendi út- gáfunnar, sem sýnilega hefur ekkert til sparað. Jón Þ. Þór. I hvaða landi er Bang & Olufsen framíeitt. TMðum koma Jólagetraun Tíminn og Radíóbúðin, Skipholti efna til jólagetraunar fyrir áskrifendur Tímans. í þessari getraun verða 12 Clairol fótanuddböð að verðmæti 15.000,00 kr. í dag. Dregið verður um 12 vinninga í Radíóbúðinni, Skipholti 19, mánudaginn 20. desember. Q Japan Nafn____________ Heimilisfang_______________________________________SímL Haldið seðlunum saman, og þegar allir seðlarnir eru komnir (5. des.) sendið þá alla seðlana til blaðsins merkt: Tíminn, Síðumúla 15, Reykjavík „JÓL II". Q) Danmörku Q) Þýskalandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.