Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 33

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 33
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 33 að umsetningin næmi 100 milljónum marka, - þ.e. um óOOmilljónum ísl. króna. Talið var að þeir fjórmenningarn- ir í GMBH hirtu hér af um 150-200 þúsund mörk á mánuði hverjum. Tekjur sínar notuðu þeir til þess að fjárfesta hér og þar og nokkuð fóru þeir með í spilavítunum. Hlutverkum var skipt innan félagsins: Mischa sá um að færa út kvíarnar, ráðningu og dreifingu kvenþjóðarinnar, Beatle sá um að halda uppi röð og reglu, Gerd hélt um fjármálin og Harry sá um fasteignirnar. Hann hældi sér af því að vera „stærsti hóteleigandi í Þýskalandi." Miðstöð félagsins var GMBH-klúbburinn, sem áður er minnst á. Keppinautar Þar til fyrir ári ríkti friður og ró í kóngsríki GMBH. Allt var undir styrkri stjórn og völdum nákvæmlega deilt niður. Samkeppni var haldið innan skynsamlegra marka. Keppinautarnir voru einkum „Nu- tella“-hópurinn, sem einnig var nefndur „Græningja“ hópurinn, vegna þess hve foringjarnir voru ungir. Hér gerðu um það bil 80 hórumangarar út einar 350 stúlkur. Leiðtoga er aðeins einn að finna í þessum flokki, hinn svonefnda „Nutella Bongo,“ sem svo er nefndur vegna stærðar sinnar og sverleika, en hann er um 190 sentimetrar á hæð. Upp á síðkastið hafa þessir piltar látið æ meira að sér kveða og hafa þeir farið að keppa við þá gömlu í GMBH um völdin. Þegar viðskiptin hafa gengið miður, hafa skil skerpst á milli fylkinga. Þaðan hafa Þýskalandsmeistarar í boxi komið. Árum saman var friður og ró á „Ritze“ og annars staðar á Reeperbahn. En nú, eftir nær tíu ára friðartímabil, er enn hætta á árekstri milli kynslóða. Slagsmál og skotárásir gerast æ tíðari. Á þessu ári hafa sex manns verið drepnir í gleðigötunni. Stríðið stendur á milli GMBH og „Nutella'* piltanna. Auk þessara láta jaðarhópar og ýmsir minni spámenn til sín taka. Hátt settur lögregluforingi segir: „Það er líklegt að þetta verði harðara stríð en það sem þarna geisaði eftir 1960.“ 19 hnífsstungur Á þeim árum, á dögum „Svarta flokksins" og „Gullstrákanna níu“, eins og þeir nefndu sig, börðust þýskir hópar gegn flokki austurrískra meglara frá Vín. Þá var Wilfried nokkur Schultz „Konungurinn" eða „Pate“ í St. Pauli. Sá maður hefur oftsinnis upp frá því lagt áherslu á það í blaðaviðtölum að hann eigi engra hagsmuna að gæta á St. Pauli lengur. Herra Wilfried rekur ýmsa heldri veitingastaði nú um stundir í því hverfi Hamborgar sem St. Georg nefnist og er þar á meðal „náinna kynna“- veitingastaðurinn „Cherie" og annar svipaður er nefnist „Hotel Village." I átökum flokkanna í þá daga var einn höfðingja þeirra Vínarmanna drepinn ■ „Mischa hinn fagri“ ásamt Manuelu og annarrí vinkonu sinni á Gran Canari. Fyrir skemmstu stöðvaðist lukkuhjólið og hann fannst hengdur úti á Lúneborgarhciðinni í grennd Hamborgar. „Þegar viðskiptin ganga illa, þá fara menn að bila á tauginni," segir einn þessara á barnum „Ritze,“ sem er við hliðina á „Eros Center." Þar koma tilvonandi viðskiptavinir inn til þess að drekka í sig kjark áður en haldið er á vit gleðikvenna og fýsnirnar æstar upp við að horfa á klámmyndir sem sýndar eru í síbylju á skermi við barinn. Á bak við járnvarðar dyr eru piltamir í „Nutella" hópnum út af fyrir sig. Þar er undir kjallari, þar sem þeir æfa box. Sjá næstu síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.