Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.11.1982, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1982 Hjónaskilnaðir hafa tvö- faldast á tveimur áratugum ■ „Lögskilnuðum hefur fjölgað mik- ið undanfarna áratugi. Sé miöað við árin 1961-65 - en 1961 hefst ýtarleg skýrslugerð um lögskilnaði - hafði tala lögskilnaða hátt í þrefaldast 1981, en tvöfaldast miðað við íbúatölu." Þessar upplýsingar cr að finna i nýjasta hefti Hagtídinda. Þar kemur einnig fram að lögskilnaðir hér á landi voru á síðasta ári 463. Fyrir áratug voru þeir 306. Á firnm ára tímabili, 1961-65 voru lögskilnaðir samtals 821. Ef horft er tii síðasta áratugar kcmur í Ijós að lögskilnaðir hafa færst í vöx jafnt og þétt. Árið 1972 voru skilnaðir 319, 1973: 334; 1974: 364; 1975: 397; 1976: 383; 1977: 407; 1978: 411; en 1979 fækkaði skilnuðum lítilsháttar og urðu 394. Síðan varð aftur fjölgun árið 1980 og voru þá skilnaðir 441 og í fyrra 463, eins og fyrr segir. Viðmæiendum Hclgar-Tímans ber sdman um að þessi þróun hafi haldið áfram í ár, sumir telja jafnvel að hún hafi orðið enn hraðari en fyrr, en um það liggja engar tölur fyrir enn sem komið er. Það er eftirtektarvert að æ algengara hefur orðið undanfarin ár, að leyfi til lögskilnaðar sé veitt án þess að • skilnaður að borði og sæng fari á undan. Þannig er því t.d. varið um þriðjung lögskilnaða árin 1976-1981. Algengast virðist að fólk sem slítur samvistum hafi búið í hjúskap í 6-9 ár, cn þar á eftir kemur tíminn 3-5 ár. Af þeim 463 hjónaböndum er lauk með lögskilnaði í fyrra var í 316 tilvikum um að ræða hjón er áttu barn eða börn saman. Flest hjón áttu eitt barn eða 173, en sjaldgæft er að hjón er leituðu lögskilnaðar ættu fieiri en tvö böm. í yfirgnæfandi meirihluta tilvika fékk múðir forráð bama. Af 513 skilnaðar- .bömum lcntir 461 hjá móður sinni, 50 hjá föður og 2 annars staðar. - GM. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. I höndinni hefurhannóafgreiddar skilnaðarbeiðnir, og þær eru ekki fáar. - Tímamynd: Róbert. Baráttan fyrir þaki yfir höfuðið aðalástæða fjölg- unar hjónaskilnaða — segir séra Sigurður Haukur Guðjónsson ■ „Já, ég hef orðið var við það að hjúnaskilnuðum hefur fjölgað á undan- förnum árum og það hröðum skrefum", sagði séra Sigurður Haukur Guðjónsson sóknarprestur i Langholtsprestakalli í samtali við Helgar-Tímann. „Bein ástæða skilnaða er oft óregla, lyfjanotkun og drykkjuskapur, en ég held að þetta tvennt sé þó ekki orsökin sjálf heldur fylgikvillar. Aðalvandinn stafar af erfiðleikum fólks að koma sér þaki yfir höfuðið og sá vandi getur oft orðið gríðarlegur.“ Séra Sigurður Haukur benti á að nú orðið gætu tekjur annars aðilans í hjónabandi alls ekki nægt til að framfæra heimili. Fólk yrði oft að vinna myrkr- anna á milli, einkum þegar verið er að berjast við að koma sér upp húsnæði, og þá vildu samskiptin verða lítil eða engin. Fólk kæmi seint heim á kvöldin og reyndi að sofa úr sér mestu þreytuna, og af þessi leiddu ýmis konar örðugleikar í samskiptum og önguleiki eða togstreita á heimilunum. A endanum flosnaði heimilið svo upp. Séra Sigurður Haukur kvaðst telja að það skipulag sem ríkti hér á landi í húsnæðismálum bæri þunga ábyrgð á fjölgun hjónaskilnaða. „Hvernigstendur á því að fólk sem er að reisa sér hús, sem kostar t.d. eina milljón, verður að borga tvær milljónir. Hvernig í ó- sköpunum víkur því við að við líðum það að svo bráðnauðsynlegur hlutur, sem það er að koma sér þaki yfir höfuðið, skuli vera notaður í gróðaskyni. Það verður að koma til breying á þessum málum. Við þurfum að ryðja burt þeim aðilum sem eru að græða á því að fólk þarí á húsnæði að halda.“ Á borði séra Sigurðar Hauks liggur fjöldi beiðna um hjónaskilnaði sem eru enn í gerð, sem kallað er. Að líkindum inunu þau mál flest enda með hjú- skaparslitum. „Fæstir sem til okkar prestanna leita gera það til að ná sáttum. Fólk leitar oftast til okkar of seint, þegar í rauninni er búið að ganga frá öllu nema pappírum og stimplum. Sumir vilja sannarlega reyna að bjarga hjónaband- inu en sjá cnga leið til þess.“ „Það er eins og hjónaskilnaðir gangi í bylgjum, eins og raunar margt annað í mannlífinu, slys o.þ.h.“, segir séra Sigurður Haukur. „Það er athyglisvert að stundum grípa skilnaðir um sig sem faraldur. Fáirðu skilnað í vinahópi þá máttu vera viss um að eftir stuttan tíma færðu fleiri úr sama hópnum. Ég hef mjög oft orðið var við þetta. Annars er það einkennandi að skilnaðir fylgja oft haustinu, nú og líka eru þeir algengir eftir árshátíðir." Við spyrj un hvort það sé einkum mjög ungt fólk sem kýs að binda enda á hjónaband. „Nei, svo er ekki“ segir Sigurður Haukur. „Það virðist fara svolítið eftir því hve lengi fólk hefur búið saman. Eftir fimm til sjö ára sambúð fer að reyna á það hvort hjónin eigi eitthvað sameiginlegt. Það hefur verið sagt að um tvítugt velji fólk sér maka eftir auganu en um þrítugt eftir eyranu. Ég held að í þessu séu sannindi fólgin. Ef ekki eru fyrir hendi sameiginleg áhugamál, sam- eiginleg umræðuefni, þá slökknar fljótt ástareldurinn. Annars er það á öllum aldri sem fólk skilur. Ég veit jafnvel nokkur dæmi þess að fólk slítur samvist- um eftir þrjátíu ára hjúskap.“ - GM 99Hef misst trúna á hjönabandið99 Rætt við unga konu sem skildi við mann sinn fyrr á þessu ári Orsakir skilnaða eru eins margvíslegar og mennirnir eru margir. Samt eru jafnan með orsakir sem mörgum slitnum hjóna- böndum eru sameiginlegar og eflaust munu ýmsir kannast við einhverja örðug- leika úr eigin lífí í samtali því við unga konu sem hér fer á eftir, en hún skildi við mann sinn að borði og sæng á þessu ári. ■ „Þegar við X skildum, fannst mér í einu orði sagt að þetta væri orðið það ömurlegt að tilgangslaust væri orðið að halda því áfram. Segja má að við höfum verið búin að gera tilraun til þess að skilja einu sinni áður, fyrir tveimur árum. Þá flutti ég í tvo mánuði til foreldra minna og var alveg staðráðin í því að verða þar eftir og taka ekki saman við manninn aftur. Samt fór það svo á endanum og ástæðan var sú að hann var sjálfur geysilega mikið andvígur þessu þá og dóttir okkar, sem þá var sex ára virtist alls ekki ætla að sætta sig við þetta, þegar ég reyndi að tala utan að því við hana að við færum ekki heim aftur. Hún sættir sig betur við það núna, . finnst mér, - kannske af því að hún hefur orðið vitni að því að okkur pabba hennar kemur ekki vel saman. Nei, hann hefur aldrei ráðist á mig eða slegið mig, ef þú átt við það. Þó einu sinni, en þá mislíkaði honum við mig að ég fór á ball með vinkonu minni og var hjá henni um nóttina, án þess að láta vita af mér. Þá varég líka orðin alvegákveðin í aðskilja við hann. Hann sat heima alla nóttina og drakk eitthvað. Hann hafði hringt út um allar trissur að reyna að hafa uppi á mér og var þess vegna orðinn mjög æstur. Mamma og pabbi héldu upp á X Ég er nú 26 ára og við vorum búin að vera gift í sex ár, en höfum búið saman í sjö ár. Hann er tveimur árum eldri en ég og við kynntumst þegar við vorum bæði í skóla, hann í iðnskólanum, en ég í menntaskóla. Hann lauk auðvitað sínu námi í húsasmíði fyrir löngu, en ég hætti aftur á móti í skólanum þegar ég átti einn bekk éftir. Ég er nú mikið að hugsa um það að klára menntaskólann, annað hvort með því að fara í öldungadeild, eða þá að reyna að lesa utanskóla við minn gamla skóla, ef ég þá fæ það. Ég get ekki sest í skólann, því ég þarf að stunda mína vinnu, en ég vinn hjá ríkisfyrirtæki. Sem betur fer eru foreldr- ar mínir mér mjög hjálplegir og geta hjálpað mér með stelpuna sem við eigum, því annars yrði þetta mjög erfitt. Jú, þau sætta sig alveg við að við skulum hafa skilið. Pabbi var reyndar einnig giftur áður á sínum fima og mér finnst að hann skilji mig mjög vel. Mamma má segja að sætti sig við þetta, því hún hélt mikið upp á X og pabbi eiginlega líka. En þau skilja þetta samt, sem betur fer. Hef ekki sérstakan áhuga á kvæntum mönnum Maðurinn minn fyrrverandi segist vona að við tökum saman aftur, áður en þetta ár er liðið sem við eigum að hafa umhugsunarfrest, skilin að borði og sæng, eins og það er kallað, en ég er alveg ákveðin í því að þetta sé endanlegt. Ég þekki annan mann núna, sem er reyndar jafngamall mér og ég hef ekkert gert til þess að dylja það. Jú, honum fellur það mjög illa, segir hann, - en ég vil að hann skilji að þetta er endanlegt. Ég hef engin áform í huga um það að fara að binda mig aftur í bráð. Til dæmis hef ég kynnst fleiri mönnum en þessum eina, eftir að ég varð frjáls. Einn þeirra er kvæntur. Það má kannski vera að einhverjum finnist það glæpsam- legt af mér sem sjálf er nýskilin að gera það, en ég heldi ekki að ég sé neitt að eyðileggja önnur hjónabönd með því. Ég held að það sé eitthvað ekki í lagi í hjónabandi ef fólk fer að vera með öðrum og að ef það væri ekki ég, hefði það orðið einhver önnur. Vandræðin verða að mínu áliti fyrst til innan hjónabandsins sjálfs. Nei, ég hef alls ekki áhuga á mönnum af því að þeir eru kvæntir og líklega mundi ég í flestum tilfellum sniðganga þá. Við höfðum góða afkomu framan af, því maðurinn minn fyrrverandi er mjög duglegur og þegar við kynntumst, - ég var þa' 18 ára en hann tvítugur, var hann þegar byrjaður á okkar fyrstu íbúð. Hann gat unnið mikið í henni sjálfur, af því að hann var húsasmiður og ýmsir kunningjar hans sem voru í öðrum greinum gátu hjálpað honum, gegn því að hann ynni fyrirþá í staðinn. En það varð svo að það varð of mikil vinna úr þessu og ég er alveg sammála

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.