Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 2
 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982. í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. Ræninginn og fórnarlambið ■ Frægastur allra „papar- azzo“ eða „myndræningja“ er Ron Galella, sem hefur sér- hæft sig í að hundelta Jackie Onassis með þeim afleiðing- um, að hún fékk eitt sinn staðfest fyrir dómi, að honum væri óheimilt að koma nær sér en sem svaraði 25 skrefum! Ekki kemur Ron Galella sér þó allstaðar svona illa. Eitt fómarlamba hans brást þannig við, að hann fór fram á, að tekin yrði mynd af þeim saman, svo að heimurinn gæti séð með eigin augum, að Ron Galella sé hreint ekki svo hræðilegur náungi, þegar allt kemur til alls! Sá, sem sýndi þessi viðbrögð, var enginn annar en Elton John. Þjálfaramir em með gæðingana í sundtíma. HROSSALÆn ISUNDIAUG ■ Málshátturinn segir „Þú getur leitt hest að vatni - en þú getur ekki neytt hann til að drekka“. En nú segja tamn- ingamenn og þjálfarar: „Þú leiðir hest að sundlaug, og hann er æstur í að fá sér sundsprett“. I Chula Vista í Kaliforníu er tamningastöð og „hestaheimili fyrir milljón-dollara hesta“. Eigendur heimilisins segja dag- legt sund afar hollt fyrir hest- ana. Það rói taugamar hjá yfírspenntum keppnishestum, styrki lungun og hressi þá á aUan hátt. Einnig segja tamningamenn, að folar verði viðráðanlegri og rólegri ef þeir fái æfingu í sundlauginni,áður en byrjað er að þjálfa þá. Þjálfarinn á stöðinni í Chula Vista, Luigi Francis, segir: „Sundlaugin okkar er með mjúkum brúnum, svo hestamir meiði sig ekki, og þeir eiga ekki að geta orðið fyrir hnjaski í lauginni. Tamningamennirn- ir, sem komið hafa hestum sínum í sundtíma, segja að þeir stytti með því tamningatímann aUt að því um helming, svo þeir em ánægðir með árangur- inn. Og síðast en ekki síst, þá era hestamir sjálfír hinir ánægðustu með að fá að busla í lauginni. ■ Hestarnir em kátir og hressir eftir sundið. ■ Elton John vUdi sýna heiminum fram á, að Ron Galella sé ekki eins hræðilegur og af er látið. Danslist norðan heims- skautsbaugs ■ í Naryan-Mar, höfuðstað Naneta-sjálf- stjórnarsvæðisins, sem er töluvert fyrir norðan heimskautsbaug, er dansflokkur, sen nefnist Neneta-dansflokkurinn. Þessi dansflokkur hefur haldið sýningar í mörgum borgum Sovétríkjanna, og í ár sigraði hann á hátíð áhugalistamanna í Rússlandi. A myndinni sést Neneta-dansflokkurinn dansa hinn svokallaða „Gjafadans“. Stúlk- urnar eru klæddar þjóðbúningum heima- héraðs síns. ■ Melissa Gilbert, sem við þekkjum sem Lám í Húsinu á Sléttunni, er orðin stór og fallcg stúlka, sem karlmennirnir eru farnir að renna hýra auga til. Eru „Ingalls- systurnar” um þad bil að ganga út? ■ Ingalls-systumar í Húsinu á sléttunni era nú orðnar stórar stúlkur og farið að bendla þær við hina og þessa karlmenn. Nú er t.d. á kreiki orðrómur í Hollywood þess efnis, að Melissa Sue Anderson, sem leikur Mary, sé í giftingarþönkum. Hinn útvaldi er sagður Frank Sinatra yngri. Þá sést Melissa Gilbert, hún Lára okkar, oft og tíðum í félagsskap Robs Lowe, sem er ungur og upprennandi leikari. Bróðir Melissu Gilbert, Jonathan, er svo aftur í tygjum við dóttur Michaels Landon, Leslie. Llnga fólkið í Húsinu á Sléttunni er greinilega að verða fullorðið! ■ Ornella Muti er hér í fýlgd starfsbróður síns, Paolo Villagio. Hann virðist vera nógu gamall fýrir hennar smekk. Ornella Muti lltur ekki við ungum mönnum ■ Italska leikkonan Ornella Muti hefur aldrei þurft að kvarta undan því, að hana skorti aðdáendur af gagnstæða kyninu. Þvert á móti. Hún gæti haft 10 á hverjum fingri, ef hún bara kærði sig um. En hún veit alveg hvað hún vill. - Eg hef enga þolinmæði með ungum mönnum, segir hún, sem hefur náð þeim háa aldri 27 ára. - Það er ekki fyrr en eftir 35 ára aldurinn, sem karlmenn hafa náð þeim þroska og jafnvægi, sem ég met svo mikils. Núverandi elskhugi hennar er orðinn 37 ára og ætti að vera nokkuð öraggur um ást hennar og íryggð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.