Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982. 3 fréttir Hvað segja flokksfor- mennirnir um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðis- manna? Hvad verdur um skeröingu verdbóta ef bráöabirgöalögin verda felld? ^ GRÐM VERBUR OSKERTAR VERÐBÆTUR AÐ MATI ASÍ — Vinnuveitendasambandid á öndverðri skoðun ■ „Það er eindregin skoðun Alþýðu- sambandsins, að ef bráðabirgðalögin verða felld á Alþingi þá upphefjist fyrra ástand, þ.e. að launahækkanir sem koma áttu frá 1. des., kxmu þá til framkvæmda frá þeim degi, sem lögin yrðu felld úr gildi“, sagði Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASI. Yrði önnur skoðun ofaná, það að lögin giltu eftir sem áður þótt þau væru felld, kvaðst Lára álíta að gæti skapað mjög hættulegt ástand. Allt eins mætti þá ímynda sér að landinu yrði hreinlega stjómað með bráðabirgðalögum. „Verði bráðabirgðalögin felld á Alþingi hlyti það að túlka skýra og eindregna afstöðu þess um að það væri á móti lögunum. Það væri því einkennilegt er slíkt ætti ekki að koma til með að hafa nein áhrif í þjóðfélagiu", sagði Lára. Þórarinn Þórarinsson, lögfræðingur Vinnuveitendasambandsins, kvað það á öðru máli. „Þetta myndi ekki breyta vísitölubótunum. Samkvmt Ólafslögum ■ „Vinnumarkaðskönnun áætlan- adeildar Framkvæmdastofnunar leiddi í Ijós að karlar hafa 53% hærri laun en konur“, segir m.a. í ályktun þings Bandalags háskólamanna, sem haidið var um helgina. Telur þingið muninn á stöðu karla og kvenna hér á landi jafnvel enn meiri en almennt hafi verið gert ráð fyrír og ákvað að gera úttekt á kjörum og öðrum högum félagsmanna BHM er varpað geti Ijósi á stöðu jafnréttismála innan bandalagsins. í starfsáætlun bandalagsins fyrir næstu tvö ár var m.a. lögð áhersla á kynningar og útgáfustarfsemi. Ennig var ákveðið að halda ráðstefnu um langtímamarkmið Háskóla íslands og að kanna greiðslu- byrði þeirra sem fengið hafa verðtryggð námslán. Þingið telur brýna nauðsyn bera til að stórefla alla rannsóknarstarfsemi í land- inu. Eðlilegt var talið að stefna að því að á næstu 10 árum komist íslendingar jafnfætis nágrannalöndum hvað varðar rannsóknar-ogþróúnárstarfsemi. Helstu breytingar í hinum nýju lögum sem samþykkt voru fyrir BHM eru þær að framkvæmdastjorn komi í stað stjórn- ar og aðalstjórn í stað fulltrúaráðs. Þá eru felld úr lögum öll ákvæði um kjarasamninga opinberra starfsmanna skal kauplagsnefnd reikna út verðbóta- vísitölu á 3ja mánaða fresti eftir gildandi lögum á hverjum tíma. Launin þannig reiknuð gilda næsta verðbótatímabil og breytingar á forsendum verðbótaút- reikningsins hafa þar engin áhrif á. Okkur finnst þetta alveg skýrt“, sagði Þórarinn. HEI og þeim vísað til launamálaráðs ríkis- starfsmanna. Formaður BHM til næstu tveggja ára var kjörin Gunnar Schram prófessor og varaformaður Ragnheiður Torfadóttir menntaskólakennari. Aðrir stjórnar- menn voru kjörnir þeir Jafet Ólafsson, Pétur Stefánsson og Hallgrímur Ben- ediktsson. -HEI hækkar ■ Áskriftar- og auglýs- ingaverð Tímans hækkar í dag. Áskriftarverð á mánuði verður 150 krónur, en lausasölu- verð 11 krónur virka daga en 15 krónur um helgar. Auglýsingaverð verður 90 krónur á dálk- sentimetri „Hlýtur að hafa veru- leg eftirköst” — segir Steingrímur Hermannsson ■ „Ég vil sem minnst segja um niðurstöður skoðanakannana og próf- kjöra hjá öðrum flokkum. Slikt hlýtur náttúrlega fyrst og fremst að vera þeirra höfuðverkur,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, formaður Fram- scknarflokksins, þegar Tíminn innti hann álits á úrslitum prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. „Vitanlega vekur það gífurlega undrun, að Geir Hailgrímsson skuli lenda þama í sjöunda sæti,“ sagði Steingrímur, „og ég hef ekki fengið neinar skýringar á því, sem mér sýnist að gangi upp. Þetta hlýtur því að hafa veruleg eftirköst fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, en slíkt er náttúrlcga fyrst og-síðast þeirra haus-og 'maga- verkur." -AB „Brman- flokksmál hjá þeim” — segir Svavar Gestsson ■ „Ég hef i sjálfu sér ekki margt um þessi úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokks- ins að segja,“ svaraði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins að- spurður, í viðtali við Timann. „Þetta er innanflokksmál hjá þeim, og þeir verða að reyna að leysa það á eigin vettvangi." Svavar var spurður hvað hann teldi að væri að gerast innan Sjálfstæðis- flokksins, fyrst úrslitin hefðu orðið eins og raun bar vitni: „Þetta er bara enn eitt táknið.um það að stjórnmálin cru hér öll á óskaplega mikilli hreyf- ingu. Það þurfti í sjálfu sér ekki að koma svo ýkja mikið á óvart, miðað við þá hreyfmgu, að hlutirnir færu að taka á sig aðrar myndir en búist hafði vcrið við, þegar að mörg þúsund manns er stefnt á kjörstað, til þess að krossa við nöfii." -AB „Hljóta að draga dilk á eftir sér” — segSr KJartan n Jóhannsson ■ „Mér þykja þessar niðurstööur cinkennílcgar, og ég held að þær hljóti að draga einhvern dilk á eftir sér, og reynast Sjálfstæðisflokknum erfiðar," sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, þegar Tíminn spurði hann álits á úrslitum í prófkjörí Sjálfstæðisflokksins. Kjartan var spurður hvað hann meinti, þegar hann segði „draga dilk á eftir sér“: „Ég á við það að þær eru svo óvæntar og svo óvcnjulegar, að þær eru ekki hlutur sem menn komast yfir á einum degi.“ AB „Næðir gjarnan um toppmennina” — segir Ellert B. Schram ■ „Ég er afskaplega ánægður meö úrslitin hvað sjálfan mig varðar,“ sagði Ellert B. Schram, rítstjóri DV, en som kunnugt er lenti hann í fjóröa sæti í prófkjörínu. -En nú hlýtur að vera erfitt fyrir flokkinn að leggja í kosningabaráttu með formanninn í sjöunda sæti? „Það er óneitanlega erfitt fyrir flokkinn að formaðurinn skuli ekki vera ofar. Mér finnst það ltka mjög ósanngjarnt gagnvart honum. En ég vi! minna á það að þegar óánægja er næðir gjarnan um þá sem eru á toppnum." - Hyggst þú halda áfram að ritstýra DV sem gefur sig út fyrir að vera frjálst og óháð dagblað? „Það iiggur ekkert fyrir um það ennþá. Enda fengust ekki úrslit í prófkjörinu fyrr en í nótt,“ sagði Ellert. -Sjó Gunnar tjáir sig ekki um prófkjörið ■ „Ég hef hcyrt um niðurstöðuna en ég vil ekkert láta hafa eftir mér unt hana að svo stöddu,“ sagði Gunnar Thoroddscn, forsætisráðherra og eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins i Rcykjavík sem ekki tók þátt í prófkjör- inu, þegar Tíminn bað hann að tjá sig um útkomuna í prófkjörínu. Gunnar Thoroddsen er nú staddur í Oslo þar sem hann situr fund forsætis- ráðherra Norðurlanda. -Sjó Öllum Rang- æingum bodið í kaff i — Kaupfélagið á Hvolsvelli kynnir starfsemi sína ■ Allir Rangæingar eru boðnir þessa dagana í sérstaka heimsókn í Kaupfélag Rangæinga á Hvolsvelli til að kynna sér Lesbíur og hommar mótmæia misrétti við alþingishúsið í dag klukkan 13.45. ■ „Misrétti í garð lesbía og homma á íslandi verður mótmælt í Reykjavík, Oslo og Stokkhólmi í dag, fullveldisdaginn 1. des- ember,“ segir í frétt frá Samtökunum ’78, sem Tímanum barst í gær. „Mótmælastaðan hefst á Austurvelli við Alþingishúsið klukkan 13.45 og að Skúlagötu 4 klukkan 14.45. Forseta Alþingis og útvarpsstjóra verður áfhent ályktun, annars vegar að Alþingi og ríkisstjóm taki til greina ályktun þingmannafundar Evrópuráðsins um afnám misréttis í garð lesbía og homma, og hins vegar að Ríkisútvarpið falli frá ákvörðun sinni um að ekki skuli leyft að miðla upplýsingum til lesbía og homma með útvarpsauglýsingum," segir ennfremur í fréttinni. f Oslo og Stokkhólmi verður mótmæla- staða við sendiráð íslands og ályktanir verða afhentar. -Sjó Ri Gunnar Schram prófessor var kosinn nýr formaður Bandalags háskólanna í stað Valdimars K. Jónssonar sem gegnt hefur formennsku s.l. fjögur ár og gat því ekki setið lengur í stjórn samkvæmt lögum félagsins. Tímamynd G.T.K. BHM ákveður að gera úttekt á kjörum og högum félagsmanna sinna: Karlmenn hafa 53% hærra kaup en konur — Dr. Gunnar G. Schram kosinn formaður BHM starfsemi félagsins. Hátt í hundrað manns þáðu boð þetta í gær, sem var fyrsti dagur þessara heimsókna, en þær standa áfram í dag - 1. des. - og á morgun. Tilgangurinn er að sýna fólki hvemig hinar ýmsu deildir líta út hið ytra og innra og hvernig hlutirnir gerast, bæði í þjónustu og framleiðslu. Janframt er ætlunin að kynna sérstaklega ýmsar vörur sem félagið selur eða ætlar að selja. Tilhögunin er þannig að fólk verður sjálft að koma sér á staðinn, þ.e. í aðalsölubúð félagsins á Hvolsvelli kl. 14.00 þessa daga, þar sem starfsfólk félagsins tekur á móti gestum og fer með þá í skoðunarferðir um allar deildir þess. Að því loknu er fólki boðið til kaffidrykkjui í kaffistofu Kaupfélagsins, þar sem Pálmi Eyjólfsson, stjórnarformaður og Ólafur Ölafsson, kaupfélagsstjóri lýsa starfsemi félagsins í örstuttu máli. Að sögn Magnúsar Finnbogasonar, stjórnarmanns í félaginu er vonast til að sem flestir hafi möguleika á að taka þátt í þessum heimsóknum og þeirri umræðu sem þessu verður tengd. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.