Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 6
6 -1' MIÐVIKUDAGUR 1. DESKMBER 1982. stuttar fréttsr ■ Borgarnesstúlkurnar sem sigruðu í stúlknaflokki í fótbolta á Borgarfjarð- armótinu. Atta skólalið kepptu á Borgarfjarðarmóti Borgarfjörður: Stúlknaliðið úr Borg- arnesi fóru með sigur af hólmi í stúlknaflokki og Hvanneyringar í piltaflokki á svokölluðu Borgarfjarð- armóti í knattspyrnu, sem fram fór á: íþróttavellinum í Borgarnesi fyrir nokkru. Fjögur lið kepptu þar í hvorum flokki, þ.e. frá öllum fram- haldsskólunum í Borgarfirði, að Hússtjórnarskólanum á Varmalandi undanskildum. Sigurvegararnir unnu farandbikara, sem Kaupfélagið og Mjólkursamlagið í Borgarnesi gáfu til keppninnar. í fréttabréfi Samvinnuskólans seg- ir að keppnin hafi verið drengileg og skemmtileg nema hvað meiðsli settu nokkurn skugga á mótið. Einn úr liði Samvinnuskólans á Bifröst meiddist svo illa á hné, að hann varð að leggjast inn á bæklunardeild Land- i spítalans, þar sem hann gengst undir uppskurð. -HEI , I v*»« §1 ■ V ’ itii r ' i li™ || ■ Hvanneyringar báru sigurorð af piltaliðum hinna framhaldsskólanna í Borgarfirði. Geysir heldur 2ja daga afmælistön- leika f Akur- eyrarkirkju Akurcyri: Karlakórinn Geysir á Akureyri heldur upp á 60 ára afmæli sitt með tónleikum í Akureyrar-i kirkju dagana 2. og 3. desember n.k. Auk núverandi söngvara í Geysi munu gamlir Geysisfélagar syngja á tónleikunum undir stjórn Árna Ingi- mundarsonar og einnig mun Geysis- kvartettinn koma þar fram, en hann vann nýlega til 3. verðlauna í kvartettsöngkeppni sem haldin var í Danmörku. Karlakórinn Geysir var formelga stofnaður 20. okt. 1922, en kom fyrst fram 1. des. 1922, og hefur 1. des. síðan verið skoðaður sem afmælis- dagur kórsins. Sína fyrstu söng- skemmtun hélt kórinn 16. des. sama ár, en vorið eftir fór kórinn í sína 1. söngför til Húsavíkur. Auk þess að halda söngskemmtanir víðs vegar um landið hefur kórinn farið í söngferðir til útlanda; til Noregs 1952, Englands 1971 og Ítalíu 1974. Fyrsti söngstjóri Geysis og ein aðaldriffjöðrin í starfi kórsins var Ingimundur Árnason, sem stjórnaði kórnum allt til ársins 1952, að undanskildu árinu 1925. Sonur Ingi- mundar, Árni, stjórnaði kórnum næstu 10 árin, 1955-66. Stjórnendur síðan eru: Jan Kisa, Philip Jenkins, Áskell Jónsson, Sigurður Demetz Franzson og nú síðustu tvö árin Ragnar Bjömsson, með aðstoð Sigð- urðar Sigurjónssonar nú í vetur. Núverandi formaður kórsins er Reynir Valtýsson. - HEI. Passíukórinn á Akureyri syngur ,,Petite Messe Solenelle” Akureyri: Passíukórinn á Akureyri mun flytja „Petite Messe Solennelle“ eftir Rossini að Ýdölum í Aðaldal föstudag 3. des. og í Akureyrarkirkju sunnudag 5. desember n.k., í bæði skiptin kl. 21.00. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Roar Kvam, en flytjendur með kórnum eru að þessu sinni: Signý Sæmundsdóttir sópran, Þuríður Baldursdóttir, alt, Viktor Guðlaugs- son, tenór, Michael J. Clarke, bassi, Paula Parker, píanó og Úlrik Ólason, harmoníum, allir utan einn búsettir norðanlands. Petite Messe Solennelle (stutt hátíðleg messa - 1864) er síðasta stórverk Rossinis og hefur lent í þeirri einkennilegu aðstöðu að vera betur þekkt fyrir það sem hún er ekki, heldur en það sem hún er. Messan er í raun lengri í flutningi en flestar messur og hátíðleikinn vart nema hæfilegur. Eins og segir í frétt frá kórnum, taldi Rossini helgitónlist ekki endilega þurfa að vera guð- hrædda og iðrandi „ásjónu" er væri úr tengslum við veraldleikann. Verk- ið er í 14 þáttum, skrifað fyrir 4 einsöngvara og kór með minnst 8 söngvurum ásamt tveim píanóum og harmóníum. -HEI fréttir m — sem mun verða eitt besta tónleikahús borgarinnar ■ „Kór Langholtskirkju flutti Sálu- messu Mozarts á dögunum í Fossvogs- kirkju og þar er svo þröng fyrir kórinn og hljóðfæraleikarana að það er á mörkunum að þeir komist fyrir. Ég sagði þá við kórfélagana að jólaverkefnið okkar, Jólaóratoríu Bachs, myndum við flytja í okkar eigin kirkju, Langholts- kirkju, sem er enn í byggingu eins og menn vita. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að koma fyrir hitalögn í kirkjunni og það kostar um 700 þúsund krónur. Við ákváðum því að efna til óvenjulegs tónleikahalds í kirkjuskipinu um aðra helgi, þar verður um að ræða sólarhringslanga tónleika þar sem fjöldi tónlistarmanna kemur fram auk kórsins". sagði Jón Stefánsson,organisti og söng- stjóri á blaðamannafundi er kynnt var óvenjulegt framtak kórs Langholts- kirkju. „Aðgangur að tónleikunum verður ókeypis, fólk getur komið hvenær sem er á tímabilinu kl. 19.00 föstudagskvöld-' ið 3. des. til kl. 19.00 laugardagskvöldið 4. des. og ef fólk vill leggja fram fé til kirkjunnar verður það að sjálfsögðu vel þegið. Þá munu kórfélagar um næstu helgi ganga í hús með bréf til allra safnaðarmeðlima Langholtssóknar um starf kórsins, um kirkjuna og það starf sem þar fer fram og síðan næstu viku verður aftur farið í hvert hús í sókninni og fólki boðið að leggja fram skerf til hitunarbúnaðar kirkjunnar. Jafnframt munu kórfélagar vinna í kirkjunni sjálfri við að bera út mótatimbur og lagfæra það sem þarf til að hægt verði að koma þarfyrirkór, hljómsveitogáheyrendum < Eins og áður sagði muii fjöldi tónlist- armanna koma fram á þessum sólar- hringstónleikum, söngvarar synga og hljóðfæraleikarar leika einleiksverk og í kammerverk. Allt þetta listafólk gefur framlag sitt. Það kom fram á fundinum að samkvæmt athugunum sem gerðar hafa verið má búast við að þegar Langholtskirkja verður fullgyggð verði hún eitt besta tónleikahús borgarinnar. „Það er mikill fjöldi tónlistarfólks sem bíður þess með óþreyju að þetta liús verði tilbúið" sagði Jón Stefánsson. i „Fyrir kórinn verður það stórkostleg lyftistöng. Hann hefur undanfarin ár haldið marga stóra tónleika, mest kirkju- lega tónlist og ég vil flytja þá tónlist í ■ Þessi mynd var tekin íyrir tveim árum er Kór Langholtskirkju söng í hálfbyggðri kirkjunni. Allir eru kappklæddir, jafiit flytjendur sem áheyrendur. Tímamynd G.E. kirkju, ég vil ekki aðskilja kirkjuna og þá tónlist sem henni tilheyrir. En í rauninni er engin kirkja í borginni nógu stór fyrir kórinn og hljóðfæraleikarana sem honum fylgja þegar stór verk eru flutt . Og við erum svo heppin að sóknarnefnd og presturinn okkar séra Sigurður Haukur Guðjónsson hafa sýnt kórnum og tónlist í kirkjunni sérstaka velvild og tónlistarfólk verður velkomið í kirkjuna til að koma list sinni á framfæri." Sr. Sigurður Haukur sagði á fundinum að Langholtssókn væri lítil sókn og kostnaðurinn við kirkjuna kæmi á fá bök. Hann gat þess í því sambandi að nú væri kirkjugaldið sem lagt er á safnaðarfólk 200 kr., en af því fé tæki Gjaldheimtan 6% í innheimtukostnað, en innheimtukostnaður af öðrum gjöld- um fer í engu tilviki yfir 1%. Framlag borgarinnar nær hins vegar ekki þeirri upphæð sem Gjaldheimtan fær í inn- heimtulaun. Þess skal geta að í apríl næst komandi kemur heimsþekktur sænskur upptöku- maður og plötuútgefandi til landsins til að taka upp plötu með Kór Langholts- Ikirkju verður platan tekin upp í kirkjunni sjálfri. Þessi útgefandi hefur gefið út mikið af heimsþekktu tónlistar- ifólki og er það því mikill heiður fyrir kórinn og íslenska tónlist að hann skuli leita hér fanga. Og að lokum. Þessir óvenjulegi tónl- istarviðburður endar á óvenjulegan hátt. Þegar sólarhringurinn verður ljðinn hefst sem sé kirkjuathöfn þar sem einn af meðlimum kórsins gengur í heilagt hjónaband. jqjj Síjgild ténlist í heilan sélarhring: KÓR LANGHOLTSKIRKJU SAFNAR FYRIR HITALÖGN í KIRKJUNA Globus h/f 35 ára: Nýtt og rúmgott hús nædi tekið í notkun — ýmsar nýjungar í rekstri og þjénustu á döfinni ■ Innflutningsfyrirtækið Globus h/f á 35 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni var blaðamönnum nýverið boðið að skoða fyrirtækið og kynnast starfsemi þess. Globus var upphaflega stofnað sem heildsölufyrirtæki og flutti þá aðallega inn snyrtivörur. Stofn- andinn, Einar Egilsson fluttist úr landi og seldi Heklu h/f fyrirtækið. Núverandi for- stjóri, Ámi Gestsson sem lengivarstarfsmaður Heklu keypti sfðan hlutabréf Globuss h/f af Heklu h/f og hóf sjálfstæðan rekstur þess 1956. Fyrstu árin var Globus h/f til húsa á Hverfisgötu 50, fluttist þaðan árið 1960 í Vatnsstíg 3. Árið 1966 fluttist Globus h/f að Lágmúla 5, þar sem núverandi aðsetur fyrirtækisins er. Á þessu ári hafa átt sér stað miklar breytingar hjá Globus h/f, ný þjónustumiðstöð, verkstæði fyrir bíla og búvélar og varahlutalager, hefur tekið til starfa, á samtals 2000 fermetra gólffleti, á tveim hæðum, nýr sýningarsalur fyrir bíla og búvélar hefur verið tekinn í notkun á jarö- hæðinni, allt bókhald er nú í tölvuvæðingu og loks hefur heildsöludeildin fengið nýtt húsnæði. Eins og áður sagði flutti Globus í öndverðu aðallega inn snyrtivörur, þær flytur fyrirtækið reyndar inn ennþá, en kunnast er það sennilega fyrir innflutning á búvélum. Globus hefur staðið fyrir innflutningi á ýmsum vélum sem talist hafa til nýjunga í íslenskum landbúnaði. Má þar nefna hjólamúgavélar, heyþyrlur, heyhleðsluvagna og fleira. Þá stofnaði Globus h/f íslensk-tékkneska versl- unarfélagið, ístékk, sem flytur inn búvörur frá Tékkóslóvakíu, m.a. Zetor dráttarvélar, sem eru mest seldu dráttarvélar á Islandi í dag. Margt af þessum tækjum voru nýjungar í íslenskum landbúnaði þegar Globus hóf innflutning þeirra, en eru nú til á flestum býlum landsins. Þess má geta að Globus h/f hefur þann hátt á að láta rcyna þær búvélar sem fyrirtækið hyggst flytja inn hjá Bútækni- deildinni á Hvanneyri, og hefur þá reglu að hefja ekki innflutning þeirra fyrr en þær hafa verið prófaðar af sérfróðum mönnum við íslenskar aðstæður. Enn er ótalið að Globus h/f fékk fyrir 10 áram umboð fyrir Citroen bifreiðar og hefur flutt þær inn síðan. Þess skal getið að í dag verður félagið með bílasýningu í sýningarsal sínum að Lágmúla 5, og verður þar m.a. til sýnis nýstárleg bifreið, nokkurs konar fram- tíðarspá Citroen verksmiðjanna um það hvernig bílum við eigum eftir að aka á í framtíðinni. Starfsfólk hjá Globus h/f er nú um 50 manns, þar af era 10-12 á verkstæðinu sem er ný rekstrareining. Þess skal getið að þegar fyrirtækið hóf göngu sína vora starfsmenn þrír, þar af einn í hálfu starfi. - JGK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.