Tíminn - 01.12.1982, Qupperneq 9
Anægjulegir endurfundir
Sverrir Kristjánsson
Ritsafn
Annað bindi.
Mál og menning
■ Afmælisgreinar og minningar setja
svip sinn á þetta bindi. Þar eru greinar
um einstaka menn og í þeim eru víða
góðar mannlýsingar. En þar er líka
skrifað í tilefni afmæla flokka og
félagssamtaka og sögulegra tímamóta.
Það er því mikill sögulegur fróðleikur
saman kominn í þessri bók.
Sverrir Kristjánsson var ágætlega
ritfær, bæði málsnjall og laginn málflytj-
andi, meinlegur þegar hann vildi vera
það. Víða eru í ritum hans snilldartök
sem unun er að njóta.
Sumt kann að orka tvímælis í sagnfræði
bókarinnar. Ekki minna en fjórum
sinnum er rætt um Nýsköpunarstjórnina
og dáðst að afrekum hennar. Þó er það
nú mála sannast, að aldrei hefur verið
vandi að fá íslendinga til að kaupa, hafi
þeir átt peninga. Það gildir um togara-
kaup sem annað. Hitt er svo önnur hlið
málsins, að Nýsköpunarstjómin fór svo
geyst í notkun gjaldeyris að nauðsyn
þótti að skammta almenningi fæði og
klæði nokkur næstu árin.
Þrátt fyrir þetta, verður því ekki
neitað að stjórnin lét kaupa 30 togara.
Það er sögulega rétt. Hitt ér vafasamara,
þegar Sverrir segir að Framsóknarflokk-
urinn hafi ekki viljað vera með í þeirri
stjóm, kosið að fara í fýlu o.s.frv.. Hann
var aldrei boðinn til þeirrar veizlu. Það
var aldrei spurt hvað hann vildi.
Fræðilegt gildi þessarar bókar er fyrst
og fremst það, að hún er frumheimild
um viðhorf kommúnista á sinni tíð.
Sverrir er hiklaus að lýsa þeirri blessun
að hann varð kommúnisti og naut
félagslegs uppeldis í Spörtu við fætur
Brynjólfs Bjarnasonar. Þá höfðu róttæk-
ir menn ákveðnar hugmyndir og stefnu
um mótun þjóðfélagsins.
Þess er gott að minnast, að þegar
Alþýðuflokkurinn varð til fyrir hálfum
sjöunda tug ára, var það draumur hans
að opinber atvinnurekstur stæði undir
þörfum ríkissjóðs að mestu leyti. Því var
ríkisrekstur stórútgerðar stefnumál
hans. Nú er að vísu helmingur íslenzkra
togara í félagslegri eign. Sveitarfélög og
samvinnufélög sem standa öllum opin
em eigendur þeirra. Sá rekstur léttir þó
ekki skattgjöld almennings. Og enginn
talar nú um að láta sveitarsjóð eða ríkið
græða á útgerð. Og þá er stutt í
stefnuleysi varðandi eignarhald útgerð-
arinnar. Þar sæmir þó ekki ábyrgum
stjórnmálaflokki stefnuleysi.
Hið liðna verður ekki endurtekið. Við
höfum borist frá því sem var fyrir
nokkrum áratugum. Áfram höldum við
þaðan sem við emm nú. En fróðleikur
er í því að standa hér augliti til auglitis
við hugsun kommúnista frá miðri öldinni
og fyrri hluta hennar.
Margt er vel sagt í mannlýsingum
Sverris, en óskeikull er hann ekki. Hann
talar um mannfyrirlitningu Jónasar frá
Hriflu. Jónas var vægðarlaus í baráttu
og leiddi oft hjá sér að ræða kosti þeirra
sem á móti vom En hann fyrirleit þá
ekki. 1 viðtölum leyndi sérekki, að hann
kunni að meta hæfileika og kosti
andstæðinga. Auðvitað var honum ljóst,
að ekki er öllum gefið að koma
stórmannlega fram. En samt er það
misskilningur, þegar sagt er, að Jónas
Jónasson hafi „hatað og fyrirlitið hina
íslenzku borgarastétt". Grunnfær maður
kann að álykta svo, þegar hann les
skammagreinarnar, samt finnst mér að
Sverrir hefði átt að vita betur. En hann
var líka íþróttamaður, háður lögum
listarinnar. Það kann stundum að hafa
ráðið nokkru um hvað sagnfræðingurinn
skrifaði. Jónas Jónsson barðist hart og
hvað hann sagði í baráttunni fóreftir því
hve hann mat hernaðarlegt gildi þess. í
hópi samherja gat hann sagt: „Þó
Mogginn sé á móti okkur, þá er hann
oft klókur í málflutningi." í málefnabar-
áttu kunni hann alltaf að meta íþróttma.
Meðal annars var hann vel dómbær um
íþrótt Sverris Kristjánssonar.
Gamall framsóknarmaður átti lítt
pólitíska samleið með Sverri Kristjáns-
syni. En það er hressandi skemmtun og
fróðleg upprifjun að fá umsagnir hans í
hendur. Og enginn spillir málkennd
sinni á því að lesa hann.
H. Kr.
Goldin
f óstu r-
launin
Jónas Guðmundsson:
Togaramaðurinn Guðmundur Halldór.
Bókaútgáfan Hildur.
Reykjavík 1982.
■ Fyrir 20 árum kom út bókin 60 ár á
sjó. Þar sagði Jónas Guðmundsson frá
60 ára sjómennsku Guðmundar Halldórs
Guðmundssonar frá Hjallkárseyri í
Amarfirði. Nú kemur sú frásögn endur-
prentuð.
Þama er mörgu lýst úr ævi sjómanns-
ins en þó var ferill hans ekki rakinn
samfellt. Um hagi hans og heimili var
harla lítið rætt. Þetta vom myndir af
sjónum og lífinu um borð. Það voru
fróðlegar myndir og margar góðar en
það vantaði margt í svo að úr yrði
samfelld saga eða mannlýsing.
Nú hefur verið aukið við hina eldri
útgáfu. Nú er Guðmundur Halldór
allur. Viðaukinn er 60 blaðsíður og er
nánast allur frásögn Guðmundar J. um
föður sinn eða a.m.k. byggður á frásögn
hans. Þó er þess að geta að Jónas
Guðmundsson er alinn upp í verka-
mannabústöðunum eins og Guðmundur
J. og því nákunnugur heimili og um-
hverfi frá bamsaldri. Lesandinn veit því
ekki gjörla hvað er frá hvorum. Það
skiptir heldur ekki máli. Hitt er vert að
minna á að í þessum bókarauka er okkur
fengin . snjöll og glögg mannlýsing.
Guðmundur lýsir föður sínum af sonar-
legri hlýju og ræktarsemi en um leið
hispurslaust og ófeiminn við það sem
spaugilegt þykir. Og sögurnar á undan
styðja og styrkja þessa mannlýsingu og
mannlýsingin gefur þeim líka gildi. Það
■ Jónas Guðmundsson
sem nýtt er í þessari útgáfu lyftir þannig
því sem á undan fór, svo að bókin í heild
verður meiri og merkari.
Nafn bókarinnar er vel valið. Þetta er
bók um togaramanninn. Auðvitað vom
togaramenn ólíkir innbyrðis eins og
gengur en þó mun hér koma fram ærið
margt sem kemur kunnuglega fyrir
vegna annarra togaramanna sem lesand-
inn hefur þekkt.
Hér hefur Jónas Guðmundsson fyrir
munn Guðmundar J. Guðmundssonar
gengið frá íslendingasögu sem maklegt
væri að lengi lifði. Sú er spá mín að svo
verði. Hispurslaus og sönn lýsing togara-
mannsins verðskuldar sæti í öndvegi.
H.Kr.
Jón Thorarensen
frá Kotvogi.
Litla skinnið eða
Blöndukúturinn.
Nesjaútgáfan
Reykjavík 1982.
■ Séra Jón Thorarensen ólst upp í
Kotvogi hjá föðursystur sinni og manni
hennar. í þessari bók segir hann æviágrip
þeirra frænda og mága sem í Kotvogi og
Kirkjuvogi bjuggu í nálega 200 ár. En
raunar eru öll ritstörf sr. jóns bundin
Rosmhvalanesinu og sprottin þar. En rit
hans em Rauðskinna, sem kom út í 12
heftum og síðan aukin í þremur bindum,
skáldsögumar Útnesjamenn, Marína og
Svalheimamenn og tvö rit um sjávarstörf.
og sjósókn. Og svo kemur nú þessi bók
og rekur lestina.
Með ritstörfum sínum hefur sr. Jón
Thorarensen öðru fremur verið að
gjalda æskustöðvunum fósturlaunin.
Hann hefur sagt tveggja alda sögu
byggðarinnar og haldið til haga býsna
mörgu úr máli og menningu fólksins á
Suðurnesjum.
Hér hefur nú sr. Jón tínt saman
ýmislegt sem frá öðram er komið. Hér
er alllöng ritgerð eftir Kristleif á
Stóra-Kroppi um vermennsku hans þeg-
ar hann réri á útvegi Guðmundar á
Auðnum á Vatnsleysuströnd veturna
eftir 1880. Það er gagnmerk ritgerð.
Kristleifur segir rólega og hávaðalaust
frá aðbúð og kjöram þeirra vermanna,
ýkjulaust og opinskátt. Þó að hann
afsaki mjög frágang á handriti sínu í
bréfi sem fylgdi til sr. Jóns 1938, finnum
við fátt sem ástæða er til að biðja
afsökunar á. Að vísu er eitthvað bogið
við það að segja að steinar hafi verið 5-5
pund hvernig sem það er í handriti
Kristleifs. Trúlegt þykir okkur að það
kynni að vera mislestur fyrir 3-5 en
ekkert verður sannað um það án
athugunar.
Þá má segja það að sr. Jón birtir hér
nokkra smáþætti sem Magnús F. Jónsson
frá Torfastöðum í Miðfirði færði í letur.
Það er nokkur samtíningssvipur á
þessari bók, „eins og hún væri búin til
úr afgöngum.“ En afgangarnir standa
fyrir sínu. Það er gott til þess að vita að
sr. Jón Thorarensen entist til að skila
þessum æviþáttum þeirra Kotvogs-
bænda. Og ástæða er til að þakka sr.
Jóni að hann fékk Kristleif á Stóra-
Kroppi til að skrifa þessa ritgerð sína
T ogaramadur
f öndvegi
■ Jón Thorarensen.
fyrir 44 árum og kemur henni nú fyrir
almenningssjónir. Nú eru liðin rétt eitt
hundrað ár frá þeim róðmm sem
Kristleifur lýsir. Þetta er því aldarminn-
ing þeirra alþýðumanna sem drógu
auðinn á land á Suðurnesjum.
H.Kr.
Ad sigrast á
óttanum
ísak Harðarson.
Þriggja orða nafn.
Almenna bókafélagið
Reykjavík.
■ þetta er verðlaunabók úr afmælis-
samkeppni Almenna bókafélagsins og
fyrsta bók höfundar síns. Slíkt bendir til
þess að hér muni vera kominn efnilegur
höfundur sem nokkurs megi vænta af.
Bókin skiptist í þrjá kafla sem
nefnast: Villigötur, Afvegir ogVegurinn
til Sunnuhlíðar. Þessi flokkun bendir til
þess að skáldið vilji segja lesendum
sínum til vegar, vara þá við villigötum
og afvegum og benda á veg til bjartari
landa. Sums staðar em líka bein tengsl
eða svör í síðasta þætti við því sem áður
var sagt. T.d. heitir fyrsta ljóðið: Ég
vakna — Þar segir:
Eg er einn,
og það er vont.
Ég er hræddur.
Síðasti þátturinn hefst á ljóði sem
kallast Ég stend upp. Þar segir:
Ég er einn,
og það er gott.
Ég er allt.
í fyrsta hluta er: Ljóð dagsins. Það er
svo:
Óttinn,
óttinn á sér eilífan bústað
í eðli mínu.
Ég er fjarhuga smáfugl,
sem flögrar um torgin
í friðleysi sínu.
Umheimurinn
mun aldrei samlagast
eðli mínu.
í síðasta þætti er Ljóð lífsins. Það er
þetta:
Ég var einangrað rykkom,
og ég æpti um heiminn
í óráði mínu
uns sólin bræddi
óttann í burtu
með brosi sínu.
Umheimurinn
er einungis bergmál
í eðli mínu.
Þessi sýnishom nægja til að votta að
höfundur fer haglega með hugsun og
mál og hann vill vera talsmaður bjart-
sýnnar lífstrúar. Honum er ljóst að
hugarástand okkar og viðhorf mótar
lífið og eftir því skynjum við umhverfið.
Um það fjallar ljóðið: Þrír dagar.
Eg vaknaði í dag til að elska,
og ég gekk út í heim
fuiian af skilningi og gleði.
Og dagurinn flögraði burt,
eins og sóldrukkið flðrildi.
Ég vaknaði i dag til að óttast,
og ég gekk út í heim
fullan af brjálæði og grimmd.
Og dagurinn sniglaðist hjá
eins og maðkur í moldinni.
Ég vaknaði í dag til að lifa,
og ég gekk út í heim
fullan af fólki.
Og dagurinn leið
eins og dagur í lifinu.
Hér er skáld sem skynjar samband
óttans við grimmdina og þar með allt hið
neikvæða og bölvísa. Því er þetta skáld
sem á erindi við samtíðina því að nú
liggur lífið við að takist að kveða óttann
úr hugum fólksins. Hér er komið skáld
sem vill gera það. Skáld sem veit að
frelsun mannsins býr í honum sjálfum
og segir því:
Vegurinn til Sunnuhh'ðar
liggur gegnum hjarta þitt.
Og skáldið þorir að trúa og vona og
því endar það bók sína með þessum
orðum: OG UÓSIÐ f MANNIN-
UM
mun skáka sólinni.
Enginn sér hvað á eftir fer en hér em
vaktar vonir. Hér er efnilegt skáld sem
hefur sjálfstæði til að fara eigin leiðir og
flytur tímabæran boðskap. Því spyrjum
við hvort þetta sé sá er koma skal til að
lyfta fargi óttans af samtíð sinni.
Við bíðum og vonum.
H.Kr.