Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982.
Útgefandl: Fram&óknarflokkurlnn.
Framkvœmdastjórl: Glsll Slgurðason. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Gfslason.
Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjórl: Slgurður Brynjólfsson
Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsaon, Ellas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur
V. Úlafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atll
Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, BJarghlldur Stefánsdóttir, Eirlkur St.
Eirlksson, Frlðrlk Indrlðason, Heiður Helgadóttlr, Sigurður Helgasorvjlþróttlr), Jónas
Guðmundsson, Krlstln Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Trauati
Guðbjörnsson. LJósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn .
Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Kristfn
Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Sfðumúla 15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kvðldslmar:-86387og
86392.
Verð I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00.
Setning: Tœknldelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf.
Prófkjörsraunir
■ Útreið Geirs Hallgrímssonar formanns Sjálfstæðis-
flokksins í prófkjörinu í Reykjavík kann að draga dilk á
eftir sér. Enn er of skammt liðið síðan úrslit voru ljós til
að draga ákveðnar ályktanir af þeim, aðra en þá að
kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa lýst yfir
vantrausti á flokksformanninn. Ótvíræðir sigurvegarar
þessa prófkjörs eru Albert Guðmundsson og Ellert B.
Schram.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið klofinn síðan núver-
andi stjórn var sett á laggirnar. Þingmannaliðið skiptist í
tvær fylkingar, stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga.
Vegna liðhlaups þarna á milli hafa valdahlutföllin á þingi
breyst verulega. Albert Guðmundsson hefur borið
kápuna á báðum öxlum allt frá því að ríkisstjórnin var
mynduð. Hann studdi hana framan af og þáði vegtyllur.
Síðar samlagaðist hann þingflokki sjálfstæðismanna í
stjórnarandstöðu smám saman og hefur nú greitt atkvæði
með vantrausti á ríkisstjórnina. Þó telst hann ekki til neins
sérstaks arms innan flokksins.
Ellert B. Schram lét eftir öruggt þingsæti fyrir síðustu
kosningar og féll. Samt hefur hann haft sig talsvert í
frammi á stjórnmálasviðinu sem ritstjóri. í skrifum sínum
hefur hann höggvið á báðar hendur þegar hann fjallaði
um atferli forystuliðs Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og
utan. En hann er um leið maður sátta og sameiningar
andstæðra afla innan flokksins.
Úrslit prófkjörsins benda ekki til mikillar endurnýjunar
í þingliði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tveir fallnir
þingmenn hljóta uppreisn, en ungt fólk og upprennandi
kemur í kippu í vonlitlum sætum.
Geir Hallgrímsson hafði ekki annað að segja í útvarpið
í gærmorgun, en að úrslitin yllu sér vonbrigðum og afstaða
sín til þeirra kæmi í ljós einhvern næstu daga. Hann á
greinilega erfitt val fyrir höndum.
Samkvæmt reglum flokksins eru tíu efstu sætin í
prófkjörinu bindandi. Verður því ekki hægt um vik að
breyta listanum enda ekki víst að neinn aðili kæri sig um
það.
Sú útreið formanns Sjálfstæðisflokksins, að lenda í
sjöunda sæti í prófkjöri í höfuðvígi flokksins, er greinileg
ábending til forystunnar. Geir geldur þess að hafa verið
forystumaður slakrar stjórnarandstöðu í þrjú ár. Gunnar
Thoroddsen hefur ávallt haft í fullu tré við flokksbróður
sinn og stjórnarandstæðing þegar þeir hafa brugðið
bröndum og neikvæð og reikul stefna sjálfstæðismanna í
stjórnarandstöðu ekki alltaf verið traustvekjandi.
Þessi úrslit benda einna helst til þess að sjálfstæðismenn
séu almennt orðnir leiðir á karpi foringjanna og vilji að
þeim linni án tillits til þess hvort þeir styðja ríkisstjórnina
eða ekki.
Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík fór einnig fram
um helgina. Pað sem einkum gaf vísbendingu þar, er hve
fádæma léleg kjörsóknin var. Innan við 2 þúsund manns
kærðu sig um að ráða einhverju um hvernig sá listi verður
skipaður. Vera kann að brotthlaup Vilmundar hafi þar
einhver áhrif. Ef svo er mega kratar fara að gæta sín á að
ekki komi enn einu sinni upp sú hætta að þeir þurrkist út
af Alþingi.
Það er heldur hlálegt að þegar svo horfir að
Sjálfstæðisflokkurinn sé að verða nokkurn veginn heil-
legur á ný, að Alþýðuflokkurinn fari að klofna. Formaður
hans hefur þó sagt að það sé ekki klofningur, þótt einn
af þingmönnunum segi sig úr flokki og þingflokki og boði
nýjan stjórnmálaflokk. Pað væri fróðlegt að fá að vita
hvað kratar kalla klofning.
En prófkjör eru aðeins undirbúningur kosninga. Pað
sem máli skiptir fyrir stjórnmálaflokka og valdahlutföllin
í landinu eru eiginlegar Alþingiskosningar. OÓ
á vettvangi dagsins i
Hernaðar
umsvif
á íslandi
— eftir Árna Hjartarson,
formann SHA
■ Föstudaginn 26. nóv.birtust í Tíman-
um svör Ólafs Jóhannessonar utanríkis-
ráðherra við nokkrum fyrirspurnum
Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA)
um herstöðvamál og umsvif setuliðsins
á Miðnesheiði. Ég vil fyrir hönd samtak-
anna þakka ráðherranum svörin en get
ekki stillt mig um að gera nokkrar
athugasemdir við þau í leiðinni.
Ráðherrann segir um spurningarnar í
heild sinni, að þær „séu flestar óneitan-
lega hvort tveggja í senn villandi og að
ýmsu leyti byggðar á röngum forsend-
um.“ Þessu vil ég svara með því einu að
biðja Tímann um að birta fyrirspurnir
SHA með þessari grein svo lesendur geti
sjálfir dæmt um þá lævísi sem að baki
þeim býr.
Um það verður ekki deilt að verkleg
umsvif í kring um setuliðið hér hafa
stóraukist á undanfömum árum. Það er
reyndar í takt við þróun sem átt hefur
sér stað á heimsmælikvarða. Þegar
Reagan komst til valda í Bandaríkjunum
jók hann mjög útgjöld til hermála og
kynnti undir vígbúnaðarkapphlaupinu
með digurbarkalegum yfirlýsingum um
að Bandaríkjamenn og fylgiríki þeirra
þyrftu að komast vel fram úr rússum í
stríðsbúnaði áður en gengið yrði til
afvopnunarviðræðna. Það setti ugg og
kvíða að mörgum manninum er þessi
stefna var boðuð úr Hvíta húsinu, og sá
kvíði hefur ekki reynst ástæðulaus, því
sjaldan hefur vígbúnaðarkapphlaupið
verið brjálæðislegra né heimsástandið
ótryggara.
Mér er ekki kunnugt um eftir hvaða
boðleiðum fyrirskipanir um hemaðar-
framkvæmdir í bandarískum herstöðv-
um út um heiminn ganga, en eitt er víst,
þær ganga hratt fyrir sig. Reagan hafði
ekki setið lengi að völdum er ljóst var,
að umsvif og framkvæmdir setuliðsins á
Miðnesheiði höfðu stóraukist, svo við
borð liggur að um gagngera nýsköpun
herstöðvanna sé að ræða, a.m.k. ef allar
áætlanirnar verða að veruleika. Spurn-
ingalisti SHA talar nokkuð skýru máli
um umfang þessara umsvifa. En í
honum er, vel að merkja, aðeins getið
um þær framkvæmdir og fyrirætlanir
sem gerðar hafa verið heyrum kunnar.
Öraggt má teljast að eitthvað af hemaðar-
uppbyggingunni í Keflavíkurstöðinni
flokkist undir hernaðarleyndarmál og
séu aðeins á vitorði æðstu manna í
Utanríkisráðuneytinu og bundin þagnar-
eiðum. Það er jafnvel sennilegt, að
Utanríkisráðuneytið fái mjög tak-
markaðar upplýsingar um slík hernað-
armál.
Ég held að mér sé óhætt að fullyrða,
að utanríkisráðherra hafi algerlega
rangt fyrir sér, þegar hann kallar þessi
umsvif eðlilega endurnýjun og viðhald.
Hér sem annarsstaðar horfum við nefni-
lega upp á mögnun kalda stríðsins og
vopnakapphlaupsins. Hér sem annars-
staðar horfum við upp á það hvernig
hernaðaröflin notfæra sér tækninýjungar
til að fullkoma drápstól sín og stríðsáætl-
anir. Hér sem annarsstaðar horfum við
upp á hvernig fjármunum er í æ ríkara
mæli ausið í hemaðarhítina og vinnuafli
og atvinnuuppbyggingu heilla héraða er
beint að hemaðarþörfunum.
Vei þeim sem kalla þetta eðlilega
endurnýjun og viðhald herbúnaðarins.
Vei þeim sem leggja trúnað á orð slíkra
manna.
Það er þyngra en tárum taki að horfa
upp á hvernig íslensk utanríkisstefna
birtist á alþjóðavettvangi. Um sama
leyti og utanríkisráðherra svarar her-
stöðvaandstæðingum og telur ekki óeðli-
legt, að aðstaða til hagnýtingar tækni -
nýjunga sé bætt í Keflavíkurherstöðinni,
koma fram tvær ályktunartillögur á
vattvangi Sameinuðu þjóðanna. Tillög-
urnar áttu það sameiginlegt, að þeim var
ætlað að sporna gegn kjarnorkuvígbún-
aðaræðinu í heiminum. Önnur fól í sér
fordæmingu á framleiðslu hinnar skelfi-
legu nifteindasprengju, en hún var ein
mesta tækninýjungin á sviði geislavopna.
Tillagan var samþykkt, en ísland stend-
ur ekki gegn nifteindasprengjunni og var
því í hópi 20 ríkja sem voru á móti
fordæmingunni eða sátu hjá.
Hin tillagan var um frystingu kjarn-
orkuvopna, borin upp af Svíþjóð og
Mexíkó. í tillögunni vora Bandaríkin og
Sovétríkin, hin leiðandi kjarnorkuveldi,
hvött til að lýsa því yfir, að það muni
þegar í stað stöðva framleiðsiu kjarn-
orkuvopna. Yfirlýsingar þessarera hugs-
aðar sem fyrsta skrefið í allsherjaraf-
vopnunaráætlun. Tillagan var að efni og
orðalagi byggð á tillögu þeirra Kennedys
og Hatfields, sem hlaut mikinn stuðning
í nýafstöðnum kosningum í Bandaríkj-
unum.
Hver skyldi nú afstaða íslands hafa
verið í þessu máli? Það þarf varla að
spyrja að því eftir það sem á undan er
gengið. ísland aðhyllist hvorki afvopn-
un sé slökun spennu og léði því
tillögunni ekki atkvæði sitt en sat hjá í
atkvæðagreiðslu í Allsherjarþinginu.
Tillagan var þó samþykkt með yfirgnæf-
andi meirihluta, því sem betur fer hafa
flestar þjóðir heilbrigðari utanríkis-
stefnu en við íslendingar.
Á síðum Tímans hafa á undanförnum
árum stöku sinnum birst greinar um
íslenskt framkvæði í friðar- og afvopn-
unarmálum. Þórarinn Þórarinsson rit-
stjóri og Guðmundur G. Þórarinsson
alþingismaður virðast hafa borið þessi
mál mest fyrir brjósti. Það er full ástæða
til að spyrja hvort þessir menn og
skoðanir þeirra séu virkilega í
vonlausum minnihluta innan Éram-
sóknarflokksins. Þótt ótrúlegt kunni að
virðast þá benda öll sólarmerki til þess
að svo sé.
Það má vera, að til of mikils sé mælst,
eins og allt er í pottinn búið í dag, að
íslendingar hafi nokkuð frumkvæði í
friðarmálum í heiminum. En mér finnst
það alger lágmarkskrafa, að við séum
ekki þrándar í götu þeirra þjóða sem
hafa nægt siðferðisþrek og bein í nefinu
til að hafa slíkt framkvæði.
28.11.1982.
Árni Hjartarson
formaður SHA.
■ Sverrir Kristjánsson.
Trumbu-
sláttur
þeirra
sem sofa
Sjón.
Rciðhjól blinda mannsins.
Medúsa
Reykjavík 1982.
■ Þetta er kver sem mun eiga að
flokkast með ljóðabókum. Kápumynd
er eftir Alfreð Flóka en auk þess eru í
bókinni 3 myndir eftir Tony Pusey. Þær
mætti helst segja að væra af vélskrípum
því að vélmenni geta það naumast
kallast, skríðandi á fjóram hreyfum.
Medúsa mun vera útgáfustofnun súr-
realista.
Ekki kann ég að dæma um efni eða
hugsun í þessu kveri. Síðasta hugverkið
nefnist Góða nótt og er á þessa leið:
Á meðan við sofum
verpa klukkumar gleraugum á
stólseturnar
fiskarnir steyma út úr líkama hússins
og undrabamið neglir djöflaskötu
á útidyrahurðina.
Eg held á fiðluboganum í gogginum
þú sveiflar reipinu utan um vængina.
Úr svona skáldskap er örðugt að vinna
ákveðnar hugmyndir umfram það að
tilveran sé allsherjar óskapnaður,
óskiljanlegt stjórnleysi fyrir mannlegri
skynjun. Þó skal það tekið fram að
Skákþraut á hvolfi virðist vera trúverðug
lýsing á teikningu Alfreðs Flóka svo
langt sem það nær „þar sem órólegir
mánar breiða úr sér á legubekknum og
gæða sér á trumbuslætti þeirra sem
sofa.“ Ekki veit ég hvort trumbusláttur
þeirra sem sofa era hroturnar en trúlegt
finnst mér það þó.
Þessi umsögn er vonandi ofurlítil
leiðbeining um það hverj ir séu líklegastir
til að gæða sér á slíkum bókmenntum.
H.Kr.
' ■ ísak Harðarson.