Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 10
10 Leikfansa húsið Sími 14806 SkólavöröustíglO barbie hundasleðar Póstsendum Draumur barna barbie dúkkur föt bílar húsgögn barbie hestar barbie sundlaugar barbie píanó Fisher-Price leikföng Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir tii hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI r SÍMI 44(566 =v MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982. MIDVIKUDAGUR 1.1 AlbertGudmundssonsigurvegarií prófkjöri sjáifstædismanna íReykjavKk: „AUÐVITAÐ HEF ÉG ORÐ- IÐ FYRIR VONBRIGBUM” - segir Geir Hallgrfmssonrformaður flokksinsrsem hafnaði óvænt Í7.sæti ■ Albert Guðmundsson var ótvíræður sigurvegari í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík eins og Tíminn greindi frá í gær. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hlaut slæma útreið og lenti í 7. sæti en í efstu sætunum, eða 2. til 6. sæti voru þau Friðrik Sophusson, Birgir ísleifur Gunnarsson, Ellert B. Schram, Ragnhildur Helgadóttir og Pétur Sigurðsson. Það vekur athygli að í sjö af 10 efstu sætunum eru lögfræðing- ar og aðeins ein kona er í hverju af 10 sætunum. Þátttaka í prófkjörinu var mjög góð, en prófkjörið stóð bæði sunnudag og mánudag. Alls kusu 8155. Atkvæði dreifðust þannig að Albert fékk 6027 atkvæði, Friðrik 5670, Birgir ísleifur 5608, Ellert 5386, Ragnhildur 5137, Pétur 4698, Geir Hallgrímsson 4414, Guðmundur H. Garðarsson 4199, Jón Magnússon, 4173, Geir Haarde, 4107, Bessí Jóhannsdóttir 2932 og Elín Pálma- dóttir 2706. Kosningin er bindandi í 10 efstu sætin, þar sem frambjóðendurnir hlutu yfir 50% greiddra atkvæða. Tíminn hafði í gær samband við Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðis- flokksins, og spurði hann nokkurra spurninga varðandi úrslit prófkjörsins: „Ég er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu, og tel að hún bendi til þess að styrkur Sjálfstæðisflokksins sé mikill. Ég óska mínum meðframbjóðendum sem náðu mjög góðum árangri allra heilla en varðandi mína eigin útkomu hef ég auðvitað orðið fyrir vonbrigðum. “ Geir var að því spurður hvort hann kynni einhverjar skýringar á eigin út- komu í prófkjörinu: „Nei, ég held ég láti allar skýringar lönd og leið. Það verður bara að taka niðurstöðunni eins og hún kemur fyrir.“ Geir var jafnframt spurður að þvi hvort vænta mætti einhverja tíðinda frá honum á flokksráðs, og formannafundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi: „Ég mun auðvitað gera grein fyrir stöðu mála og horfum í ræðu minni.“ Geir var spurður hvað væri framundan hjá honum, þ.e. hvort hann hygðist sitja í 7. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í næstu alþingiskosningum, eða hvort hann hygðist draga sig í hlé fyrir þann tíma: „Ég held að formaður kjörnefndar hljóti að ræða þessi mál við mig, áður en ég svara blaðamönnum um þessi efni. Tíminn hafði samband við Guðmund H. Garðarsson, sem er formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins, og spurði hann hvort það hefði eitthvað komið til tals hjá ráðsmönnum að reyna að hnika einhverju til á listanum og breyta ef til vill uppröðun, þannig að Geir Hall- grímsson yrði boðið sæti ofar á listanum: „Þetta er bindandi kosning á 10 efstu sætunum samkvæmt þeim reglum sem eru um prófkjör. Það hefur ekki tíðkast innan Sjálfstæðisflokksins að breyta því sem þannig hefur verið ákveðið, nema ■ Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðísflokksins vill ekki á þessu stigi, tjá sig um það hvað er framundan hjá honum í stjórnmálunum. einhver frambjóðendanna óski sérstak- fjalla um það, ef einhver ósk kemur fram lega eftir þvt'. Þá er það kjörnefndar að þar að iútandi." -AB Hafa úrslit prófkjörsins áhrif á formennsku Geirs Hallgrímssonar? „Verdur auðvitað að vera hans ákvörðun” — segir Albert Guðmundsson, sigurvegari prófkjörsins ■ „Ég hef varla haft nokkurn tíma til þess að hugsa um þessi úrslit eða reyna að túlka hvað þau þýði,“ sagði ótvíræður sigurvegari prófkjörs sjálfstæðismanna, Albert Guðmundsson, í viðtali við Tímann, en Albert varð, eins og kunnugt er, í 1. sæti og hlaut hann 6027 atkvæði. Albert var spurður hvort þessi úrslit hefðu komið honum á óvart: „Já, þau komu mér svo sannarlega á óvart. Ég bjóst við að Geir, Birgir, Friðrik og ég yrðum í fjórum til fimm efstu sætunum, þannig að þetta kom mér mjög á óvart. Ég átti ekki von á því að Ellert kæmi svona sterkur út, en reiknaði hins vegar með Ragnhildi eins sterkri og hún var. Þá voru einnig nöfn á hinum enda listans, sem komu mér á óvart, eins og Guðmundur H. Garðarsson og Jón Magnússon, sem gaf nú kost á sér í fyrsta sinn.“ Albert var spurður um það hvort hann teldi eðlilegt að Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstðisflokksins, segði af sér formennsku, í framhaldi af niður- stöðum prófkjörsins: „Ég vil nú ekki tjá mig sérstaklega um það. Slíkt verður auðvitað að vera hans ákvörðun. Þetta er ekki kosning eða skoðanakönnun á formanni flokksins." Albert var að því spurður hvort hann teldi að sjöunda sætið hjá Sjálfstæðis- mönnum yrði baráttusæti, í næstu Al- þingiskosningum: „Ég skal nú ekki segja, en þó finnst mér það ekki ólíklegt. Þegar ég fór fyrst í framboð 1974, þá vann ég það sæti og var kjörinn 12. þingmaður Reykvíkinga. Ég tel það alls ekki ólíklegt að við vinnum það sæti aftur núna.“ -AB Konur áttu ekki upp á pallborðið í prófkjöri sjálfstæðismanna: „TfMASKEKKJA AB SVARA EKKI KRðfllM KVENNA Nl)” ■ „Mér er gersamlega óskiljanlegt að fólk kjósi Geir sem formann á landsfundi með yflrgnæfandi meirihluta og vilji svo ekki styðja við bakið á honum til að verða alþingismaður,“ sagði Elín Pálma- dóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, en hún varð í tólfta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fór um helgina. Um hlut kvenna í prófkjörinu sagði Elín: „Ég held að það sé tímaskekkja að svara ekki þeim kröfum sem konur gera nú. En úrslitin í prófkjörinu eru afgerandi. Þau sýna að fólk vill helst hafa óbreytt ástand og að það vill ekki láta ýta sér til að bæta hlut kvenna umfram það sem var í flokknum þegar hann hafði eina til tvær konur á þingi.“ Ragnhildur Helgadóttir, fyrrum al- þingismaður, varð hlutskörpust kvenna í prófkjörinu. Hún lenti í fimmta sæti á eftir Ellert B. Schram og undan Pétri Sigurðssyni. Gerist ekkert óvænt verður að telja fimmta sætið öruggt þingsæti í kosningum. „Persónulega er ég mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég fékk,“ sagði Ragnhildur við Tímann. „í prófkjöri veit maður aldrei fyrir fram hvað kemur út en nú farpi ég mikinn hlýhug margra flokksmanna í minn garð,“ sagði hún. „Ég hefði kosið að sjá fleiri konur ofarlega á listanum þótt óneitanlega sé hlutur okkar meiri en síðast" sagði Ragnhildur þegar hún var spurð álits á hlut kvenna í prófkjörinu. Um hlut Geirs Hallgrímssonar, sem lenti í sjöunda sæti, sagði Ragnhildur „Mér þykir leitt hver staða hans varð því að ég ber til hans mikið traust sem formanns flokksins. Hitt er annað mál að ýmislegt getur komið fyrir í próf- kjörum og þessi niðurstaða breytir engu um það að við siglum áfram í kosningar undir traustri forystu Geirs, sem kosinn var með glæsibrag á síðasta landsfundi“ sagði Ragnhildur. Bessí Jóhannsdóttir lenti í 11. sæti í prófkjörinu. Hún sagði í samtali við Tímann að sér fyndust niðurstöður prófkjörsins mjög sérkennilegar. „Ég er mjög óánægð með að aðeins ein kona skyldi ná öruggu þingsæti og tel það í mótsögn við þau orð sjálfstæðis- manna að þeir vilji fleiri konur í ábyrgðarstöður í flokknum. En hvað sjálfa mig varðar er ég nokkuð ánægð. Ég var önnur kvennanna í prófkjörinu," sagði Bessí. -Sjó Frambjódendur í prófkjöri sjálfstædismanna verja ótrúlega miklum fjármunum í auglýsingar í málgögnum sínum: HENSON AUGLÝSINGA- KÖNGUR PRÚFKIÖRSINS — þrettán frambjóðendanna kostudu meira til en 15 þús. kr. ■ Halldór Einarsson ■ Guðmundur H. Garðarsson ■ Ragnhildur Helgadóttir ■ Bessí Jóhannsdóttir ■ Nú þegar niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík liggja fyrir, er fróðlegt að velta upp nokkrum atriðum sem tengjast prófkjörsmálum sjálfstæðismanna í Reykjavík. Tíminn hefur kynnt sér hversu mikið hinir ýmsu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, hafa auglýst að undanfömu fyrir prófkjör- ið, sem lauk í fyrrakvöld. Til þess að geta geflð lesendum Tímans einhverja hugmynd um hve miklu frambjóðend- urnir og stuðningsmenn þeirra hafa þurft að kosta til, þá yfirfór blaðamaður Tímans, síður Morgunblaðsins og DV allt frá laugardeginum 20. nóvember, til mánudagsins 29. nóvember, en fram- bjóðendurnir hafa einkum reynt að skírskota til lesenda þessara blaða. Vora dálksentimetrar auglýsinga hvers fram- bjóðenda taldir, og heildarkostnaður síðan reiknaður út. Til þess að forðast allan misskilning, þá skal hér tekið fram, að Baldvin Jónsson, auglýsingastjóri Morgunblaðsins upplýsti blaðamann Tímans um það í gær að Morgunblaðið myndi að öllum hkindum veita öllum frambjóðendunum sem auglýstu hjá blaðinu 30% afslátt og Páll Stefánsson, auglýsingastjóri DV sagði að DV veitti öllum frambjóðendum, sama hvar í flokki þeir standa, hámarksafslátt, sem hann sagði vera 40%. Þetta verða lesendur að hafa í huga, þcgar þeir renna í gegnum listann hér að neðan, en hann er reiknaður þannig út, að dáiksenti- metraQöldi er margfaldaöur með verði sentimetrans án afsláttar, þ.e. 78 krónur, og svo má reikna með ca. 35% afslætti af því verði. ■ Pétur Sigurðsson Þátttakendur í prófkjörinu voru 28 eins og kunnugt er, og þar af voru 22 frambjóðendur sem lögðu í einhvern auglýsingakostnað. Hvorki formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, né vara- formaður flokksins, Friðrik Sóphusson, auglýstu í áðurnefndum blöðum, þá daga sem könnunin nær til. Halldór Einarsson reyndist í þessari könnun vera auglýsingakóngur. Hann hafði auglýst á 715 dálksentimetrum dagblaðanna þessa daga, og á fullu verði hefðu þær auglýsingar kostað 55.770 krónur. í öðru sæti var Guðmundur H. Garðarsson og í þriðja, Ragnhildur Helgadóttir. Fer hér á eftir tafla yfir þá þátttakendur prófkjörsins sem kostuðu meira en 15 þúsund krónum til auglýs- inga þessa daga, og er fróðlegt að bera saman svörunina á milli kostnaðar og sætis í prófkjörinu, sem virðist vera veruleg, ef auglýsingakóngurinn sjálfur, Halldór Einarsson er undanskilinn Samtals kosta þessar auglýsingar 464.334, og eru í dálksentimetrum 5953, sem jafngildir 29.7 síðum. Það skal skýrt tekið fram hér að þessi könnun er engan veginn tæmandi, því hún nær ekki til alls tímans sem auglýsingar hafa birst í blöðum fyrir prófkjörið, og eins eru útvarpsauglýsingar og eigin bæklingaút- gáfa fyrir utan þessa könnun, en talsvert hefur verið um hvort tveggja. Þessar upplýsingar ættu þó að gefa góða vísbendingu um það hversu mikið kosn- ingabaráttan getur kostað. Bessí Jóhannsdóttir, sem er ofarlega á listanum hér að framan hafði ekki gert ráð fyrir að barátta hennar í prófkjörs- slagnum myndi kosta meira en um 30 þúsund krónur, Jón Magnússon hafði áætlað að slagurinn myndi kosta um 60 þúsund krónur, en aðrir höfðu lítið gefið upp um áætlaðan kostnað. „Maður verður einhvers staðarað vera á toppnum“ Tíminn hafði í gær samband við Halldór Einarsson, sem reyndist vera auglýsingakóngurinn samkvæmt könnun Tímans og spurði hann hvort hann teldi að útlagður aulýsingakostnaður fyrir prófkjörið hefði skilað honum þeim árangri sem hann hefði vonast eftir: „Maður verður einhvers staðar að vera á toppnum," sagði Halldór léttur í bragði. „Við sem erum vanir að auglýsa upp ýmiskonar hluti, svo sem eins og kappleiki, lítum á það sem eðlilegan hlut að auglýsa mikið og stórt. Það var því bara rútínumál að auglýsa upp einn frambjóðanda. Hins vegar er vonlaust að segja til um það hvort allur sá atkvæðafjöldi sem ég fékk, er tilkominn vegna aulýsinga eða ekki. Ég vil hins vegar taka það fram að ég er geysilega ánægður með mína útkomu í prófkjör- inu. . Eg er svo mikill nýgræðingur í pólitík, að ég hef aðeins einu sinni komið inn í húsakynni Sjálfstæðisflokks- ins, Valhöll, og það var á sunnudaginn Ég er því svo sannarlega hæst ánægður með minn hlut í þessu próf- kjöri.“ - Halldór sagði jafnframt að allur kostnaður við þetta prófkjörsbrölt hefði verið greiddur með frjálsum framlögum stuðningsmanna sinna, þannig að þetta hefði ekki kostað sig krónu. -AB Dálk- Fjöldi Nafn sentimetrar auelysinga Krónur Sæti Halldór Einarsson 715 7 55.770 ? Guðmundur H. Garðarsson 662 18 51.636 8 Ragnhildur Helgadóttir 612 18 47.736 5 BessíJóhannsdóttir 591 10 46.098 11 PéturSigurðsson 560 16 43.680 6 EllertB. Schram 509 10 39.702 4 Jón H. Magnússon 461 8 35.958 9 Jónas Elíasson 368 11 28.704 ? Geir Haarde 362 10 28.236 10 Albert Guðmundsson 334 5 26.052 í Ester Guðmundsdóttir 327 9 25.506 ? Elín Pálmadóttir 236 7 18.408 12 BjörgEinarsdóttir 216 8 16.848 ? EUert B. Schram ■ Jón Magnússon ■ Jónas F.b'asson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.