Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982. LlíJií‘.Hí erlent yffirlit i ■ Hin lágreista byggð Singapore verður að víkja fyrir skýjakljúfum, og líkist borgin æ meira Manhattan eða Hong Kong. Singapore tekur vid hlutverki Hong Kong ■ Borgríkið Singapore er orðið stór- veldi á sviði verslunar og fjármálahreyf- inga alls konar. Þar eru bankar, öflugir á heimsmælikvarða, fjármálastofnanir og háþróaður rafeindaiðnaður. Óvissan um framtíð Hong Kong gerir það að verkum að þörf er á nýrri verslunar- og fjármálamiðstöð í sunnanverðri Asíu og Singapore hefur haslað sér völl á þeim vettvangi. Sem kunnugt er rennur samn- ingur Breta og Kínverja um Hong Kong út á næsta áratug og enginn veit með vissu hvort Kínverjar innlima borgríkið í ríki sitt eða framlengja samninginn. Breski forsætisráðherrann var nýlega á ferð í Peking og ræddi m.a. við kínverska ráðamenn um framtíð Hong Kong, en engar endanlegar ákvarðanir voru teknar, sem ekki var heldur búist við. En þótt Kínverjar kalli Hong Kong nýlendu og miðstöð arðráns, eru engir sem græða eins mikið á þessu hákapital- íska fyrirbæri og þeir. Borgríkið gegnir mikilvægu hlutverki í utanríkisverslun Kína og verulegur hluti gjaldeyristekna kommanna, sem þar ráða ríkjum, kemur gegnum Hong Kong. Það er því ekki líklegt að Kínverjar kæri sig neitt um að innlima gullkálfinn í ríki sitt eftir að samningurinn við Breta rennur út. En samt sem áður eru kapitalistarnir, sem í raun reka borgina, farnir að kippa að sér hendi hvað viðkemur fjárfestingum og þar með áframhaldandi uppbyggingu Hong Kong. Þarna myndast því tómarúm, sem Singapore er meira en fús að fylla. Singapore liggur ekki síður vel við verslunarleiðum og viðskiptum en Hong Kong. Þar er stjómarfar stöðugt eins og er, og ekkert utanaðkomandi ríki gerir tilkall til yfirráða þar. íbúamir em að miklu leyti af kínverskum uppmna, en þar búa einnig margir Malasíumenn. Allmargir Evrópumenn búa þar og taka sinn þátt í fjármálabrallinu. En Kínverj- ar ero þar öflugastir á því sviði. Ibúar Singapore eru 2.5 milljónir en landið er aðeins 617 þúsund ferkílómetrar að stærð. Bankar og fyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum keppast við að koma sér upp útibúum í Singapore. Skýjakljúf- ar og hótel þjóta þar upp, og flugvellir og hafnarmannvirki eru í smíðum hvar sem hægt er að koma þeim fyrir. Stjórnarfarið miðast að því að laða fjármagn til Singapore. Það er stöðugt og pólitískar sviptingar í lágmarki. Þau fyrirtæki sem fá að setja upp starfsemi í Singapore em valin með það fyrir augum, að þau komi að gagni fýrir íbúana. Vegna fámennis íbúanna fá fyrirtæki ekki áð setja þar á stofn mannfrek iðnaðarfyrirtæki og enga starf- semi sem þarfnast mikils landrýmis. Framleiðslan samanstendur af gerð talva, margbrotinna og dýrra lækninga- tækja og verkfræðiþjónustu. Skattlagn- ingu á erlendum fyrirtækjum er í hóf stillt til að laða þau að. Samt sem áður er allvel séð um félagslega þjónustu við íbúana enda ætlast ráðamenn til að þeir njóti góðs af allri uppbyggingunni og gríðarlegum hagvexti. Atvinnuleysi er ■ Markaðslögmálið ræður nú ríkjum á Sri Lanka, bæði í æðstu stjóm ríkisins og á götumörkuðum. óþekkt og launin há. Á meðan þetta ástand varir er því Iítil hætta á að neitt verði til að raska þeim stöðugleika sem ríkir í stjórn ríkisins. Ráðamenn í Singapore em staðráðnir í að taka við öllu hlutverki Hong Kong í þessum heimshluta og verður síðar- nefnda ríkið að spjara sig ef það á ekki að missa af lestinni, en það fer mikið eftir því hvaða afstöðu Pekingstjórnin tekur í málefnum Hong Kong á næstu ámm. En þeir eru á milli steins og sleggju hvað þetta snertir. Það er illþolandi fyrir þá að vera í raun eins háðir tilveru Hong Kong og raun ber vitni, en ef þeir innlima borgina slátra þeir um leið hinni hákapitalísku mjólk- urkú sem þeir nærast á. En það em fleiri ríki sem ætla sér bita af kökunni en Singapore. Sri Lanka, sem áður nefndist Ceylon, hefur opnað allar dyr fyrir erlendu fjármagni og býður fram bæði land og vinnuafl. Árið 1977 urðu stjórnarskipti á eyjunni við suðurodd Indlands. Frú Bandaranaike missti völdin í hendur J.R. Jayawardene. Miðstýring og stöðnun einkenndu stjórn frúarinnar. Atvinnuleysi var mikið í hennar tíð og einu útflutningsvömrnar vom hinar sömu og á nýlendutímanum, te, kókó og gúmmí. Nýskipan og erlent fjármagn hafa gjörbreytt landinu og lífinu þar á þeim fimm árum sem liðin em síðan stjómarskiptin fóru fram. Framleiðslufyrirtæki hafa risið upp, fjármagnið streymir og verslun blómgast. Atvinnuleysi hefur hrapað úr 24 af hundraði í 14 af hundraði. Alþjóðabankinn hefur veitt ríflegar upphæðir til Sri Lanka og ekkert land í þriðja heiminum mun fá eins mikla þróunaraðstoð miðað við íbúafjölda og Sri Lanka. En stjómarfarið í Sri Lanka er ekki eins stöðugt og í Singapore, innan tíðar verður gengið til kosninga og er álitið að núverandi stjórn haldi meirihluta sínum.En þeir eru margir sem óttast að aðstreymi erlendra fyrirtækja og fjár- magns leiði til óæskilegra lífsvenjubreyt- inga og upplausnar. Sjálfsagt er mikið til í því, en vafasamt er að landsmenn almennt kæri sig um að hverfa á ný til atvinnuhátta nýlendutímabilsins. Oddur Ólafsson, skrifar WK/a 7 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Droplaugarstaðir, heimili aldraðra, Snorrabraut 58. Hjúkurnarfræðingar og sjúkraliðar óskast á hjúkrunardeild heimilisins. Einnig er laus staða sjúkraþjálfa. Upplýsingar gefur deildarstjóri og forstöðumaður á staðnum eða í síma 25811. ' Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Dagvistun barna Fornhaga8 Laus staða Staða forstöðumanns við dagheimilið Austurborg er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 10. des. n.k. Umsóknir sendist til skrifstofu dagvistar barna Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Kennsla Héraðsskólinn í Reykholti Getum bætt við nemendum á seinni önn í nokkur pláss sem losna í Framhaldsdeildum um áramót. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 15. des. n.k. Nánari upplýsingar gefnar í síma 93-5200, 93-5201 og 93-5210. Eftirtaldir áfangar verða í boði á vorönn: BÓK-203 FUN-101 LÍF-103 “ -303 HAG-103 LOL-103 DAN-102 “ -152 MYN-102 “ -202 HAS-102 SAG-103 “ -203 HEI-102 SÁL-223 “ -212 ÍSL-102 SKY-101 EFN-103 “ -202 STÆ-102 “ -111 “ -203 “ -202 ENS-102 “ -313 “ -212 “ -202 ÍÞF-102 “ -203 “ -203 “ -132 “ -232 “ -212 ÍÞG-121 TÓN-102 “ -302 “ -171 VÉL-202 FÉL-103 JAR-103 “ -302 LEI-102 ÞÝS-203

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.