Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDk Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sYmmi Armiíla 24 36510 dropar „Ungt ogfallegt44 ■ Þegar nokkrir Hcimdell- ingar skruppu til þess að fá sér snæðing á Lækjarbreku nú um daginn bittu þeir fyrir Vilmund Gylfason, sem var það í sömu erindagjöröum. Einn Heim- dellinganna, Gísli Baldur Garðarsson lögfræðingur, tók Vilmund tali og sagði sem svo: „Jæja, er nú ekki tímabært að þú farir að opinbera leyndar- dóminn? Hverjir eru með í bandalaginu?“ Vilmundur svaraði að bragði: „Alltaf eru þeir eins þessir Heimdellingar! Alltaf þekkt fólk, þekkt fólk. Þetta verður bara ungt og fallegt fólk, ungt og fallegt." Skildu þá leiðir og Heimdell- ingamir snæddu við sitt borð og Vilmundur við sitt. Þegar Heimdellingarnir voru síðan á útleið að loknum snæðingi, þá segir einn þeirra við Vilmund: „Já, þú sagðir ungt og fallegt fólk. Má treysta því?“ „Já, ungt og fallegt,“ sagði Vil- mundur enn einu sinni. Klykktu þá Heimdellingar út með spumingunni: „Hvaðætl- ar þú ekkert að bjóða þig fram?“ Pétur í rjúpu ■ Á meðan að einhverjir þátttakendur í prófkjöri Sjálf- stæðisilokksins fara afsíðis og sleikja sár sín, eftir hörmulega útreið í prófkjörinu, er einn þátttakandinn sem í sigurvímu hefur arkað til fjaUa og lagst i rjúpnaskytterí og er hann að sögn ekki væntanlegur aftur til byggða fyrr en síðla í kvöld. Maðurinn er enginn annar en Pétur Sigurðsson, alþingis- maður, sem var fjarri sölum Alþingis í gær og verður í dag, enda raeð fjarvistarleyfi! Eitthvaðfyriralla ■ Það fór vist ekki framhjá nokkmm kj... að Bryndís Schram tók drjúgan þátt í kosningabaráttu manns síns, Jóns Baldvins, fyrir prófkjör Alþýðuflokksins sem var um síðustu helgi. Fréttist m.a. af Bryndísi, þar sem hún stóð fyrir utan Ríkið og dreifði áróðri sl. föstudagskvöld. Tóku flestir við áróðurspésun- um og tóku Bryndísi bara vel, en einstaka sagði þó, og það með nokkm þjósti: „Eg er íhaldsmaður“ Bryndísi varð ekki svarafátt við slíkar at- hugasemdir - hún brosti bara sínu blíðasta og svaraði að bragði: „Já, þá kjósið þið bara hann bróður minn!“ Fréttist einnig af Bryndísi, þar sem hún sat við símann á mánudaginn og hringdi í allar áttir til þess að fá fólk til þess að koma og taka þátt í prófkjörinu. Hringdi hún þá í íhaldsmann nokkum, sem tengist krötum talsvert og spurði hvort hann væri búinn að fara og kjósa. Hann svaraði: „Prjófkjörið er búið hjá ykkur.“ Ekki var Bryndís því sammála, því hún sagði hin ísmeygilegasta: „Eg á nú líka bróður!“ Krummi ... ...sér að Geir er bara í 7unda himni...! — segir Wilhelm Wessman framkvæmdastjóri Gildis hf. sem tekið hefur að sér allan veitingarekstur á Hótel Sögu ■ „Við emm með ýmislegt í deiglunni en það mun ekki koma fram fyrr en búið er að ganga fullkomlega frá því“ sagði Wilhelm Wessman framkvæmdastjóri Gildis hf. í samtali við Tímann en það fyrirtæki hefur tekið að sér allan veitingarekstur á Hótel Sögu. Auk Wessmans em starfsmenn í fyrirtækinu þau Ármann Guðmundsson skrifstofu- stjóri, Francois Fons stjórnandi mat- reiðslusviðs, Sveinbjörn Friðjónsson yfirmatsveinn, Halldór Malmberg, Valdimar Óli Þorsteinsson og Huld Goethe veitingastjórar og Hörður Har- aldsson yfirþjónn í Súlnasal en alls hefur fyrirtækið á að skipa um 150 starfs- mönnum. „Þessi hugmynd kom upp um síðustu áramót og hefur síðan smátt og smátt þróast út í þetta. Að vísu höfðu svipaðar framkvæmdir verið á reiki áður en aldrei orðið úr framkvæmdum. Aðalbreytingin er sú að nú hefur sjálfstætt fyrirtæki tekið við veitingarekstrinum og erum við algerlega óháð hótelinu í daglegum rekstri nema sá fyrirvari er gerður að við getum ekki staðið fyrir breytingum á húsnæði staðarins og öðru slíku upp á eigin spýtur“ segir Wessman. Gildi hf. hefur á leigu alla veitingaað- stöðu á Hótel Sögu þ.e.a.s Stjörnusal, Súlnasal, Lækjarhvamm, Áttahagasal og önnur salarkynni auk þess að annast alla herbergjaþjónustu hótelsins. Eftir sem áður mun öll veitinga- aðstaða þó verða rekin í nafni Hótel. Sögu. Eigendur Gildis hf. eru auk Wessmans þau Ármann Guðmundsson, Francois Fons, Hólmfríður Hrönn Brynjarsdóttir og Ólöf Wessman. Wessmann kvaðst vera bjartsýnn á framtíðina, að vísu væri þetta enn allt í burðarliðnum og reynsla ætti eftir að koma á starfið en þar á móti kæmi að allir aðstandendur Gildis hefðu góða og yfirgripsmikla þekkingu á þeim störfum sem þau væru í, hann hefði sem dæmi starfað þarna í tæp 16 ár og Fons í tæp 9 ár íá .. ...LlÍíííVL MIÐVIKUDAGIJR 1. DES. 1982 fréttir Teknir fyrir inn- brot ■ Tveir unghngspiltar voru handteknir í fyrrinótt, staðnir að verki við innbrot í sjoppu við Hagamel. í ljós kom að þeir höfðu brotist inn víðar um nótt- ina en ekki munu þeir hafa haft mikla fjármuni upp úr krafsinu. Piltamir voru færðir í fangageymslur lögreglunn- ar til yfirheyrslna. Þeir munu báðir hafa verið staðnir að afbrotum áður. Níu ára drengur fyrir bíl ■ Um half þrjuleytið í gærdag varð níu ára gamall drengur fyrir flutningabíl frá Mjólkursamsölunni við Fossvogsskólann þar sem drengurinn er nemandi. Drengurinn hlaut inn- vortis meiðsl og var fluttur á gjörgæsludeild Borgar- spítalans. Tímanum var ekki kunnugt um líðan hans f gærkvöldi. Itu TV. !M Sr>d. w. T. M. »->. dagar til jóla ■ Eigendur Gildis hf. Armann Guðmundsson, Francois Fons, Hólmfrídur Hrönn Brynjarsdottir, Olöf Wessman og Wilhelm Wessman en með þeim á myndinni eru þeir Konráð Guðmundsson hótelstjóri og Ólafur E. Stefánsson. ^ „VW ERIIM MEfi YMIS- LEGTI DEIGLUNNI”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.