Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982. 13 SliMiIi íþróttir KA jafnaði á sídustu stundu ■ Þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka í leik KA og Breiðabliks í 2. deild Islandsmótsins í handknatt- leik sem leikinn var í Skemmunni á Akureyri um helgina var staðan 19:16 fyrir Breiðablik, og var ekki annað að sjá en að heimamenn myndu þarna bíða ósigur. En KA-menn voru á öðru máli. Þeir hófu að leika maður gegn manni um allan völlinn með þeim árangri að þeir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér þannig annað stigið í þessum mikilvæga leik. Blikarnir geta engum um kennt nema sjálfum sér að hafa tapað þessum leik, þeir misnotuðu á þessum tíma tvö vítaköst, Gauti markvörður KA varði annað en hinu var skotið yfir, og einnig létu þeir verja hjá sér í dauðafæri. Síðasta mark leiksins skoraði Jak- ob Jónsson úr vítakasti á síðustu sek. leiksins. Blikamir misstu boltann þá klaufalega og Friðjón Jónsson náði honum, sendi hann á Jakob bróðir sinn en brotið var á honum. Vítakast dæmt, og Jakob sá sjálfur um að skora úr því sem fyrr sagði. Ljóst er að KA fer ekki í 1. deild með fleiri leikjum sem þessum og heppnri voru þeir að ná jafnteflinu. Blikamir sem höfðu ávallt forystuna í leiknum, voro betri aðili leiksins en fóru illa að ráði sínu í lokin og það kostaði þá dýrmætt stig. gk-Akureyri ■ Ragnar Hermannsson er hér kominn í gegnum vöro Þróttar í leiknum í gærkvöldi og skorar framhjá Ólafi Benediktssyni. Tímamynd: Róbert ÓHEMJU SUUCT HiA ÞRÓTTURUM GEGN KR. Töpuðu með 16 marka mun 30-14 ■ Það er sjaldan sem lið hefur hrunið jafn gjörsamlega í seinni hálfleik hér í handboltanum og Þróttarar gerðu gegn KR í 1. deildinni í handbolta í gærkvöldi. Framan af leiknum var nokkurt jafnræði með liðunum, en í þeim síðari var eins og aðeins eitt Uð væri á vellinum, Uð KR. Staðan í leikhléi var 11 mörk gegn 6 KR í vil, en í þeim síðari juku þeir forskot sitt verolega og er upp var staðið sáust töluroar 30-14 á Ijósatöflunni í LaugardalshöU. KR-ingar höfðu forystu í leiknum frá upphafi, en er staðan var 5-4 tóku þeir sig til og skoruðu fimm mörk í röð og í hálfleiknum munaði 5 mörkum, eins og áður segir. Þegar síðari hálfleikurinn hófst sást greinilega að lið Þróttar hafði ekki úthald til að standast KR-ingum snúning og léku KR-ingar sér að því að skora þetta fjögur til fimm mörk í röð. Á markatöflunni sáust tölur eins og 18-9, 24-12, og 28-12. Leikur KR-inga var allur markvissari og leikmenn höfðu greinilega gaman af að leika, en svo virtist sem leikmen Þróttar litu á leikinn sem óljúfa skyldu sem þeir yrðu að inna af hendi. Og sannast sagna er ómögulegt að skilja hvemig þetta lið gat unnið FH-inga í tvígang. Ekki er hægt að nefna neina leikmenn sem vom öðrum betri hjá Þrótti í gærkvöldi. Allt vantaði til að liðið sýndi frambærilegan handbolta og í þokkabót létu leikmenn liðsins dómgæsluna fara alltof mikið í taugamar á sér. Þeir voru oft skrýtnir dómarnir hjá dómumm leiksins og bitnaði það ef eitthvað var heldur meira á Þróttumm. Hjá Þrótti var Ólafi Benediktssyni vikið af leikvelli fyrir að gagnrýna störf dómara í fyrri hálfleik og síðan var Páli Ólafssyni tvívegis vísað útaf í tvær mínútur og loks var honum vísað alveg af leikvelli fyrir brot á KR-ingi. Hjá KR bar mest á Anders Dahl og Alfreð, en segja má að liðsheildin sé sterkasta hliðin á liði KR. Þá er ástæða til að nefna mjög góða markvörslu Gísla Bjamasonar hjá KR, en hann varði meðal annars eitt vítakast frá Gísla Óskarssyni. Mörkin: KR: Anders Dahl Nielsen 8 (5), Alfreð Gíslason 5 öll í síðari hálfleik, Gunnar Gíslason 3, Haukur Geirmundsson 3, Jóhannes, Ragnar og Haukur Ottesen 2 hver og Friðrik og Stefán Halldórsson eitt hvor. Allir útispilarar hjá KR skoruðu í leiknum. Þróttur: Konráð Jónsson 5, Gísli Óskarsson 3 (2), Einar Sveinsson 3 (2), Magnús Margeirsson, Lárus Karl og Ólafur H. Jónsson eitt mark hver. Leikinn dæmdu Árni Sverrisson og Ólafur Haraldsson og voru alls ekki sannfærandi. -sh. Fá þeir allir gullverdlaun? ■ Þrír ungir kraftakarlar frá Akureyri verða á meðal keppenda á Norðurlanda- móti unglinga í lyftingum sem fram fer í Danmörku um næstu helgi, og er ekki fráleitt að ætla að þeir munu allir eiga mjög góða möguleika á að ná þar í gullverðlaun. Þetta em þeir Haraldur Ólafsson og tvíburabræðurnir Gylfi og Garðar Gísla- synir. Á sama móti í fyrra urðu Gylfí og Haraldur Norðurlandameistarar en Garðar missti þá af gullverðlaununum vegna líkamsþyngdar, lyfti sömu þyngd og sá sem fékk gullið en var. þyngri sjálfur. „Ég tel að við eigum nokkuð raunhæfa möguleika á að vinna gullverðlaun allir þrír þótt það sé sennilega best að gefa sem minnstar yfirlýsingar fyrirfram en reyna þess í stað að gera meira í mótinu sjálfu" sagði Garðar er við spjölluðum við hann í gær. „Við höfum búið okkur sérstaklega vel undir þetta mót, æft 16 klukkustundir á viku og emm í.mjög góðu formi“. Haraldur Ólafsson tekur þarna þátt í sínu síðasta unglingamóti Norðurlanda- móti unglinga, en Garðar og Gylfi mega einnig vera með á næsta ári. Þess má geta að flestir þeirra sem veittu þeim keppni á Norðurlandamótinu í fyrra eru nú komnir upp í fullorðinsflokks, en eins og Garðar sagði: „Það er aldrei að vita nema það séu komnir nýir menn í þetta sem geta orðið erfiðir“. gk-Akureyri ■ Michael Laudrup var af flestum talinn ákveðinn í að leika á næsta ári með stórliði Ajax í Hollandi. Þeir hafa gert honum tilboð og hið sama má segja um mörg önnur lið í Evrópu. En Daninn íhugar þessa dagana freistandi tilboð frá Bröndby, en með því liði hefur hann leikið og hljóðar það upp á 1 1/2 milljón danskra króna fyrir tveggja ára samning. Hefur kappinn fengið þrjár vikur til að ákveða sig. Danir vilja halda Laudrup ■ Eins og fyrr hefur komið fram hafa mörg lið verið á höttunum eftir efnilegasta knattspymumanni Dan- merkur Michael Laudrup. Eru það meðal annars stórlið í Evrópu, en í síðustu viku gerði félagið hans í Danmörku, Bröndby honum tilboð um, að ef hann léki næstu tvö ár með liðinu fengi hann fyrir eina og hálfa milljón danskra króna. Þetta er gert til að halda þessu mikla efni í danskri knattspyrou áfram. Töluverðar líkur eru taldar á'að hann taki þessu tilboði, einkum nieð hliðsjón af því, að unnusta hans á eftir eitt ár í námi sem hún hyggst Ijúka í Danmörku og kannski verður það eftir allt saman hún sem vegur þyngst á metunum. Kissing þjálfar KA ■ Samningar hafa nú tekist á milli . KA og þýska þjálfarans Kissing um að Kissing sjái um þjálfun 2. deildar- liðs KA í knattspymu næsta sumar. Mun Kissing koma til Akurcyrar um miðjan mars og taka tii við þjálfun- ina. Eins og menn muna var Kissing þessi þjálfari hjá Breiðablik á síðasta keppnistímabili og reyndar einig sumarið 1981. í, haust kom upp éitthvert leiðindamál á milli hans og leikmanna Breiðabliks og urðu lyktir þess þær að Kissing var iátiun „taka pokann sinn“ áður en keppnistíma- bilið var úti. Flestir munu þó sammála um að Kissing sé snjall þjáifari og binda KA-menn rniklar vonir-við starf hans á Akurcyri. Enski þjálfarinn Douglas Reyn- olds sem kom Þór á Akureyri í 1. deild á s.l. keppnistímabili var á Akurcyri á dögunum og ræddi við forráðamenn Þórs um áfrauihaldandi samstarf. Ekki náðist samkomulag og mun málið í biðstöðu að sögn Þórsara. Ero skiptar skoðanir um það hvort endurráða eigi Reynolds. . gk-Akuireyri Þróttur fékk 8 stig ■ Blaklið Þróttar í karla og kvenna- flokki gerðu góða ferð til Norður- lands um hclgma, og héldu suður með 8- stig af 8 mögulegum i pokahorninu. - Karlaliðið lélugcgn Bjaroia í 1. deild á föstudagskvöld og gegn UMSE daginn eftir. íslandsmeistarar Þróttar lentu aldrei í verulegum vandræðum og sigruðu í báðum þessum leikjum með 3:0. Kvennalið Þróttara lék tvo leiki gegn KA-stúlkunum og vann Þróttur tvo auðvelda 3:0 sigra. í síðustu viku léku Bjarmi og UMSE í 1. deild karla og fór sá leikur fram að Laugum í S-Þingeyjarsýslu. fijarmapiltarnir unnu þar góðan sigur, og er greinilegt að nýliðamir í 1. deild ætla ekki að láta sæti sitt I deildinni átakalaust. gk - Akureyri Eggert mun þjálfa (K ■ 3. deildarlið ÍK úr Kópavogi hefur ráðið einn reyndasta knatt- spyrnuþjálfara landsins sem þjálfara meistaraflokksliðs félagsins á næsta keppnistímabili. Eggert liefur þjálfað mörg félög með góðum árangri á undanfömum árum. Hann hefur einnig verið forvígismaður i sam- tökum knattspyrouþjálfara. Stjörnuhlaup í Hafnarflrði % ■ Fyrsta Stjörnuhlaup FH sem er liður í keðju Víðavangshlaupanefnd- ar FRÍ verður haldið sunnudaginn 5. desember og hefjast hlaupin klukkan 11 við Lækjarskólann í Hafnarfirði. Keppt verður í 5 flokkmn og þeir eru: Karlaflokkur tæpir 5 km. Kvennaflokkur tæpir 5 km. Drengir fæddir 1S»68 - 1965 3 km. Piltar fæddir 1969 og síðar 2 km. Telpur fæddar 1969 og síðar 2 km. Allir eru velkomnir í hlaupin, og fá allir verðlaunaskjöl að loknu hlaupi. Alls verða Stjörouhlaupin 4 í vetur og vor, þar af 3 götuhlaup og 1 brautarhlaup. Verða þrír stiga- hæstu í hverjum flokki verðlaunaðir að hlaupunum loknum, í vor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.