Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.12.1982, Blaðsíða 1
Halldór Kristjánsson skrifar um bækur — bls. 8-9 TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 1. desember 1982 274. töiublað - 66. árgangur Síðumúla 15-Pósthdlf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 863C >ldsímar 86387 og 86392 SIMTÆKII BIFREIÐAR UM ÁRAMÓT! Tíu sérfræðingar í matargerðarlist gefa uppskrift að glæsilegum jólamat: Átta sfdna blaðauki um jólamatinn ¦ Tíu sérfræðingar í matargerðarlist gefa lesendum Tímans uppskriftir að glæsilegum jólamat fyrir aðfangadagskvöld í jólablaði Tímans, sem íjijpr með fimmtudagsblaðinu -en í því blaði er séstakur átta síðna blaðauki um jólamatinn. Þeir, sem veitá uppskriftir að jólamatnum, eru sérfræðingar á þessu sviði, yfirmat- reiðslumenn veitingahúsa og hússtjórnar- kennarar. Yfirmatreiðslumenirnir eru Franc- ois Fons og Sveinbjörn Friðjónsson á Hótel Sögu, Haraldur Benediktsson á Hótel Loft- leiðum, Ragnar Lárusson á Esju, og Jóhann Bragason á Naustinu, en kennararnir eru Áslaug Sigurgrímsdóttir, Jón B. Sveinsson, Margrét Sigfúsdóttir og Erna Þórarinsdóttir. Uppskriftir eru m.a. að sveppafylltum lambahrygg, gljáðum hamborgarhrygg, reyktu svínslæri, rjúpum, steiktu svínslæri, önd í ft-rskjuso.su, innbökuðum hamborgar- hrygg, ofnsteiktum kalkún, appelsínuönd og „jólasteikinni hennar ömmu", auk margvís- legra eftirrétta. Og þá er bara að missa ekki ;.f Tímanum á íimmtudaginn! ¦ Bílasímakerfi verður tekið í notk- un hér á landi á næstu vikum. Nú eru starfsmenn Pósts og síma að leggja síðustu hönd á fyrsta áfanga kerfísins sem mun gera landsmönnum kleift að tala í síma úr bílum sínum í helstu þéttbýlisstöðum landsins og jafnframt á nokkrum helstu þjóðvegum. „Þetta verður handvirk þjónusta, þannig að menn fá sig afgreidda gegnum okkar langlínuþjónustu," sagði Gústav Arnar, yfirverkfræðingur Pósts og síma í samtali við Tímann. „Bílarnir munu kalla upp okkar móð- urstóðvar, sem til að byrja með verða settar upp á nokkrum stöðum. Síðan verða bílarnir tengdir inn á símakerfið þannig að þeir geta fengið það númer sem þeir óska eftir. Sömuleiðis er hægt að hringja í móðurstöðvarnar og biðja um að kallað verði í bfl," sagði Gústav. Talið er að símtækin muni kosta milli 30 og 50 þúsund krónur, en þau verða að öllum líkindum flutt inn af einkaaðilum. gk/Sjó Prófkjör sjálfstædismanna: VARÐ FYRIR VONBRIGÐUM — segir Geir Hallgrímsson sem hafnadi í 7. sæti ¦ „Varðandi mína eigin útkomu, hef ég auðvitað orðið fyrir vonbrigðum," sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins m.a. í viðtali við Tímann í gærkveldi, þegar hann var inntur álits á úrslitum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fór nú um helgina, en þar lenti Geir eins og kunnugt er, í siöunda sæti. Geir sagði jafaframt: „Eg er ánægð- ur með þátttökuna í próflcjörinu, og tel að hún bendi til að styrkur Sjálfstæðisflokksins sé mikill. Ég óska mínum meðframbjóðendum sem náðu mjög góðum árangri allra heilla." Geir sagði jafnframt að hann myndi í ræðu sinni á flokksráðs- og formanna- fundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi gera grein fyrir stöðu mála og horfum. -AB Sjá nánar bis 3,10 og 11 **• •*$&m U ^ N^N*-f <r+ ¦''=;,Í!8*--í:-;:-:í.:-í! ¦ Frá,frá,frá.Fúsa liggur á. Tíraamyiid Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.