Tíminn - 22.12.1982, Qupperneq 8

Tíminn - 22.12.1982, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Úlafsson. Fréttastjóri: Kristlnn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eiriksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttlr. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. Jón Baldvinsson ■ Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Baldvinssonar, sem á fyrra helmingi þessarar aldar var einn áhrifamesti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Jón Baldvinsson var sá leiðtogi Alþýðuflokksins, sem forustumenn Framsóknarflokksins áttu við nánast sam- 'Starf um nær tuttugu ára skeið eða frá 1917-1937. Einkum var þó samstarf þeirra Jónasar Jónssonar og Jóns Baldvinssonar náið. Samstarf þeirra Jóns og Jónasar hófst á stofnþingi Alþýðusambandsins en Jónas mun hafa átt drýgstan þátt í því, að Jón var kosinn formaður þess. Jón Baldvinsson var 55 ára, þegar hann lézt í ársbyrjun 1938. Hann naut ekki annarrar skólamenntunar en barnafræðslunnar, en það reyndist honum góður skóli, að hann lærði prentiðn að ráði séra Sigurðar Stefánssonar í Vigur, en undir handleiðslu Skúla Thoroddsens. Prentarastarfið reyndist Jóni Baldvinssyni vel líkt og Benjamín Franklín. Það var talinn einn styrkur hans sem samningamanns, að hann kunni öðrum betur að finna rétt orð um það, sem segja þurfti. Við þetta bættist, að hann var jafnlyndur, orðheppinn og gamansamur og viðfelldinn í umgengni. Meginstyrkur hans sem ræðumanns var sá, að hann hafði glögga yfirsýn um mál og var fundvís á meginrök og setti þau fram í stuttu og ljósu máli. Jón Baldvinsson var formaður Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins um tveggja áratuga skeið. Hann var kosinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn 1921 og var einn þingmaður hans á árunum 1921-1924. Hann sat síðan á þingi til dauðadags. í minningargrein um Jón eftir Jónas Jónsson sagði m.a. á þessa leið. „I gáfnafari Jóns Baldvinssonar gætti mest þeirra hygginda, sem i hag koma. Hann var framsýnn og ráðagóður í bezta lagi. Hann sá hættur og hættumöguleika öðrum mönnum betur. Var hann mjög sóttur að ráðum bæði af samherjum sínum og mönnum í öðrum flokkum. Hann var hinn bezti ráðunautur djörfum mönnum og stórhuga, því að hann sá öðrum mönnum betur afleiðingar nýrra átaka. Aftur á móti verður ekki með sama hætti sagt, að hann hafi haft frjótt og skapandi ímyndunarafl. Hann var fyrst og fremst hinn framsýni, ráðagóði og fastlyndi stjórnmálaleiðtogi. Hann opnaði ekki nýjar leiðir, en hann mælti með heppilegu áræði í hverri gestaþraut, sem lífsbaráttan lagði fyrir hann.“ í eftirmælum um Jón Baldvinsson fórust Héðni Valdimarssyni m.a. þannig orð: „Jón Baldvinsson var enginn mælskumaður, en talaði þó skýrt og skilmerkilega. Áhrif hans voru ekki eins víðtæk á stórum mannfundum og ýmissa annarra en persónuleg áhrif hafði hann hverjum manni meiri innan Alþýðuflokksins og sérstaklega í hópi flokksstjórnar, sambandsþings og fulltrúaráðsins í Reykjavík. Hann var mjög viðkynningargóður og jafnlyndur og mikill samninga maður ...Festa hans og drengskapur höfðu sín djúpu áhrif.“ Það voru framar öðru slíkir mannkostir, sem gerðu Jón Baldvinsson að áhrifamiklum og farsælum stjórnmála- manni. ImenningarmálFF > 7 Af galdramálum sr. Jóns þumlungs Njörður P. Njarðvík: Dauðamenn. Söguleg skáldsaga. Iðunn 1982. 149 bls. ■ Árið 1655 urðu þeir atburðir vestur á fjörðum að sr. Jón Magnússon á Eyri í Skutulsfirði tók sótt undarlega, sem lýsti sér í því að hann þóttist verða fyrir ásókn djöfla eða illra anda, sem sóttu að honum í líki ýmissa kvikinda. Klerkur hafði engan frið fyrir óvættum þessum, þeir ásóttu hann jafnt í bæ sem utan og gerðu meira að segja harða hríð að honum er hann framdi heilagt embætti í kirkju sinni. Eins og vænta mátti smitaði sjúkleiki prests út frá sér og þegar leið á veturinn 1656 var allt heimilisfólk á Eyri orðið meira og minna taugaveiklað. Allt var gert til að losa heimilið undan ásókninni, jafnvel reynt að skjóta á djöflana, en allt kom fyrir ekki. Þegar þetta gerðist var galdrafárið í algleymingi og kenndi prestur ásóknina feðgum tveim, sem báðir hétu Jón og bjuggu á Kirkjubóli í Skutulsfirði. Hann kærði þá fyrir að vera með göldrum valda að ásókninni og lauk því máli svo að þeir voru brenndir á báli á Skipeyri (ekki Skipseyri) á sumardaginn fyrsta 1656. En þótt þeir feðgar væru afteknir létti klerki ekki og sneri hann þá spjótum sínum gegn Þuríði Jónsdóttur á Kirkju- bóli, dóttur og systur þeirra, sem brenndir voru. Þá þótti flestum nóg komið. Voldugir menn vestur í Önunda- firði og Dýrafirði tóku í taumana til verndar Þuríði. Sr. Jóni var gert að mæta á alþingi og standa þar fyrir máli sínu. Það þorði hann ekki að gera, en samdi þess í stað Píslarsögu sína, þar sem hann lýsti öllu því kvalræði er hann hafði orðið að þola. Píslarsagan er einstætt verk í íslenskum bókmenntum og merki- leg en einhliða heimild um galdramálin í Skutulsfirði. Njörður P. Njarðvík gerir þá atburði, sem hér hefur verið lýst stuttlega, að söguefni í skáldsögunni Dauðamenn. Hann styðst eðlilega að mestu við Píslarsöguna sem heimild, en segir söguna frá sjónarhóli feðganna á Kirkju- bóli og verður skáldsagan þannig eins- konar andhverfa aðalheimildarinnar. Þessi tilraun Njarðar til að varpa nýju ljósi á löngu liðna atburði hefur að flestu leyti tekist vel. Sagan er vel samin, atburðarásin, vettvangurinn og sögu- persónurnar standa lesananum ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Frásögnin er lipur og hæg og hvergi ber á óþarfa mælgi eða málskrúði þótt ef til vill mætti segja, að orðræður sr. Jóns verði fulllangar á stundum. Á hinn bóginn tekst höfundi tæplega að færa lesandann inn í hugarheim 17. aldar manna sem skyldi. Það hygg ég að stafi af því, að höfundur getur ekki dulið andúð sína á galdraáburði sr. Jóns og aðferðum réttvísinnar. Hann lætur þá skoðun sr. Jóns og annarra valdsmanna, að það væri góðverk að brenna „galdra- mennina" koma skýrt fram, en engu að síður verða prestur og Þorleifur sýslu- maður Kortsson að hálfgerðum djöflum í mannsmynd. Tilraunir höfundar til að skýra galdraáburð prests, varpa ljósi á brjálsemi hans, verða einnig til þess að gera klerk - og þá um leið alla atburðarásina - ótrúverðugri en ella. Þrátt fyrir þessa vankanta tel ég að Nirði hafi tekist vel. Lesendur hljóta að líta galdramálin í Skutulsfirði öðrum augum en áður og þeir munu skilja betur en fyrr stöðu þeirra, sem saklausir verða fyrir sakaráburði, án þess að fá björg sér veitt. Og það er einmitt að þessu leyti sent þessi saga á mest erindi við okkur nútímamenn. Hún sýnir hvernig sá máttugri (og hann þarf ekki að vera hálfgeggjaður prestur), sem hefur valdið með sér,, getur leikið hinn, sem minni máttar er, gert hann tortryggilegan, ofsótt og tortímt honum. Ávallt hlýtur að að vera álitamál, hve mikillar heimildakönnunar beri að krefj- ast af höfundum sögulegra skáldsagna. Reynslan er þó sú (sbr. t.d. íslands- klukkuna), að þá verða slíkar sögur bestar er höfundur gjörkannar flestar tiltækilegar heimildir. Skortur á heim- ildakönnun gerir þessa bók engan veginn tortryggilega, en því verður þó ekki neitað, að í henni verður vart sögulegrar ónákvæmni, sem hlýtur að vekja athygli þeirra, sem þekkja til sögu Skutulsfjarð- ar á þessum tíma. Og það sem kannski er verst er það að þessi ónákvæmni kemur fram í smáatriðum sem engu máli skipta fyrir gang sögunnar, sem sögð er. Jón Þ. Þór. Sjöunda bindi Veraldarsögu Þorsteinn Thorarensen: Veraldarsaga Fjölva VII. Hátindur keisaravelda. Fjölvi 1982. 160 bls. ■ Veraldarsaga Fjölvaútgáfunnar á að spanna sögu mannkyns frá steinöld til geimaldar. Fyrstu sex bindin voru endur- bætt þýðing Þorsteins Thorarensens á ítalskri útgáfu, en við þetta bindi hefur Þorsteinn haft hliðsjón af ítölsku útgáf- unni, en annars umbylt efninu að eigin vild svo útkoman verður rit eftir hann sjálfan. í þessu bindi er fjallað um söguna frá því um 170 f. Kr. og fram á blómaskeið rómverska keisaradæmisins, en burðar- ásar frásagnarinnar eru Han-keisara- veldið í Kína, Kúsanar í Indlandi og útbreiðsla Búddadóms, rómverska keis- aradæmið og loks upphaf og útbreiðsla kristindómsins. f aldarspegli, sem cr aftast í bókinni er svo fjallað um sögu Gyðinga, sagt frá rústunum stórkostlegu í Pompeij og Herkúlaneum, rætt um Stóuspekina, sagt frá Rómaveldi á friðaröldinni, sem fylgdi í kjölfar valda- töku Ágústusar keisara og loks greint frá orrustunni í Tevtóborgarskógi, eða Þjóðborgarskógi, eins og það heitir hér. Eins og marka má af þessari upptaln- ingu er hér fjallað um geipilega yfirgrips- mikið efni og má furðu gegna að það skuli rúmast á einum 160 blaðsíðum, sem þó eru ríkulega myndskreyttar. En þrátt fyrir þetta kemst mikill fróðleikur til skila um alla þá þætti, sem fjallað er um í bókinni og lesandinn verður margs vísari um gang mála á öllu þessu stóra svæði, sem ofannefnd heimsveldi náðu yfir, eða allt norðan frá Bretlandseyjum og suður um Miðjarðarhaf og síðan austur til Kína. Og það er ekki einvörðungu einfaldur fróðleikur, sem hér er settur fram. Þorsteinn Thorarensen hefur lagt sig í líma við að kanna flestar nýjustu kenningar fræðimanna um viðfangsefnið Einar Guðmundsson: Þjóðsögur og þættir II. Skuggsjá 1982. ■ Þjóðsagnaefni hverskonar virðist alltaf jafn vinsælt til lesturs með íslend- ingum þótt flest af því sé sprottið úr og höfði til annars umhverfis en flestir núlifandi íslendingar þekkja best af eigin raun. Mest af því þjóðsagnaefni, sem á boðstólum er hefur verið safnað af eldri mönnunt, þeim scm lifðu á öldinni sem leið og öndverðri þessari. Aðeins örfáir núlifandi eða menn, sern lifað hafa framundir okkar daga, hafa fengist við þjóðsagnasöfnun, svo nokkru nemi og mun það almennt trú fólks, að þjóðsagnaakurinn sé að mestu urinn. Svo er þó ekki. Enn cr á dögum margt eldra fólk, sem kann að segja sögurnar með öðrum hætti en þær kunna að vera skráðar í safnritum. Einar Guðmundsson kennari er einn þeirra manna, sem á síðari tímum hat'a lagt fyrir sig þjóðsagnasöfnun og orðið og mun þetta vera í fyrsta sinn sem margar þeirra eru settar fram á íslensku. Eins og áður sagði er bókin ríkulega myndskreytt og fylgja myndunum ræki- legir textar, sem oft segja meiri sögu en langt mál í venjulegum texta. Þetta verður til þess að bókin verður öllu seinlesnari en ella, en það er þó vel þess virði. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum, og þýðing Þorsteins skemmti- leg. Hann leggur sig fram um að íslenska sem flest heiti, sem fyrir koma og tekst það yfirleitt vel þótt því verði ekki neitað, að stöku heiti verða svolítið eins og skrúfuð á íslenskunni. Og nú er bara að bíða 8. bindis þessa ágæta verks, sem vonandi kemur ekki síðar en að ári. Jón Þ. Þór. vel ágengt. í fyrra gaf Skuggsjá út fyrra bindi af þióðsögum og þáttum, sem hann hafði safnað, og hlaut sú bók góðar viðtökur að sögn. Annað bindið kemur nú út og er í því margan fróðleik að finna. Margir lesendur munu án efa kannast við stefin í mörgum sagnanna, þau lifa frá einni kynslóð til annarrar og er ekki einu sinni víst, að þau séu öll íslensk að uppruna. Þetta á þó ekki að saka og víst eru margar sögurnar á þessari bók bráðskemmtileg lesning, enda segir Einar sögurnar ágæta vel. I bókinni er ennfremur að finna nafnaskrá fyrir bæði bindin og að öðru leyti er vel til útgáfunnar vandað. Jón Þ. Þór 1 Jón Þ. Þór jL'**' , 4T' gji skrifar um bækur i JBfe -,V-?t.Vi'n. - Annad bindi þjódsagnasafns - Þ.Þ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.