Fréttablaðið - 31.01.2009, Page 2

Fréttablaðið - 31.01.2009, Page 2
2 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR Margrét, er þetta ekki eins og best verður á kosið? „Nei, ég myndi helst kjósa að kjósa síðar.“ Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, vill ekki að gengið verði til kosninga í apríl og segir það munu koma nýjum framboðum illa. Er mataræðið óreglulegt? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltíðir – allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanlíðan. Regluleg neysla LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir því að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA LÖGGÆSLUMÁL Fjórar hverfisstöðv- ar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu verða stórefldar á næst- unni. Fyrirhugað er að starfandi verði fimm lögreglustöðvar sem hver um sig verði sjálfstæð ein- ing. Þangað verði almenna lög- gæslan færð að mestu leyti og gerð þaðan út. Stefán Eiríksson lögreglu- stjóri staðfesti í gær að kynning á umtalsverðum skipulagsbreyting- um innan lögreglunnar væri nú í gangi, en kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um þær þar sem þær hefðu enn ekki verið kynntar öllum deildum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér verða hverfisstöðvarnar, auk aðal- stöðvarinnar við Hverfisgötu, í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfells- bæ og vesturbæ Reykjavíkur. „Þetta eru skipulagsbreytingar sem miða fyrst og fremst að því að ljúka því verkefni sem við erum í, það er að setja á laggirnar nýtt embætti lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu,“ sagði lögreglustjóri aðspurður um tilgang þeirra breyt- inga sem hann væri nú að kynna. „Fyrir breytingum eru bæði fagleg og fjárhagsleg rök,“ segir Stefán. Í skipulagsbreytingunum er gert ráð fyrir að því lögreglu- stöðinni í Breiðholti verði lokað. Almenn löggæsla á svæðinu fær- ist yfir til Kópavogs. „Það er mikið áhyggjuefni eigi að færa lögreglustöðina úr Breið- holtinu,“ segir Þorsteinn Hjartar- son, framkvæmdastjóri þjónustu- miðstöðvar Breiðholts. „Það stóð til að kynna breyt- ingarnar fyrir borgaryfirvöldum í síðustu viku en þá var svo mikið í gangi að við náðum ekki að fara yfir þetta. Síðan verða breyting- arnar kynntar sveitarfélögun- um. En það er mikill misskilning- ur haldi menn að lögreglan sé að draga sig frá sveitarfélögunum,“ segir Stefán. Að sögn lögreglu- stjóra er stefnt að því að á hverri þjónustumiðstöð verði aðstaða fyrir hverfislögreglumann sem vinni með skóla- og félagsmála- yfirvöldum. jss@frettabladid.is Nær öll löggæsla færð út í hverfin Nær öll almenn löggæsla á höfuðborgarsvæðinu verður færð út í hverfisstöðv- ar á svæðinu, samkvæmt umfangsmiklum skipulagsbreytingum lögreglunnar. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts hefur áhyggjur af stöðunni. LÖGREGLUSTÖÐIN Í KÓPAVOGI Lögreglustöðin í Kópavogi verður ein af fimm hverfis- stöðvum sem munu starfa sem sjálfstæðar einingar á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst afleitt að flytja hverfalögregluna úr Breiðholti,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. „Þar og í Árbæ þjónar hún 40 þúsund íbúum og hefur náð afburðaárangri. Þarna er horfið mörg ár aftur í tímann.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, segir ekki búið að kynna tillögur lögreglustjóra að skipulagsbreytingum á löggæslu fyrir sveitarstjórn- um. Það verði gert og þá fái þær tækifæri til að tjá sig um sjónarmið sín. „Ef þessar breytingar fela á endanum í sér eflingu á hverfislöggæslu á höf- uðborgarsvæðinu eru þær jákvæðar. En endanlega afstöðu til þeirra er ekki hægt að setja fram fyrr en þær liggja fyrir með skýrum hætti.“ Afleitt að loka stöðinni í Breiðholti PALESTÍNA, AP Hamas-hreyfingin á Gasaströnd vill semja um langtíma vopnahlé við Ísrael gegn því að landamæri svæðisins verði opnuð. „Við viljum vera partur af alþjóðasamfélaginu,“ sagði Ghazi Hamad, leiðtogi Hamas, við fréttamann AP-fréttastofunnar á landamærum Egyptalands, þar sem hann var að taka á móti aðstoð frá araba- ríkjum. „Ég held að Hamas hafi engan áhuga á að æ oftar skapist neyðarástand á Gasa eða að ögra umheiminum.“ Sameinuðu þjóðirnar hafa sett á laggirnar neyðar- söfnun fyrir íbúa Gasastrandar, þar sem eyðilegg- ing er gríðarleg eftir þriggja vikna stanslausar árásir Ísraelshers frá 27. desember síðastliðnum til 18. janúar. Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir brýnt að veita íbúunum neyðarhjálp. Stefnt er að því að safna 613 milljónum Bandaríkja- dala, sem á að duga Sameinuðu þjóðunum og öðrum hjálparstofnunum til hjálparstarfs á Gasa næstu sex til níu mánuðina. Egypsk stjórnvöld tilkynntu á föstudag að þau stefndu að því að stefna fulltrúum ríkja heims saman á ráðstefnu í Kaíró í byrjun mars þar sem endurreisn á Gasa og fjármögnun hennar verður rædd. Hið 20 daga innrásarstríð Ísraela kostaði 1.300 manns lífið auk þess sem meira en fimm þúsund manns særðust. Meira en 20 þúsund íbúðarhús voru eyðilögð eða illa skemmd. - gb/aa Sameinuðu þjóðirnar safna fyrir íbúa Gasasvæðisins: Hamas vill semja við Ísrael BÍÐA AÐSTOÐAR Palestínumenn í Khan Younis biðu þess í gær bak við girðingu að fá matvælaaðstoð frá Sameinuðu þjóðun- um. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNING „Þetta er gallerí í mótun og við bjartsýnar á að Íslendingar vilji hafa heimili sín enn fegurri, nú þegar dimmara er yfir þjóðar- búskapnum,“ segir Rebekka Árna- dóttir, framkvæmdastjóri List- smiðju Art2b, sem ásamt Hallfríði Jóhannsdóttur opnar 1.000 fer- metra listmunasölu á Korputorgi í dag. „Við ætlum að skapa hér lifandi gallerí þar sem þekktir jafnt sem óþekktir listamenn setja upp verk sín. Þá stefnum við á ríkulegt nám- skeiðahald og vinnusvæði fyrir listamenn,“ segir Rebekka. - þlg / sjá Heimili og hönnun Listsmiðja Art2b á Korputorgi: Stærsta gallerí landsins opnað LIST Íslenskir og kínverskir listmunir eru áberandi í galleríinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMFERÐ „Við reynum að vera aðeins mildari í kreppunni og margir eru þakklátir fyrir það,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Kol- brún segir bílastæðaverði borg- arinnar hafa gefið út færri sekt- ir undanfarna mánuði en áður var. Það orsakist að hluta af því að færri bílar leggi í stöðumæla- stæði en áður og því sé meira um laus stæði, en auk þess séu verð- irnir hvattir til að sýna aukna þol- inmæði þegar tíminn á mælum eða íbúakort séu útrunnin og þegar lagðar eru fram kvartanir vegna sekta. Að sögn Kolbrúnar hefur þó ekk- ert breyst af hálfu bílastæðavarð- anna þegar kemur að stöðvunar- brotum, til að mynda þegar lagt er of nálægt gangbrautum, fyrir framan brunahana og slíkt. Slík mál séu tekin jafn föstum tökum og áður. Fyrir nokkrum árum var tekin upp sú nýbreytni hjá Bílastæða- sjóði að gefa út viðvaranir í stað sekta. Kolbrún segir áminning- armiðana hafa gefist vel. „Við notum áminningar aðallega þegar um er að ræða ný hverfi og íbú- arnir kannski ekki alveg búnir að átta sig á hvar má leggja og hvar ekki. Við beitum þessum viðvörun- um oftast í tvo daga áður en við byrjum að sekta. Þetta hefur virk- að vel, en auðvitað eru alltaf ein- hverjir sem láta sér ekki segjast,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir. - kg Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs segir sektum hafa fækkað að undanförnu: Bílastæðaverðirnir mildari STÖÐVUNARBROT Bílastæðaverðir sýna útrunnum stöðumælum meiri þolin- mæði en áður, að sögn Bílastæðasjóðs. MÓTMÆLI Sautjándi mótmæla- fundur Radda fólksins verður á Austurvelli klukkan 15 í dag. Sem fyrr er Breiðfylking gegn ástandinu, yfirskrift fundarins. Með samstilltu átaki fjöldans og einbeittum markmiðum hefur okkur tekist að ná glæsilegum áfangasigri, segir í tilkynningu. Ein óvinsælasta stjórn Íslands- sögunnar sé fallin, boðað hafi verið til kosninga og búið sé að víkja stjórn Fjármálaeftirlitsins frá störfum. Afsagnar stjórnar Seðlabankans er þó enn krafist. Þá boða Raddir fólksins til Bús- áhaldabúgís á NASA í kvöld. Tón- leikarnir hefjast klukkan 23 og rennur þúsund króna aðgangs- eyrir óskiptur til Radda fólksins. - ovd Mótmælt á Austurvelli: Sigurhátíð mótmælenda VINNUMARKAÐUR Rúmlega fjórð- ungi starfsmanna á öryggissviði Keflavíkurflugvallar ohf. hefur verið boðið 50 prósenta starfs- hlutfall og tekur það gildi eftir allt að þrjá mánuði. Níutíu starfs- menn starfa á öryggissviðinu og gætir mikillar óánægju meðal þeirra með það hvernig staðið er að málum. Þórarinn Eyfjörð, fram- kvæmdastjóri Starfsmannafélags í almannaþágu, SFR, segir að fundir hafi verið haldnir með starfsmönnum og stjórnendum fyrir nokkru og þá verið einhugur um að lækka starfshlutfall allra starfsmanna eða um sextán pró- sent þannig að allur hópurinn tæki á sig skerðinguna. Stjórnend- ur hafi til að byrja með tekið því vel en hætt við þegar um tuttugu til þrjátíu manna hópur um 400 starfsmanna mótmælti. -ghs Keflavíkurflugvöllur: Starfsmenn óánægðir með minni vinnu LÖGREGLAN Enginn hefur kært lögregluna til ríkissaksóknara í tengslum við mótmæli síðustu vikna, en nokkrir mótmælendur höfðu kvartað í fjölmiðlum undan meintu óþarfa ofbeldi hennar. Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna heldur ekki hafa fundið nein atvik, í yfirferð sinni, sem gefi tilefni til þess að koma ábendingum til ríkissaksóknara. Lögreglustjóri tekur þó fram að ekki sé búið að fara yfir öll atvik sem kunni að orka tví- mælis. - kóþ Mótmæli síðustu vikna: Enginn kært lögregluna VIÐSKIPTI Baugur Group hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni á Túngötu og hefur öllum fimmtán starfsmönnum fyrirtækisins hér á landi verið sagt upp störfum. Jafn- framt hyggst Baugur fækka starfs- mönnum í Bretlandi úr 29 í 16. „Þetta er lokahnykkurinn í því endurskipulagningarferli sem hófst síðastliðið sumar og miðar að því að færa starfsemi okkar til Bretlands,“ segir Gunnar Sigurðs- son, forstjóri Baugs. Aðgerðirnar má rekja til þess að aðstæður okkar eru auðvitað gjörbreyttar og með þessu næst fram hagræðing í rekstri meðan við siglum í gegnum þetta þunga skeið.“ - kg Baugur Group: Segja upp fólki og loka á Íslandi SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.