Fréttablaðið - 31.01.2009, Side 10

Fréttablaðið - 31.01.2009, Side 10
10 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR VINNUMARKAÐUR Mestu skiptir að halda rútínu, vakna á morgn- ana, hreyfa sig, hitta fólk, nýta sér námskeið og tómstundastarf fyrir atvinnulausa og stunda upp- byggjandi starf- semi. Á höfuð- borgarsvæðinu er víða verið að undirbúa nám- skeiðahald og tómstundastarf fyrir atvinnu- lausa en einna lengst er það komið hjá VR þar sem búið er að semja um nám- skeiðahald og tómstundastarf fyrir atvinnulausa. Gönguhópur hittist reglulega og leiklistin er komin í gang. Jóhanna Elísabet Vilhelmsdótt- ir, verkefnastjóri hjá VR, heldur utan um verkefni fyrir atvinnu- lausa á vegum VR og segir að búið sé að semja við þó nokkra aðila. „Við lítum þannig á að félagsmenn okkar geti búið sér til sitt eigið prógramm að morgni og nýtt sér þá þjónustu sem við bjóðum frítt,“ segir hún og bendir á að atvinnu- lausir geti líka sótt fundi á vegum VR og hitt um leið fólk sem er í starfi. VR býður upp á námskeið fyrir atvinnulausa og maka þeirra og þá sem hafa þurft að skera niður vinnutíma og lækka í launum í Opna háskólanum sem er á vegum Háskólans í Reykjavík. Í Nýttu kraftinn, sem er á vegum Maríu Bjarkar Óskarsdóttur og Sigríðar Snævarr, er dagskipun, sem fyrst og fremst miðar við háskólamennt- aða einstaklinga, hver dagur tek- inn sem vinnudagur væri og not- aður til að víkka hugann og nýta tækifærin. Í Hlutverkasetrinu á Laugavegi, sem rekið er af iðjuþjálfa, eru einn- ig ýmiss konar námskeið í gangi, leiklist, gönguferðir, myndlist, súpulist, hreyfing og tómstundir svo eitthvað sé nefnt. Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi vonast til þess að atvinnulausir verði virkir, finni styrkleika sína og kenni jafn- vel námskeið þannig að hægt verði að byggja upp starfið enn betur. Elín Ebba hefur reynslu af því að byggja upp fólk með geð- ræna erfiðleika fyrir þátttöku í samfélaginu og atvinnulífinu og er nú komin í forvarnastarfið, að koma í veg fyrir að atvinnulaus- ir sökkvi sér í sjálfsvorkunn og þunglyndi og verði óvirkir í sam- félaginu. Hún segir að öllu skipti að atvinnulausir haldist virkir. Fyrstu vikurnar fyllist fólk gjarn- an krafti og helli sér í verkefni sem lengi hafa setið á hakanum en svo kvarti menn gjarnan undan því að koma ekki miklu í verk. Smám saman fari þeir að velta fyrir sér hvað sé að þeim og spyrja: „Af hverju ég?“ Mikilvægt sé að vinir og ættingjar láti atvinnulaust fólk ekki afskiptalaust. ghs@frettabladid.is Atvinnulausir þurfa að vera virkir áfram Atvinnulausir þurfa að halda rútínu og vera virkir í gegnum námskeið og tómstundastarf. VR býður þegar upp á slíka starfsemi og má búast við að fólk fjölmenni í gönguhópa og á ýmis námskeið. JÓHANNA ELÍSABET VILHELMSDÓTTIR VINNUMIÐLUNIN Á ENGJATEIG Rúmlega þrettán þúsund manns voru í gær skráðir atvinnulausir. Ríflega átta þúsund karlar og tæplega fimm þúsund konur. Það er eins gott að vanda valið þegar keyptir eru rándýrir innfluttir ávextir. Ég ráðfærði mig við Netið og Bene- diktu í Maður lifandi og spurði hvern- ig ætti að velja ávexti. Þetta er auðvitað allt spurning um að finna hæfilega þrosk- aða ávexti, ekki gler- harða óþroskaða og ekki lina, blettótta og ofþroskaða. Það þarf því að kreista aðeins, skoða lit og lykta, en auðvitað án þess að skemma fyrir öðrum. Lífrænir ávextir smakkast yfir- leitt betur en eru því miður allmikið dýrari. Hér eru nokkur dæmi, frekari upplýsingar eru til dæmis á thefruitpages.com. ■ Melónur – Því gulari sem melónan er því betra. Græn er óþrosk- uð. Ýta skal með þumlum á enda melónununnar og ef hún lætur aðeins undan er það merki um góða melónu. ■ Vatnsmelónur – Því dökkgrænni og stærri því betri. Klappaðu vatnsmel- ónu létt með flötum lófa, djúpur þykk- ur tónn þýðir góð melóna. ■ Avókadó – Ávöxturinn dökknar við þroska. Glerhart grænt avakadó er ekki nothæft en avakadó sem lætur aðeins undan þegar ýtt er á er gott. Óþroskaðir ávextir þroskast þó að sjálfsögðu á eld- húsborðinu heima hjá þér. ■ Appelsínur – Því þéttari börkur því betri og þungar appelsínur miðað við stærð eru betri. ■ Ananas – Því gulari því betri. Ef stilk- arnir losna auðveldlega af þegar maður tekur í þá er ávöxturinn líklega góður. ■ Jarðarber – Þessi stóru ílöngu sem stundum fást eru bragðlítil og seig. Minni ber eru betri. ■ Mangó – Leitið að hnöttóttum frekar en þunnum og flötum. Mangóið þarf að gefa aðeins eftir sé á það þrýst. Neytendur: Hvernig á að velja ávexti? Kreista, þefa og skoða lit ávaxtanna ÁRI NAUTSINS FAGNAÐ Á þriðjudaginn fagnaði þessi maður nýju ári nautsins í Peking, og skrýddist höfuðbúnaði í nautslíki í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is MELÓNA Gefur hún eftir á endunum? frá: Mossberg, Remington, Marlin, CZ, Sako, Tikka, Weatherby og Fabarm. Verð frá: Húsgagnahöllinni Bíldshöfða – sími 585 7239 Lindum Skógarlind 2 – sími 585 7260 · Samningar · Skuldbreytingalán · Frysting á greiðslum · Greiðslujöfnun · Lenging lánstíma · Greiðslufrestur vegna sölutregðu Upplýsingar er að finna á vef Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík Sími: 569 6900, 800 6969, fyrirspurnir@ils.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.