Fréttablaðið - 31.01.2009, Page 16

Fréttablaðið - 31.01.2009, Page 16
16 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR K unnuglegur heim- ur blasir við á sviði Þjóðleikhússins þegar stigið er inn í stóra salinn. Þarna er turn, hús, heill bær. Kardemommubærinn sjálf- ur þar sem Tóbías, Tommi, Kam- illa, Soffía frænka og ræningjarnir búa. Eftir þrjár vikur verður þetta sígilda verk frumsýnt og nú þegar er uppselt á þrjátíu sýningar – það er óhætt að segja að það ríki eftir- vænting á meðal Íslendinga um að kíkja við í Kardemommubæ. „Leikritið er klassík og það eru ekki bara krakkar á leið í leikhús- ið, foreldrar, afar og ömmur bíða líka eftir því. Það hafa allir skoð- un á þessu leikriti, hvernig Bastí- an bæjarfógeti lítur út og hvernig Soffía frænka á að vera. Þetta er fallegt, hvetjandi og dálítið ógn- vekjandi,“ segir Selma Björnsdótt- ir sem er önnum kafin um þessar mundir við að setja upp hið sígilda verk Thorbjörns Egner. „En ég er auðmjúk gagnvart áskorun og von- andi getum við gert sem flestum til hæfis, en mér finnst sú stað- reynd að verkið er svona þekkt ekkert heftandi, bara skemmtilegt. Leikritið er líka svo vel skrifað og leikararnir eru flestir svo miklir aðdáendur þess að þeir voru strax tilbúnir að tileinka sér andrúms- loftið í því.“ Lék tíu ára í Kardemommubænum Þó flestir þekki Kardemommubæ- inn vita færri að Selma tók þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á verkinu árið 1984: „Ég kom inn sem staðgengill Kamillu. Svo gekk verk- ið svo vel, var sýnt í tvö leikár, og það síðara fengum við að skiptast á ég og Brynja Valdís Gísladóttir sem í dag er leikkona.“ Tilviljun leiddi Selmu á svið Þjóðleikhússsins. Systir hennar var kölluð í prufu en var þegar til kastanna kom of stór en Klemens Jónsson leikstjóra rámaði í að hún ætti yngri systur og þess vegna var Selma kölluð til. „Það er ekki ofs- ögum sagt að þegar leikhúsbakter- ían kviknar þá slokknar hún ekki, ég hef haft ástríðu fyrir leikhúsinu síðan þetta var,“ segir Selma sem nú 25 árum síðar situr við stjórnvöl- inn í sama verki. „Og það skemmti- lega er að þarna kynntist ég krökk- um sem ég er enn að leika með, Atli Rafn Sigurðarson lék Tomma á móti mér, Páll Óskar var vagns- tjórinn, Unnur Ösp Stefánsdóttir var köttur og Hilmir Snær lék aft- urendann á asna,“ rifjar Selma upp. Hún er samt lítið fyrir að velta sér upp úr hlutunum, frábiður sér að tíunda ferilinn. „Ég nenni ekki að vera alltaf að segja það sama, það er ekkert skemmtilegt.“ Og það væri heldur ekki hægt að halda því fram að Selma rói sífellt á sömu mið. Hún hefur feng- ist við allt mögulegt í leikhúsinu og skemmtanabransanum, sung- ið, dansað, leikið, samið hreyfing- ar (kóreugrafíu) og leikstýrt, svo fátt eitt sé talið. Frá því að hún var tvítug hefur hún hrærst í þessum heimi, lært af reynslunni en ekki í skóla. Hélt hún gæti ekki leikstýrt Gosa Það háir henni ekki en hún segist þó hafa þurft að telja í sig kjark- inn þegar henni var boðið að leik- stýra Gosa í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum. „Ég veit ekki hvort þetta er kvenlegt eða persónulegt, en þegar mér var boðið verkið þá byrjaði ég á því að segja við sjálfa mig að ég gæti þetta ekki, en svo hristi ég það af mér og sagði við sjálfa mig að auðvitað gæti ég þetta. Það eru alltaf einhverjar raddir sem pirra sig á því að ég er ólærð og átta sig ekki á því að ég er með mjög mikla reynslu, miklu meiri en margir leikstjórar sem eru að stíga sín fyrstu skref. En ég upplifði ekki þennan kvíða þegar mér var boðið að leikstýra Kardemommubænum, ég sagði bara já takk og ákvað að njóta hverrar mínútu. Ég hugsaði bara með mér að ef ég myndi leggja mig 100 prósent fram og gera mitt allra besta þá gæti ég ekki orðið ósátt við útkomuna.“ Selma segir yndislegt að starfa í Þjóðleikhúsinu, þar vinni endalaust mikið af mjög hæfu fólki í öllum deildum. Ég hef svo oft í gegnum tíðina verið að leikstýra og vinna hjá sjálfstæðum leikhúsum og þá er maður í öllu sjálfur, kemur með „props“ að heiman og þar fram eftir götunum, hér er það auðvitað ekki raunin.“ Samvinnan, hópeflið og sköp- unargleðin sem ræður ríkjum við undirbúning leiksýninga er í ein- stöku uppáhaldi hjá Selmu. „Þetta er frábær tími, það eru öll skiln- ingavit svo opin og næm og allt á fullu. Á svona tímabilum þá horfi ég öðruvísi á lífið, horfi öðruvísi á fólk.“ Þannig getur skemmtilegt göngulag á Laugaveginum endað í leiksýningu, teiknimyndafígúrur veitt innblástur eða einlæg augna- blik í leik barnanna hennar. „Ég sæki innblástur í umhverfið, það er óhætt að segja það.“ Rúnar lætur að stjórn Selma á tvö börn með eiginmanni sínum leikaranum Rúnari Frey Gíslasyni. Hún segir lítið mál að samræma móðurhlutverkið vinn- unni. „Maður þarf bara að skipu- leggja sig betur, ég er mjög skipu- lögð í vinnu og móðurhlutverkið hefur gert mig enn skipulagð- ari, þannig jafna ég álagið, því ekki þýðir að leggjast bara upp í sófa þegar maður kemur heim til tveggja barna.“ Rúnar Freyr leikur einn ræn- ingjanna í Kardemommubænum og nú leikstýrir hún honum í fyrsta skipti. „Það er lítið mál, hann er voða ljúfur. Hlýðir bara eins og hann á að gera,“ segir hún og hlær. Segir að þrátt fyrir fyrri yfirlýs- ingu um að hún sé kontrólfrík þá Skemmtilegast að ögra sjálfri mér SKÖPUNARFERLIÐ ER SKEMMTILEGAST Selma sækir innblástur í umhverfið við undirbúning leiksýninga. Teiknimyndir, bækur og börnin hennar eru uppspretta hugmynda. Selma Björnsdóttir, leikstjóri og þúsund- þjalasmiður í leikhús- inu, segir það skemmti- lega áskorun að takast á við Kardemommubæ- inn, þetta vinsæla verk sem afar og ömmur bíða eftir rétt eins og ungviðið. Sigríður Björg Tómasdóttir settist í rauðan Þjóðleikhússtól og ræddi við Selmu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.