Fréttablaðið - 31.01.2009, Page 20
20 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR
D
avíð Oddsson, þá
nýkjörinn formað-
ur Sjálfstæðis-
flokksins, mynd-
aði ríkisstjórn
me ð A lþýð u -
flokknum 30. apríl 1991. Sú dag-
setning markar upphaf nær-
fellt átján ára samfelldrar setu
flokksins í ríkisstjórn, þeirrar
lengstu í íslenskri stjórnmála-
sögu. Davíð myndaði síðan stjórn
með Framsóknarflokknum 1995
og stóð sú samvinna í rúm tólf ár.
Geir H. Haarde, fráfarandi for-
maður flokksins, tók við keflinu
árið 2006 eftir stutta setu Fram-
sóknarflokksins í forsæti. Fyrsta
ráðuneyti Geirs var í samstarfi
við Framsóknarflokk sem Sam-
fylkingin leysti svo af hólmi vorið
2007.
Á þessum átján árum gegndu
fimmtán þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins ráðherraembætti, þar af
þrjár konur. Aðeins Geir H. Haar-
de, af 25 manna þingflokki Sjálf-
stæðisflokksins í dag, þekkir það
að sitja sem þingmaður í stjórnar-
andstöðu.
En hver er eftirtekjan eftir
allan þennan tíma? Hver er staða
flokksins og var það lýðræðinu
hollt, að jafn lítil endurnýjun hefur
farið fram í valdamestu embætt-
um þjóðarinnar eins og raun ber
vitni.
Átján ára arfleifð
„Flokkurinn er búinn að vera við
völd í átján ár og Ísland er hrun-
ið,“ segir Gunnar Helgi Kristins-
son, prófessor í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands, spurður um
arfleifð Sjálfstæðisflokksins. „Það
er ekki jákvætt fyrir flokk sem
hefur ávallt rekið kosningabar-
áttu í þeim anda að hann sé eina
stjórnmálaaflið í landinu sem
getur almennilega haft stjórn á
efnahagslífinu. Fyrir sjálfstæð-
ismenn er því sérstaklega erfitt
hugmyndafræðilega að lenda í
þessu hruni.“
Gunnar Helgi segir að margt
hafi sannarlega breyst til batn-
aðar á tímabilinu sem um ræðir.
Það sé óumdeilt. „Ef þú hefðir
talað við mig fyrir ári hefði ég
sagt að hérlendis hefðu átt sér stað
miklar efnahagslegar framfarir
og umgjörð atvinnulífsins væri
betri með minni íhlutun ríkisins.
Ég veit ekki hvort þetta var allt
tálsýn ein, en það er ljóst að ein-
hvers staðar á leiðinni voru gerð
stórkostleg mistök. Hver þau voru
á eftir að koma í ljós.“
Gunnar Helgi segir að fyrstu
ár Sjálfstæðisflokksins við völd
hafi farið í að greiða úr ýmsum
vandamálum sem áttu rætur að
rekja nokkuð langt aftur í tímann.
Þjóðarsáttarsamningarnir voru
þá nýtilkomnir og efnahagslægð
með töluverðu atvinnuleysi var
viðfangsefnið. Því megi kannski
skipta tímabilinu í tvennt. „Undir
lok tíunda áratugarins hverfa
menn frá aðhaldsstefnu og það
verða meiri lausatök í öllu, ekki
síst opinberum rekstri. Þá var
kominn upp nýr átakaflötur á
milli forystu flokksins og manna í
atvinnulífinu. Þessi átök hafa ein-
kennt þennan tíma og hafa legið
á þjóðinni eins og mara. Það þarf
varla að rifja upp bankasöluna,
fjölmiðlamálið og svo núna banka-
hrunið.“
Á níunda áratugnum einkennd-
ust átökin í samfélaginu af upp-
hlaupum í stjórnmálum að mati
Gunnars Helga en þau sem eftir
fylgdu hafi verið hatrammari en
áður var. „Líklega má segja að
meiri illska hafi komið til og ofsa-
fengnari ásakanir hafi gengið
manna á milli. Átökin urðu per-
sónulegri eins og sannast í skær-
um Davíðs við Baugsfeðga og
fleiri.“
Efnahagsstjórn
„Ef segja á kost og löst um arfleifð
Sjálfstæðisflokksins á þessu tíma-
bili ber hæst samninginn um EES,
sem fól í sér opnun hagkerfisins og
aukið svigrúm fyrir atvinnulífið.
Þessu fylgdi flokkurinn eftir með
lækkun skatta og öðrum aðgerð-
um til að efla atvinnustarfsemina
og bæta samkeppnisstöðu fyr-
irtækja. Þessar aðgerðir lofuðu
góðu og skiluðu um tíma tilætluð-
um árangri“ segir Ólafur Ísleifs-
son, lektor í hagfræði við Háskól-
ann í Reykjavík. „Á hinni hliðinni
blasir við hrun bankanna og efna-
hagslífsins. Sjálfstæðisflokkurinn
verður að horfast í augu við ábyrgð
á tilrauninni með sjálfstæða krónu
sem sett var á flot ein á báti án
nægilegs fjárhagslegs styrks að
baki henni sem nú hefur steypt
fjárhag fyrirtækja og heimila í
öngþveiti og þjóðinni allri í fjár-
hagslegt hyldýpi. Hávaxtastefnan
leiddi af sér óraunhæfa styrkingu
á gengi krónunnar sem skaðaði
útflutnings- og samkeppnisgrein-
ar og gróf undan stöðugleika
þjóðarbúsins. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur ekki viljað kannast
við að hagsmunum Íslendinga er
best borgið í gjaldmiðlasamstarfi
við aðrar þjóðir með því að taka
upp evruna um farveg aðildar að
Evrópusambandinu.“
Ólafur segir að bankahrunið
eigi sér rætur í einkavæðingunni.
Sjálfstæðisflokkurinn beri ásamt
Framsóknarflokknum ábyrgð á að
henni fylgdi ekki nægilega öflugt
eftirlit með starfsemi bankanna.
Af því leiddi að ógagnsæ og óheil-
brigð eignatengsl báru bankana
ofurliði þótt þeir væru um margt
glæsileg fyrirtæki. Við fram-
kvæmd einkavæðingarinnar hafi
verið horfið frá stefnu um dreifða
eignaraðild og bankarnir settir í
hendurnar á mönnum nákomnum
flokkunum.
„EES-samningurinn breytti
samfélaginu úr haftaþjóðfélagi,
með afskiptasömu ríkisvaldi, í
frjálslyndisátt,“ segir Einar Mar
Þórðarson stjórnmálafræðingur.
„Það er hins vegar spurning hvort
það hafi verið gengið of langt í þá
átt, eins og dæmin sýna. Flokkur-
inn hefur staðið að mjög umdeild-
um málum eins og einkavæðingu
bankanna. Þar var ákveðið hver
fengi að kaupa bankana og stað-
an núna sýnir að það hefði betur
verið farið hægar í það.“
Lýðræðið
„Það má deila um það hvort svo
löng valdaseta sé holl lýðræðinu,
en jafnframt hvort það sé hollt
fyrir flokkinn,“ segir Sigurð-
ur Líndal lagaprófessor. „Þegar
flokkar hverfa úr ríkisstjórn þá
fá þeir tækifæri til sjálfskoðun-
ar. Þeir bera ekki lengur ábyrgð á
stjórninni og geta þá spurt hvort
allt sé í lagi innan þeirra raða.
Ef ég væri Sjálfstæðisflokkur-
inn myndi ég nota þetta tækifæri
og meta hvað var vel gert og hvað
ekki. Þau verða að endurmeta
stefnuna og bjóða eitthvað nýtt
fram.“
Sigurður segir að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi verið ákaflega
valdamikill á undanförnum árum
og það megi ef til vill færa fyrir
því rök að það hafi verið um of.
„Það getur svo verið að valdið
hafi spillt. En höfum við einhver
augljós dæmi um slíkt?“ segir Sig-
urður. Spurt er á móti hvort gagn-
rýnin í samfélaginu sé ekki sú að
völd fárra manna og spilling því
tengd, felist í því að það er ekki
hlustað á fólkið í landinu. „Já, ég
held að eitthvað sé til í því. Ráð-
herrar og aðrir hafa afgreitt gagn-
rýni með þögninni eða útúrsnún-
ingum. Valdið og spillingin geta
vissulega falist í þögninni.“
Gunnar Helgi tekur undir með
Sigurði og telur að það sé varla
eðlilegt í lýðræðisríki að sami
flokkurinn sé við völd áratugum
saman. „Engum flokki er það hollt
að sitja mjög lengi á valdastóli.“
Gunnar tekur dæmi af íhalds-
flokknum í Bretlandi sem einmitt
hélt í átján ár um stjórnartaum-
ana þar í landi. Reyndin varð sú
að þegar hann féll í kosningum
þá kom upp mikil togstreita, ekki
síst á milli þeirra sem vildu leiða
flokkinn til framtíðar. „Ég held að
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi mjög
róttæka sjálfsskoðun. Kjarninn
í stefnu flokksins er einfaldlega
hruninn. Því hefur trúverðug-
leikinn beðið verulegan hnekki.
Íhaldsflokkurinn missti tiltrú
fólksins á að hann gæti stjórn-
að efnahagslífinu og kjósendur
voru þreyttir á að sjá alltaf sömu
andlitin.“
Pólitískar stöðuveitingar
„Pólitískar stöðuveitingar í dóms-
kerfinu hafa örugglega skað-
að flokkinn verulega því þær
hafa hreyft við hópi sem hefur
litið á Sjálfstæðisflokkinn sem
sinn flokk,“ segir Gunnar Helgi.
„En það er ekki svo að pólitísk-
um stöðuveitingum hafi fjölgað í
seinni tíð. Reyndar held ég að þeim
hafi fækkað ef eitthvað er. Þeim
er hins vegar beint að ákveðn-
um stöðum þar sem menn telja að
miklir hagsmunir séu í húfi. Það
tengist fjölmiðlum, Seðlabankan-
um og lykilstofnunum og ráðu-
neytum. Svo er það utanríkisþjón-
ustan, sem er vel þekkt en nokkuð
annars eðlis.“
Sigurður Líndal segir að sífellt
meiri kröfur séu gerðar til að farið
sé að stjórnsýslulögum og lögum
um dómstóla. Þannig sé búið að
þrengja frjálsræði stjórnmála-
manna. Viðleitnin til fagmennsku
og siðbótar í veitingu embætta
hafi hins vegar ekki skilað sér að
fullu. „Ég er satt að segja hissa á
þessu og Sjálfstæðisflokkurinn
hefur valdið mér vonbrigðum að
þessu leyti, því sjálfstæðismenn
hafa alltaf farið fremstir í flokki í
að gagnrýna embættisveitingar á
tímum vinstri stjórna. Það má full-
yrða að dómsvaldið sé sjálfstætt,
en það hefur verið reynt að skerða
það með því að koma flokksgæð-
ingum þar inn fyrir dyr. Þegar
litið er til héraðsdómara og sýslu-
manna þá er það rannsóknarefni
hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi
gengið hart fram í að koma sínu
fólki að. Það má einnig spyrja um
ráðuneytisstjórana; hvernig voru
þeir skipaðir? Mín leiðsögutilgáta
er þessi: Mér finnst líklegt að
sjálfstæðismenn hafi komið sínum
mönnum fyrir á ýmsum stöðum.
Dæmi sanna að farið hefur verið
gróflega yfir strikið. En um þetta
vil ég ekki alhæfa.“
Breytt þjóð?
Einn viðmælandi Fréttablaðsins
tók svo djúpt í árinni að það megi
merkja það á þjóðarsálinni hversu
lengi Sjálfstæðisflokkurinn hefur
verið við völd. Einstaklings-
hyggja hafi verið hálfgert heróp
heilu kynslóðanna og sjálfhverf-
an sem því fylgdi sé rótin að fall-
inu mikla. „Það verður aldrei sýnt
fram á þetta,“ segir Gunnar Helgi.
„En það hefur verið viðurkennt í
samfélaginu að menn hugsi um
eigin hag og þurfi ekki að gæta að
neinu öðru. Allt sem einstaklingur
tekur sér fyrir hendur hefur áhrif
á marga aðra, beint og óbeint. Það
verður mjög erfitt að selja þá sögu
í framtíðinni að það sem fólk gerir
í viðskiptum og einkalífi, varði
aðeins það sjálft. Með dýrkeypt-
um hætti komumst við að því að
það sem við töldum að væri einka-
mál og á ábyrgð fárra er allt í einu
orðið skattaframtalið okkar.“
RÁÐHERRAR 1991-2009
Davíð Oddsson
Á Alþingi 1991-2005
Forsætisráðherra 1991-
2004.
Utanríkisráðherra 2004-
2005.
Formaður stjórnar
Seðlabanka Íslands
2005-
Geir H. Haarde
Á Alþingi 1987-
Fjármálaráðherra 1998-
2005
Utanríkisráðherra 2005-
2006.
Forsætisráðherra síðan
2006.
Þorsteinn Pálsson
Á Alþingi 1983-1999
Fjármálaráðherra 1985-
1987.
Forsætisráðherra 1987-
1988.
Sjávarútvegs-, dóms-
og kirkjumálaráðherra
1991-1999.
Sendiherra í Bret-
landi og Danmörku
1999-2005.
Björn Bjarnason
Á Alþingi 1991-
Menntamálaráðherra
1995-2002.
Dóms- og kirkjumála-
ráðherra síðan 2003.
Árni M. Mathiesen
Á Alþingi 1991-
Sjávarútvegsráðherra
1999-2005.
Fjármálaráðherra síðan
2005.
Sturla Böðvarsson
Á Alþingi 1991-
Samgönguráðherra
1999-2007.
Forseti Alþingis síðan
2007.
Einar K.
Guðfinnsson
Á Alþingi 1991-
Sjávarútvegsráðherra
síðan 2005.
Sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra 2008.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Á Alþingi 1999-
Menntamálaráðherra
síðan 2003.
Guðlaugur
Þór Þórðarson
Á Alþingi 2003-
Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra
2007-2008.
Heilbrigðisráðherra
síðan 2008.
Ólafur G. Einarsson
Á Alþingi 1971-1999
Menntamálaráðherra
1991-1995.
Forseti Alþingis 1995-
1999.
Formaður banka-
ráðs Seðlabanka
Íslands 1998-2006.
Friðrik Sophusson
Á Alþingi 1978-1998
Iðnaðarráðherra 1987-
1988.
Fjármálaráðherra 1991-
1998.
Forstjóri Lands-
virkjunar 1998-
Halldór Blöndal
Á Alþingi 1979-2007
Landbúnaðar- og
samgönguráðherra
1991-1995.
Samgönguráðherra
1995-1999.
Forseti Alþingis 1999-
2005.
Formaður banka-
ráðs Seðlabanka
Íslands 2007-
Tómas Ingi
Olrich
Á Alþingi 1991-2003
Menntamálaráðherra
2002-2003.
Sendiherra Íslands í
Frakklandi, 2004-
Sigríður Anna
Þórðardóttir
Á Alþingi 1991-2007
Umhverfisráðherra
2004-2006.
Sendiherra Íslands
í Kanada 2008-
Sólveig
Pétursdóttir
Á Alþingi 1991-2007
Dóms- og kirkjumála-
ráðherra 1999-2003.
Efnahagshrunið er arfleifðin
Tæplega átján ára samfelldri setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands er lokið. Má merkja langa valdatíð á innviðum sam-
félagsins? Var hún holl lýðræðinu í landinu? Hver er arfleifð þeirra sem svo miklu réðu á þessu tímabili, spyr Svavar Hávarðsson.
Flokk-
urinn er
búinn
að vera
við völd í átján ár og
Ísland er hrunið.
Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor