Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 24
24 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR F ólk sækir mun meira í andleg málefni á erfið- um tímum,“ útskýrir Magnús Skarphéðins- son, formaður Sál- arrannsóknarfélags Reykjavíkur. „Ég hef séð þetta gerast áður á krepputímum að fleiri leita til Sálarrannsóknarfé- laganna og annarra andlega félaga en ella eða sækja miðilsfundi. Það góða við þessa þróun er að fólk heldur sig meira við andleg mál- efni í kjölfarið. Fólki líður betur þegar það fer að sinna andlegum hliðum á sjálfum sér.“ Að sögn Magnúsar bar flestum virtum miðlum á vegum félagsins saman um að kreppan væri yfirvofandi á sínum tíma. „Þeir sáu þetta mikla umbreytingaskeið fyrir. Sumum þeirra bar saman um að kreppa myndi skella á og sáu einnig fyrir veikindi ráðherranna. Hins vegar voru þeir sammála um að þetta tímabil myndi ganga nokkuð hratt yfir og verða styttra en fróð- ir menn telja. Að ef Íslendingar haldi vel á spöðunum muni draga mjög úr atvinnuleysi, sérstaklega á næsta ári, og að hér á Íslandi verði evran tekin upp innan áratugar og Ísland ganga hratt og örugglega inn í Evrópusambandið. Einn spá- miðillinn okkar sá sýn um að neglt hefði verið fyrir Smáralindina en ég vona nú að það rætist ekki. Ég veit líka að þessi kreppa lá fyrir í stjörnunum, Gunnlaugur Guð- mundsson stjörnuspekingur var til dæmis löngu búinn að sjá þetta fyrir í sínum kortum.“ Fólk er haldið miklum kvíða Magnús er ekki sérlega spennt- ur fyrir stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar þó að bróðir Magnúsar, Össur Skarphéðinsson, verði líklega ráðherra. „Þar blas- ir við aukin skattheimta. Ég er nú langt frá því að vera sjálfstæðis- maður en það hefði verið gott að hafa sjálfstæðismenn með í þess- um pakka. Þeir hafa oft meira raunveruleikaskyn þegar kemur að þessum málum. En nú reynir á þetta nýja fólk, það er búið að kvarta svo lengi.“ Magnús segist fá mörg símtöl á dag frá fólki sem sýni starfi félags- ins áhuga. „Fólk vill vita hvað við erum að gera og hvað við erum að starfa eða fá tíma hjá miðlum og spámiðlum til að sjá fram í tímann og að leita frétta af framliðnum ástvinum. Það kvíðir framtíðinni en svo er þetta oft líka einn af loka- áfangastöðunum þegar fólk endur- metur gildi sín. Þá fá þessi gildi meira vægi. Dulræn mál máttu sín lítils á meðan milljarðafurstarnir réðu ríkjum hérna. Þegar sú stétt bara hverfur alveg þá leitar fólk annarra gilda.“ Það er jákvæð og góð þróun að mati Magnúsar, sem telur að þegar fólk sinnir and- legu hliðinni sé það varanlegri sigur en að hlaupa eftir veraldleg- um gæðum. „Það er svo augljóst að margt fólk er haldið kvíða og að allmargir eru að endurskoða heimsmynd sína. Fólki finnst það hafa verið blekkt. Peningaguðinn var guðinn sem brást.“ Nýir tímar andlegrar vakningar ganga í hönd að sögn Magnúsar. „Gildin verða hjá mörgum í breyttri forgangs- röð.“ En hvað með kirkjuna, telur hann ekki að fleiri munu sækja guðshús? „Æ, kirkjan er óttaleg- ur miðaldaísjökull, greyið,“ svarar hann. „Ég er ekki í vafa um það að fólk sækir ýmislegt annað frekar en andlega þekkingu til kirkjunn- ar í dag. Það sækir meðal annars friðinn og tónlistina og hugleiðsl- una en það er lítið andlegt fóður að hafa frá kirkjunni í dag. Þar er yfirleitt jarmað um einhverja fjar- læga helgisögn. Ég átti tal um þetta við þjóðkirkjuprest um daginn og hann var alveg sammála um það að til þess að fólk færi að sækja oftar kirkju væri líklega best að prest- arnir þögnuðu endanlega, enda hafa þeir ekkert lengur að segja né mega neitt segja til að falla ekki í ónáð hjá miðstýrðu biskupsveldinu og skíthræddum safnaðarnefnd- um. Best væri auðvitað að prestar hefðu alvöru boðskap fyrir sóknar- börn sín á sunnudögum eins og var meðal annars hjá Haraldi Níelssyni fyrir tæpum hundrað árum síðan. Þá var svo mikil aðsókn í kirkjuna að það voru gefnir út aðgöngumið- ar til safnaðarmeðlima, svo mjög var slegist um að heyra predikanir Séra Haraldar, enda mikill spírit- isti í predikunum sínum. “ Stór hluti þjóðarinnar fer á miðilsfundi Að sögn Magnúsar byrjaði áhugi hans á andlegum málefnum þegar hann var lítill drengur. „Foreldar mínir voru spíritistar og það var eðlileg hugsun á heimilinu að það væru til aðrir heimar. Heim- ur þar sem guð héldi sig, heimur fyrir þá látnu, álfaheimar og ótal aðrir . Ég hef aldrei verið skyggn eða séð neitt dulrænt en hjá mér óx mikil forvitni og áhugi um mál- efnið. Þetta olli mér miklum heila- brotum þegar ég var krakki. Eitt sinn þegar ég var í landafræði- tíma í Hlíðaskóla þá barst í tal hversu mikill mannfjöldi væri á Norðurlöndum. Ég spurði kennar- ann þá hversu mikið væri af huldu- fólki á Íslandi. Þá svaraði kennar- inn að það væri ekkert huldufólk á Íslandi og að þetta væru bara sögur. Þá gerði ég mér grein fyrir klemmunni sem málið var í. Ann- ars vegar er fólkið sem sér þessa hluti og hins vegar eru þeir sem trúa engu og afskrifa þetta allt sem vitleysu. Alla mína ævi hef ég hitt fólk sem hefur reynslu af öðrum heimum. Snemma upphófst skipuleg söfnun frásagna sem ég hef nú safnað áratugum saman.“ Þeir Íslendingar sem búa yfir skyggnigáfu sjá stóra flóru af yfir- skilvitlegum fyrirbærum að sögn Magnúsar. „Sumir sjá fyrirbæri aftur í tímann, aðrir fram í tím- ann. Sumir sjá álfa, aðrir drauga og sumir eitthvað allt annað. Íslendingar sjá framliðna mjög oft og þora að tala um það. Töluvert stór hluti þjóðarinnar fer á miðils- fundi en í gegnum sálarrannsókn- arfélögin er hægt að komast í sam- band við góða miðla.“ Þar að auki er svo hið séríslenska huldufólks- fyrirbæri sem Magnús segir hafa mikla sérstöðu í heiminum. „Þessi tengsl við álfa og huldufólk eru hvergi til annars staðar nema hjá frumbyggjum. Mín skoðun á þessu máli mótast af sagnfræðinámi mínu en ég held að þetta sé svona hér á landi vegna þess að upplýs- ingastefnan komst ekki til Íslands fyrr en undir lok 19. aldar. Um 1870 voru aðeins þrír eða fjórir háskólamenntaðir menn á landinu. Þegar upplýsingastefn- an er mótuð í Evrópu var hún mótuð gegn hjátrú, hindurvitnum, bábilju, dellu og vitleysu. Hún var reyndar mjög nauðsynleg stefna til þess að rísa upp á móti framkomu kirkju og valdamanna oft og tíðum. En upplýsingastefnan hreinsaði hins vegar út trú á líf eftir dauð- ann og trú á náttúruvætti. En hér á Íslandi barði upplýsingastefnan þetta ekki niður svona snemma vegna þess hve valdalítil hún var hér á landi og kom seint. Í dag trúa 54 prósent Íslendinga á álfa og huldufólk á meðan að jafnaði 1-2 prósent erlendis trúa á slíka hluti. Ég er viss um að ef það hefði verið gerð skoðanakönnun árið 1500 hefðu þessar tölur verið svipað- ar í öllum löndum.“ Magnús tekur einnig fram að hátt í áttatiu pró- sent Íslendinga trúi á líf eftir dauð- ann á meðan sú tala er um fjörutiu prósent hjá öðrum þjóðum. „Það er einnig hægt að þakka þetta öflugu starfi sálarrannsóknafélaganna á fyrri hluta tuttugustu aldar, og þá sérstaklega þeim frumkvöðlum Einari Kvaran, Haraldi Níelssyni og Séra Jóni Auðuns. “ Bók um kortlagningu andaheima á leiðinni Eftir áratuga rannsóknir á dul- rænum efnum eru það ákveðnir hlutir sem hafa komið Magnúsi mest á óvart. „Það voru þessar yfirþyrmandi vísbendingar og líkur á tilvist annars heims þar sem framliðnir eiga heimilisfesti. Vísbendingar um staðinn sem allir fara á, bæði dýrin og fólkið. Allar þessar þúsundir þjáðra kvenna og karla sem enda á sama staðn- um. Það kom mér fallega á óvart, af því að ég hef aldrei verið sér- lega Biblíutrúaður, að það sem Biblían kallar himnaríki virðist vera til samkvæmt lýsingum á miðilsfundum. Þetta Sumarland sem hinir framliðnu lýsa í gegn- um miðla. Að þeirra sögn er það mjög fagur staður, þar eru engin félagsleg eða pólitísk vandamál né nokkrir sjúkdómar eða erfiðleikar. Það eina slæma við þann stað er að mínu mati er að þar er ekkert að éta! Þar fær maður bara næringu í gegnum andardráttinn eða af lykt- inni af gróðrinum.“ Magnús segir líka að margt bendi sterklega til þess að fólk eigi sér fyrri jarðlíf. „Ég sé enga sérstaka skynsemi í fyrri lífum og af hverju fólk ætti að koma aftur, en það er margt sem bendir til þess. Það kom mér einnig á óvart hversu veröld álfa og huldufólks er umfangsmikil og hversu geimverureynsla fólks er merkileg og hvaða merkilegu hluti geimverur hafa sagt við jarðar- búa. Ótrúlegt er líka að heyra hvað framliðnir hafa sagt við núlifandi manneskjur. Við höfum verið með skipulegar handanheimarannsókn- ir hér hjá félaginu í vísindahóp og fengið að spyrja hvernig lands- lagið og siðmenningin er hinum megin, um hvernig það er að deyja og um hvernig þeir geta fylgst með okkur sem og nátturulögmál sem þar virðast ríkja. Okkur hefur tekist að ná ótrúlega heildstæðri mynd og við Sveinn Baldursson, varaformaður félagsins, erum að skrifa bók sem útskýrir þennan heim nokkuð vel fyrir almenningi og birtir niðurstöður úr þessum rannsóknum okkar. Hún kemur vonandi út í haust og heitir Leitin að tilgangi heimsins.“ Magnús segist eiga sér stór- an draum fyrir framtíðina. „Ég á mér þann barnalega draum að annars vegar verði þessir anda- heimar kortlagðir nokkuð vel, sem við erum að gera, og hins vegar að fjölmargir miðlar eða trans- miðlar verði á boðstólum fyrir þá sem vilja tala við látna ástvini. Þá gæti fólk komið og verið í sam- bandi við framliðna hvenær sem það óskaði þess. Ég á mér einnig þann draum að sorg vegna miss- is hverfi. Það eina sem er ekki hægt að taka í burtu er eftirsjá og vanlíðan út af aðskilnaði en það yrði hægt að hafa samband yfir í hinn heiminn hvenær sem er. Þetta yrði mesta hljóðláta bylting mannkynsins. Að vita hvert menn eru að fara, hvaðan þeir komu og hvað þeir eru að gera hér. Það eru svo yfirgengilega miklir fordóm- ar gagnvart þessum málaflokki. Fólk segir oft að þetta sé ekki til, að þetta sé geðveiki, eða að þetta sé fjárplógunarstarfsemi. Þar er málið statt og þar er það fast. Ég á mér þá trú að þetta verði rannsak- að með jákvæðu og opnu hugar- fari. Ég held ekki að margir menn myndu hegða sér illa ef þeir vissu fyrir víst að örlög og gerðir þeirra biðu þeirra á efsta degi. Eins og Descartes og fleiri rituðu: þegar trú er tekin út úr siðmenningunni þá hrynur hún á endanum undan sjálfri sér.“ Fólk leitar annarra gilda Skráningum í Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur fer sífjölgandi, segir formaður þess, Magnús Skarphéðinsson. Anna Margrét Björnsson ræddi við Magnús um kreppuna sem miðlar sáu fyrir, um kortlagningu á veröld hinna framliðnu og bjartari tíma fram undan hjá þjóðinni. MAGNÚS SKARPHÉÐINSSON Ekki sérlega hrifinn af vinstri stjórn þrátt fyrir að bróðir hans Össur taki þar líklega ráðherrasæti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Einn spámiðillinn okkar sá sýn um að neglt hefði verið fyrir Smáralindina en ég vona nú að það rætist ekki. 1981-84 1990 2000 Ísland 60% 81% 78% Finnland 60% 60% 55% Svíþjóð 35% 38% 46% Danmörk 32% 34% 38% Noregur 51% 45% - Bandaríkin 80% 78% 78% Ítalía 59% 68% 73% Bretland 56% 52% 60% HLUTFALL FÓLKS Í NOKKRUM LÖNDUM SEM TRÚIR Á LÍF EFTIR DAUÐANN Samkvæmt hinni alþjóðlegu lífsgildakönnun (tekið úr bók Erlendar Haraldssonar)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.