Fréttablaðið - 31.01.2009, Side 26
26 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR
Byltingin er hafin en ekki afstaðin
Trommur og kjuðar. Pottar og
pönnur. Simbalar og gong. Rusla-
fötur og kökuform. Við stóðum
framan við Alþingishúsið og börð-
um á þetta allt saman. „VANHÆF
RÍKISSTJÓRN! — BANG! BANG!
BANG!“ Við börðum okkur saman,
slógum taktinn og slógum frá
okkur. Búsáhaldabyltingin tókst
vonum framar. Stjórnin féll á sjö-
unda degi.
Aldrei áður hefur annað eins
sést á Íslandi. Loksins fór lang-
þreyttur landinn út á götu, kveikti
elda og lét í sér heyra. Þingheim
rak í roga stans, þjóðin var mætt
í Alþingisgarðinn, og ríkisstjórn-
in sat sem lömuð undir hrópum
hennar. Látum ekki vonsvikna
ráðherra, málgagn þeirra og
fréttastofur gamla Íslands, ljúga
að okkur ástæðum stjórnarslita.
Hér varð bylting og ekkert annað,
líkt og aðeins erlendir miðlar
hafa greint frá. „Skríll inn“ sigr-
aði „fína fólkið“. Stjórnin féll fyrir
reiðiöldu samfélags á heljarþröm.
Staða hennar var orðin slík að hún
lyppaðist niður fyrir eggjakasti og
pottaglamri. Ég legg til að skjald-
armerki hins nýja lýðveldis verði
pottur og sleif.
Við vorum búin að taka umræð-
una. Búin að skrifa greinarnar.
Búin að blogga okkur í hel og fylla
Fésbókina. Við vorum komin hand-
an við orð og ræður. Og slógum
bara taktinn. Og allir vissu hvað
átt var við. Allir skildu – að lokum
meira að segja hin „taktlausa ríkis-
stjórn“, eins og Guðmundur Andri
kallaði hana á Austurvelli síðasta
laugardag.
Hún er fallin.
En ekki er allt búið enn. Ekki má
gefast upp þótt þessi sigur sé í höfn.
Við viljum breytingar. Við viljum
nýtt Ísland. Við viljum kveðja það
gamla. Gamla fúla flokksveldið.
Við viljum nýtt upphaf.
Ráðist á veikan mann
Maraþontrommudansinn við þing-
húsið var magnaður á köflum. Fólk
komst í hálfgerðan trans og stemn-
ingin varð um tíma hundheiðin og
skemmtileg. Einhver hafði orð á
því að tekist hefði með eldi og afr-
ískum takti að magna seið sem
særði fram Íslands helgustu vætti.
Landvættirnar voru komnar í lið
með mótmælendum og því fór sem
fór. Og þjóðin trommaði með allan
tímann, þótt heima sæti. Fólkið í
landinu. Sem vildi fá landið sitt
aftur.
En það var reynt að þagga niður
í liðinu. Allt reynt til að slökkva
eldinn. Þið eruð að ráðast á veikan
mann. Haldið þið að eitthvað betra
taki við? Þið eruð að trufla okkur í
miðju verki. Verkefnin fram undan
eru brýn. Vernda þarf heimilin í
landinu. Kosningar tefja fyrir upp-
byggingarstarfinu.
Og hvað voruð ÞIÐ að gera sem
ekki mátti trufla ykkur við? Jú,
þið þurftuð að lægja öldurnar í
flokknum, berja saman ríkisstjórn-
ina, undirbúa landsfund, ákveða
ykkur í sambandi við Evrópumál-
in og kjósa nýjan formann. Gef oss
a breik.
Þvert á móti þurfti að vernda
heimilin í landinu fyrir ykkur.
Þið voruð að trufla okkur í miðju
verki. Og á hverjum degi réð-
ust þið á þann veika mann, sem
íslenskt samfélag er, með því að
sitja áfram. Þið gátuð ekki ráðið
við vandann því þið sjálf voruð
vandinn. Þið bjugguð hann til.
Ríkisstjórnin sem sat aðgerðarlaus
og horfði á bankana vaxa og bank-
ana hrynja. Ríkisstjórnin sem sat
áfram í rústunum og var hvorki til-
búin að fórna biskup né peði af ótta
við að Flokkurinn myndi klofna á
meðan þjóðin klauf sig í herðar
niður af örvæntingu yfir aðgerð-
arleysinu. Ríkisstjórnin sem sat
og horfði á landræningjana flytja
þjóðarauðinn úr landi, á kviðfeitum
einkaþotum, og leggja inn á reikn-
inga á eyjum sem finnast ekki á
korti því þær eru ekki eyjar heldur
sjóræningjaskip.
Því hér var framið bankarán
með öfugum formerkjum. Bank-
arnir rændu þjóðina. Og munur-
inn á Bankaráninu og Tyrkjarán-
inu er sá að hið síðarnefnda sendi
nokkra tugi Íslendinga í ánauð en
hið fyrrnefnda sendir alla þjóðina
í ánauð.
Við viljum nýtt upphaf. Nýtt
Ísland. Nýtt lýðveldi. Segja bless
við það gamla.
Gamla Ísland
Á frægum hitafundi Samfylking-
arfélagsins í Reykjavík, sem hald-
inn var í Þjóðleikhúskjallaran-
um, steig Helgi Hjörvar í pontu
og sagði kröfuna um afsagnir ráð-
herra Samfylkingar fáránlega.
„Það er fáránlegt að okkar fólk
segi af sér á meðan Sjallarnir gera
það ekki.“ Sem sagt: Á meðan hinir
eru bíræfnir verðum við það líka.
Þarna var gamla Íslandi rétt lýst.
Flokkurinn fyrst og landið svo. Það
er þessi hugsun sem þarf á haf út.
Bæ, bæ, gamla Ísland!
Og viku síðar, þegar Geir Haarde
hafði stigið til hliðar, gat hann ekki
einu sinni þá sagt það hreint út í
sjónvarpsviðtölunum að hann hefði
verið tilbúinn að fórna Davíð til að
forða stjórnarkreppu. Forgangs-
röðunin var skýr. Fyrst Davíð, svo
flokkurinn, loks Ísland.
Bæ bæ, gamla Ísland!
Undraverður árangur
Í trommubyltingunni tóku sér
margir kjuða í hönd, sleifar og
þvottabursta. Miðaldra karlar
eins og ég, framsæknar ömmur
og bankasviknir afar, glænýir
atvinnuleysingjar jafnt sem fyrr-
verandi lögreglumenn. En þeir sem
slógu taktinn hvað harðast voru
kaffihúsakrakkarnir í 101. Klöpp-
um fyrir þeim. (Hvar var verka-
lýðshreyfingin? Hvar var Lúðra-
sveit verkalýðsins?). Og hvað tókst
trommuleikurunum ungu á einni
viku sem heilu þjóðargjaldþroti
tókst ekki á fjórum mánuðum?
Þeir felldu ríkisstjórnina. Það
eru ótrúleg tíðindi.
Látum þennan undraverða árang-
ur hvetja okkur til dáða. Því allt í
einu er allt hægt á Íslandi. Okkar
er aflið og okkar er valdið. Höld-
um áfram að tala, blogga og halda
fundi. Lýðræðisbyltingin er hafin.
Þjóðfélag þöggunar og sjálfsrit-
skoðunar er dautt. Davíðs tíminn er
liðinn. Málfrelsið hefur leyst við-
skiptafrelsið af hólmi. Annar hver
Íslendingur er skyndilega orðinn
afbragðs stjórnmálaskýrandi, ef
ekki ráðherraefni. Nú er af sem
áður var þegar allir þögðu í ótta
sinnar stöðu. Þegar háskólasamfé-
lagið var hræðslusamfélag og gáf-
aðir menn drógu mann út undir
húsvegg trekk í trekk, pírðu augun
og hvísluðu að manni sannleikan-
um. „En ÉG get bara ekki sagt
þetta, þú skilur …“ Nú geta allir
talað. Okinu er létt. Verum því stolt
af okkur. Og umfram allt: Höldum
áfram. Sofnum ekki á verðinum.
Notum þetta einstaka tækifæri til
að skapa nýtt og betra Ísland.
Við getum ekki beðið
Því við erum löngu fallin á tíma og
nú þarf að taka til hendinni.
Við getum ekki beðið eftir því
að kjósa nýja stjórn til að taka
við af þeirri sem nú er tekin við.
Við getum ekki beðið eftir því að
kjósa stjórnlagaþing til að breyta
stjórnarskránni. Við getum ekki
beðið eftir því að hreinsa út í flokk-
unum og fá Raddir fólksins inn á
þing. (En við þurfum ekki bara
nýtt fólk á þing heldur alveg nýja
og endurhugsaða stofnun sem heit-
ir Alþingi.) Við getum ekki beðið
eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn
haldi sinn auma landsfund. (Sem að
þessu sinni verður haldinn undir
kjörorðinu „Við settum Ísland á
hausinn“). Við getum ekki beðið
eftir því að ráðherrar Samfylking-
ar þori að mæta á almenna fundi
í flokknum sínum. Við getum ekki
beðið eftir því að Jóhanna Sigurð-
ardóttir læri á niðurskurðarhníf.
Við getum ekki beðið eftir því að
Steingrímu Joð fari í þetta MBA-
nám sem hann þyrfti svo nauðsyn-
lega að fara í. Við getum ekki beðið
eftir því að Sigmundur Davíð fái
símann hjá öllum í S-hópnum. Við
getum ekki beðið eftir því að Davíð
nái að sópa síðustu krónunum út úr
bergmálandi tómum Seðlabanka
inn á biðlaunareikning sinn. Út
með hann strax. Við getum ekki
beðið eftir því að Jónas FME Jóns-
son nái að klára allt rauðvínið sem
Kaupþing gaf honum áður en hann
hættir 1. mars. Út með hann strax.
Við getum ekki beðið eftir því að fá
að frysta allar eigur Icesave-snill-
inganna upp í þessa stærstu skuld
í heimi. Við getum ekki beðið eftir
því að skuldir Baugs verði skuldir
okkar, 3 milljónir á mannsbarn. Við
getum ekki beðið eftir því að Jón
Ásgeir kaupi alla fjölmiðla lands-
ins og breyti þeim í Skjá einn. Við
getum ekki beðið eftir því að Mogg-
inn hætti að angra okkur á morgn-
ana og fari frekar að borga þessa 5
milljarða sem hann skuldar okkur,
16.000 kr. á mannsbarn. Við getum
ekki beðið eftir því að Pálmi Har-
aldsson nái að trappa sig niður úr
því að eiga allar ferðaskrifstofur á
Norðurlöndum í það að eiga „bara“
allar ferðaskrifstofur á Íslandi. Við
getum ekki beðið eftir því að Sig-
urður Einarsson leggi niður þró-
unaraðstoð sína við Jómfrúareyj-
ar. Við getum ekki beðið eftir því
að Ólafur Ólafsson og Finnur Ing-
ólfsson skili okkur bankanum sem
þeir rændu af okkur. Við getum
ekki beðið eftir því að Sigurjón
Þ. Árnason nái að hreinsa burt öll
fingraförin sín úr Landsbankan-
um. Við getum ekki beðið eftir því
að Bjöggi Thor græði enn þá meira
á rýrnun krónanna í veskjunum
okkar. Við getum ekki beðið eftir
því að Árni Matt og Árni Johnsen
hefji sína ógnarspennandi próf-
kjörsbaráttu. Við getum ekki beðið
eftir því að Gummi Steingríms
nái að troða sér í gamla götótta
jakkann hans afa síns. Við getum
ekki beðið eftir því að málverk-
ið af Bjarna Benediktssyni verði
hengt upp við hliðina á málverk-
inu af Bjarna Benediktssyni. Og
við getum alls ekki beðið eftir því
að Hannes Hólmsteinn klári nýju
bókina sína, „Hvernig getur Ísland
orðið fátækasta land í heimi?“
Því nú verður ekkert eins og það
áður var. Bæ, bæ, gamla Ísland!
Gera upp fortíðina
Við þurfum nýja stjórn. Nýja hugs-
un. Nýtt lýðveldi. Nýtt Ísland.
Við þurfum að taka í skott-
ið á fortíðinni og gera hana upp í
einum grænum. Við sjáum það nú
að sumir bissnessmanna okkar
voru lítið annað en glæpamenn og
fráfarandi ríkisstjórn sú lögga sem
brást. Og enginn treystir rannsókn-
arnefnd sem skipuð var af henni til
að rannsaka, meðal annars, mis-
tök hennar. Þess vegna þarf nýtt
fólk. Hraust fólk og hraðar hend-
ur. Yfirheyrslurnar eiga að hefjast
á morgun. Og við eigum að kalla til
erlenda sérfræðinga.
Hér kom á dögunum Willem
Buiter og sagði okkur sannleikann
um okkur sjálf, svo allir skildu.
Hann ku vera boðinn og búinn að
hjálpa. „Just call me, and I’ll jump
on a plane.“ Af hverju er ekki búið
að tala við hann? Af hverju í ósköp-
unum er enn ekki hlustað á fólk-
ið sem varaði við á sínum tíma
og nú hefur sannast að hafði rétt
fyrir sér? Þorvaldur Gylfason. Vil-
hjálmur Bjarnason. Af hverju eru
þeir ekki kallaðir til ráðgjafar við
stjórn landsins?
Aldrei aftur eins flokks land
Síðan þarf að huga að framtíðinni.
Við VERÐUM að nota tækifærið
til að breyta grundvallarþáttum
í stjórnskipun okkar. Og læra af
reynslunni. Við megum aldrei aftur
gera Ísland að „eins flokks landi“
eins og The Times í London lýsti
20 ára ríki Sjálfstæðisflokksins í
vikunni. Við megum aldrei aftur
fá yfir okkur „valdstjórn“ sem
tekur hagsmuni sína og Flokks-
ins fram yfir þjóðarhag og stund-
ar óvinastríð í stað hefðbundinna
stjórnarstarfa. Því sá sem stjórnar
með stríði á alltaf á hættu að kalla
hrun yfir þjóð sína og enda sjálfur
í dimmum bönker.
Við þurfum nýja kosningalög-
gjöf. Landið eitt kjördæmi. Kjós-
endur geti valið fólk á listann
sem það kýs, sem þar með úthýsir
hinum hræðilegu prófkjörum. Við
þurfum að afnema ráðherraræðið
og gera stjórnsýsluna gegnsærri.
Við þurfum að endurreisa niður-
drabbað og ónýtt Alþingi og endur-
hugsa starfshætti þess frá grunni.
Burt með skrípamyndina af einum
manni í ræðustól að tala við tóman
sal. Burt með aðstoðarmenn áhrifa-
lausra og burt með öll furðulegu
fríin. Og svo þarf að aðskilja lög-
gjafar- og framkvæmdavald.
Það er svo margt sem þarf að
gera. En það þarf að gera það
NÚNA. Núna er tækifærið. Við
megum ekki klúðra því.
Þess vegna þurfum við nýtt lýð-
veldi. Nýtt Ísland. Látum kröfuna
hljóma um landið allt: Bæ, bæ,
gamla Ísland!
Titill greinarinnar vísar í heiti
sýningarinnar Bæ, bæ, Ísland
sem Hannes Sigurðsson, forstöðu-
maður Listasafnsins á Akureyri,
skipulagði í apríl 2008 og fylgdi úr
hlaði með formála sem var aðeins
nokkrum mánuðum á undan sam-
tíma sínum.
Bæ, bæ, gamla Ísland!
Hér varð bylting og ekkert annað, skrifar Hallgrímur Helgason rithöfundur. „Látum þennan undraverða árangur hvetja okkur til
dáða. Því allt í einu er allt hægt á Íslandi.“ Ekkert verður gert eins og áður. Núna er tækifærið og við megum ekki klúðra því.
NÝTT SKJALDARMERKI „Og hvað tókst trommuleikurunum ungu á einni viku sem heilu þjóðargjaldþroti tókst ekki á fjórum mán-
uðum?“ spyr Hallgrímur. „Þeir felldu ríkisstjórnina. Það eru ótrúleg tíðindi.“