Fréttablaðið - 31.01.2009, Side 28

Fréttablaðið - 31.01.2009, Side 28
28 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusamast- ur? Þegar haldið var upp á afmæl- ið mitt. Ef þú værir ekki tónlistarmaður hvað myndirðu þá vera? Landslags- málari. Það vék fyrir tónlistinni á sínum tíma. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Í októ- ber keypti ég mér smurða brauð- sneið í Kaupmannahöfn á 4.000 kr. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Þetta er ekki fyrir þig! Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar myndirðu vilja búa? NYC, Berlín, London … ég er stórborgarbarn. Uppáhaldslistamaður allra tíma og af hverju? Lennon hitti á taugar í fólki sem áður voru ósnertar. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Speltpitsa og sjónvarpið. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Kántrí- bassaleikari á krá í Þingholtsstræti þar sem listamenn voru sviknir um öll laun og beittir ofbeldi af dyravörðum. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- inni? Efra-Breiðholt yfir Hellis- heiði og út suðurströnd landsins. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta mest á í dag? 70’s tilrauna- rokkstefnur og gömlu Chess-blús- plöturnar. Ég hlusta ekki á lög, bara plötur í heild sinni. Ef að þú ættir tímavél, hvert myndurðu fara og af hverju? Ég væri til í að svipast hér um á landnámsöld og fá nokkra hluti á hreint. Er eitthvað sem heldur fyrri þér vöku á nóttunni? Nei. Ef þú gætir breytt einhverju í for- tíð þinni, hvað myndi það vera? Ég hefði verið til í að hafa lesið skólabækurnar. Hvenær fékkstu síðast hláturs- kast? 24.janúar kl. 11.43. Áttu þér einhverja leynda nautn? Ég vil halda öllum nautnum uppi á borðunum, en hefði ég leyndar nautnir þá færu þær varla í fjöl- miðla. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Gamla testamentið. Það er mun bitastæðara og skemmtilegra en þetta nýja. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Nelsons Mand- ela. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Tony Blair. Uppáhaldsorðið þitt? Kisi. Hvaða eitt atriði myndi fullkomna lífsgæði þín? Ég hef andstyggð á fullkomnun. Af hvaða einu lag verður þú að taka „cover“ áður en þú deyrð? Sultans of Swing. Hvað verða þín frægu hinstu orð? „Allt í góðu.“ Hvað er næst á dagskrá? Útgáfu- tónleikar í tilefni af útgáfu plötu minnar Ologies sem fara fram í Bæjarbíói Hafnarfirði kl. 21 á miðvikudaginn. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Guðmundur Svövuson Pétursson STARFSFERILL Í HNOTSKURN: „Var þetta take?” FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1972 þegar Volkswagen bjalla sló öll sölumet. Ég er stórborgarbarn Einn fremsti gítarsnillingur Íslendinga, Guðmundur Pétursson, gaf nýlega út sólóplötuna Ologies en út- gáfutónleikar verða haldnir í næstu viku. Anna Margrét Björnsson tók Guðmund í þriðju gráðu yfirheyrslu. GUÐMUNDUR PÉTURSSON GÍTARLEIKARI Versta starfið var að vera kántríbassaleikari á krá í Þingholtsstræti. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM ■ Á uppleið Strákar með sítt hár Hver hefur efni á því að fara í klippingu í kreppunni? Strákar með sítt hár eru aftur flottir, tími stroknu viðskipta- gauranna er alveg liðinn. Hæfilega sítt hár er flott og listamannslegt, en það er aftur á móti enginn að tala um að hár niður á bak að hætti þungarokk- ara eða að sítt tagl sé fallegt, það er jafn lummulegt nú sem fyrr. Skíði Loksins snjóar á suðvestur- horninu og ekki eftir neinu að bíða að finna til skíðagræjurnar og skella sér í fjöllin. Ef skíði eru ekki til á heimilinu þá er hægt að leigja sér skíði í Bláfjöllum og halda af stað í brekkurnar. Flottur stíll í brekkunum næst ekki nema með æfingu og það er um að gera að drífa sig á meðan færi gefst í fjöllin. Það er alltaf eitthvað sígilt og flott við það. Að setjast á skólabekk Margir hafa misst vinnu eða sjá kreppuna hreinlega sem tækifæri til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Hvernig væri nú að kíkja á valmöguleikana? Sól- gleraugu Sólin er loks komin upp á himininn og skín skært á snjóinn svo maður fær ofbirtu í augun. Nú er tíminn til að draga fram rokkaragleraugun og vera svalur á því. ■ Á niðurleið Rauðvín Verðið hefur hækkað svo svakalega á víni að það er hægt að afskrifa ljúfar stundir yfir rauðvíns- drykkju í náinni framtíð. Að minnsta kosti ef maður vill forðast að fara á hausinn. Afskorin blóm Ótrúlegur munaður þessa stundina og alls ekki hægt að kaupa liljur og rósir vikulega eins og í góðærinu. Nú er bara að vona að jólastjarnan dugi fram á vor. Facebook-skilnaðir Vandræða- lega hallærislegt þegar fólk hellir úr tillfinningaskálum fyrir allra augum á netinu. Erum við í Bandaríkjunum? Dýrar veislur Snittur og kampavín eru alls ekki málið. Liðið á að mæta með eigin flöskur og splæsa saman í saltstangir og stjörnusnakk. MÆLISTIKAN Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2009 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2009. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Kolbrún Bergþórsdóttir formaður og Jón Óttar Ragnarsson tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Ingibjörg Har- aldsdóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveð- ur. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2009. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2.hæð, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs s. 5901520 og 5901521.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.