Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 34
2 Fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Vera Einarsdóttir skrifar Pantið fermingarmyndatökur tímanlega L j ó s m y n d a s t o f a B æ j a r h r a u n i 2 6 ljósmyndastofa í 25 ár Sími 565 4207 www ljosmynd.is BARNVÆNT Ég lærði að prjóna í grunnskóla eins og flestir en gerði nú lítið af því að prjóna þar til að ég tók upp þráð-inn á fullorðinsaldri,“ segir Solveig Thoroddsen listaskólanemi og móðir tveggja barna. Dóttir hennar Sigrún, fimm ára, er gjarnan í heimaprjónuðum peysum en það var einmitt þegar Solveig eignaðist sitt fyrra barn, Dag, sem í dag er 12 ára, að hún hóf að prjóna. „Ég fór að vera meira heima og það getur verið svo tilvalið að nota tímann heima til þess að prjóna, til dæmis þegar maður situr yfir sjónvarpinu, þá er nú fyrirtak að vera með prjóna í hönd. Svo er svo gaman að sjá flík verða til, það hvetur mann áfram,“ segir Solveig sem var afar fegin við upp- haf prjónatíðar sinnar að hafa laghenta mömmu til að leita aðstoðar hjá og góðar vinkonur. „Það er ekki flókið að prjóna en ýmsar tæknilegar útfærslur flæktust fyrir mér í byrjun.“ Solveig segir hægt að hafa yndi af mörgum þátt- um prjóna- skapar: „Það er slakandi að prjóna, sérstaklega þegar maður er að prjóna eitthvað ein- falt, þá er það næstum því eins og að fara í jógatíma. Að telja út og gera flóknari hluti krefst hins vegar einbeitingar og reynir á heilann.“ Prjóna- skapnum er ekki tóm slökun, honum geta fylgt vökunætur ef því er að skipta. „Ef það er eitthvað spennandi á prjónunum þá á mér til að hlaupa kapp í kinn og prjóna frameftir nóttu.“ Solveig segir fjölbreytnina skemmti- legasta í prjóna- skapnum. „Ég er yfirleitt með nokkra hluti í gangi í einu, kannski eina grófa lopap- eysu, eina flóknari flík og eina barnapeysu, þær klárast svo fljótt sem er skemmtilegt.“ Solveig mælir eindregið með því að prjóna, í kreppu sem góðæri, og ekki síst úr íslenska lopanum. „Hann er ódýr og ullin er einstaklega hentugt efni, hún er hlý og ekki dregur úr hitaeiginleikunum þó að hún blotni,“ segir Solveig sem að mælir með því fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í prjónaskap að byrja á ein- hverju einföldu eins og trefli og vinda sér svo í barnapeysu. Mægður í heimaprjónuðum peysum. Ullin er í uppáhaldi enda bæði ódýr og einkar hlý á köldum vetrardögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eins og margur veit þá gefst það betur í barnauppeldi að styrkja jákvæða hegðun en að refsa fyrir neikvæða. Þetta vefst þó fyrir mörgum enda er neikvæða hegðunin oft fyrirferðarmeiri og fangar frekar athyglina en sú jákvæða. Ég hef þó reynt að hafa þennan vísdóm að leiðarljósi og á ljúfan og meðfærilegan dreng, sem ég skrifa þó fyrst og fremst á hans eigin per- sónuleika. Þegar hann var pjakkur, sat í herberginu sínu og lék sér í mestu makindum settist ég stundum hjá honum, forvitnaðist um það hvað hann var að gera og reyndi af veikum mætti að leika við hann í pleymó. Þá hrósaði ég honum í hástert fyrir jákvætt framtak af ýmsu tagi. Þannig taldi ég mig, meðal annars, vera að veita jákvæðri hegð- un hans athygli. Ég verð þó að játa það að oft á tíðum hallaði ég hurðinni aftur og notaði tímann, á meðan hann dundaði sér, til að þeytast í loftköst- um um íbúðina, setja í vél, hengja upp, þurrka af, búa um, rista mér brauð og jafnvel glugga í blað. Ef hann lét á sér bæra áður en ég hafði lokið verk- um mínum setti ég jafnvel teiknimynd í tækið til að kaupa mér tíma og frið. Honum virðist sem betur fer ekki hafa orðið alvarlega meint af þó uppeldið hafi ekki alltaf verið í samræmi við bestu sannfæringu. Í dag er drengurinn nánast farinn að ganga sjálfala og get ég með góðri samvisku sinnt heim- ilisverkum á meðan hann sinnir sínu. En eftir því sem hann eldist og þroskast eykst þörfin fyrir að spjalla og segja frá til muna. Mér þykir fátt skemmtilegra en að spjalla við hann um daginn og veginn. Ég verð þó að viðurkenna það að stund- um reikar hugurinn annað eftir margar nokk- uð sundurlausar lýsingar á viðburðum dagsins, leikritinu sem á að fara að setja á fjalirnar eða uppátækjum skólafélaganna. Hefur það sérstak- lega ágerst nú þegar hver stórfréttin rekur aðra og hugsanirnar eru allar í graut. Þá eiga undir- tektirnar það oft til að verða á þessa leið: „jamm, jahá, en gaman.“ Ég ranka svo við mér þegar gaurinn engist um af óánægju og pirringi yfir því að ég hafi sagt „jáhá“ á kolvitlausum stað og komið upp um það að ég hafi ekki verið að hlusta. Þá upphefst eltingaleikur þar sem ég hleyp á eftir honum og bið hann um að byrja upp á nýtt en oftar en ekki er minn orðinn þver og fastur fyrir og á það jafnvel til að kreista fram tár. Þá þarf að dekstra hann með öllum tiltækum ráðum og jafnvel hækka róminn ef óþolinmæðin lætur á sér kræla. Um leið stend ég mig að því að vera að veita neikvæðu hegðuninni, sem ég kallaði í raun yfir mig, óskipta athygli. JAMM OG JAHÁ Slakandi, skapandi og örvandi að prjóna Solveig Thoroddsen er hefur verið iðin við að prjóna peysur á dóttur sína Sigrúnu. Solveig lærði að prjóna í skóla en tók upp þráðinn á fullorðinsaldri. Hún mælir með prjónaskap í kreppu sem góðæri. Bláfjöll Loksins er skíða- snjór í Bláfjöllum og um að gera að taka fjölskylduna með á skíði um helgina. Skíða- íþróttin er sannkallað fjölskyldusport og fátt sem jafnast á við að hreyfa sig í heilnæmu útiloftinu. Í Bláfjöllum stendur ókeypis skíðakennsla börnum og fullorðnum til boða. Börnin verða að vera orðin fjögurra ára til að taka þátt og þau þurfa að vera í sjálfstæðari kantinum ef þau eru svo lítil. Skíðakennnslan fer fram í byrjendabrekkunni við Skálann og á sama stað er hægt að leigja skíði ef fjölskyldan býr ekki svo vel að eiga þau. Fyrir þá vönu er auðvitað ekki annað að gera en að velja sér brekkur við hæfi og skella sér af stað. Verðið á dagskortum eru 2.000 fyrir fullorðna og 550 fyrir börn. Svo er auðvitað hægt að taka gönguskíðin með og taka hringinn á brautum eða utan brauta, alveg ókeypis. Eftir útiveruna er svo fátt betra en bolli af heitu kakói og kjarngóðar samlokur. x
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.