Fréttablaðið - 31.01.2009, Síða 38

Fréttablaðið - 31.01.2009, Síða 38
 HEIMILISHALD SÓLVEIG GÍSLADÓTTIR ● Forsíðumynd: Anton Brink tók mynd í Listsmiðj- unni Art2b á Korputorgi Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ● ANDREA RÓBERTS Hannað af hjartans list ● HEIMILIÐ Búsáhöld eftir byltingu ● LIST heimili&hönnun LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 ● TÖFRANDI SPEGLUN Copper Shade ljósið eftir Tom Dixon er þeim skemmtilega eiginleika búið að í því speglast nánasta umhverfi. Það tekur því á sig hinar ýmsu myndir sem stjórnast af því hvar það er sett upp. Eitt og sér setur ljósið sterkan svip á umhverfið og virkar eins og punkt- urinn yfir i-ið. Stundum eru ljósin höfð saman í þyrpingu og er útkoman tilkomumikil. Ljósakrónurnar speglast þá hver í annarri um leið og herbergið speglast með mismunandi hætti í hverri ljósakrónu fyrir sig, allt eftir staðsetningu. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA ● heimili&hönnun „Jórunn leit á hjörtun sem tákn um kærleika og átti til að láta eitt fylgja með í kaupbæti þegar versl- að var í Jórunnarbúð og ég er ekki frá því að margir hafi komið þaðan út sem betri manneskjur. Mér varð mikið hugsað til þess eftir að ein vinkona mín gaf syni mínum svona hjarta í nafnveislunni hans.“ Þetta segir Andrea Róberts fjöl- miðlakona sem hefur snúið sér að hönnun og framleiðslu á hjörtum, sem meðal annars eru gerð úr gardínum, dúkum og sængurfatn- aði úr verslun Jórunnar Ragnheið- ar Brynjólfsdóttur. Jórunn stofnaði búðina við Skólavörðustíg 19 árið 1992, þá 82 ára gömul, og rak hana þar til á síðasta ári en þá andaðist hún 98 ára að aldri. Þar bar fund- um þeirra Andreu fyrst saman. Andrea ákvað að hanna eigin línu af hjörtum, sem hefur hlotið heit- ið Jórunn, til minningar um og í virðingarskyni við þessa hvers- dagshetju. „Hjörtun eru hugsuð sem gjaf- ir fyrir fólk á öllum aldri, í gleði og sorg. Þeim er komið fyrir á blúndubeði í öskju, þar sem þau má geyma eða hengja upp á keðju. Á botni öskjunnar er miði sem skýr- ir hugmyndina á bak við þau. Að þeim má síðan hvísla leyndarmál- um eða ræða við um ýmis áhyggju- efni. Þannig er Jórunn trúnaðar- vinur sem er ávallt til staðar.“ Hjörtun koma í verslanir fyrstu helgi í febrúar; Epal í Skeifunni, Kraum við Aðalstræti og Börn Náttúrunnar við Skólavörðustíg. - aóv Hjörtun geta geymt ýmis leyndamál.„Ég er mjög einlæg hvað þetta verkefni varðar. Það skilar sér alltaf,“ segir Andrea. Hjartalaga trúnaðarvinur ● Andrea Róberts hannar hjörtu í virðingarskyni við Jórunni Brynjólfsdóttur kaupkonu. Hjörtun er hægt að fá í ýmsum útgáfum. Þeim hefur öllum verið komið haganlega fyrir í öskjum sem hægt er að geyma þau áfram í, nú eða þá hengja upp til sýnis. É g hef alltaf litið á mig sem heldur mikinn sóða. Sérstaklega gat ég, á mínum yngri árum, komið heim til mín og horft upp á drasl svo dögum og vikum skipti án þess að ég fyndi fyrir þörf til að ganga frá því. Að vísu fór draslið oft í taugarnar á mér og oft pirraðist ég á sjálfri mér fyrir að hafa ekki dugnað til að vera snyrtipinni. En það er líklega með það eins og megrunina. Marga lang- ar til að missa nokkur kíló en fáum verður eitthvað ágengt með að losna við þau. Í seinni tíð, með aukinni ábyrgð og meiri þroska, hefur skítastuðull- inn þó lækkað verulega. Þá spilar einn- ig inn í að ég vorkenni mér það minna að taka til. Óneitanlega safnast þó enn fyrir drasl en nú eru settar í gagnið að- gerðaráætlanir vikulega til að sporna við ástandinu. Skítastuðull er annars mjög áhuga- vert fyrirbæri, enda til fólk á báðum endum rófsins. Ég þekki fólk sem ekki festir svefn ef það veit af skítugu glasi á eldhúsborðinu og annað fólk sem skiptir um á rúminu á nokkurra mánaða fresti og þeirra hugmynd um að taka til er að ýta öllu draslinu inn í skáp rétt á meðan gesti ber að garði. Mér er minnisstæð saga sem vinkona mín sagði mér af því þegar hún starfaði um tíma við þrif í ónefndu fyrirtæki þar sem karlmenn voru í meirihluta. Eitt af hennar verkum var að taka til og þrífa í eldhúsaðstöðu starfsmanna. Yf- irleitt vaskaði hún upp þá bolla sem voru í vaskin- um en eftir að hafa orðið litið inn í skápinn ákvað hún að tími væri til kominn að taka alla bolla og þrífa þá almennilega. Sérstaklega blöskraði henni einn boll- inn sem var orðinn svartur að innan af kaffiskán. Nú ætlaði mín aldeilis að gera eiganda bollans greiða, lagði málið í hreinsilög, skrúbbaði og burstaði þang- að til bollinn var orðinn ásjálegur. Ekki grunaði snyrti- pinnann þau viðbrögð sem urðu við góðverki hennar. Síðar í vikunni fékk hún þau skilaboð frá yfirmönnum sínum að bollaþrif- in hefðu heldur betur fallið í grýttan jarðveg. Hafði eigandi könnunar af ásetningi ekki þrifið hana í mörg ár. Hann var því orðinn vanur því „góða“ bragði sem var af kaffinu úr þessum sérstaka bolla og hugsaði þvottakonunni duglegu þegjandi þörfina í kaffipásum sínum. Ólíkur skítastuðull Sérstaklega gat ég, á mínum yngri árum, komið heim til mín og horft upp á drasl svo dögum og vikum skipti án þess að ég fyndi fyrir þörf til að ganga frá því. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... 31. JANÚAR 2009 LAUGARDAGUR2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.