Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 40
● heimili&hönnun
„Þetta er gallerí í mótun og við
bjartsýnar á að Íslendingar vilji
hafa heimili sín enn fegurri, nú
þegar dimmara er yfir þjóðarbú-
skapnum,“ segir Rebekka Árnadótt-
ir, framkvæmdastjóri Listsmiðju
Art2b, sem í dag opnar 1000 fer-
metra listmunasölu á Korputorgi.
„Við bjóðum listmuni íslenskra
listamanna í bland við kínverska,
því fyrirtækið hefur 30 listmálara á
sínum snærum í borginni Xiamen í
Kína. Við opnuðum gallerí við Rauð-
arárstíg í nóvember og viðtökurnar
hafa verið frábærar og fólk áhuga-
samt og hrifið,“ segir Rebekka sem
ásamt Hallfríði Jóhannsdóttur hefur
uppi háleitar hugsjónir fyrir lista-
smiðjuna á komandi tímum.
„Við ætlum að skapa hér lifandi
gallerí þar sem þekktir jafnt sem
óþekktir listamenn setja upp verk
sín. Þá stefnum við á ríkulegt nám-
skeiðahald og vinnusvæði fyrir
listamenn,“ segir Rebekka.
„Í kreppunni hefur fjölskyldan
loks meiri tíma til að vera saman
og tilvalið að heimsækja okkur til
að skoða sköpun listamanna.“
Í tilefni opnunar fæst 20% af-
sláttur af listmunum alla helgina.
-þlg
Hollensk hönnun verður í brennidepli á húsgagnahá-
tíðinni Stockholm Furniture Fair sem haldin verður
í Stokkhólmi 4. til 8. febrúar næstkomandi.
Auk þess sem framsækin húsgagnahönn-
un eftir sautján hollenska hönnuði verður til
sýnis verður boðið upp á námskeið með Li
Edelkoort sem er eins konar hönnunargreinir
eða sérfræðingur í helstu straumum og stefn-
um í hönnun.
Hollenski húsgagnahönnuðurinn Ineke Hans
verður heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni,
en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir
störf sín. Þetta er sjötta árið í röð sem þekktum
alþjóðlegum hönnuði er boðið að vera heiðursgest-
ur hátíðarinnar og skapa þar setustofu í anddyri
hennar. Auk hollensku gestanna sýna fjöldamarg-
ir norrænir hönnuðir en metaðsókn er þetta
árið. Búist er við um 40.000 gestum á hátíðina
sem er orðin einn stærsti og mikilvægasti vett-
vangur norrænnar hönnunar. Nánari upplýs-
ingar má finna á vefsíðunni
http://furniture.stofair.se.
- hs
Íslensk og kínversk sköpun
● Stærsta gallerí landsins opnar í dag á Korputorgi. Þar má finna íslenska samtímalist í
bland við kínversk olíumálverk, en aðalsmerki gallerísins er lifandi og frjósamt listalíf.
Rebekka Árnadóttir og Hallfríður
Jóhannsdóttir í salarkynnum stærsta
listagallerís landsins. FRETTABLAÐIÐ/ANTON
Gylltur og hátíðlegur englakór eftir leir-
listakonuna Guðrúnu Kjartansdóttur.
Í Listsmiðjunni Art2b má finna töfrandi ljósmyndir Lárusar Lárussonar, eins og þessa
af norðurljósadýrð yfir Íslandi. MYND/LÁRUS LÁRUSSON
Að ganga um Listsmiðju Art2b
er eins og að rölta um ríkulegt
listasafn og um að gera að gefa
sér góðan tíma til að skoða það
sem fyrir augu ber.
FRETTA
BLA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
Húsgagnahátíð í Stokkhólmi
● Hollensk hönnun er í algleymingi á húsgagnahátíðinni Stockholm Furniture Fair.
● FISKUR
Í STEINI
Land og lifi-
brauð fólks-
ins sameinast í
nýrri sýningu Lísu
Karólínu Guðjónsdóttur í Á
skörinni, sýningarrými í hús-
næði Handverks og hönnunar við Aðalstræti
10. Þar eru tuttugu verk eftir listakonuna til
sýnis. Um opnunartíma Á skörinni má síðan
lesa á vefsíðu Handverks og hönnunar, www.
handverkoghonnun.is.
● NICOLE DEXTRAS er kanadískur listamað-
ur sem útskrifaðist frá Emily Carr listaháskólan-
um árið 1986. Hún starfar
í eigin stúdíói í Gran-
ville Island í Van-
couver.
Hún leggur stund
á mismunandi
list, allt frá ljósmynd-
un til bókaskreytinga.
Hún hefur þó einn-
ig gaman af
svokallaðri
skamm-
vinnri list.
Kjólarnir
sem hér sjást
eru dæmi um slíkt. Þá bjó Nicole
til úr blómum, laufum, þyrnum og
öðrum gróðri. Með tímanum snýr
listin aftur til jarðarinnar þegar
listaverkið byrjar að visna.
list
DUKA
Kringlunni 4-12
Sími 533 1322 | duka@duka.is
31. JANÚAR 2009 LAUGARDAGUR4