Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 44
 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR4 „Það er æðisgengið að ríða úti í snjó og hestum þykir það ekki síður mikil upplifun, enda velta þeir sér lífsglaðir í snjónum eins og smákrakkar þegar veðrið er jafn vetrarlegt og núna,“ segir Aðalheiður Kristín Jurado, starfs- maður Hestamiðstöðvar Íshesta, sem alla daga vikunnar býður upp á spennandi dagsferðir fyrir ævin- týraþyrst og hestelskandi fólk. „Útreiðatúrar eru sívinsælir og við fögnum alltaf komu gesta, því hingað eru allir velkomnir að kíkja inn í hesthúsin, klappa hest- unum og fá nýlagaðan kaffisopa þegar þeim dettur í hug, en slíkt þykir börnum mikið ævintýri. Við bjóðum alla daga upp á teymingu í hestagerðinu fyrir lítil börn, en átta ára geta þau farið í styttri dagsferðir í fylgd með fullorðn- um,“ segir Aðalheiður þar sem hún klappar kátum klárum í rósemis snjókomu yfir hafnfirskum hest- húsum. „Yfir vetrartímann er Fjöl- skylduævintýri vinsælt, en þá er farinn hálftíma reiðtúr á þægi- legum reiðstígum í nágrenninu. Einnig nýtur endalausra vinsælda Hraunferðin, sem er tveggja tíma ævintýraferð um hraunið hjá Helgafelli og Búrfellsgjá, inn að Kaldárseli og meðfram Hvaleyrar- vatni, og hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Þá má nefna Hesta og Bláa lónið, þar sem farið er með rútu í Bláa lónið eftir reið- túr um hraunið, og Víkingaferð fyrir þá sem eru vanari og vilja fara hratt yfir grund,“ segir Aðal- heiður sem útvegar öllum gestum útigalla, regnfatnað, stígvél og reiðhjálma. „Fólk þarf því bara að koma í hlýjum fötum undir og hafa með sér sokka og vettlinga. Best er að panta reiðtúr með eins til tveggja daga fyrirvara, en líka alltaf hægt að hringja samdægurs og athuga hvort ekki sé laust. Við viljum svo fá fólk til okkar tím- anlega svo hægt sé að ríða af stað á tilsettum tíma,“ segir Aðalheið- ur og bætir við að Íshestar eigi hesta við allra hæfi. „Oft erum við með tvo leiðsögumenn í hverri ferð sem skipta með sér hópnum eftir hraða, því sumir vilja fara á sprett meðan aðrir kjósa að fara fetið. Stemningin er alltaf yndisleg og hestafólkið himinlif- andi eftir útivist og samfélag við íslenska hestinn, sem er annálað- ur á heimsvísu fyrir ljúfmennsku, gott skap, mýkt og þægindi.“ Sjá frekari upplýsingar um dags- ferðir Íshesta á www.ishestar.is thordis@frettabladid.is Hestar hrífast af snjóreið Þegar vetrarsól signir landslýð mun lengur yfir daginn og landið klæðist sínu fegursta vetrarskarti er fátt eins upplífgandi og að bregða hnakk og beisli á fríðan fák og ríða út í buskann með sínum nánustu. Það er fallegt um að litast í Hestamiðstöð Íshesta og nágrenni og dásamlegur ævintýradagur í vændum fyrir fjölskyldufólk og aðra sem ríða þaðan út. Hér er Aðalheiður Kristín Jurado við hestagerðið með nokkrum reiðskjótum sem, eins og mannfólkið, elska að spretta úr spori og leika sér í snjó. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Laugaveg 54, sími: 552 5201 VÍNLANDSLEIÐ 6 - S: 533 3109 TOPPSKÓR Á RUGLVERÐI 40-60% afsláttur af kvenstígvélum OPIÐ MÁN.-FÖS. 11 - 18 · LAU. 11 - 16 · SUN. 12 - 16 Ponny Sympate 68465005 & 68165003 Litir: Blár, Svart Style Grand SPR2803TX Litir: Rautt, Grænt, Blátt Barnaskór E-70452 52944 Litur: Marine blár 6.995 kr.- Verð áður: Verð nú: 3.995kr.- 10.995 kr.- Verð áður: 40% afsláttur: 6.597kr.- 6.995 kr.- Verð áður: Verð nú: 3.995kr.- Sérstakt tilboð 2.495kr.- Ecco Snowdrop E-78762 00809 7.995 kr.- Verð áður: Verð nú: 4.495kr.- Cruiser stígvél CRU508223 Litir: Svart, fjólublátt , beige 10.995 kr.- Verð áður: 40% afsláttur: 6.597kr.- Ecco Snowdrop E-7877 25105 3 gerðir „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.