Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 31. janúar 2009 5
Á sýningunni Endurfundir verða
munir og myndir frá nokkrum
fornleifarannsóknum.
Sýningin Endurfundir verður
opnuð í Þjóðminjasafni Íslands í
dag klukkan 15. Sýningin kynnir
fornleifarannsóknir sem Kristni-
hátíðarsjóður styrkti og fram-
kvæmdar voru á mörgum helstu
sögustöðum þjóðarinnar á árun-
um 2001-2005.
Á sýningunni má sjá úrval
þeirra gripa sem fundist hafa hing-
að til við rannsóknirnar, en mörg-
um þeirra er enn ólokið.
Grunnhugmynd sýningar og
sýningarrýmis byggir á endur-
fundum við samevrópska menn-
ingu á Íslandi með klaustrið, sem
miðstöð kristinnar íhugunar og
menningarstarfa, í brennipunkti.
Auk gripanna sem fundust við
rannsóknirnar verður hægt að
skoða myndasýningar frá upp-
greftrinum og þess utan er boðið
upp á fræðsluspor fjölskyldunnar
um sýninguna, hljóðleiðsögn og
ýmislegt skemmtilegt fyrir yngstu
gestina.
Í tengslum við sýninguna er
gefin út bók með greinum forn-
leifafræðinganna um rannsóknir
þeirra. Að auki hefur verið komið
upp fræðsluvef með ýmsum text-
um og leikjum, www.thjodminja-
safn.is/endurfundir - sg
Endurfundir á
Þjóðminjasafninu
Á sýningunni má sjá úrval gripa sem fundist hafa við fornleifarannsóknir.
G
ra
fís
ka
v
in
nu
st
of
an
e
hf
. H
H
08
-0
12
8
Hlíðarvegur 7 | 860 Hvolsvöl lur | s : +354 487 8050 | fax: +354 487 8058 | hotelhvolsvol lur@simnet. is | www.hotelhvolsvol lur . is
07. Febrúar 2009
Blind date
Þorrablót einhleypra 25 ára og eldri.
Matur, gisting, dinnertónlist og dansleikur
og morgunverður.
Verð: 10.900 kr. á mann
14. – 15. Febrúar 2009
Valentínusarhelgi
Við bjóðum þér og þú býður makanum.
Gisting 3. rétta hátíðarkvöldverður, dinnertónlist,
dansleikur og morgunverður.
Verð fyrir ykkur bæði: 12.900 kr.
Auglýsingasími
– Mest lesið