Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 31.01.2009, Qupperneq 59
heimili&hönnun ● „Hugmyndin að baki verksins er að bjóða upp á leik fyrir fjölskyldur og börn og alla gesti safnsins, en safnið leggur mikla áherslu á að opna safnið betur fyrir fjölskyldum og börnum,“ útskýr- ir myndlistarkonan Ilmur Stefáns- dóttir, sem valdi sex verka myndlist- armannsins Errós og lét prenta þau á tau. Tauið lét hún svo sauma utan um 24 svampkubba sem eru 40 sinnum 40 sentimetrar að stærð. „Ég er að framlengja verkin þannig að krakkar geti leikið sér með þau og snert. Úr kubbunum er hægt að búa til málverkin, sem hanga á veggjunum í F-salnum, eða bara eitthvað allt annað; sófa, kastala eða turna,“ segir Ilmur. Kubbarnir eru eign safnsins og að sýningu lokinni verða þeir til reiðu fyrir gesti, smáa sem stóra, til að leika sér með. Sýningin opnar í dag klukkan 11 og verður listamaðurinn á staðnum til að svara spurningum. Einnig verður sérstakt tilboð í kaffiteríunni sem opnar einnig í dag, á réttum fyrir krakkana. Þess skal geti að um þessar mundir eru tuttugu ár síðan Erró gaf Reykjavíkurborg mikið safn verka sinna. -rat Kubbaspil með verkum Errós ● Myndlistarkonan Ilmur Stefánsdóttir hefur hlutað niður nokkur stærri verka myndlistar- mannsins Errós og útfært þau í stórt púsluspil. Sýningin opnar í dag. Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona vildi miðla verkum Errós til áhorfenda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÖNNUNARSAMKEPPNI MERKT Merkt.is stendur fyrir samkeppni um hönnun á stutterma- bol og hlýtur vinningshafi hönnun sína fullunna að launum. „Við erum að stíla inn á krakkana, en við sjáum hversu mikil gróska er í þessu hjá þeim sérstaklega,“ segir Guðmunda Óskarsdóttir hjá Merkt. Áhugasamir geta sent inn tillögur á netfangið keppni@merkt.is en á www.merkt.is eru frekari upplýsingar Síðasti skiladagur er 15. febrúar. ● VERNER PANTON (13. febrúar 1926 - 5. september 1998) er álitinn einn af áhrifamestu húsgagna- og innanhússhönnuðum Danmerkur á 20. öldinni. Á ferli sínum hannaði hann nýstárlega muni úr hinum ólíklegustu efnum, sérstaklega þó úr plasti og yfir- leitt í mjög líflegum litum. Eitt sköpunarverk Pantons er Hjartastóllinn sem hann hannaði árið 1958. Stóllinn þótti ótrúlega frumlegur enda virtist keilulaga formið storka þyngdaraflinu. Svo mikill var áhuginn á stólnum að lögreglan í New York varð að fjarlægja hann úr sýning- arglugga þar í borg vegna þess að umferðarteppa myndaðist í götunni. - sg hönnun LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.