Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 63
Fjölskyldan 7
MATUR
GAGN&GAMAN
Refurinn og barnið. Yndisleg
mynd franska leikstjórans Luc
Jacquet, Refurinn og barnið, er
sýnd um þessar mundir í Háskóla-
bíói. Hún var opnunarmynd
frönsku kvikmyndahátíðarinnar á
dögunum og
var vinsælasta
mynd hátíðar-
innar. Óhætt er
að mæla með
henni fyrir alla
fjölskylduna en í
myndinni segir
frá sambandi
stúlku og refs.
Leikstjórinn
hefur áður gert mynd um ferðalag
keisaramörgæsa sem vakti
heimsathygli.
Kolaportið Það getur verið
ævintýri líkast að bregða sér í
Kolaportið með fjölskyldunni og
skoða það sem fyrir augu ber þar.
Kolaportið er opið um helgar frá 11
til 17. Oft má finna góð leikföng í
Kolaportinu þegar fólk hefur tekið
sig til og er að selja úr geymsl-
unni. Það er umhverfisvænt að
kaupa gamalt dót, en kannski ekki í
það varið nema það sé vandað
upphaflega eins og tréleikföng eða
legó til að mynda. Leikföngin er
einfaldlega hægt að þvo og þá
verða þau eins og ný.
Sextán börn Borgarleikhúsið
gekkst fyrir opnum prufum fyrir
hlutverk barnanna í leikritinu
Söngvaseiður sem tekið verður til
sýninga í vor. Mörg hundruð börn
tóku þátt í prufunum og í síðustu
viku lá loks fyrir hvaða sextán börn
voru valin til að fara með hlutverk
barnanna í Von Trapp fjölskyldunni.
Leikritið var síðast sett upp af
atvinnuleikhúsi hér á landi árið
1991, þar lék Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir, þá nýútskrifuð
leikkona, hlutverk elstu dótturinnar
en Álfrún Helga Örnólfsdóttir
leikkona lék eina af yngri systrun-
um. Aldrei að vita nema að
framtíðarleikarar leynist á meðal
þeirra sem taka þátt í sýningunni í
vor.
Útsölur Mikið vit er í því að
kaupa barnaföt á útsölu, einkum
vetrarföt, þau eru ekki tískusveifl-
um háð og um að gera að skoða í
búðirnar og gera góð kaup.
Sniðugt er til dæmis að kaupa
vetrargalla á útsölu, á helmings-
afslætti eða meira. Vert er að hafa í
huga að kaupa þau vel við vöxt
svo þau endist næstu
árin. Nú fer
útsölum senn að
ljúka og því um
að gera að
nota síðasta
tækifærið til
þess að
gera góð
kaup á lítil
kríli.
Góður er grauturinn gæska
Grautar eru hollur og góður matur handa
allri fjölskyldunni. Þegar vindurinn gnauðar
úti þá eru svo gott að borða heitan graut og
ekki er verra að hráefnið er ódýrt.
Þeir geta verið frábær morgunmatur og er
þar hafragrautur ugglaust vinsælastur enda
mjög fljótlegur og góð máltíð.
Uppskrift að hefðbundnum hafragraut er
einn hluti haframjöl á móti tveimur hlutum
af vatni. Síðan salt eftir smekk en ekki fara
yfir strikið þar og á það skal bent að það er
hæglega hægt að sleppa því að salta
grautinn. Epli og rúsínur gera
grautinn matarmeiri og
jafnvel má bæta kanil út í
hann.
Hrísgrjónagrautur er
eftirlæti allra barna, stórra
og smárra. Það er lítið mál
að útbúa slíkan graut, eina
sem þarf eru hrísgrjón og mjólk,
rúsínur út í. Þó grauturinn sé ekki flókinn þá
verður að standa yfir pottum og hræra
duglega, annars getur allt brunnið
við með tilheyrandi svekkelsi
og brunalykt. Hollari útgáfan
af hrísgrjónagraut er búin til
með því að skipta út hvítum
hrísgrjónum fyrir hýðishrís-
grjón, gjarnan má bæta
döðlum og eplum út í hann og
krydda með kanil.