Fréttablaðið - 31.01.2009, Síða 66

Fréttablaðið - 31.01.2009, Síða 66
I BLS. 6 + Bókaðu á www.icelandair.is Flug til Boston gefur 3.500–11.200 Vildarpunkta. TVEIR FÍNIR DAGAR Í BOSTON 1. dagur Beacon Hill Við byrjum daginn á því að rölta í gegnum Boston Common og yfir á Beacon Hill þar sem þau standa í röðum við þröngar, steinlagðar, götur glæsileg hús úr brúnsteini, áður fyrr heimili brahmínanna, yfirstéttarinnar sem réð lögum og lofum í borginni. Beacon Hill hverfið afmarkast í suðri af Beacon Street, í austri af Somer- set Street, af Cambridge Street í austri og af Storrow Drive meðfram árbakkanum við Charles River Esplanade í vestri. Þann hluta af hverfinu sem er á sléttlendi á landfyllingu vestur af Charles Street kalla borgarbúar „the Flat of the Hill“ eða „Hæðarflötina“. Þinghús fylkisins, Massachusetts State House, er áberandi kennileiti efst á hæðinni og þess vegna er nafnið „Beacon Hill“ oft notað í staðbundnum fjölmiðlum sem samheiti fyrir fylkisstjórnina og fylkisþingið. Hverfið dregur nafn sitt af því að fyrr á öldum var viti eða leiðarljós hafður þar sem land reis hæst í Mið-Boston, rétt fyrir aftan þar sem nú er þinghús Massaschusetts. Suðurhlíð Beacon Hill var „fína hliðin“ á hverfinu á 19. öld en „svarta“ Beacon Hill var norðan megin. Íbúar á báðum hliðum fylktu liði saman í afstöðu sinni gegn þrælahaldi. Hverfið var tekið á skrá yfir sögulega staði (National Historic Landmark) árið 1962. Cheers! Eftir skoðunarrölt um Becon Hill er t.d. um tvennt að velja. Í fyrsta lagi geta þeir, sem áttu góðar stundir með persónum inni á kránni Cheers í samnefndum sjónvarpsþáttum, að sjálfsögðu gert sér það til skemmtun- ar að líta inn á krána sem er við Beacon Street 84, gegnt Almenn- ingsgarðinum. En þarna er oft urmull af ferðamönnum í sömu erinda- gjörðum og getur tekið langan tíma að fá einn kaldan og barinn er ekki – ég endurtek – er ekki eins og barinn í sjónvarpsþáttunum. Ether Dome (Eter-hvelfingin) Á hinn bóginn geta þeir, sem vilja vera eilítið frumlegir, brugðið sér stuttan spöl í norður frá Beacon Hill og litið inn í Eter-hvelfinguna í Massashusetts General Hospital. 16. október árið 1846 gerðist þar sá tímamótaatburður í sögu lækna- vísindanna að Thomas W. G. Morton svæfði Gilbert Abbott með eter á meðan Dr. John Collins Warren skar í burtu æxli af hálsinum á sjúkling- num. Menn geta þráttað áfram um hvort Morton var fyrstur manna til þess að nota eter við svæfingu en Eter-hvelfingin (Ether Dome) í Massachusetts General Hospital nýtur samt þess sögulega heiðurs að vera sá staður í veröldinni þar sem brotið var blað í sögu skurðlækninga. Chinatown Eftir að hafa skoðað sig um á Beacon Hill er kjörið að rölta aftur yfir Boston Common og svipast um í Kínahverfinu. Kínahverfið í Boston hefur sinn sérstaka svip og andblæ. Þarna eru fjölmargir kínverskir og víetnamskir veitingastaðir auk þess sem þar má kynnast matargerðarlist ýmissa annarra Austur-Asíuþjóða. Faneuil Hall Faneuil (yfirleitt borið fram „fan-júl“) Hall er ferningslaga bygging með engisprettu fyrir „vindhana“ efst á mæninum. Staðurinn og næsta nágrenni hans eru nú kunnust fyrir að vera „markaðstorgið“ í Boston. Þarna er heilmikið fjör á sumrin, trúðar og grínistar að skemmta, hinir og þessir spilarar að músísera og einhver ósköp á boðstólum af alls konar mat og sætindum sem hægt er að prófa. Á kvöldin er svæðið við Faneuil Hall og í næsta nágrenni, þar sem er urmull af krám og börum, eitt vinsælasta kjörlendi þeirra sem gætu hugsað sér hressingu í volgri kvöldgolunni. 2. dagur Freedom Trail Í dag ætlum við að vera svolítið sögulega þenkjandi og ganga aftur í tímann, svo að segja, eftir svonefndri „Frelsisslóð“. Atburðir í Boston mörkuðu þáttaskil í byltingunni á 18. öld og má þar nefna fjöldamorðin í Boston, Teboðið (Boston Tea Party) og þolreið Pauls Revere. „The Freedom Trail“, Frelsisslóðin, er 4 kílómetra löng rauð rák í gangstétt á milli sögustaða í miðborginni og í Charlestown, frá legstöðum byltingar- manna og Old Ironsides, freigátunni Constitution, til verslana á Quincy Market, ríkisráðhúsanna (bæði hins gamla og nýja) og Boston Common. Tilvalið er að byrja gönguferð eftir Frelsisslóðinni við gestamiðstöðina í Boston National Historic Park þar sem má fá leiðarvísa með upplýsing- um um það helsta sem ber fyrir augu. Einnig eru í boði gönguferðir með leiðsögumanni. USS Constitution Museum Einn af áfangastöðum okkar á Frelsisslóðinni, þegar við höfum gengið yfir brúna á Charles River, er USS Constitution safnið. Safnið er við hliðina á „Old Ironsides“ (Gamla járnbyrðingnum), einu af sex fyrstu skipum bandaríska sjóhersins og elsta herskipi sem enn er á floti í veröldinni. Við kynnumst sögu USS Constitution og daglegu lífi um borð hér í eina tíð með því til dæmis að reyna að hvílast í hengirúmi og draga upp segl á meðan við reynum að halda jafnvæginu á kaðli. – www.ussconstitutionmuseum.org Skoðunarsigling um höfnina Við göngum til baka niður í gamla miðbæinn eftir Frelsisslóðinni og leiðin liggur þá m.a. aftur hjá Faneuil Hall og Quincy Market. Nú má ljúka deginum með skoðunarsiglingu um höfnina sem er tilvalin leið til þess að fá tilfinningu fyrir sögu og sambýli Bostonbúa og hafsins og um leið kærkomið tækifæri til að láta hressandi svala leika um skrokkinn á heitum sumardegi. Ýmis fyrirtæki bjóða skoðunarsiglingar um höfnina og flestar þeirra leggja frá Long Wharf eða Rowes Wharf , skammt frá Quincy Market. Sum þessara fyrirtækja bjóða hafnarsiglingu með kvöldverði. Flug og gisting í 2 nætur frá 64.900 kr. á mann í tvíbýli á Courtyard by Marriot Boston Tremont Hotel *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting. Reykjavík – Boston frá 29.720 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er allt að 10 sinnum í viku til Boston og þar af morgunbrottfarir 3 daga vikunnar. Vildarklúbbur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.