Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 31. janúar 2009 37 Það er kalt úti og ofnarnir inni eru skrúfaðir í botn. Húðin er orðin föl, þurr og þreytuleg og farin að bera þess merki að það er hávetur og langt þangað til að sólin fer almennilega að sjást á ný. Hvað er til ráða til að hressa aðeins upp á útlitið án þess að freistast til að liggja á ljósabekk eða nota óaðlaðandi brúnku- krem? Margrét Ragna Jónas- ardóttir, förðunarfræðingur hjá Make up Store, segir einstaklega mikilvægt fyrir alla að drekka nægilegt vatn til þess að húðin fái einnig raka innan frá. „Það er líka frábært að taka inn flax- seed-olíu til að viðhalda húð- inni mjúkri og fallegri.“ Margrét segir að allir verði að eiga gott rakakrem til að bera á húðina bæði nótt og dag. „Olíulaust krem virkar vel fyrir feitari húð sem getur líka fengið þurrkbletti. Það er sniðugt að nota rakaúða eins og Face Mist frá Make up Store til að úða yfir eða undir krem og farða. Hann er algjört möst fyrir þá sem vinna mikið við tölvur.“ Að sögn Margrétar eru litir í andlitsförðun hægt og rólega að breytast núna frá mjög dökkum litum um augun í bjartari liti yfir sumarið. „Í millitíðinni fram að vori er gaman að nota silfur á augnlokin og þá er jafnvel hægt að nota gráan augnblýant með til að ramma inn augun. Svo má alls ekki gleyma kinnunum, en yfir vetrartímann er fallegt að nota rauðtóna kinnaliti til að líta út eins og Þyrnirós því að oft á köld- ustu vetrarmánuðunum passar sólarpúðrið ekki.“ - amb Frískaðu upp á útlitið í vetur LJÓSARI TÓNAR Prufaðu að fara milliveginn í litum fram á vor. RAKI MIKILVÆGUR Drekktu vatn til að næra húðina að innan. Góð vika fyrir... ...væntanlegan forsætisráðherra. Hvílíkt snilldarbragð Samfylk- ingar að nota Jóhönnu Sigurðardóttur sem ruðningstæki út úr umkringdu Alþingi. Hún er eini þingmaðurinn sem „venjulegt fólk“ ber snefil af trausti til, enda trúir enginn upp á heilaga Jóhönnu að hún sé með vafasamt fjárplógsplott í pokahorninu. Það blasir við að hún er í þessu harki af hugsjón og hún er engin „útrásargrúpp- ía“. Aukabónus er samkynshneigð Jóhönnu sem hefur vakið mikla alþjóðlega athygli og gæti aukið ferðamannastrauminn til okkar for- dómalausa lands. ...hagfræðing sem hafði rétt fyrir sér. Þjóðin vill fólk sem talar út um réttan enda, enda komin með óþol gagnvart kjaftæði. Þess vegna er Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, væntanleg- ur viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Hann var einn fárra sem sögðu fyrir um hrun bankanna og þurfti í kjölfarið að hlusta á úrtölur og þus frá Sigurði Einarssyni og Davíð Oddssyni. Staðreyndir tala sínu máli. Ísland hefur lent langverst í súpunni. Nú bíður uppvaskið. Gylfi virðist eiga svuntu. Slæm vika fyrir... ...forseta. Fyrst það gekk ekki lengur að fljúga með ríku körlun- um og klappa fyrir þeim í útlöndum ætlaði Ólafur Ragnar að koma sterkur inn í Nýja Ísland með meitluðum tillögum fyrir nýja ríkis- stjórn. Honum tókst þó ekki lengi að stela senunni – „drifinn áfram af óstjórnlegri athyglissýki og sjálfumgleði“ eins og strigakjafturinn Agnes Bragadóttir kallaði það – því Ingibjörg Sólrún hafði engan tíma fyrir „málfund“. ...fráfarandi formann. Geir er búinn að pakka. Sjálfstæðisflokkur- inn er á förum. Sautján ár að baki og þjóðin situr í rammri súpunni. Geir finnst þetta þó alls engin súpa heldur „svona svipað og 2006“ eins og hann sagði á fundi Sjálfsstæðismanna við dynjandi lófatak. Geir ætlar kannski að hringja persónulega í þessa fjórtán þúsund sem eru nýorðnir atvinnulausir og sitja nú í súpunni með síhækk- andi okurlánin sín og segja þeim að þeir séu í raun í sömu æðislegu góðærismálunum og 2006? - drg GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.