Fréttablaðið - 31.01.2009, Side 80

Fréttablaðið - 31.01.2009, Side 80
 31. janúar 2009 LAUGARDAGUR40 OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson > CALVIN KLEIN SJOKKERAR Enn og aftur tókst bandaríska hönn- uðinum að hrella Bandaríkjamenn með nýrri auglýsingaherferð í tíma- ritum þar sem kornungar fyrirsætur sjást naktar í ástarleikjum við unga menn. Ljósmyndirnar eru eftir Steven Meisel og hafa verið bannaðar – í bili. Það var rétt eins og fatahönnuðir hefðu farið í tímavél aftur til ársins 1929 fyrir vorlínurnar 2009. Á boðstólum voru bæði glitrandi kjólar í anda bókar Scott Fitsgerald um Great Gatsby og svo sáust einnig fátæklegri „kreppukjólar“ úr strigaefnum og í jarðlitum. Hver segir að heimskreppan bugi tískuandann? - amb FATAHÖNNUÐIR SÆKJA INNBLÁSTUR TIL ÞRIÐJA ÁRATUGARINS Kreppuárin GLAMÚR ÞRIÐJA ÁRATUGAR Stórglæsilegur silfur- litaður „flapper“ kjóll frá Alberta Ferretti fyrir vor/sumar 2008. SETTLEGT Dökkblá dragt með hnésíðu pilsi frá Marc Jacobs. DAUFIR TÓNAR Kvenlegar buxur, skyrta og jakki frá Burberry Prorsum. SVEITAFÍLINGUR Köflótt skyrta og uppreimaðar espadrillur frá Marc Jacobs. KREPPULITIR Dökkgrænt, brúnt og blátt hjá Burberry Prorsum. KYNÞOKKA- FULLT Gullfallegt silkidress sem minnir á nátt- klæðnað frá Alberta Ferretti. 9. HVE R VINNU R! Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. M eð því að taka þátt ertu kom inn í SM S klúbb. 149 kr/skeytið. MEÐAN AÐRIR FYLGDU SKIPUNUM... FYLGDI HANN SAMVISKU SINNI FRUMSÝND 30. JANÚAR SENDU SMS ESL VBV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA WWW.SENA.IS/VALKYRIE Face Mist frá Make Up store. Frábær nærandi andlitsúði til að setja yfir farða og undir og gefa frísklegt útlit. Skvísubrillur frá Christian Dior. Glærir rammar eru klæðilegir og aðalmálið næsta vor. Fást hjá Gler- augnasmiðjunni. Nærandi varakrem frá Biotherm. Varaþurrkur er ekki smart og þessi bjargar málunum og banar hrukkum í leiðinni. Frá því í byrjun janúar hef ég ekkert heyrt nema tal um „detox“ hitt og „detox“ þetta enda afarvinsælt að hreinsa líkamann eftir ofgnótt desem- bermánaðar í mat og drykkju með föstum. Einhver fann upp á því að líkaminn væri eins og hús sem þyrfti að þrífa og hreinsa reglulega með því að svelta hann og pína í hann allskyns grænmetissöfum eða söltum. Nú er ég alveg hætt að verða ginnkeypt fyrir svona vitleysu enda er augljóst að okkur var gefin lifur til þess einmitt að hreinsa okkur að innan, svo lengi sem við erum ekki algjörlega sturluð í ofneyslu á gervi- efnum og vímugjöfum. Ýmsir trúarhópar gera þetta eflaust til þess að ná tengingu við andann á einhvern hátt en ég trúi því ekki að hver ein- asta húsmóðir í Vesturbænum sé í alvörunni á rauðrófuföstunni til þess að stunda kunda- lini. Nei, þær gera þetta til þess að grenn- ast og að sjálfsögðu grennast þær eftir viku í víti þar sem þær pissa bleiku. Nú eru líka aðrir sem halda virki- lega að það sé sniðugt að skreppa til Póllands og láta spúla sig að innan í þar til gerðum stólum og hreinsa þarmana af allskyns jukki. Það má vel vera að það séu einhver stórkostleg vísindi á bak við þetta en per- sónulega finnst mér þetta bara hljóma eins og hrein sturlun. Er ekki mun skynsamlegra að borða bara hollan mat allt árið um kring í stað- inn fyrir að vera alltaf að hoppa úr einum öfgunum í aðrar? Það eru einnig fleiri ný matar-æði að dúkka upp. Steinaldarkúrinn er að gera allt vitlaust í Bretlandi en þar á maður bara að borða annan hvorn dag. (Reyndar held ég að ég hafi oft prufað hann óviljandi á stresstímum með tilheyrandi svimaköstum og blóðsykursfalli). Bilun? Nei steinaldar- kúrinn er hreint ekki það sturlaðasta því að ég var að frétta af hópi sem kalla sig „Breatharian“. Ekki „vegetarian“ eða „vegan“ eða „pescatari- an“ eða „fruitarian“, nei, þetta fólk lifir bara á loftinu. Höfuðpaur þessa fríða andlega hóps af fólki hefur víst ekki nærst á öðru en vatni, kaffi og tei síðan árið 1991. En nei, þetta er víst ekki anorexia heldur nálægð við guð. Eflaust má nálgast guð í gegnum mataræðið en fyrir mér er það fólgið í að njóta ljúffengs kvöldverðar og góðrar rauðvínsflösku. Undarlegir matarhættir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.