Fréttablaðið - 31.01.2009, Síða 94
31. janúar 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT: 2. afkvæmi, 6. bókstafur, 8.
fjór, 9. upphrópun, 11. á fæti, 12. ósa,
14. útlit, 16. pípa, 17. stilla, 18. fálm,
20. 950, 21. auma.
LÓÐRÉTT: 1. kofi, 3. frá, 4. tréspíritus,
5. augnhár, 7. ákafur, 10. viljugur, 13.
belja, 15. hefðarkona, 16. iðka, 19.
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. lamb, 6. ká, 8. fer, 9. úff,
11. tá, 12. rjúka, 14. ásýnd, 16. æð,
17. róa, 18. fum, 20. lm, 21. arma.
LÓÐRÉTT: 1. skúr, 3. af, 4. metanól,
5. brá, 7. áfjáður, 10. fús, 13. kýr, 15.
dama, 16. æfa, 19. mm.
„Ég veit ekkert hvað kemur út úr
þessu, ég er alla vega að láta lög-
fræðing fara yfir málið. Meira
veit ég ekki,“ segir sjónvarps-
stjarnan Pétur Jóhann Sigfús-
son. Hann skoðar nú réttarstöðu
sína gagnvart leikstjóranum Ólafi
Jóhannessyni sem áformar að
gera sjónvarpsseríu upp úr kvik-
myndinni Stóra planinu. Pétur
Jóhann stendur í þeirri meiningu
að hann hafi einungis samþykkt
að leika í kvikmyndinni, aldrei
hafi verið rætt við hann um að
gera ætti sjónvarpsseríu.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá hyggst Ólafur gera
sjónvarpsþætti byggða á tökum úr
kvikmyndinni Stóra planinu enda
ku hann eiga nægt efni. Ólafur
hefur þegar samið um sýning-
arrétinn við RÚV en ekki liggur
fyrir hvenær þeir fari á dagskrá
að sögn Þórhalls Gunnarssonar,
dagskrárstjóra RÚV. Hann segist
hafa gert ráð fyrir því að öll rétt-
indi væru á hreinu og þetta mál
væri alfarið í höndum rétthafa
myndarinnar.
Pétur Jóhann er með samning
við 365 miðla og þegar sjónvarps-
þættirnir rata á skjái landsmanna
er það brot á þeim samningi.
Pétur Jóhann væri þá sá sem
myndi lenda í mesta klandrinu
gagnvart sínum vinnuveitend-
um. „Þetta væri svona svipað og
ef Eiður Smári væri ekki í hópn-
um hjá Barcelona og myndi bara
segjast ætla að spila einn leik með
Real Madrid í staðinn,“ er samlík-
ingin sem kemur fyrst upp í huga
Péturs.
Leikarinn hefur leitað sér lög-
fræðiaðstoðar enda hafði hann
enga hugmynd, að eigin sögn, um
að til stæði að gera sjónvarpsþátt
úr bíómyndaefninu. „Ég ákvað
bara að kanna möguleikana, sjá
hvar minn réttur væri,“ segir
Pétur. Hann var á launum hjá
365 á meðan hann lék í myndinni
og mætti miklum velvilja þegar
hann bar kvikmyndaleikinn undir
stjórnendur fyrirtækisins.
Annað hljóð kom í strokkinn
þegar Pétur sagði þeim af hugs-
anlegum áætlunum Ólafs. „Ég
skrifaði undir samning við Ólaf,
sem var upp á fimm síður. Á
honum var ensk klausa sem gefur
honum víðtæk réttindi til að nota
efnið á hvern þann hátt sem hann
vill,“ útskýrir Pétur. Leikarinn
viðurkennir að honum þyki það
undarlegt að Ólafur skuli fyrst
hafa samið við RÚV og svo rætt
við hann. Ingvar E. Sigurðsson
lék undirheimaforingjann Magn-
ús í kvikmyndinni. Hann segir
fréttirnar af sjónvarpsþáttagerð-
inni hafa komið sér á óvart. „Ég
stóð síðan í flutningum og fann
ekki samninginn sem ég skrif-
aði undir í tengslum við mynd-
ina. Auðvitað hefði verið betra
ef Ólafur hefði rætt við mann
áður en hann samdi við RÚV en
mér skilst að samkvæmt þessum
samningi þá eigi hann allan rétt-
inn og við fáum ekkert aukreitis
fyrir þetta,“ segir Ingvar. Ólafur
Jóhannesson vildi ekki tjá sig um
málið þegar Fréttablaðið leitaði
eftir viðbrögðum hans.
freyrgigja@frettabladid.is
ÓLAFUR JÓHANNESSON: GERIR SJÓNVARPSÞÆTTI UPP ÚR STÓRA PLANINU
Pétur Jóhann íhugar máls-
sókn vegna sjónvarpsþátta
ÓSÆTTI UM STÓRA PLANIÐ Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson, til vinstri, og leikarinn
Pétur Jóhann Sigfússon eru ósáttir þessa dagana. Pétur Jóhann er að skoða réttar-
stöðu sína gagnvart sjónvarpsþáttaröð sem Ólafur hyggst gera upp úr Stóra planinu.
Þrátt fyrir að færeyski söngvarinn Jógvan
Hansen hafi enn ekki stigið á svið í söngva-
keppni Sjónvarpsins eru rússneskir Euro-
vision-nirðir þegar búnir að þefa strákinn
uppi og vilja ólmir fá hann til Moskvu. Ef
marka má heimasíðu sem umræddir aðilar
hafa sett upp eru þeir miklir aðdáendur fær-
eyska folans, eins og hann var jafnan nefndur
í tengslum við X-Factor keppnina.
„Ég veit ekkert um þetta, þú verður bara að
spyrja Hallgrím Óskarsson, höfund lagsins,“
segir Jógvan þegar Fréttablaðið hafði upp á
honum. Hann hafði þá ekki einu sinni séð vef-
síðuna en fannst mikið til hennar koma þegar
blaðamaður upplýsti hann um slóðina. „Þetta
er flott, gaman að sjá mynd af sjálfum sér
undir rússneskum stöfum.“
Hallgrímur segir í samtali við Fréttablaðið
að Rússarnir hafi frétt af Jógvan í gegn-
um Eurovision-síðuna esctoday.com. Þeir
hafi fundið lög með Jógvan og hrifist af söng
piltsins. „Þeir settu sig síðan í samband við
mig, báðu um myndir og meira að segja ævi-
ágrip og vildu fá öll smáatriði,“ útskýrir Hall-
grímur sem fannst þetta bara nokkuð skondið,
ekki síst í ljósi þess að ekki er einu sinni
vitað hvort þeir komast upp úr forkeppninni.
Jógvan á leik í kvöld en þar hittir hann ein-
mitt fyrir forna keppinauta sína úr X-Factor,
Hara-systurnar sem skipa stúlknasveitina
Elektra. Þær syngja lag Örlygs Smára, Got No
Love, en X-Factor samkundan verður síðan
fullkomnuð þegar fyrrum kynnir sjónvarps-
þáttarins, Halla Vilhjálmsdóttir, flytur lag
Trausta Bjarnasonar, Roses. - fgg
Rússneskir Eurovisionnördar dýrka Jógvan
DÝRKA JÓGVAN Rússnesku Eurovision-nördarnir eru
heillaðir af færeyska folanum og vilja ólmir fá hann til
Moskvu.
„Auðvitað vil ég bjóða krafta mína
fram fyrir flokk sem ætlar sér að
endurnýja flokkakerfið á Íslandi
og gangast fyrir siðbót í stjórn-
málum,“ segir Þráinn Bertelsson
rithöfundur.
Þráinn stefnir á að taka efsta
sæti á lista Framsóknarflokksins í
öðru hvoru Reykjavíkurkjördæm-
anna í komandi alþingiskosning-
um. Hann segir siðbót í stjórnmál-
um hafa verið baráttumál sitt. „Ég
er 64 ára gamall og ef ég fer inn á
þing þá er það til að koma málum
þar fram („with a little help from
my friends“) ekki að sitja þegjandi
og bíða eftir stöðuhækkun í flokkn-
um. Þess vegna sækist ég eftir að
leiða lista. Það væri líka ólíkt mér
að vilja vera í eftirrreiðinni. Ég er
kominn yfir hestasveinaaldurinn,“
segir Þráinn sem lengi hefur verið
kenndur við Framsóknarflokk-
inn. Hann sagði sig hins vegar úr
honum „...þegar Davíð og Halldór
skráðu okkur í stríð við Írak...“ en
er nú að munstra sig aftur um borð.
„Já, römm er sú taug ...! Mér finnst
hafa verið lögð drög að glæsilegu
endurreisnarstarfi í þessum sögu-
fræga flokki og vil gjarna leggja
mitt af mörkum til að byggja hér
upp öflugan miðflokk með stuðingi
dreifbýlis og bændasamtaka. Og
ég vil vera með frá byrjun. Sósíal-
isminn er hruninn. Frjálshyggjan
hrunin. Miðjan stendur eftir, skyn-
semdin og hófsemin.“ - jbg
Þráinn Bertelsson í framboð
fyrir Framsóknarflokkinn
ÞRÁINN Í KOSNINGASTELLINGUM Er
kominn yfir hestasveinaaldurinn og
stefnir á efsta stæti í Reykjavík.
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 8
1 Íslendingar
2 Já
3 Að Ómar R. Valdimarsson væri
aðalrasisti bloggheima
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N
54
Gaukur Úlfarsson
Aldur: 36 ára.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með
Dagbjört Ylfu Geirsdóttur, dóttir
þeirra er Hekla Gauksdóttir.
Starf: Dagskrárgerðarmaður
Foreldrar: Úlfar Þormóðsson og
Steinunn S. Jónsdóttir.
Stjörnumerki: Meyja.
Gaukur Úlfarsson fékk meiðyrðadómi
Héraðsdóms Reykjavíkur hnekkt fyrir
Hæstarétti. Ómar R. Valdimarsson hafði
höfðað málið á hendur honum.
Halla Vilhjálmsdóttir syngur
í Eurovision í kvöld. Hún
flaug hingað til lands með
breskum danshöfundi
sem hefur undanfarna viku
unnið hörðum höndum
að því að semja dans-
por og leggja á ráðin
um framkomu Höllu
í kvöld.
Áhuginn á Spaugstofunni hefur
gengið í endurnýjun lífdaga sam-
kvæmt áhorfstölum sem birtast á
vef Capacent og hefur tekið við af
söngvakeppni Sjónvarpsins sem
vinsælasta sjónvarpsefni landsins. Í
annan stað vekur nokkra athygli að
áhorfið á Ísland í dag hefur rokið
upp síðan Sigrún Ósk Kristjáns-
dóttir var ráðin inn og breytt var
um áherslur. Málsmetandi menn
úr bloggheimum töldu að verið
væri að „séðogheyrt“-væða þennan
dagskrárlið á tímum þegar þjóðin
stæði á tímamótum. Stjórnendur
Stöðvar 2 virðast hafa veðjað á
réttan hest því í mikilvægasta
aldurshópnum, 12-49 ára, er
Ísland í dag með meira
áhorf en sjálft Kastljósið.
Hvort þetta sanni að
illt umtal sé betra en
ekkert skal hins vegar
ósagt látið. Menn bíða
aftur á móti spenntir
eftir að sjá hvort þetta
áhorf komi til með
endast.
„The show must go on“ segir
frasinn og Bubbi Morthens þekkir
hann. Kóngurinn er að drepast úr
hálsbólgu og í kvefi eins og margir
landsmenn aðrir en flaug engu að
síður til Færeyja í gær. Uppselt er á
tvenna tónleika Bubba í Norræna
húsinu í Þórshöfn. Svo virðist sem
Bubbi eigi marga aðdáendur í
Færeyjum og stendur til að taka
tónleikana upp og sjón-
varpa en Bubbi ætlar að
nota tækifærið og þakka
Færeyingum stuðning
og hlýhug í hremm-
ingum þeim sem
Íslendingar þekkja
allt of vel. - fgg, jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VERSLUNIN FLYTUR
LAGERHREINSUN
31.JAN. - 7.FEB.
KOMIÐ OG GERIÐ
GÓÐ KAUP
Laugavegi 51 • s: 552 2201