Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 2
MANNSKAÐIIÞESSU ÚVEÐRI” Sagdi Erlendur Sveinsson, ■ í hufudstöðvum lugreglunnar viö Hlemm hittuin viö Tímamenn síödegis í gær varöstjúrann Krleiul Svcinssun ug báöum liann aö greina frá því helsta sem til tíöinda haföi buriö hjá lugrcgl- unni i gær: „llér var allt í vandræðum í morgun. Mcnn komust ekki leiðar sinnar vegna vanbúnaöar. Það eru ótrúlega margir bílstjórar scm cnn aka á slétlum sumardekkjum. I’essir van- búnu bílar lokuðu öllum helstu sam- gttnguæöum í morgun og við það söfnuðust flciri hundruð bílar á helstu samgönguæðarnar. Nú, menn komust ekkert í þessu veðri og urðu að halda til í bílununt og menn frá okkur hafa verið á ferðinni frá því sncmma í morgun að Itjálpa þessu fólki. Þá hefur lögrcglan verið að hjálpa fólki scm þurfti að koniast til vinnu sinnar, svo sem á sjúkrahús og svo framvegis. Þá má geta þess að við aðstoðuöum ráðhcrrana í ríkisstjórninni til þess að komast á ríkisstjórnarfund í morgun. Viö höfum vcrið með allt lögreglulið sem konist til starfa hér í dag, en ég rcikna.með að það séu á milli 60 og 70 menn. Við leigðunt í morgun jeppa til þcss að lögreglumennirnir gætu farið ferða sinna og svo var Hjálparsveit skáta í Rcykjavík svo liðleg að lána okkur tvo bíla með mönnum, sem hafa aðstoðað okkur dyggilega. Frá hádegi hefur færðin nú verið skárri og umferö þar af leiðandi skánað og ég held að mér sé óhætt að segja að færðin á aðalgötunum sé varðstjóri lögreglunnar ■ Guðsmildi að ekki varð mannskaði, segir Erlendur Sveinsson, lögregluvarðstjóri. Meö Erlcndi á myndinni er Páll Eiríksson aðstoðaryfirlögrcgluþjónn. orðin nokkuð góð, en hliðargötur eru enn illfærar. Við erum enn í viðbragðsstöðu og höfum hér mikinn mannskap og marga bíla enda hafa verkefnin fram á þessa stund reynst næg, að ekki sé meira sagt." - Er það ekki einsdæmi að svo miklum snjó hafi kyngt niður á jafnskömmum tíma og nú? Nei, það held ég hreint ekki. Það sem gerir að verkum að ástandið verður eins og var, er það hversu snöggt veðrið skellur á. Það gerði svo grimman storm með snjókomunni uppúr kl. 8 í morgun og veðrið var svo mikið og hart að menn bara vöruðu sig ekki á því hvers konar veður var komið. Ég man ekki eftir því að veður hafi komið jafn snöggt yfir og gerðist í morgun. Það er óhætt að segja að það sé guðsmildi að ekki hefur orðið mannskaði í þessu veðri." _^B ■ „Aðalstarf að koma yfirgefnum bíl- um út fyrir veg,“ segja hjálparsveitar- mennirnir Haukur og Örn. „Erum í viðbragðs stööu” ■ Þaö var aöulstarf hjálparsveitarmanna i gær að konia yfirgefnum bifreiðum útfyrir vegi, þannig að ruðningstæki hefðu athafnafrelsi. -is.---------------------------------—---- ■ Jafnvcl Yisatrukkar eins og þessi hálfhverfa á bak við himinháa snjúruðningana. Tímamyndir — Ella ■ Þessi þarf kannski aö bíöa eftir vorinu, til þess aö komast á ferö á nýjan lcik. Hunn ókuni viö framá í Eskihlíöinni. ■ Auövitaö þurftu margir að faka til hendinni og ýta svolítið hraustlega í allri úfæröinni, en ekki virtust nú allir vera á því að aðstoða náungann, og var ietin stundum svo inikil að til háborinnar skainmar var. — segja þeir Haukur og Örn í Hjálparsveit skáta ■ Eftir hcilmikinn torfærucltingar- leik, þar sem Tímamenn elta trukk Hjálparsveitar skáta í Reykjavík næst loksins til bílstjúra trukksins við Skátabúðina. Það reynast tveir skátar vera í trukknum, þeir Haukur Harðar- son og Örn Guðmundsson. Þeir eru spurðir hvað þeir hafi verið að gera á trukknum gúða: Örn: „Við liöfum verið að aðstoða lögregluna síöan kl. 9.30 í morgun. Þaö hafa veriö tveir lögreglumenn með okkur í bílnum og cinnig í hinum trukknum okkar. Aðal- starf okkar hefur verið að koma þeim bílum sem hafa verið yfirgefnir útfyrir veg, þannig að snjúruðningstæki kæm- ust að.“ - Hefur verið mikið um slíkt? Hörður: „Já, það er ótrúlega mikið um slíkt. Það er alltof mikið af fólki sem anar af stað í vanbúnum bílum, auk þess sem flestir bílar sama hverrar gerðar þeir eru, hefðu ekki átt að hreyfa sig spönn frá rassi, - slíkt var óveðrið og ófærðin." - Eruð þið þá hættir að aðstoða lögregluna? „Ja, það er nú ekki ljóst. Lögreglan var að leysa okkur frá skyldunni núna, svo við gætum farið heim og hvílt okkur. en þeir sögðu jafnframt að við mættum búast við að verða kallaðir út á nýjan leik í kvöld, þannig að við erum í viðbragðsstöðu. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.