Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1983 5 f réttir „ASAKANIRNAR HELBER LYGI í MEGINATRIÐUM” segir Gunnlaugur Yngvason, framkvæmdastjóri Búlandstinds á Djúpavogi, um það sem haft er eftir kanadísku stúlkunum í bladinu í gær ;«« ji. Df.st'MiER i»n fréttlr Óánægja medal kanadfskra verkamanna á Djúpavogi: , VORUM GINNT HINGAÐ A FÖLSKUM FORSENDUM” ■ Mikil ójnægja nkl» nú meíal rxtlliumi kaoadi-kra tetkantMM «-m unnió bafa í fek'iomi hja BútoHfotimU á Djoparugi wdmi li. scjRtiHbtr i tuasl. Telja oð mormkgit tamningw. 'rra gerón tuiu aíor tn þau Iiij;í» npp fri Kiruala kaTi 'triJ marjbtuinl/. „Vjó ró'Jum iikkur 1 ? ubiui i viunu hjú Búl.iudtlnHli h ji wr.lxj'Vviiruii’.i ftiir- ixk«w i Wmruprg cliir «1 aujKtiag, jiar «cm boiWi v*r upp i góJ kjór, biitiM i cinu Waóaiuu i brtr^nni* xty>J {vkt Kim Orvii ng Nurma Tbími.'a I tuoiuu »ö Maðttnana Tímara. .i'iiúKóniAirim uluói uœ ai rnvffiian ti untli Ijów i'jí fwiw ksrixlu- d.'tian í liítunu.. oj; i þ»> fcc!«ú vcrðhúJjM rngin ihnl. ííuuB'n uclui ■vrrS<l «1. aii ;;:rui.ji:p:ð rwr f»ki bcHU - hið vmuö 17 »cn: rcöu« (viw BiUat><l*tiwJi~ hvcuu nurglr hr:(<i twi:'/ .Við cniw að mmnrtu kufii Ijórar s« þt'jcr crwu og íg vcu u:ii tiMka tem húnir cruxðscgjá upp frá ng n.vó trcslu >n.uiaóaiu<uum.. -• Mvað lckur .kV> .Virl Nx: vn.in aó lcitj .nJ vianu hc i (sianrli Dji cignui t;:n um »i> þaf> gunj. tÍHKÍcga. lif ckki. <r ckkt aimxi' (yr; i'kkur »ft fíit. <n aO *kri(» ksrckiíun okk»r hrcí og bið;j p»u um aOsuií. wm ckki cr pðOuf kosiur vcgnx {«:»$ .v"> foieWrxr minir eru xiviminlxuvir ng H»!i lítil tj.trrud'. txpði Kim. - Hafiö {xð lv-rtas> ti! vefkaijiVliílxjv m» í Djópxvupi vcgna jv«» m»ls ■ .Vi9 hrtlurn xuO't;»ð iii; við v:: ifWálastid. s-i cinu ufskiptiu tetp | ■ „Það sem kemur fram í þessum viðlölum við stúlkurnar kemur gersam- lega í bakið á okkur hérna á Djúpavogi, enda rakin lygi í ineginatriðum" segir Gunnlaugur Yngvason, framkvxmda- stjórí Búlandstinds á Djúpavogi, þegar Tíminn bar undir hann þær ásakanir sem tvær kandadískar stúlkur, Norma Thom- as og Kim Orvis, létu hafa eftir sér í viðtali við blaðið . gær. „Ég fullyrði það að sú aðstaða sem umræddu kanadísku verkafólki er boðin hér er með þeirri bestu sem völ er á hér á landi. Hótelið hcfur hingað til verið fullboðlegt þeim fjölmörgu ferða- mönnum sem Djúpavog gista, þ.á.m. öllum þingmönnum Austfjarða og fleiri frammámönnum. Og ég veit að flestum Kanadamönnum sem hér vinna líkar aðstaðan mjög vel. Stúlkurnar, sem eru farnar héðan, virtust vera svolítið út úr hópnum. þær áttu í erfiðleikum með að samlagast. Enda kvörtuðu þær ekki yfir öðru en félagslegri einangrun þegar þær sögðu upp. Þær kvörtuðu ekki um kaup, aðbúnað eða brot á munnlegum og skriflegum samningum," sagði Gunn- laugur. „Kaupið meira ef eitthvað er“ - Hefur Kanadamönnunum verið greitt það kaup sem um var samið áður en þau lögðu af stað til íslands? ■ Viðtalið frá í gær. „Já. Það treysti ég mér til að fullyrða. Ef eitthvað er, þá hafa þau fengið meira en um var talaði í upphafi." - Stúlkurnar héldu því fram að þeim hafi verið boðið upp á mun betra húsnæði; tveggja manna herbergi með sturtu og eldhúskrók - en hafi fengið tveggja manna herbergi að vísu, en án sturtu og eldhúskróks? „Þetta er alls ekki rétt. Þær vissu mætavel að það cr bara ein sturta á hótelinu, sem hýsir 18 manns. Hins vegar eru tvær sturtur á vinnustaðnum sem þeim eins og öðrum er frjálst að nota. Það var aldrei talað um að eldhúskrókur væri í herbergjunum. Það lá alltaf ljóst fyrir að aðeins eitt eldhús væri í hótelinu. Hins vegar er margt í hótclinu sem aldrei var talað um áður en þau komu; litsjónvarp, lifandi blóm í gluggum. töfl og spil.Svona mætti lengi telja," sagði Gunnlaugur. - Stúlkurnar héldu því fram að þær hefðu verið ólöglcgur vinnukraftur frá 12. desember síðastliðnum. - Hvað er hæft í því? „Það er eins og annað; helber ósann- indi. þau hafa öll 17 verið fullkomlega löglegur vinnukraftur hér. Hins vegar hefur verið svo lítið um það dcilt hvort þau hefðu heimild til að skipta peningum í erlendan gjaldeyri, vcgna þess að þau hafa ekki atvinnulcyfi hvert um sig, en það mál hefur fyrir löngu verið leyst. Við erum með hópatvinnulcyfi frá vinnumálastofu félagsmálaráðuneytis- ins, fyrir allt að 24 útlendinga. En við gerðum okkur ckki grein fyrir því að kröfur um lækniskoðun væru jafn miklar og raun ber vitni. Það er ekki hægt að framkvæma fullnaöarskoöun hcr á staðnum þannig að við biðum með hana þar til hópurinn færi í jólafrí til Reykjavíkur, einfaldlcga vegna þess hversu dýrt það er að senda svona stóran hóp með rútu til Neskaupstaðar." Gunnlaugur sagðist telja það fyrir neðan allar hellur að opinber blaðafúll- trúi Alþýðusambandsins hlypi með illa ígrundaðar og fullkomlega ókannaðar yfirlýsingar um svona mál í fjölmiöla. „Enda heíur Ásmúndur Stcfánssun, forscti ASÍ, bcðið mig pcrsónulega afsökunar á þessu frumhlaupi blaðafull- trúans. Kanadísku verkamcnnirnir, sem enn eru viö störf hjá Búlandstindi á Djúp- avogi, héldu fund í gær vegna þessa máls. Yfirlýsing frá fundinum verður birt annars staðar í blaðinu. -Sjú. Nýr f ram- kvæmda- stjóri SUF ■ Nýr maður tók við starfi fram- kvæmdastjóra Sambands ungra fram- sóknarmanna um áramótin, en hann er Áskell Þórisson. Tekur Áskell við starfinu af Hrólfi Ölvissyni. Áskell var áður blaðamaður við Dag á Akureyri, en áður hafði hann verið blaðamaður hér við Tímann. Hann er menntaður frá breska Sarnvinnuskólanum. Óskum við honum gæfu og gengis í hinu nýja starfi. (Tímamynd G.E.) „HÁHYRNINGARNIR FARA ÚT í JANÚAR” — segir Jón Gunnarsson í Sædýrasafninu ■ Háhyrningarnir fimm sem veiddust við íslandsstrendur í október síðastliðn- um eru enn í góðu yfirlæti hjá Jóni Gunnarssyni í Sædýrasafninu. „Við' höfum selt þá alla í gegnum bandarískan dýrahöndlara og þeir munu fara til Norður-Ameríku og Evrópu, hvert nákvæmlega veit ég ekki", sagði Jón. Hver háhyrningur seldist á um 50 þúsund dollara, að sögn Jóns, en þess ber að geta að kostnaður við að ná þeim er geysimikill og einnig cru þeir dýrir á fóðrunum. Jón býst við að háhyrningarnir verði fluttir út einhvern tíma í janúar en hann á von á nánari upplýsingum um það nú rétt eftir hátíðarnar. Flutningur dýranna krefst mikillar undirbúningsvinnu og skipulagningar og er of dýr til að unnt sé að flytja eitt og eitt dýr í einu. Aðspurður kvaðst Jón ekki vera farin að huga að frekari háhyrningaveiðum, enda yrði að bíða haustsins cf af þeim yrði því þær standa í sambandi við síldveiðarnar. Jón kvað engar pantanir á háhyrning- um fyrirliggjandi en þó væri alltaf ekkert í áframhaldandi veiðar fyrr cn tðluvcrt spurt um þá, en hann spáir seinni hlúta vetrar. - sbj ■ Háhyrningarnir híföir á land í oktúber síðastliðnum. Nú styttist í för þeirra vestur um haf. (Tímamynd G.E.) „íbúdirnar22-23% ódýrari” — segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingarsamvinnufélags Kópavogs ■ „Sambærilegar 3ja herbergja íbúðir - sem við vorum að afhcnda fyrir rúmum mánuði - eru um 22-23% ódýrari hjá okkur en þeir gefa upp“, svaraði Sigtryggur Jónsson, frainkvæmdastjúri Byggingarsamvinnufélags Kópavogs, er Tíminn spurði hann um verðsamanburð á íbúðunt þeim er félagið hefur nýlega afhent í Ástúni 8 og 10 í Kúpavogi og íbúðum í verkamannabústöðum í Ástúni 14 sem afhentar voru nú í desember. „Miðað við samskonar útreikninga - framreiknað til dcsemberverðlags - kostuðu okkar íbúðir rúmar 812 þús. kr. á móti 997 þús. kr. sem stjóm Verka- mannabústaða hefur gefið upp. Rétt er að taka fram að í verkamannabústöðu- num fylgir gólfefni á herbergjum stofu og holi, svo og sólbekkir í gluggum umfram það sem við skilum", sagði Sigtryggur. Útreikningur þessi er miðað- ur við hækkun lánskjara vísitölu á byggingartíma. Sigtryggur kvaðst áður hafa reiknað út vcrðið miðað við hækkun byggingar- vísitölu til októberverðlags, sem rcyndist þá 774.293 kr. á sömu íbúðarstæð. Hafi sér þá reiknast til að það væri um 25% lægra en markaðsvcrð á íbúðum scm þá var vcrið að selja tilbúnar undir tréverk, miðað við að á því stigi er áætlað að 30% byggingarkostnaðarins sé eftir til að fullklára þær. -HEI „Hús- næðið meira en við- unandi” — segir í yfiHýsingu frá Kanada- mönnunum á Djúpavogi ■ „Við teljum að húsnæðið hafi verið eins og því var lýst og meira en viðunandi," scgir m.a. í yfirlýsingu frá Kanadamönnunum 13, sem enn starfa hjá Búlandstindi h/f á Djúp- avogi, vegna umræðna um mál þeirra í fjölmiðlum. Ennfremur segir í yfirlýsingunni; „Við fengum að vita hvað kaupið yrði nokkurn veginn á því gengi sem þá gilti. Einnig var okkur skýrt frá því á fundi áður en við fórum frá Kanada, að kaupið væri komið undir verðgildi krónunnar. Ekkcrt skriflcgt samkomölag var gert um kaup, en sagt að það gæti mest orðiö fjórir og hálfur Kanadadollará tímann, miðað við gengi sent þá var. Okkur var sagt að við yrðum, hýst í nýuppgerðu hóteli, leigan yrði 40 Bandaríkjadollarar á mánuði, tveir yrðu í herbergi, og aögangur yrði að stóru cldhúsi. í því sambandi var ekkert á okkur brotið,” segir í yfirlýsingunni. -Sjú. Mjólkurbflstjóri skaddaðist á augum: Nælon- tógið slitnaði og braut bflrúð- urnar ■ Mjólkurflutningabílstjöri frá Borgarnesi skaddaðist á báðum aug- um vegna glerbrota um hádegisleytið í gær. í gærköldi var talið að annað augað yrði örugglega heilt á ný. Auk glerbrotanna fckk maðurinn einnig slæmt högg á hitt augað scm var því verr farið og ekki séð í gærkvöldi hverning það mundi fara. Að sögn Indriða Albertssonar mjókurbússtjóra var um að ræða tankbíl með aftanívagni - alls 22 tonn - er var á leið til Reykjavíkur nteð mjóik. Vegna ófærðarinnar stöðvað- ist bíllinn í brekkunni rétt við afleggjarann að Grundartanga. Trukkur frá Vegagerðinni tók bílinn í tog með sveru nylontogi, sem slitnaði við átökin með þeim afleið- ingum að fram-, önnur hliðar- og afturrúða mjólkurbílsins brotnuðu svo glerbrotunum rigndi yfir bílstjór- ann, Hann var fyrst fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi, en þaðan með Akraborginni um kl. 15.oo á augnlækningadeild Landakotsspítal- ans í Reykjavtk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.