Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.01.1983, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1983 9 á vettvangi dagsins Tómas Árnason viðskiptaráðherra: FRJÁLS ALÞJÓÐA- VIÐSKIPTI KOMA í VEG FYRIR VERSN- ANDI LÍFSKJÖR ■ Mikið hefur verið rætt og ritað um ráðherrafund GATT, Alþjóða tolla og við- skiptasamtakanna, sem haldinn var t Genf í nóvembermánuði s.l. Titefni fundarins voru þær blikur sem eru á lofti í alþjóðaviðskiptum, sem felast í sam- drætti á allskyns framleiðslu og sívaxandi tilhneygingar ríkja til að koma við varnaraðgerðum til verndar eigin fram- leiðslu. Petta leiðir til þess að mörg ríki reyna að draga úr innflutningi tiltekinna vörutegunda sem ekki samrýmist þeim markmiðum að hafa alþjóðaviðskipti sem frjálsust og mest. Tómas Árnason viðskiptaráðherra sótti fundinn í Genf og leitaði Tíminn álits hans á árangri þeim sem þar náðist og hver hafi orðið niðurstaðan af ráðherrafundi GATT. - Þcgar leggja á mat á það verður að hafa í huga hvers vegna var boðað til fundarins, sagði Tómas. Pað var fyrst og fremst í þeim tilgangi að leita samstöðu um frjáls alþjóðaviðskipti, sem er grundvöliurinn að starfsemi GATT og snúast gegn áróðri fyrir viðskiptahöftum, sem fer vaxandi. Þá skyldi og fjallað urn ýmis sérmál, svo sem um stöðu þróunarlandanna í heims- viðskiptum. að hve miklu leyti hinar svokölluðu Tokýóviðræður. sem lauk 1979 hafi borið árangur o.fl. Ef litið er á árangur fundarins í ljósi þessara markmiða, verður ekki annað sagt, en að árangurinn sé vel viðunandi. í umræðum ráðherranna kom undan- tekningarlaust fram stuðningur við hið núverandi frjálsa viðskiptakerfi, sem byggt er á hinu Almenna samkomulagi um tolla og viðskipti, GATT. Flestir ráðherranna vöruðu við einangrunar- stefnu í viðskiptum, þ.e.a.s. að ríki taki upp innflutningstálmanir og verndar- tolla. Þessi atriði koma skýrt frant í þeirri yfirlýsingu, sem samþykkt var. Nú hefur því verið haldið fram í blöðum, að árangur hafi enginn orðið á fundinum; að ekki hafi náðst samstaða um veigamestu mál. Hvað viltu segja um það? Það fer mjög eftir því, hvers ntenn væntu í upphafi. Það sem gerðist mikilvægast á fundinum var, að ráðherr- arnir endurstaðfcstu vilja stjórna sinna um þátttöku í þessu samstarfi og voru sammála um flest atriði varðandi áfram- hald þess. Auðvitað voru einstök mál sem ágreiningur var um og er það ekki óeðlilegt, þegar 88 aðildarríki eiga í hlut. En hin víðtæka samstaða er meira virði. Hvaða atriði voru það, sem ágreining- ur var um? Það voru fyrst og fremst landbúnaðar- málin eða öllu hcldur viðskiptin með landbúnaðarvörur. Bandaríkjamenn vildu m.a. láta samkomulagsaöilana taka afstöðu til innflutningskvóta og útflutningsstyrkja og gera bindandi sam- þykkt um það efni í ráðherrayfirlýsing- unni. Á hinn bóginn voru Efnahags- bandalagslöndin, sem kontu fram sam- eiginlega á fundinum, ekki reiðubúin til þess að taka á sig neinar skuldbindingar varðandi landbúnaðarmálin, enda hafa landbúnaðarvörur löngum haft sérstöðu innan GAIT. Ríki eins og Ástralía, Nýja-Sjáland og mörg þróunarlönd voru á sama máli og Bandaríkin, vildu láta taka skuldbindandi afstöðu í landbúnað- armálunum. Um þetta stóð ágreiningur- inn. bjiðurstaðan hvað snertir landbún- aðarmálin varð sú að.. segja má, að hún mótist mcira af sjónarmiöum Efnahags- bandalagsins heldur en Bandaríkjanna. Máluni var miðlað þannig, að viðskipti með landbúnaðarafurðir verða athuguð af starfsfólki GATT og skýrslu um þá könnun ber að lcggja fyrir ársfundinn 1984. í þessari niðurstöðu felst hins vegar engin . skuldbinding og því telja ríki eins og Bandaríkin niðurstöðu fundarins lítils virði og hafa sjónarmið þessi niótað skrit' hlaða um GATT- fundinn. Ástralíumenn gengu meira að segja svo langt að lýsa því yfir, að þeir teldu sig óbundna af yfirlýsingunni. Finnar, Svíar, Norðmenn og íslendingar stóðu að sameiginlégri yfirlýsingu. sem fclur í sér stuðning viö afstöðu EBE. Hefur fríverslunin þá ekki beðið skiphrot að þínu áliti? Nei, alls ekki. GAIT fundurinn lýsti cinmitt yfir cindrcgnum stuðningi við frjáls alþjóðaviðskipti og varaöi við hættunni af innflutningshöftum, sem, myndu auka efnahagserfiðleikana. Eng- ar innflutningshömlur eru á þeim vöru- tegundum, sem fríverslunarsamstarf ls- lands og 17 Evrópuríkja, sem eru í EFTA og EBE, nær til. Væri það brot á skuldbindingum þessara landa að leggja hömlur á innbyrðis viðskipti með samningshundnar vörur. Þessi frí- verslun, sem skiptir okkur svo ákaflega miklu máli, cr að sjálfsögðu í íullu gildi. EBE og EFTA eru orðin stærsti útflutn- ingsmarkaður okkar og niðurfelling tolla af útflutningi okkar inn á þetta svæði nam tæpum 200 m. kr. árið 1981. Nú eiga útflutningsatvinnuvegirnir í miklum erfiöleikum. Flvcrnig færu þeir að því að greiða ■ Tómas Árnason viðskiptaráðhcrra. þessar 200 m. kr. á ári hverju? Og hvernig gengi yfirhöfuð að selja sumar þcssar afurðir. ef greiða þyrfti 15% toll at' frystum fiskflökum og 20'yo af frystri rækju svo dænti séu tekin. Hver eru svo helstu atriðin í yfirlýsing- unni? Yfirlýsingin er mjög löng og yíirgrips- mikil. Fyrir utan það, sem þegar hefur verið nefnt, þá er þar fjallað urn hvaða leiðir skuli farnar til þess að efla samkomulagiö, hvaða verkefni skuli tekin fyrir af starfsliði GATT á næstu árum. Þar má ncfna cndurskoðun á reglunt varðandi undanþágur frá sam- komulaginu, þ.e. hvaða skilyröi rcttlæti tímabundnar innflutningstakmarkanir og verndartolla, nýjar reglur og virkari um úrlausn deilumála, fvlgt verði betur eftir reglum frá 1979 varðandi viðskipti þróaðra og vanþróaðra aðildarríkja, og ýmsar athuganir varðandi verslun með tæknivörur og sjávarafurðir. Þjóðir Norðurlanda og smáþjóðir yfirlcitt gera sér glögga grcin fyrir þýðingu þess að geta selt frantleiðslu sína á alþjóðlegum mörkuðum við vcrði sem tryggir góð lífskjör heima fyrir. Þessvegna cru frjáls alþjóðaviðskipti Itvað þýðingarmest fyrir þessar þjóöir. ■ Skúli Skúlason, sem er um- boðsmaður á Islandi fyrir Hud- sons Bay í London ritar grein í Morgunblaöið þann 24.11. s.l. um loðdýraflokkun og fleira. Suint af því sem fram kemur í grein Skúla þykir mér orka tvímælis og vil því gjarnan koma nokkrum athugasemdum á fram- færi. Skúli telur mismunandi sjón- armið ráða um lífdýrailokkun milli landa. Nefnir hann sem dæmi að Finnar hafi aukið loðdýrarækt sína mjög hratt, oft sett á allar hvolpatæfur til undan- eldis, Danir aðeins 15-20% en við farið bil beggja og sett á 40-60% af hvolpatæfunum og sé sú tala viðurkennd víða erlendis sem hæfileg. Magnús Jónsson skólastjóri á Hvann- eyri sem hefur reynslu á sviði loðdýra- kynbóta, telur óvarlegt að setja á meira en þriðju hverja hvolpalæðu, eigi stofn- inum ekki að hraka. Það er hluti af ræktunarstarfi bóndans að bæta sinn bústofn. Góð dýr eru ekki aðeins til ánægju, þau gefa einnig betri arð. íslenskir bændur verða að keppa að fyrsta flokks framleiðslu, þá þola þeir verðlægðir, sem alltaf má búast við öðru hvoru. Þessvegna er varhugavert að velja of stóran hluta hvolpalæða til undaneldis. Ef auka á stofninn hraðar þarf að flytja inn lífdýr. Þá telur Skúli að val á Ijósum dýrum úr stofninum leiði til þess að hann verði grár. Það gerir auðvitað ekkert til ef það er sá litur sem neytendur vilja borga best fyrir. Ég hef rætt þetta við Hans Rimenslotten, norskan sérfræðing í refarækt, sem talinn er meðal þeirra færustu í heiminum. Hann kvaðst ekki í nokkrum vafa um að hann mundi velja Loðdýra ræ k t krefst þekkingar ljós dýr til undaneldis. fyrir þau skinn fengist hæst verð um þessar mundir. Hann kvaðst ekki geta séð að slíkt val þyrfti að leiða til grárra dýra, ef rétt væri valið. Skúli telur Finna hafa gengið lengst í vali á ljósum litum með þeim afleiðing- um að skinnin verði grá. Hann segir þó síðar í greininni að hæst verð hafi fengist fyrir finnsku skinnin. Ekki virðist þessi „grái“litur hafa komið í veg fyrir gott verð hjá Finnum! Þá getur Skúli þess í lokin að íslensku blárefabúin þurfi að eiga þess kost að láta flokkunarmenn frá því uppboðshúsi sem þau versla við, flokka dýrin. Lögunt samkvæmt skal trúnaðarmað- ur Búnaðarfélags íslands annast lífdýra- tlokkun. Búnaðarfélagið ber því ábyrgð á kynbótastefnunni. Kynbótastefnan á að miða að því að velja til undaneldis hraust, veigerö dýr með góða frjóscmi ogskinngæði. Sigurjón Bláfeld. loðdýra- ræktarráðunautur hcfur fengið sér til aðstoðar crlenda flokkunarmenn, frá Englandi og Noröurlöndum. Flokkun er vandasamt starf sem krefst mikillar þjálfunar og reynslu. Val á skinnalit hlýtur að fara eftir hvað eftirsóttast er og best borgað. Ef kaupendur vilja dökk skinn, þá eru undaneldisdýr að sjálfsögðu valin í samræmi viö það. Sérfræðingar segja að mun auðveldara sé að dekkja stofninn en lýsa. Því er fljótgert að breyta litnum cf þörf krefur. Verslun með hráskinn fer í rauninni fram á einunt markaði. Uppboðshúsin eru að vísu fleiri, þau langstærstu eru á Norðurlöndum, þá eru uppboðshús í Éeningrad, London og víðar. Skinna- kaupmenn ferðast milli uppboðshúsanna og kaupa skinn. Þetta er mikið til sami hópurinn, því má segja að aðeins sé um cinn markað að ræða. Ég á erfitt með að skilja að skinna- kaupmenn geri citthvað aðrar kröfur til lita og gæða hvort sem þeir eru að kaupa á uppboði í London, Osló eða Kaup- mannahöfn. Því hlýtur ein og sama kynbótastefnan og litavalið að duga án tillits til hvar bændur kjósa að selja sín skinn. Það sem við þurfum fyrst og fremst á að halda í loðdýraræktinni er þekking og aftur þekking. Jákvæð umræða um loðdýrarækt er nauðsynleg. Hinsvegar geta kenningar leikmanna skaðað og ruglað, ef þær eru ekki betur grundaðar en Skúli Skúlason gerir í grein sinni. Með þökk fyrir birtinguna Jón Ragnar Rjörnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýranektenda. Jón Ragnar Björnsson:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.